Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÖG sem taka mið af tilskipun Evrópusambandsins (ESB) um bann við mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna hafa verið sett á öllum Norð- urlöndunum nema Íslandi. Ríkjum ESB var gert að lögleiða tilskip- unina sem tekur jafnt til einka- geirans sem hins opinbera. Nor- egur og Ísland eru einu Norðurlöndin sem standa utan ESB en Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahúss, segir að innan EFTA hafi verið rætt hvort EFTA-ríkjunum bæri að fara að tilskipuninni vegna EES- samningsins. Norðmenn ákváðu að taka lögin upp en ekki Íslend- ingar. Tilskipun ESB (2000/43/EB) er frá árinu 2000 og bannar alla mis- munun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis. Margrét segir hana merkilega fyrir þær sakir að hún bannar ekki aðeins beina mis- munun heldur einnig óbeina mis- munun og jafnvel hvatningu til mismununar. „Óbein mis- munun getur t.d. verið ef ein- hverjar reglur eru settar sem virðast í fljótu bragði ekki hafa meiri áhrif á einn einstakling en annan. Síðan kemur í ljós að í raun var regl- unum beint gegn ákveðnum ein- staklingum,“ bendir Margrét á og tekur sem dæmi að stundum hafi verið teknar upp reglur um klæða- burð á vinnustöðum sem geti t.d. komið niður á múslimum. Margrét segir það mikilvægasta við tilskipunina að hún tekur til einkageirans jafnt sem hins op- inbera. „Það er í raun gert refsi- vert með öllu að mismuna á grundvelli kynþáttar eða þjóð- ernis, t.d. á atvinnumarkaði, hús- næðismarkaði eða hvað varðar fé- lagslega þátttöku.“ Verða að tryggja kæruleiðir Margrét segir að á Norð- urlöndum komi reglulega fyrir að fólki af erlendum uppruna sé meinaður aðgangur að veitinga- húsum eða skemmtistöðum að ástæðulausu. „Svo var t.d. dansk- ur blaðamaður sem hafði samband við leigumiðlun og spurðist fyrir um hversu löng bið væri eftir íbúð. Annars vegar gaf hann upp danskt nafn og hins vegar nafn sem var greinilega frá öðru landi. Biðin var miklu lengri þegar er- lenda nafnið átti í hlut,“ tekur Margrét sem dæmi. Margrét segir að með því að lögleiða tilskipunina beri ríkjum skylda til að tryggja kæruleiðir fyrir fólk sem verður fyrir mis- munun. Þá eigi þolendur mismun- unar rétt á miskabótum. Skipt sönnunarbyrði Samkvæmt tilskipuninni er sönnunarbyrðinni skipt þannig að sá sem kærir mismunun þarf að sanna að á honum hafi verið brot- ið og sá kærði þarf að sanna að mismunun hafi ekki átt sér stað. Margrét segir að helsta gagnrýnin á lögin hafi komið frá vinnuveit- endum. Þeim þyki þetta hefta frelsi sitt og að starfsfólk geti bor- ið við mismunun þegar allt aðrar ástæður búi að baki. Auk þess geti verið erfitt að sækja fólk til saka vegna brota á lögunum. „En þá verður að hafa í huga að með þessum lögum er verið að tryggja einstaklingum réttindi sem eru talin til grundvallarmannréttinda. Við erum að segja að okkar þjóð- félag vilji ekki mismunun,“ segir Margrét. Tilskipun ESB gegn mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna Lögfest á öllum Norður- löndunum nema Íslandi Morgunblaðið/Jim Smart ESB-tilskipun um bann við mismunun vegna kynþáttar eða uppruna hefur verið leidd í lög á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Margrét Steinarsdóttir SAMNINGAR um sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni voru undirritaðir á Ísafirði í gær. Landspítali – há- skólasjúkrahús (LSH) gerir samn- ingana við Heilbrigðisstofnun Ísa- fjarðarbæjar, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilsugæsluna í Reykjavík. Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra var við- staddur undirritunina og staðfesti samninginn, en hann er liður í og í samræmi við þá stefnu ráðherra að efla sálfræðiþjónustu í grunnþjón- ustu heilsugæslunnar. Samningurinn er gerður í til- raunaskyni og gildir hann í tvö ár og styrkir heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið verkefnið með 24 milljóna króna framlagi á samn- ingstímanum sem er tvö ár. Markmið samningsins er að efla sérhæfða sálfræðiþjónustu innan heilsugæslunnar og fjölga úrræðum fyrir sjúklinga með geðraskanir. Þá er markmið samningsins að auka þekkingu heilbrigðisstarfsfólks heilsugæslunnar á heilbrigðisvanda af geðrænum toga annars vegar og hugrænni atferlismeðferð hins veg- ar, með fræðslufundum. Með samn- ingnum er einnig ætlunin að styrkja samstarf á milli viðkomandi heilsugæslustöðva og geðsviðs LSH með það í huga að bæta þjónustu við geðsjúka og fyrirbyggja afleið- ingar geðsjúkdóma, s.s. skerðingu á lífsgæðum og vinnugetu, einangrun, sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg. Samið um sálfræðiþjón- ustu í heilsugæslunni Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Samningurinn undirritaður. Markmiðið er að efla sérhæfða sálfræðiþjón- ustu í heilsugæslunni og fjölga úrræðum fyrir sjúklinga með geðraskanir. LÖGLEIÐING tilskipunar Evrópu- sambandsins um bann við mis- munun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna er þýðing- armikið skref í að tryggja rétt- arstöðu fólks af erlendum upp- runa. Þetta er mat Ellu Gosh en hún starfar fyrir Senter mot etnisk diskrim- inering (SMED) í Noregi. Gosh er stödd hér á landi í tengslum við fund Norræns tengslanets málsvara innflytjenda. Gosh segir að áður hafi norsk lög um jafnrétti á vinnumarkaði aðeins náð til ráðninga. Með lög- leiðingu tilskipunar EES hafi lögin hins vegar orðið víðtækari og nái því t.d. til þess ef fólki er sagt upp eða því mismunað á vinnustað. „30% mála sem við fáum inn á borð til okkar tengjast vinnumark- aðinum en það er stærsti flokk- urinn,“ bendir Gosh á og bætir við að yfirleitt sé kvartað vegna ráðn- inga, uppsagna eða eineltis á vinnustað. Gosh segir að oft hafi fólk gögn sem styðji mál þess og því búi annað og meira en tilfinn- ing að baki mörgum málanna. „Áður en tilskipunin var lögleidd var erfitt fyrir okkur að fá upplýs- ingar frá vinnuveitendum. Við höfðum t.d. ekki rétt til að fá upp- lýsingar um hver var ráðinn í ákveðna stöðu og hverjir sóttu um. Við gátum fengið það frá op- inberum stofnunum en ekki úr einkageiranum en nú ber einka- fyrirtækjum skylda til að láta okk- ur upplýsingar í té.“ Rökstuðningur beggja aðila Gosh segir að skipt sönnunar- byrði þýði ekki að hægt sé að ásaka hvern sem er fyrir að beita mismunun. Ásökunum þurfi að fylgja rökstuðningur. „Vinnuveit- andinn eða hver sem á í hlut getur hins vegar ekki bara sagt: „Þetta er bara ímyndun í henni.“ Hann verður t.d. að rökstyðja val sitt á umsækjanda eða gefa ástæður fyr- ir uppsögn. Þetta er kerfi sem gerir báðum aðilum skylt að rök- styðja mál sitt,“ segir Gosh og bætir við að frá og með næstu áramótum verði komið á laggirnar embætti umboðsmanns sem tekur við kvörtunum vegna mismununar á grundvelli kyns, kynþáttar eða uppruna. Þýðingarmikið skref í Noregi Ella Ghosh

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.