Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 41
DAGBÓK
Það var árið 1955 að Heilsustofnun Nátt-úrulækningafélags Íslands var opnuð aðfrumkvæði Jónasar Kristjánssonarlæknis. Var fljótlega hægt að veita 40
gestum móttöku en umfang starfseminnar hefur
síðan þá farið vaxandi og þjónar nú Heilsustofn-
unin yfir 2.000 manns árlega.
Um helgina fagnar Heilsustofnunin 50 ára af-
mæli með fjölbreyttri dagskrá og útgáfu afmæl-
isrits sem dreift er með Morgunblaðinu.
„Þetta er stofnun sem hefur þjónað öllum
landsmönnum um árabil,“ sagði Anna Pálsdóttir í
samtali við blaðamann, en Anna hefur á sinni
könnu sölu- og markaðsmál stofnunarinnar.
„Flestir koma til okkar að læknisráði en einnig er
hægt að koma á eigin vegum. Þess má geta að
baðhúsið er opið um helgar fyrir utanaðkomandi
gesti og er þá upplagt að snæða t.d. hádegisverð í
matsal Heilsustofnunar í leiðinni. Markmið okkar
er heilsubót og heilsuvernd. Í hnotskurn: að fólk
taki ábyrgð á eigin heilsu.“
Í Heilsustofnun í Hveragerði eru stundaðar
bæði hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar.
Þannig segir Anna að böðin sem stunduð eru hjá
stofnuninni hafi reynst fólki afskaplega vel, þá
sérstaklega leirböðin, s.s. við gigt og húð-
sjúkdómum. Hefðbundin sjúkraþjálfun eftir slys,
sjúkdóma og liðaðgerðir er einnig stór þáttur í
starfinu. „Við leggjum ríka áherslu á holla lífs-
hætti með góðu mataræði, hreyfingu og slökun – n
það síðastnefnda er þáttur sem ekki má gleym-
ast.“
Mikil aðsókn er í þjónustu stofnunarinnar og
segir Anna að vel sé bókað í þau pláss sem til boða
standa. Stofnunin er með þjónustusamning við
ríkið og er því kostnaður gesta stofnunarinnar í
flestum tilvikum að stórum hluta niðurgreiddur
en leitast er við að halda kostnaði í algjöru lág-
marki. Anna segir að vinsældir stofnunarinnar
fari vaxandi: „Fólk er orðið miklu meðvitaðra um
það hvað heilsan skiptir miklu máli, og mikilvægi
þess að grípa til forvarna áður en skaðinn er skeð-
ur og læra að meta og efla lífsgæði miðað við
ástand.“
Margt verður um að vera á sunnudaginn vegna
afmælisins, en dagskrá dagsins hefst strax um
morguninn með stofnun hollvinasamtaka Heilsu-
stofnunar. Eftir hádegi hefst síðan formleg dag-
skrá þar sem ýmsir góðir gestir taka til máls.
Davíð Smári Idol-stjarna kemur fram, frítt verður
í sundlaug staðarins, myndlistarsýning og skoð-
unarferð um húsið. Hoppkastali og risarennibraut
verður fyrir yngstu gestina auk þess að víkingar
og trúðar bregða á leik. Einnig verða til sýnis
þjónustuhús sem Íslenskir aðalverktakar hafa
reist við heilsustofnunina, en kaupendur þeirra
húsa hljóta með aðgang að ýmissi þjónustu
Heilsustofnunarinnar.
Nánar má sjá á heimasíðu Heilsustofnunar-
innar, www.hnlfi.is og í afmælisblaði stofnunar-
innar með Morgunblaðinu á laugardag.
Heilsa | Heilsustofnun NLFÍ fagnar 50 ára afmæli
Heilsulind í hálfa öld
Anna Pálsdóttir
fæddist í Reykjavík 20.
maí 1947. Hún útskrif-
aðist frá MR 1967 og er
lífeindafræðingur að
mennt. Hún lauk námi í
stjórnun og rekstri
heilbrigðisþjónustu frá
Endurmenntun Háskóla
Íslands 1998. Und-
anfarin ár hefur hún
starfað við Heilsu-
stofnun NLFÍ við kynningar- og markaðsmál.
Hafnarfjall
FURÐULEGT þykir mér að efn-
istaka skuli stunduð neðarlega í
Hafnarfjalli. Er þetta áhættusamt
atferli því skammt er í að gröft-
urinn hafi áhrif á sjálfar skriður
fjallsins. Þessar einstöku skriður
eru með fegurri fjallshlíðum er
sjást á þessu landi, í göngufæri við
þjóðveg eitt.
Nóg er að Ingólfsfjall sé stór-
skemmt, þurfa landsmenn að horfa
upp á annað fjall eyðilagt.
Ragnar Ingi Ingason.
Verðmunur á
að fanga hunda
ÁSTA hringdi og hafði hundur
dóttur hennar sloppið út. Hún
sagði að í Reykjavík kostaði 21.500
kr. að handsama hunda, í Hafn-
arfirði kostaði það 5.000 kr. í fyrsta
skipti og 16.000 kr. í annað skipti
og í Mosfellsbæ 8.000 kr. Hún
sagði að einnig þyrfti að greiða
1.300 kr. fyrir sólarhringinn á
Leiruhótelinu og henni finnst verð-
munurinn á milli bæjarfélaganna
óréttlátur.
Ásta Björnsdóttir.
Frábær leiksýning í Iðnó
ELDRI kona hringdi og hrósaði
sýningu Ferðaleikhússins í Iðnó.
Þar væri leikin nútímaútgáfa af
Gullna hliðinu á ensku og væri sýn-
ingin mjög sniðug. Þarna væri fal-
legur dans og söngur og sýningin
væri sérlega vel leikin. Sérstaklega
væri Kristín G. Magnús alveg stór-
kostleg í hlutverki kerlingarinnar.
Hún mælti með að allir sem væru
vel að sér í ensku mættu og síðan
væri tilvalið fyrir fólk með erlenda
gesti að fara á sýninguna. Sjálf var
hún með erlendan gest sem var
mjög hrifinn.
Eldri borgari.
Glæsileg þjónusta
í Kirkjuhúsinu
ÉG vil þakka mjög góða þjónustu
sem ég fékk í Kirkjuhúsinu núna í
júlí. Þar aðstoðaði Guðbjörg mig og
veitti mér frábæra þjónustu og ráð-
gjöf sem vert er að þakka. Takk
fyrir.
Kona að norðan.
Kisusystkini fást gefins
3 YNDISLEG og kelin lítil kisu-
systkini óska eftir góðu og ástríku
heimili.
Uppl. gefur Heiða í síma 697-
8663.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Á góðum stað við Sæbraut er nú til leigu 340 fm björt og skemmtileg
hæð með góðu útsýni. Auðvelt er að breyta innra skipulagi og laga
það að margvíslegri starfsemi, t.d. hægt að nýta undir skrifstofur eða
aðra þjónustu. Liggur vel við umferð, mikið auglýsingagildi, góð
aðkoma og næg bílastæði.
Upplýsingar veitir Árni í síma 892 4243.
TIL LEIGU - 104 REYKJAVÍK
SKRIFSTOFU- OG ÞJÓNUSTUHÆÐ
Létt
drykkjarjógúrt
með perum
Nýjung!
1
3
1
0
.3
0
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
ild
ar
án viðbæ
tts
sykurs
50 ÁRA afmæli. Laugardaginn 23.júlí verður Ólafur Sturla Njáls-
son fimmtugur.
Að því tilefni verður veisla á afmæl-
isdaginn í Básnum í Ölfusi, 3 mín. akst-
ur frá Nátthaga. Vinir, vandamenn,
núverandi og fyrrverandi starfsmenn,
nemendur, gamlir skólafélagar, kærir
sveitungar og aðrir velunnarar hjart-
anlega velkomnir að njóta óp-
erutónlistar, dansa og skemmta sér
eins lengi og líf og lyst þráir.
Ólafur óskar þess að allir mæti í ein-
hverju bleiku!
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
EM ungmenna.
Norður
♠D52
♥K
♦Á1082
♣ÁKDG9
Suður
♠K943
♥ÁD1072
♦K6
♣63
Suður verður sagnhafi í sex
gröndum og fær út tíguldrottningu.
Hvernig myndi lesandinn spila?
Þetta hagstæða útspil gefur sagn-
hafa kost á slag á tígultíu og þá duga
þrír á hjarta. Því er freistandi að
drepa á tígulkóng, svína tíunni, taka
hjartakónginn og treysta svo á
spaðaásinn í austur.
Þannig spilaði hollenski sagnhaf-
inn í virðureign við Letta á Evr-
ópumóti ungmenna. En því miður
var spaðaásinn í vestur og samning-
urinn fór tvo niður:
Norður
♠D52
♥K
♦Á1082
♣ÁKDG9
Vestur Austur
♠Á107 ♠G86
♥9865 ♥G43
♦DG95 ♦743
♣75 ♣10842
Suður
♠K943
♥ÁD1072
♦K6
♣63
Á hinu borðinu kom út lauf gegn
sama samningi. Sagnhafi tók fyrst
fimm slagi á lauf, síðan hjartakóng,
fór heim á tígulkóng og lagði niður
ÁD í hjarta. Þegar gosinn féll þriðji
voru 12 slagir öruggir og sá þrett-
ándi kom sjálfkrafa því vestur lenti í
vandræðum með spaðaás og DG í
tígli.
Auðvitað er beittara að spila
spaðadrottningu í öðrum slag og búa
þannig í haginn fyrir hugsanlega
kastþröng á síðari stigum, en út-
spilið (tíguldrottningin) er skemmti-
legt dæmi um það sem enskumæl-
andi menn nefna gríska gjöf og við
köllum bjarnargreiða.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
BANDARÍSKI stúlknakórinn Penn-
sylvania Girlchoir heldur tónleika í
Hallgrímskirkju í dag kl. 12. Við-
burðurinn er hluti af sum-
artónleikaröð Hallgrímskirkju og
verða á efnisskrá m.a. norður-
amerísk þjóðlög, indjánasöngvar,
kvekarasöngvar, negrasálmar og
kirkjutónlist.
Kórinn syngur undir stjórn Mark
Anderson en hann hefur reglulega
komið til Íslands til tónleikahalds,
bæði sem orgelleikari og kórstjóri
auk þess sem hann hefur haldið
námskeið. Aðstoðarstjórnandi er
Jodi Bohr.
Stúlknakór Pennsylvaníu var
stofnaður í september 2004 og sam-
anstendur af 80 stúlkum, 18 ára og
yngri, frá Philadelphiu-svæðinu í
Bandaríkjunum. Er kórinn þrí-
skiptur: Tónleikakór, Borgarkór og
Kammerkór, en sá hópur sem
ferðast um Ísland í sumar er Borg-
arkórinn. Eitt af markmiðum kórs-
ins er að veita ungum stúlkum með
tónlistarhæfileika menntun við
bestu aðstæður og tækifæri til að
koma fram, án tillits til félagslegra
aðstæðna.
Undanfarna viku hefur kórinn
komið við m.a. á sumartónleikum í
Mývatnssveit, á Akureyri og í
Kristskirkju í Landakoti.
Indjána- og
kvekarasöngvar
Stúlknakór Pennsylvaníu og stjórnandi kórsins Mark Anderson.
Fréttir á SMS
Fréttasíminn
904 1100