Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 37 MINNINGAR ✝ Inga SigríðurIngólfsdóttir fæddist á Ísafirði 24. október 1925. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykja- vík 15. ágúst síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Ingólfur Árnason, fram- kvæmdastjóri hraðfrystihússins Norðurtangans á Ísafirði, f. á Ísa- firði 6. nóvember 1892 , d. í Reykjavík 15. nóv. 1980, og Ólöf Sigríður Jónas- dóttir frá Fossá í V-Barð., f. 9. maí 1890, d. 9. nóv. 1980. Sig- ríður var næstelzt fjögurra systkina; hin eru Halldóra Krist- ín, eftirlifandi kona Kristjáns Eldjárn, þjóðminjavarðar og forseta Íslands, f. 24. nóv. 1923, Helga Ingólfsdóttir skrifstofu- kona í Reykjavík, f. 19. apríl 1928, og Árni læknir í Reykja- vík, f. 31. júlí 1929, kvæntur Margréti Þóru Jónsdóttur kaup- manni, f. 28. nóv. 1934. Sigríður giftist 25. ágúst 1956 Þorvarði Ragnari Jónssyni verzlunarmanni, f. 12. júlí 1915, d. 18. janúar 1996. Þau áttu heimili á Rauðalæk 22. Foreldr- ar hans voru Jón Þorsteinsson, skósmiður í Reykjavík, og f.k.h. Steinunn Ágústa Þorvarðsdótt- ir. Dóttir Þorvarðar af fyrra hjónabandi er Edda skrifstofu- stjóri á LSH, f. 5. des. 1943, gift Hálfdani Henryssyni. Sigríður og Þorvarður áttu tvær dætur, þær eru: 1) Stein- unn, f. 27. febr. 1963, með fram- haldsnám í tónvís- indum, nemi í inn- anhússarkitektúr, búsett í Castricum í Hollandi. Sonur hennar með Helga Jósteinssyni kenn- ara er Steinn, f. 1. maí 1985. Maður Steinunnar er Rik de Visser, f. 13. des. 1957, lands- lagsarkitekt með fyrirtækið Vista í Amsterdam. Börn þeirra eru Sif, f. 5. okt. 1996, Salka, f. 26. ágúst 1998, og Egill, f. 9. marz 2000. 2) Ólöf, f. 9. maí 1964, MM í tón- list, MA í alhliða listþerapíu, nú fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Maður hennar er Jón Valur Jensson guðfræðingur og forstöðumaður, f. 31. ágúst 1949. Börn þeirra eru Sólveig, f. 20. jan. 1998, d. 21. s.m., Ísak, f. 15. sept. 1999, og Sóley Kristín, f. 30. júní 2001. Sigríður fluttist ung til Reykjavíkur. Hún lauk prófi frá Verzlunarskólanum 1944, starf- aði svo hjá heildverzlun Garðars Þorsteinssonar og með hléum hjá Landsbanka Íslands og síðan Seðlabanka Íslands í 30 ár. Var hún einkaritari Jóhannesar Nor- dal áður fyrr og við bókasafn Seðlabankans síðar, en lét af störfum í árslok 1995. Útför Ingu Sigríðar fer fram í Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku mamma, þú varst ástæðan fyrir því að við breyttum okkar sumarplönum. Ekkert brúðkaup í Barcelona. Engin tjaldferð í Pýreneafjöllum. Við komum til Ís- lands til þess að vera hjá þér á meðan Ólöf systir væri í sumarfríi í Hollandi. Þrátt fyrir alvarleg veikindi hvarflaði einhvern veginn aldrei að mér að þú myndir lúta í lægra haldi. Þú ert viljasterkasta manneskja sem ég þekki. Mér skjátlaðist. Í þetta sinn. Við systurnar sátum við rúmið þitt dögum saman. Það var mikið sagt. Enn meira eftir ósagt. En það er allt í lagi. Þú veist. Elsku mamma, ég er stolt af þér. Lífið var þér ekki mjög auð- velt. Rétt rúmlega tvítug greindist þú með sykursýki á háu stigi. Síð- an hefur þú barist við þennan sjúkdóm á hverjum degi. Og staðið þig vel. Að minnsta kosti ertu köll- uð Íslandsmeistari í sykursýki. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm tókst þér að halda uppi heimili og vinna fulla vinnu með. Svo að ég tali nú ekki um alla þína garðvinnu uppi í sumarbústað. „Alveg makalaus kona hún móðir mín,“ byrja ég oft hreykin í fjölskylduboðum úti í Hollandi. Mínar bestu minningar eru frá samræðum okkar við eldhúsborðið á Rauðalæk. Á unglingsárunum, þegar kannski flestir leita eitthvað annað en til foreldra sinna, varst þú ein af mínum bestu vinkonum. Ég gat alltaf leitað til þín. Mikið var gott að tala við þig. Þú studdir mig í öllu sem ég gerði og varst dugleg að veita mér góð ráð. Mín heitasta ósk er sú að ég verði dætrum mínum jafngóð vinkona og þú varst mér. Þið pabbi voruð mér mikil hjálp þegar ég eignaðist Stein. Ég hefði aldrei getað þetta án ykkar hjálp- ar. Ég fluttist til Hollands með Stein, er hann var á öðru árinu. Fyrstu árin var Steinn mikið hjá ykkur á sumrin með eða án mömmu sinnar og um jólin. Nú er drengurinn tuttugu ára gamall að ferðast um í Ástralíu. Veit ekki hvar hann vill vera í framtíðinni. Mikið gæti hann þegið góðar ráð- leggingar frá henni ömmu sinni. Hann á eftir að sakna þín mikið. Eða eins og hann sagði í símann: „Hún Sigga amma er búin að vera til staðar fyrir mig í tuttugu ár“. Svo varstu nú dugleg að koma til Hollands og heimsækja okkur. Á meðan heilsan leyfði komstu á hverju ári. Mikið fannst mér nota- legt að hjóla heim úr skólanum vit- andi af þér heima hjá okkur. Og ég sýndi þér Amsterdam, við þrædd- um síkin, fórum í búðir, á söfn, drukkum cappucino og spjölluðum. Seinna eignaðist þú tengdason, Rik. Og Sif, Salka og Egill komu í heiminn. Þú komst í hvert sinn út að skoða fallegasta barn í heimi. Elsku mamma, undanfarin ár hafa verið góð ár. Það fór vel um þig á Hrafnistu. Þar gast þú sinnt áhugamáli þínu, prjónaskap, í rík- um mæli. Þú fórst daglega upp í handavinnustofu og prjónaðir flík- ur á alla fjölskyldumeðlimi. Börnin mín fara stolt í skólann í peysum frá þér. Við systurnar viljum þakka starfsfólkinu á Hrafnistu í Reykja- vík fyrir alla hlýju í garð mömmu og frábæra umönnun. Elsku mamma, ég hef engan veginn sagt allt, en þú veist. Hvíldu í friði. Þín dóttir, Steinunn. Þegar ég kynntist verðandi tengdamóður minni Sigríði, var hún nýorðin ekkja eftir Þorvarð mann sinn. Tók hún mér strax með virktum, hlýleg og gestrisin, þar sem hún enn stýrði búi sínu á Rauðalæk 22. Heimilið var með menningarbrag, en þau hjónin höfðu unnað málaralist, bókmennt- um og klassískri tónlist og dætur þeirra báðar orðið músíkantar. Sigga var fáguð kona, með reisn í fasi, þótt ekki væri mikil á velli og orðin nokkuð veikburða, þegar hér var komið sögu. En í þessari fín- gerðu konu bjó baráttusál af vest- firzku bergi brotin, eins og ég átti eftir að kynnast betur. Dugnaður hennar og atorka voru ótrúleg, ekki sízt þegar höfð er í huga nær 60 ára glíma hennar við erfiða syk- ursýki. Hvað starfsferil hennar snertir, hef ég heyrt mikið lof bor- ið á hæfni hennar og verk. Í viðkynningu var hún hýr í bragði, með sitt fallega bros sem mætti manni, virðingarfull í tiltali og umhyggjusöm. Það var henni líkt, eftir öll hennar veikindi á síð- asta aldursári, að verða fyrst til að spyrja fólk um líðan þess, starfs- stúlkur Hrafnistu allt eins og sitt eigið fólk. Þótt hún væri mikill karakter, hreinskilin, föst fyrir og gæti verið hvassyrt, ef henni fannst hallað á réttlætið, var hún í reynd lítillát og hógvær, gladdist yfir hverju lítilræði sem fyrir hana var gert. Rausnarlegri manneskju hef ég naumast þekkt, og var hún þó afar hagsýn og nýtin, en glögg á að fá það vandaðasta sem völ var á til heimilisins eða til ástvina sinna, hvort sem það var sláttuvél, fatnaður eða þroskavænleg leik- föng til barnanna. Hún hafði næmt auga fyrir fegurð og samræmi, eins og sjá má í handarverkum hennar, máluðum myndum jafnt sem prjónlesi, en hún prjónaði peysur á dætur sínar og barna- börn, ótal sokkapör og vettlinga, vesti á tengdasyni sína, skírnar- og jólakjóla á dótturdæturnar. Þar sem í öðru kom eljusemi hennar og vandvirkni í ljós. En hlýjan, sem lögð var í gjafir hennar, fylgir börnunum sem falleg minning. Sigga hafði sitt trúnaðartraust til Guðs, bað t.d. dag hvern fyrir dætrum sínum, þegar þær voru er- lendis. Er ég ekki frá því, að bæn- heyrsla hennar hafi kallað þá yngri heim eftir 11 ára dvöl í ann- arri heimsálfu. Voru þær Ólöf miklir sálufélagar og stoð hvor annarri. Frændrækin var Sigga og sýndi fólki sínu öllu ræktarsemi. Það var hennar lán, eftir að hún var ein orðin á sínu gamla heimili og eftir tímabundna viðkomu á Landakoti, að fá vist á Hrafnistu á Laugarási. Þar var hún á ný innan um margt fólk, líf og athafnasemi. Fékk hún þar rúmgott herbergi, sem hún og dæturnar gerðu mynd- arlega heimilislegt. Og þar sýndi Sigga sömu einbeitnina, lét ekkert hefta ferðir sínar með hjóla- grindina, stundaði sundleikfimi í Norðurbrún og sótti helzt daglega í handavinnustofuna á loftinu, þar sem henni fannst yndislegt að vera við hannyrðir af ýmsu tagi, ekki sízt í samvinnu við Gerd sína, norska starfskonu þar. Þar er lif- andi samfélag, og árvissar, fjöl- breyttar handverkssýningar þessa fólks bera hæfileikum og vand- virkni fagurt vitni. Það er mikið tómarúm sem skapast þegar „amma Sigga“ er horfin af vettvangi dagsins. Sér- staklega er mér í hug sú mikla hlýja og stuðningur sem hún sýndi Ólöfu minni og okkur öllum. Það var gæfa þeirra mæðgna, að síð- ustu átta árin gat Ólöf sinnt móður sinni af kostgæfni, oftast með dag- legu sambandi þar sem dóttirin var sjálf engu síður þiggjandi í andlegu samneyti. Hetjuleg barátta Sigríðar við marga erfiða sjúkdóma á síðustu mánuðum, m.a. kvalir í baki og fót- brot, er nú hjá liðin, en þraut- seigja hennar og æðruleysi voru aðdáunarverð. Hún var þá komin á sjúkradeild, en með eigið herbergi og persónulega muni og myndir í kringum sig í staðfestingu þeirrar ástar sem hún var umvafin. Öllu starfsfólki Hrafnistu, sem annaðist Siggu af óþreytandi umhyggju og góðvild, eru hér með færðar al- úðarþakkir. Með sínum hætti tjáðu börnin okkar í dag söknuð sinn og bless- unarósk með því að mála myndir af himneskum ákvörðunarstað ömmu sinnar. Um leið og við þökk- um Siggu samfylgdina og alla kær- leika við okkur, viljum við setja okkur í spor hennar í þessum orð- um Hallgríms Péturssonar: Láttu mig, Drottinn, lofa þig, með lofi þínu hvíla mig, ljósið í þínu ljósi sjá, lofa þig strax sem vakna má. Jón Valur Jensson. Inga Sigríður Ingólfsdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. ágúst síðastliðinn eftir mikla þraut og skorti þá aðeins ríflega tvo mánuði í áttrætt. Sigga frænka er órjúfanlegur hluti af fyrstu bernskuminningum okkar systkinanna. Hún var systir hennar mömmu og átti heima í litlu herbergi uppi á lofti hjá Guggu frænku og manni hennar Jóni Fannberg í Garðastræti 2, alltaf hláturmild og blíð og tók létt á hlutunum. Samt vissum við að hún gegndi ábyrgðarstarfi úti í bæ, í sjálfum Landsbankanum, og stundum þeg- ar hún kom í heimsókn færði hún okkur blöð með myndum af alls- kyns útlendum peningum sem til- valið var að klippa út og nota í búðarleik. Mestu hlunnindin sem fylgdu starfi hennar fyrir okkur systkinin fólust þó í því að fá að fara með henni árlega á jólaböll bankans, hitta þar jólasveininn og fá epli og sælgæti. Sjálf fékk Sigga aldrei sælgæti og afþakkaði alltaf kökur. Hún hafði veikst af sykursýki upp úr tvítugu. Um nær sex áratuga skeið tókst hún á við þennan erfiða sjúk- dóm án þess að nokkur heyrði hana nokkurntíma kvarta eða æðr- ast yfir því hlutskipti sínu. Sigga giftist Þorvarði R. Jóns- syni 1956. Þau byggðu sér hús á Rauðalæk 22 og þar vorum við alltaf aufúsugestir. Steinunn og Ólöf fæddust 1963 og 1964 en af fyrra hjónabandi átti Þorvarður dótturina Eddu, fædda 1943. Þor- varður rak fyrirtæki og þau kom- ust vel af um skeið. Seinna gaf á bátinn og þá hélt Sigga ótrauð út á vinnumarkaðinn á ný og sýndi þá enn og sannaði þá ótrúlegu seiglu og áræði sem í henni bjó. Sama seigla, vestfirska þrjóskan ef til vill, dugði henni vel í sífellt harðn- andi sjúkdómsstríði síðustu mán- uði og vikur. Dætur Siggu voru yndi hennar og stolt. Fátt er hægt að hugsa sér sem hún hefði ekki talið á sig leggjandi fyrir velferð þeirra. Hún naut þess líka ríkulega að sjá þær vaxa upp og þroska hæfileika sína, mennta sig vel erlendis, verða heil- steyptar og vandaðar manneskjur, eignast maka og mannvænleg börn sem hún lét njóta sömu skilyrð- islausu ástar. Þannig var Sigga, trygg og trú sínu fólki, og það fengum við líka oft að reyna. Hún fylgdist með öll- um stórviðburðum í lífi okkar hvar sem við vorum stödd, hvort heldur var í gleði eða sorg, hafði samband og lét gott af sér leiða með ein- hverjum hætti. Góð kona og gegn hefur lokið lífsgöngu sinni, ein af sönnum hversdagshetjum þessa lands. Við systkinin, makar okkar, börn og barnabörn vottum dætrum Siggu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Ólöf, Þórarinn, Sigrún og Ingólfur Eldjárn. INGA SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR Atvinnuauglýsingar Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR SALASKÓLI Óskum eftir starfsfólki í eftirtalin störf: • Forstöðumaður Dægradvalar • Starfsmenn í Dægradvöl • Skólaliðar Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Laun samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar gefa skólastjórnendur í síma 570 4600. Raðauglýsingar 569 1111 FRÉTTIR PENNINN hefur opnað vef fyrir framhaldsskólanema, www.skiptibok.is, þar sem námsmenn geta fengið upp- lýsingar um verð á notuðum námsbókum, bæði þeim bók- um sem er skilað og þeim sem á að kaupa. Einnig hvaða bók- um tekið er við, hvert skipti- verðið er í hverju tilviki. Skiptibókamarkaðurinn er á nýjum stað í Hallarmúla og er opið frá kl. 8–18 en vef- urinn er alltaf opinn og að- gengilegur. Afsláttur er veitt- ur af bókum á markaðnum í Hallarmúla ef námsmenn not- færa sér vefinn skiptibok.is. Penninn afhendir inneignar- nótu fyrir notaðar bækur ef ekki eru keyptar aðrar bækur í staðinn. Penninn hefur að undan- förnu safnað upplýsingum frá öllum framhaldsskólum lands- ins, um brautir, áfanga og bækur og geta nemendur því flett upp bekk og námsgrein á vefnum www.skiptibok.is og fengið þar sinn bókalista, seg- ir í fréttatilkynningu. Skiptibóka- markaður á netinu LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri og afstungu mánu- daginn 15. ágúst um kl. 17:10 við gangstéttarkant á Háteigsvegi við Meðalholt. Þar var ekið utan í mann- lausa gráa Renault-fólksbifreið, NT-706. Skemmdist vinstri hliðar- spegill. Tjónvaldur mun hafa verið á stórri sendibifreið, hvítri eða drapp- litaðri með stórri vörulyftu að aftan. Þeir sem geta gefið frekari upplýs- ingar hafi samband við umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík s. 444-1130. Lýst eftir vitnum Í frétt Morgunblaðsins í gær var ranglega sagt að Pétur G. Krist- jánsson væri salvörður á Þjóð- minjasafninu. Hið rétta er að hann er salvörður á Þjóðskjalasafninu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Salvörður á Þjóðskjalasafni LEIÐRÉTT ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.