Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 52 síðna blað um skóla og menntun fylgir Morgunblaðinu í dag Reikniv élar fyr ir NÁM IÐ! REIKN AÐU DÆMIÐ ! SHARP g æða reikn ivélar í skólastar fið á ótrú legau ver ðiEL-501V Skólareikni vél Scientific Kr. 1.3 00.- Hörð hlíf 131 reiknia ðgerð Rafhlaða EL-531VH Skólareikni vél Scientific Kr. 1.9 50.- Hörð hlíf D.A.L. - Be in aðgerða rröð 183 reiknia ðgerðir 2ja línu skj ár Rafhlaða Vinsælasta skólavélin EL-506WB BK Skólareikni vél Scientific Kr. 3.1 00.- Hörð hlíf D.A.L. - Be in aðgerða rröð 469 reiknia ðgerðir 2ja línu skj ár Twin powe r - Rafhlað a og sólarraf hlaða EL-9900 Grafískur s kjár 132 x 64 p unktar Kr. 12. 900.- Hörð hlíf 827 reiknia ðgerðir 27 minni 64Kb minn i Rafhlaða |Menntun |18 | 08 | 2005 PÉTUR Pétursson þulur hlaut í upphafi sumars styrk úr Þjóðhá- tíðarsjóði til að leita að vegg- spjaldi sem bandaríski herinn hengdi víðsvegar upp við komu sína til landsins 7. júlí 1941. Á veggspjaldi þessu er mynd af Roosevelt, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og texti þar sem fram kom að forsetinn héti því að bandaríski herinn færi um leið og styrjöldinni lyki. Pétur hefur ekki enn farið utan í leit sinni að vegg- spjaldinu, en hefur þó þokast nær takmarki sínu með aðstoð verald- arvefsins. Pétur efndi til blaðamanna- fundar á Hótel Borg sl. mánudag þar sem hann greindi frá því að Eyþór Guðjónsson, dóttursonur hans, hafi fundið á vef þingskjala- geymslu bandaríska þingsins, bréfi Roosevelts forseta til íslenska þingsins, frá 7. júlí 1941. Í bréfi þessu koma fram þau loforð sem Roosevelt hét á veggspjaldinu; að bandaríski herinn myndi ekki hafa afskipti af innanríkismálum á Ís- landi, og að herinn myndi yfirgefa landið um leið og styrjöldinni lyki. Pétur sagði á fundinum að hann stefndi enn að því að nýta styrkinn til ferðar til Bandaríkjanna og leita að umræddu veggspjaldi í þarlendum söfnum. „Mér finnst ekki sæmandi, hvorki íslensku þjóðinni né bandarískum stjórn- völdum, að þetta veggspjald skuli ekki finnast á söfnum, eins og skylt er að varðveita. Stjórnvöld hafa brugðist varðveisluskyldu sinni í þessu máli, en þeim ber að standa vörð um þessa mikilvægu og merku sögu.“ Leit Péturs Péturssonar að veggspjaldi bandaríska hersins Þokast nær tak- marki sínu Morgunblaðið/Árni Torfason Pétur Pétursson skýrir frá leitinni á blaðamannafundi á Hótel Borg. Er farmurinn tryggur? Bílar á morgun STJÓRN Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands (SHÍ) skorar á borgarstjórn Reykjavíkur, að draga til baka eða bæta á einhvern hátt fyrir þá ákvörðun sína, að breyta gjaldskrá leikskólanna á þann hátt að leik- skólagjöld hækka verulega hjá þeim fjölskyldum þar sem annað foreldrið er í námi. Í fréttatilkynningu frá stjórn SHÍ segir að þau rök sem færð eru fyrir breytingunni séu ófullnægjandi. „Byggjast rökin á því að vegna þess að hagur námsmanna hafi vænkast mikið á síðustu áratugum og tekjutenging við maka skerðir ekki lengur námslán frá LÍN sé rétt- lætanlegt að krefja þær fjölskyldur þar sem annað foreldrið er í námi hærri gjalda fyrir leikskólapláss. Engin rök, tölur eða kannanir hafa þó verið lagðar fram til stuðnings þessum rökum.“ Þá kemur þar fram að samkvæmt ársreikningi Leik- skóla Reykjavíkur séu heildartekjur hans rúmir 5 milljarðar króna en með breytingunni sé ætlunin að auka tekjur leikskólanna um 21,5 milljónir króna á þessu ári og um 40 milljónir á heilu ári. Mótsagnakennd skilaboð „Til samanburðar má benda á að þessi breyting eykur útgjöld um 7.380 krónur á mánuði hjá fjölskyld- um þar sem annað foreldri er í námi. Þetta gera 81.180 króna útgjalda- aukningu á ári en óskert mánaðar- legt framfærslulán námsmanns í hjónabandi eða sambúð með eitt barn á framfæri er 107.791 króna. (Tekjuaukning leikskólanna er u.þ.b. 0,43% á þessu ári, 0,8% á heilu, en út- gjaldaaukning fjölskyldna þar sem annað foreldri er í námi vegna dag- vistunar er u.þ.b 31%.) Þessi tekju- aukning skiptir því augljóslega ekki sköpum fyrir leikskólana eða Reykj- arvíkurborg en er mikil blóðtaka fyr- ir foreldra og getur í raun hrakið þá frá því eða komið í veg fyrir að þeir stundi nám.“ Stjórn SHÍ þykir umrædd breyt- ing umfram allt vera mótsagna- kennd skilaboð til stúdenta frá borg- arstjórn sem hvað eftir annað hafi lýst því yfir að hún vilji skapa fjöl- skylduvæna borg og stuðla að al- mennu jafnrétti. „Umrædd breyting stuðlar að hvorugu, heldur fælir hún fjöl- skyldufólk frá borginni og vinnur gegn almennu jafnrétti til náms. Við hvetjum því borgaryfirvöld til þess að fylgja eigin stefnu og bæta þar með fyrir mistök sín.“ Skora á borgarstjórn að endurskoða breytingu á gjaldskrá Fælir fjölskyldu- fólk frá borginni RAKEL Sveinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Fjölmiðla- vaktarinnar, systurfélags Láns- trausts. Rakel starfaði lengi sem sölustjóri Morgunblaðsins og var síðar auglýs- ingastjóri Norðurljósa. Rakel var framkvæmdastjóri Leikfélags Ís- lands og síðar framkvæmdastjóri Lotus Hljóðsetningar (nú Hljóðsetn- ing – Sýrland). Starfsemi Fjölmiðla- vaktarinnar hefur tekið stakkaskipt- um á síðustu mánuðum með tilkomu nýs vaktkerfis sem hannað var fyrir fyrirtækið. „Það getur enginn sett sér að hlusta á allar útvarpsfréttir, lesa öll blöð eða missa ekki af neinum sjónvarpsfréttum og því er vakt á borð við þessa mjög nauðsynleg mörgum, bæði í einkageiranum og hinu opinbera. Ísland er mjög lítið samfélag og þó að fréttamiðlar hér séu margir er vægi fjölmiðla hér- lendis í flestum tilfellum mun meira en þekkist víðast erlendis. Vakt- þjónustan okkar sér ekki aðeins um að senda við- skiptavinum okk- ar strax upplýs- ingar um umræðu sem þeir óska eft- ir að vakta, held- ur eru tölfræði- legar upplýsingar og greiningar á fjölmiðlaumfjöllun sívaxandi þáttur í upplýsinga- og markaðsstarfi fyrir- tækja,“ segir nýráðinn fram- kvæmdastjóri. Rakel nam Production Manage- ment fyrir sjónvarp í Columbia Coll- ege á árunum 1991–92 en viðskipta- og rekstrarfræði í EHÍ 1998–2000. Rakel er gift Gylfa Frey Konráðs- syni, vélstjóra og sjálfstætt starfandi verktaka í Reykjavík. Þau eiga eina dóttur, en fyrir átti Gylfi 2 börn. Nýr framkvæmda- stjóri Fjölmiðla- vaktarinnar Rakel Sveinsdóttir  Of mörg tjón vegna vanrækslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.