Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING 9. sýn. sun. 21/8 kl. 14 nokkur sæti laus 10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 sæti laus 11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 sæti laus Kabarett í Íslensku óperunni Næstu sýningar Föstudaginn 19. ágúst - UPPSELT Laugardaginn 20. ágúst kl. 20.00 Föstudaginn 26. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 27. ágúst kl. 20.00 Sunnudaginn 28. ágúst - Örfá sæti laus Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. SKÚLAGATA 61, - 105 REYKJAVÍK - ICELAND TEL. +354 511 1616 - FAX: +354 5614564 GSM: 892-1474 TÖLVUP.: senson@senson.is TIL SÖLU PAVILION hús Stærð: Breidd 3.400 mm. Hæð 3.300 mm. Sýningarhús staðsett í Klettagörðum 6. Sjón er sögu ríkari. Fjögur hús til afgreiðslu strax. HINN 8. september næstkomandi hefði tónlistarmaðurinn Karl Jóhann Sighvatsson orðið 55 ára gamall. Karl var mikilsmetinn tónlist- armaður, fyrst í popptónlistarbrans- anum og síðar sem organisti, en hann lést sviplega í bílslysi á Hellis- heiði árið 1991. Karls og framlags hans til tónlist- ar hefur oft verið minnst síðan hann lést, með tónleikahaldi og ýmsum uppákomum og sérstakur sjóður var stofnaður til minningar um Karl árið 1992, sem veitir árlega styrk til org- elnema og hljómborðsnema. Félagar Karls úr tónlistarbransanum settu einnig upp minnismerki um hann á þeim stað sem hann lést, rétt fyrir neðan Skíðaskálann í Hveradölum, á sínum tíma. Umhverfislistaverk reist En margir af þeim sem þekktu Karl vissu að hugur hans stóð ekki einungis til tónlistar – heilnæmir lífshættir og andleg sýn á tilveruna skiptu hann jafnframt miklu máli. Lífræn fæða og líkamleg hreysti, eins og sund og hjólreiðar, voru stór hluti af lífsstíl hans. Hugur Rósu Bjargar Helgadóttur, fyrrverandi eiginkonu Karls, stóð því til að reisa um hann annars konar minnisvarða, og stóð hún fyrir því að fá landslags- arkitektinn og myndlistarmanninn Johannes Mathiessen til að móta umhverfislistaverk í minningu Karls. „Við Johannes þróuðum hug- myndina að baki þessu verki í sam- einingu ásamt Úlrik Arthúrssyni og Brigitte Koegler arkitektum,“ út- skýrir hún en landslagslistaverkið, sem ber nafnið Karlsminni, var full- klárað í september í fyrra. „Lista- verk af þessu tagi er tilraun til að búa til stað í náttúrunni sem upp- hefur og auðgar landslagið svo að fólk geti leitað sér andlegrar vakn- ingar og friðar. Johannes Matthies- sen ferðast um allan heim í þeim til- gangi að búa til heilaga staði í náttúrunni. Hann notar oft staði sem eru eyðilagðir af manna völdum og umskapar og gæðir þá nýju lífi. Hugmyndin er að gefa til náttúrunn- ar í stað þess að taka frá henni. Sú hugsun er mjög í anda Karls.“ Gjörningur á afmæli Til að minnast 55 ára afmælis Karls hinn 8. september mun hópur þrettán listamanna frá Evrópu koma hingað til lands og vinna með íslenskum þátttakendum að ýmsum uppákomum dagana kringum af- mælið. Meðal annars verða haldnir tónleikar í kirkjum í nágrenni Karls- minnis; Þorlákskirkju, Kotstrand- arkirkju og Hveragerðiskirkju, en þar starfaði Karl einmitt sem org- anisti síðustu ár ævi sinnar. Á afmælinu sjálfu mun hópurinn, sem skipaður er listamönnum á sviði tónlistar, myndlistar, ljóðlistar og hrynlistar, síðan standa fyrir ljós- og hreyfigjörningi í minningu Karls í Karlsminni. Vigdís Finnbogadóttir mun setja dagskrána og Gunnar Eyjólfsson leikari fara með kvæðið Söknuður. „Með þessum gjörningi vonumst við til að efla vitundina um fegurra mannlíf, listina að lifa og varðveislu náttúrunnar, og halda um leið minningu Karls á lofti. Ég held að honum hefði líkað þetta mjög vel,“ segir Rósa Björg. Í gjörningnum verður flutt tónlist, hreyfilist, dansað, sungið og lesin ljóð, þar á meðal ljóðið Snjóblóm eft- ir Svan Gísla Þorkelsson. „Þetta ljóð lýsir að mínu mati Kalla mjög vel – hann var eins konar snjóblóm. Hann lifði stutt og ákaft, og eins og margir sem lifa þannig lýsti hann út í mann- lífið ljóma, krafti og hugrekki. Hann var mjög sérstakur persónuleiki.“ Karls J. Sighvats- sonar minnst Morgunblaðið/RAX Karlsminni er umhverfislistaverk til minningar um Karl J. Sighvatsson. SJÓNVARPSTÍMARIT Þorsteins J. Vilhjálmssonar, sem ber heitið Þetta líf. Þetta líf. og er sent út á vefslóðinni www.thorsteinn- j.is, hefur verið tilnefnt til Prix Europa- verðlaunanna í Berlín í flokki netmiðla. Prix Europa eru ein stærstu verðlaun sinnar tegundar í Evr- ópu, sem voru fyrst afhent 1987, og er þar keppt á sviði sjónvarps, útvarps og net- miðla. „Þetta er mjög skemmtileg keppni, sem var sett á laggirnar af miklum hugsuði í útvarpsfaginu sérstaklega, sem heitir Peter Leonard von-Braun,“ sagði Þor- steinn í samtali við Morgunblaðið. „Hans hugmyndafræði var að draga saman allt það besta í út- varpi, til að byrja með. Síðan bætt- ist sjónvarpið við og nú á síðustu árum netið.“ Þorsteinn segir að Prix Europa- verðlaunin séu fyrst og fremst fag- verðlaun, og það sé einmitt það sem geri þau eftirsóknarverð. „Þetta er mjög spennandi fyrir mig, því þarna er verið að skoða tímaritið mitt út frá faglegum for- sendum; hversu gott innihaldið er, hvernig það er sett fram og svo framvegis,“ segir Þorsteinn sem áður hefur sóst eftir þátttöku í keppninni og þá með útvarpsþátt, sem ekki komst í úrslit. Hann seg- ir þátttakendur í úrslitunum á sviði netmiðla nú koma frá fimm- tán löndum. „Ég þekki ekkert til þeirra sem eru með mér í úrslit- unum, en hef hins vegar skoðað síðuna sem sigraði í fyrra, sem er öflug afþreyingarsíða. Ég held að þessir netmiðlar séu eins ólíkir og löndin eru mörg.“ Spennandi tími Sjónvarpstímaritið Þetta líf. Þetta líf kom fyrst út í janúar 2005 og byggist að mestu á lifandi myndefni, en þema þess er lífið og listin í stóru samhengi. Þorsteinn er sjálfur höfundur alls myndefnis, sem hann bæði tekur og klippir. Pétur Grétarsson leggur til tónlist- ina í tímaritið, en vefinn hannaði Samúel Jónsson hjá vef- og hug- búnaðarfyrirtækinu Caoz í Reykja- vík. Þorsteinn segir tímaritinu hafa verið vel tekið á þeim sex mán- uðum sem það hefur starfað. „Þetta hefur verið mjög spennandi tími. Áskrifendum fjölgar, sem heldur þessu auðvitað gangandi,“ segir hann en bætir við að hann verði seint efnaður af störfum sín- um við tímaritið. „Áskriftartekj- urnar duga fyrir rekstrarkostnaði og litlum launum, en ég þurfti vettvang fyrir eigið efni og það var þess vegna sem ég ákvað að setja tímaritið á laggirnar. Það hefur verið gaman að sjá þessa hugmynd verða að veruleika og nú er bara að halda áfram og stækka hana.“ Prix Europa-hátíðin verður hald- in dagana 16.–21. október, þar sem þeir sem eru í úrslitum munu kynna vefsvæði sitt og sitja fyrir svörum dómnefndar. Úrslitin sjálf verða svo kunngjörð í lokahófi há- tíðarinnar að kvöldi 21. október, en verðlaunaféð í flokki netmiðla er 6.000 evrur. Þorsteinn segist þó ekki vera búinn að ráðstafa því fé í huganum. „Mér finnst fyrst og fremst skemmtilegt að fara til Berlínar og sýna þetta efni mitt, og hitta fagmenn og klárt fólk. Verðlaunin sem slík eru ekkert að- alatriði þótt maður vilji helst taka þátt í allri keppni í því augnamiði að vinna,“ segir hann að síðustu. Fjölmiðlar | Sjónvarpstímarit Þorsteins J. tilnefnt til Prix Europa-fjölmiðlaverðlaunanna Eftirsóknarverð fagverðlaun netmiðla www.prix-europa.de www.thorsteinnj.is Þorsteinn J. Vilhjálmsson Sjónvarpstímaritið Þetta líf. Þetta líf. á slóðinni www.thorsteinnj.is er til- nefnt til Prix Europa-verðlaunanna sem veitt verða í Berlín. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Fréttir í tölvu- pósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.