Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 35 MINNINGAR aldar var sennilega lífsins mesta lystisemd. Hann kaus dufti sínu hinstu hvílu á milli afa og ömmu í heimagrafreitnum á Yngveldarstöð- um. Andri var bæði virðulegur og stolt- ur, en vildi samt ekki bera við loft. Hann vildi ekki reisn fánastangar- innar eða kirkjuturnsins. Vildi ekki bera kross hans eða tróna þar eins og vindhaninn. Það voru hugsjónir hans sem bar við himin. Hann sjálfur vildi bera uppi himininn, eitt heimshornið. Hann tók stöðu Norðra. Og þótt heilsu hans hrakaði, einkum síðasta árið, brást það burðarþol ekki. En hann vissi líka, eins og námumenn- irnir, að þegar hvíldarhorni malar- keilunnar er náð, verður hún ekki brattari. Með meiri reisn falla aðeins skriður úr hlíðum hennar, og aðrir verða fyrir barðinu. Og þótt Andri sé nú fallinn ber hann heimshorn sitt í norðri með sinni reisn. Andri trúði ekki á draum hins sof- andi manns, heldur hins vakandi. Og litir þess draums voru hvítur, rauður og blár/svartur, litir ævintýrisins. Hann trúði ekki heldur á líf eftir dauðann. En, á meðan við sem þekkt- um hann lifum, mun hann lifa góðu lífi. Blessað veri það líf. Er hnígur sól að hafsins djúpi og hulin sorg á brjóstin knýr, vér minnumst þeirra, er dóu í draumi um djarft og voldugt ævintýr. Þá komu þeir úr öllum áttum með óskir þær, er flugu hæst og gráta í vorum hljóðu hjörtum hinn helga draum, sem gat ei rætzt. Og þá er eins og andvörp taki hin undurfagra sólskinsvon og allir kveldsins ómar verði eitt angurljóð um týndan son. Og hinzti geislinn deyr í djúpið – en daginn eftir röðull nýr oss boðar sama dýra drauminn um djarft og voldugt ævintýr. (Jóhannes úr Kötlum.) Sigurður V. Sigurjónsson. Andra Ísakssonar heyrði ég fyrst getið þegar við Sigurjón Páll bróðir hans urðum góðir vinir í barnaskóla. Síðar sá ég hann í foreldrahúsum þar sem ætíð var tekið vel á móti okkur félögunum í „litla gáfumannafélag- inu“. Af Andra stafaði þá ljóma hins unga menntamanns. Hann hafði lært í París, var áberandi í umræðum um skólamál en þorði að auki að taka af- stöðu í þjóðmálum sem var kannski ekki ætíð valdsmönnum að skapi. Mér er það til dæmis minnisstætt þegar Andri var túlkur á fundi sem frönskumælandi fulltrúi Norður-Ví- etnama hélt fyrir fullu húsi í Austur- bæjarbíói. Þetta var á þeim árum þegar Víetnam-stríðið var í algleym- ingi. Um svipað leyti sat ég fyrst í tíma hjá Andra. Hafði Guðmundur Arn- laugsson rektor Menntaskólans við Hamrahlíð – sem þá var nýstofnaður – fengið Andra til að segja nýnem- unum til í námstækni. Gerði hann það í einn eða tvo tíma en leyfði sér einnig að ræða um sum hugðarefni sín svo sem góðum kennara sæmir. Eitt af þeim var ást hans á bókum sem hann vildi að nemendur um- gengjust með lotningu, notuðu ekki nema blýant til að merkja við eða strika undir, og ævinlega skyldi laust strikað. Eftirminnilegast er mér þó þegar Andri sýndi okkur hvernig ætti að opna nýjar bækur, vinna sig smám saman frá fremstu og öftustu síðum til skiptis inn að miðju. Þannig mætti koma í veg fyrir að bókin brotnaði í miðjum kili. Bókhneigður pilturinn fylgdist með þessu af at- hygli og frá þeim degi hefur Andri lif- að í höndum mínum, bækur sem ég síðan hef eignast hef ég alltaf hand- leikið á þann veg sem Andri sýndi okkur. Síðar kenndi Andri mér aðferða- fræði í Háskóla Íslands þegar verið var ýta sálfræðikennslu þar úr vör 1970. Hér öðlaðist ég fyrst skilning á þeim sérstöku vinnubrögðum sem þarf að beita við að afla sálfræðilegr- ar þekkingar. Fátt hefur reynst nota- drýgra úr námi, nema ef frá er talinn sá galdur sem ég lærði í skóla föður hans, Ísaks Jónssonar, að „heyra með augunum“ eins og Ísak lýsti einu sinni lestrarnámi og bar vott um djúpan skilning á eðli lesturs. Nokkru eftir þetta áttum við Andri eftir að tengjast fjölskylduböndum en Svava, eiginkona Andra, og Aldís kona mín eru bræðradætur og hefur ætíð verið náinn samgangur á milli fjölskyldna þeirra bræðra. Andri hafði nokkuð dýpri rödd en algengast er um Íslendinga og var auk þess ákaflega skýrmæltur. Var gaman að heyra hann segja frá, enda naut hann sín vel þá: „Það er júní 1962 í París, fallegur júnímánuður eins og venjulega þar en veðrið frek- ar kalt sem betur fer. Í Sorbonne- háskóla á ungur Íslendingur að gangast undir munnlegt próf í sál- arfræði barna- og unglinga og gerir það. Prófdómarinn er kennarinn Jean Piaget fæddur 1896, hann dó 1980, og með honum sem aðstoðar- prófdómari er aðstoðarkennari hans Pierre Gréco. Íslendingurinn gengur inn, sennilega ekki minna tauga- óstyrkur heldur en venjur gera ráð fyrir og sest.“ Þannig hóf Andri að segja frá því þegar hann tók munnlegt próf hjá Piaget, einum þekktasta sálfræðingi 20. aldar. Andri hafði fyrir margt löngu sagt mér frá fyrstu spurning- unni sem hann hafði fengið í þessu prófi þegar hann aðspurður hafði sagt Piaget frá því að hann væri frá Íslandi. Við hjónin höfðum boðið Andra og Svövu heim seint á liðnu hausti, öðrum þræði til að inna hann nánar eftir þessu. Þá var Andri þegar orðinn alvarlega veikur, átti meðal annars nokkuð erfitt um gang. En þegar hann var sestur og hóf frá- sögnina lifnaði yfir honum öllum og það sem að framan er skrifað er orð- rétt upphaf að frásögn hans umrætt kvöld. En fyrsta spurningin sem Piaget beindi að hinum unga Íslend- ingi var sem sagt þessi: „Þekkið þér Finnbogason?“ Við þessa spurningu varð Andri klumsa svo Piaget bætti við: „Finnbogason, sálfræðinginn“ og rann þá upp fyrir Andra að Piaget var að spyrja um Guðmund Finn- bogason, en doktorsritgerð hans frá Kaupmannahafnarháskóla um sam- úðarskilninginn frá 1911 hafði verið þýdd á frönsku tveim árum síðar og Piaget lesið hana. Andri þekkti nokk- uð til verka Guðmundar og sagði deili á þeim. „Síðan varð þögn. Þá spurði prófessorinn: „Hver er munurinn á skynjun og hugmynd?““ Hér sagðist Andri hafa sett á langa ræðu en held- ur óskipulega – enda hafði fyrsta spurningin sett hann út af laginu – uns þar kom að Piaget greip fram í fyrir honum með orðunum „þetta er langtum einfaldara en svo, aðalatrið- ið er að hugmyndin er frjáls frá verknaði skynjunarinnar“. Síðan bætti Andri því við að hér hefði pró- fessorinn svarað fyrir sig – en gefið sér ágætiseinkunn, svo ánægður hefði Piaget augljóslega verið með eigið svar! En hér var sögumaður trúlega fullhógvær. Andri var ætíð afburðanámsmaður. Þá er okkur hjónum ógleymanleg- ur dagur einn um Jónsmessuna 1997 þegar við heimsóttum þau Svövu og Andra í París. Þar vorum við þeirra erinda að fagna silfurbrúðkaupi, reyndar tvenn hjón. Rétt áður en leggja átti í ferðina komu yngri dóttir okkar og heitmaður hennar til okkar og sögðust mundu gifta sig meðan við værum erlendis, svona án nokkurs umstangs eða viðhafnar. Kom það flatt upp á okkur en þar máttum við sannreyna „að öllum er ætluð sú gift- ing sem þau kjósa sér“ svo vitnað sé í Jónsmessunæturdraum Shake- speares. Næst segir frá því er Andri leiðir okkur um höfuðstöðvar UNESCO í París. Verður Aldísi þá litið á úr sitt, grípur fram í fyrir leiðsögumanni, og segir að einmitt á þessari stundu sé ungt fólk að gifta sig uppi á Íslandi. Slær nú þögn á viðstadda, en aðeins eitt andartak því Svava segir strax með brosi á vör: „Nei, en gaman, þessu þarf að fagna“. Skiptir svo eng- um togum að Andri leiðir okkur á barinn í höfuðstöðvunum og mælir fyrir skálum í dýrindis víni. Þaðan er haldið heim til þeirra hjóna og undir brúðarvalsinum í Jónsmessunætur- draumi Mendelssohns, sem fór á fón- inn um leið og stigið var inn fyrir dyr, var marsérað um íbúðina með Eiff- elturninn í bakgrunni og fagnað fram á nótt. Höfum við Aldís varla átt minnisstæðari stund, svo var þeim heiðurshjónum Svövu og Andra að þakka. Andri Ísaksson helgaði starfsævi sína skólamálum, fyrst á vegum Menntamálaráðuneytisins, síðan sem prófessor í uppeldisfræði við Fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands um árabil og loks í störfum fyrir UNESCO, Menntastofnun Samein- uðu þjóðanna. Andri bar hlýjan hug til Háskólans og Félagsvísindadeild- ar, ekki bar fundum okkar saman öðruvísi en hann spyrði frétta úr deildinni. Við Aldís sendum Svövu, Sigrúnu, Þór Ísak, Hrund Ólöfu, Hjalta Sig- urjóni og öðrum aðstandendum ein- lægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Andra Ísakssonar. Jörgen L. Pind. Andri Ísaksson vinur minn er dá- inn. Andri var á sjúkrahúsi um nokk- urn tíma og þá mjög veikur. Hann var þó á góðum batavegi og allt virt- ist vera á réttri leið. Fráfall hans kom mér því mjög að óvart. „En alltaf er dauðinn jafnsnauður og naumur“ eins og Einar Benediktsson orðar það í Einræðum Starkaðar. Við Andri og Gylfi bróðir hans kynntumst þegar við hófum nám í Menntaskólanum í Reykjavík 1954. Þeir bræður áttu heima í Auðar- stræti en ég í Úthlíðinni. Þannig lágu leiðir okkar saman úr skólanum og þróaðist mikil vinátta milli okkar. Nýlega rifjaði Andri upp okkar fyrstu kynni, þegar hann spurði mig hvað ég ætlaði læra þegar ég hefði lokið náminu í MR. Svarið kom víst samstundis, radíoverkfræðingur. Þetta er eflaust rétt, þetta var mesta áhugamálið þótt lokaprófið væri í raf- orkuverkfræði. Það var sérstaklega athyglisvert hvað Andri mundi bók- staflega alla hluti liðinnar tíðar og gilti þá einu hvort það var smátt eða stórt. Þeir bræðurnir, Andri og Gylfi, voru afbragðs námsmenn og fylgnir sér. Það var því ekki tilviljun að þeir útskrifuðust úr MR með hæstu ein- kunnirnar á stúdentsprófi 1958, Andri úr máladeild og Gylfi úr stærð- fræðideild. Andri var sérstaklega góður og skemmtilegur félagi og mjög fé- lagslyndur. Sama er ekki hægt að segja um mig, þar sem ég var feiminn og hlédrægur. Vinskapur við hann var því mjög uppbyggjandi fyrir mig- .Við áttum mörg sameiginleg áhuga- mál. Við bárum ótakmarkaða virð- ingu fyrir gáfum, þekkingu og kunnáttu. Þetta gekk jafnvel svo langt að við vorum bara skotnir í gáf- uðum stúlkum, eins og sannaðist síð- ar þegar eiginkonurnar komu til skjalanna. Það er lífsins gangur að stundum er vík milli vina. Andri lærði í Frakk- landi og ég í Þýzkalandi. Andri starf- aði stóran hluta ævi sinnar erlendis. Fljótlega eftir að Andri lauk námi keyptu þau Hjallabrekku 14 í Kópa- vogi, sem varð þeirra heimahöfn. Margar skemmtilegar minningar leita á hugann.Kvöldverður á Hótel Borg. Andri sýndi þá sína léttu lund, eins og svo oft áður, og söng og lék vinsælu barnagæluna „Höfuð, herðar, hné og tær“. Hin ógleyman- lega franska matseld í Hjallabrekk- unni. Ferðin til Hallar Sumarlands- ins í Hvassahrauni, þar sem kveiktur var varðeldur, sungið og sagðar sög- ur. Aldeilis ógleymanleg stund. Ferð okkar Sigrúnar til Parísar um páskana þegar Andri var við nám þar. Andri og Svava bjuggu þá í einu herbergi nálægt háskólanum. Ekki var hægt að elda með rafmagni og notuðust þau við prímus. Gólfið í her- berginu hallaðist og rifur mynduðust í horninu þar sem „gæludýrið“ átti heima, lítil mús. Þau sinntu henni vel, gáfu henni ost og sitthvað fleira, lík- lega í og með til þess að hún væri ekki að þvælast um herbergið. Okkur fannst við ekki búa stórt í Þýzka- landi, en það var líkast konungshöll miðað við þær aðstæður, sem Andri og Svava bjuggu við. Námið var fyrir öllu enda gekk það vel. Ég vil hér með þakka Andra Ísaks- syni vini mínum fyrir svo margar óendanlega skemmtilegar samveru- SJÁ SÍÐU 36 Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐFINNA ÁRNADÓTTIR, Faxatúni 27, Garðabæ, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði föstudaginn 12. ágúst sl. Jarðsett verður frá Garðakirkju föstudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Atli Örn Jensen, Árni Valur Atlason, Eydís Lúðvíksdóttir, Markús Þór Atlason, Katrín Yngvadóttir, Jens Pétur Atlason, Kristín Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SÆMUNDUR ÁRNI HERMANNSSON, Jöklatúni 3, Sauðárkróki, sem andaðist föstudaginn 12. ágúst, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju, laugardaginn 20. ágúst kl. 11.00. Þeir sem vilja minnast hins látna eru beðnir um að láta líknarstofnanir njóta þess. Ása Sigríður Helgadóttir, Elín Helga Sæmundsdóttir, Jón Örn Berndsen, Herdís Á. Sæmundardóttir, Guðmundur Ragnarsson, Hafsteinn Sæmundsson, Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, Gunnhildur María Sæmundsdóttir, Ragnar Sveinsson, Margrét Sæmundsdóttir, Árni Kristinsson, Hermann Sæmundsson, Guðrún Sesselja Grímsdóttir, Anna Elísabet Sæmundsdóttir, Friðrik Arnar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og heiðruðu minningu HILMARS ÞÓRS HELGASONAR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á hjúkrunardeild Hrafnistu Hafnarfirði, 3. hæð, fyrir þá alúð og umhyggju sem Hilmar naut þar síðustu ár sín. Kristín Herdís Hilmarsdóttir, Þorkell Ericson, Elín Hilmarsdóttir, Mímir Völundarson, barnabörn og langafabarn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT SIGHVATSDÓTTIR, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, sem andaðist miðvikudaginn 10. ágúst, verður jarð- sungin frá Digraneskirkju föstudaginn 19. ágúst kl. 13.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningarkort Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga (FAAS). Haraldur Örn Sigurðsson, Haukur Már Haraldsson, Erla Sigurbergsdóttir, Gunnar Haraldsson, Þóra Haraldsdóttir, Sigurður Haraldsson, Ewa Kurkowska, Haraldur Örn Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, EINAR EINARSSON frá Bjólu, lést á Grund fimmtudaginn 4. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Bestu þakkir til starfsfólks Grundar og Áss í Hveragerði. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Unnur Einarsdóttir, Kristinn Gunnarsson, Hafsteinn Einarsson, Gíslína Sigurbjartsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.