Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EKKI eru fyrirhugaðar breytingar á síldar- og fiskimjölsverksmiðju á Akranesi og aflaskipinu Víkingi AK 100 að sögn Vilhjálms Birg- issonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, en hann fundaði með forsvarsmönnum HB Granda í gær ásamt trúnaðarmönnum verk- smiðjunnar og Víkings. „Þeir [HB Grandi] lýstu því yfir að það væru ekki fyrirhugaðar breytingar á síldarverksmiðjunni og Víkingi,“ segir Vilhjálmur og bætir því við að menn séu örlítið rólegri yfir stöðu mála. „Það kom líka fram að ekki yrðu breytingar á landvinnsl- unni, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur. Það eru óhemju margir starfsmenn sem vinna í frystihúsinu hjá okkur.“ Hafa fullan hug á að halda þessum starfsmönnum Á fundinum var rætt um störf þeirra starfsmanna fiskimjölsverk- smiðjunnar sem ekki hafa sagt upp störfum. „Menn þurfa að gera það upp við sig hvernig þeir ætla að halda þessum mönnum að störf- um þegar þróunin hefur verið sú að vöktum hefur fækkað mikið,“ segir Vilhjálmur og bætir því við að ákveðið hafi verið að forsvars- menn HB Granda fundi með starfsmönnunum nk. miðvikudag þar sem farið verður yfir stöðu mála. „Þeir hafa fullan áhuga á því að halda þessum starfsmönnum sem eftir eru, það kom alveg skýrt fram í þeirra máli.“ Hann segir ljóst að starfsmenn síldarbræðsl- unnar hafi verið afar uggandi vegna ástandsins enda hafi laun sumra starfsmanna lækkað um allt að 56% á milli ára. Vilhjálmur segir HB Granda hafa réttilega bent á að núverandi ástand sé aðallega vegna þess að óvissa skapist þegar enginn upp- hafskvóti sé gefinn út á loðnuveið- um. Það hafi gert HB Granda lífið verulega leitt. „Það er eitthvað sem Hafrannsóknastofnun þarf hreinlega skoða, hvort ekki sé hægt að gefa út ein 3–400 þúsund tonn þannig að menn séu ekki í þessari óvissu,“ segir Vilhjálmur og bætir við að menn hreinlega viti ekkert um það hvenær á árinu þeir geti sent skip á loðnuveiðar. Forsvarsmenn HB Granda á Akranesi funduðu með fulltrúum starfsmanna Engar breytingar fyrirhugaðar STARFSMENN verktakafyrirtæk- isins Arnarfells hófu á dögunum vinnu við hjáveitumannvirki Jökulsár í Fljótsdal. Þeir munu grafa skurð og göng í stæði væntanlegrar Ufsar- stíflu, austan árinnar, og þar rennur áin á meðan sjálf stíflan rís. Hjáveitan verður í heildina ríflega hálfur kíló- metri. Arnarfell heldur jafnframt áfram með aðrennslisgöngin úr Ufs- arlóni sem eru orðin yfir 1.400 metr- ar, um 40% af heildarlengdinni. Fylling Kárahnjúkastíflu gengur vel. Í hana eru komnar yfir 5 milljónir rúmmetrar af alls um 8,5 milljónum rúmmetra. Stíflan er orðin um 150 metrar á hæð (frá gljúfurbotni upp á brún) eða um 575 yfir sjávarmáli. Fullbyggð verður hún ríflega 200 metra há. Risaborvél 1 miðar vel áfram og skilaði rúmlega 200 metrum heilbor- aðra aðrennslisganga í síðustu viku. Vél 2 var ekki hreyfð, á leið hennar er enn laust og erfitt berg sem mikinn tíma tekur að þétta og styrkja. Vonir standa hins vegar til að hagstæðara berg sé skammt framundan. Stíflan steypuklædd Vel gengur að leggja steypta klæð- ingu vatnsmegin á Kárahnjúkastíflu. Verkið hófst 23. júní og framgangur þess er eins og til var stofnað. Áður hafði vatnshlið stíflunnar verið und- irbúin með sérstöku undirlagi til að slétta það og rétta af. Það verk var unnið með kantsteypuvélum. Steypt- ur er 15 metra breiður renningur í hverri færu og byrjað neðst. Steypan er flutt að brúninni fyrir ofan og skil- að í rennu niður í svokölluð skriðmót þar sem henni er jafnað yfir flötinn sem lagt er á hverju sinni og hún ví- bruð til að hvergi myndist holrúm í umfangsmiklu neti steypujárns. Skriðmótin, sem jafnframt eru vinnu- pallur, hanga í vírum sem gríðarö- flugar rafknúnar vindur draga smám saman upp og þannig gengur verkið smám saman, mótin þokast einn til tvo metra á klukkustund. Steypu- klæðningin er þykkust neðst á stífl- unni, allt að 70 sentimetrar, en þynn- ist þegar ofar dregur. 60% efnis komin í Kárahnjúka- stíflu FYRSTA ómvaggan hefur verið tekin í notkun á Íslandi en hönn- uður hennar er Eyjólfur Melsteð sem hefur starfað að tónhæfingu fjölfatlaðra um árabil. Það er Sunnusjóður sem keypti ómvögg- una og gaf Safamýrarskóla. Óm- vaggan er eins og hálfur sívaln- ingur en á hliðunum eru strengir sem aðeins þarf að draga fingurna eftir. Eyjólfur er sjálfur hér á landi til að kynna notkun ómvögg- unnar fyrir starfsfólki Safamýrar- skóla. Þegar blaðamaður leit í heim- sókn í Safamýrarskóla í gær var Páll Kristinn Pálsson í vöggunni. Tónlistarkennari og músíkþerap- isti skólans, Soffía Huld Frið- bergsdóttir, vaggaði honum til og frá og lék á hörpuna og raulaði með. Hljóðið gaf honum til kynna í hvora áttina hann var að fara en Eyjólfur segir að með þessu megi þjálfa jafnvægisskyn fjölfatlaðra barna. „Börn sem eru bundin við hjólastól ná aldrei að þroska jafn- vægisskyn sitt eins og önnur börn. Þau geta ekki setið á gólfinu, dott- ið og reist sig við og síðar gengið,“ bendir Eyjólfur á. „Í ómvöggunni gefa tónarnir vísbendingu um í hvaða átt þú hreyfist. Auk þess veldur hún almennri slökun fyrir allan líkamann og virðist ná betri árangri í slökun en nokkuð annað fyrir spastísk börn.“ Finnur árangurinn á lyktinni Eyjólfur segir að auk þess að heyra hljóðið finni barnið eða sá sem liggur í vöggunni líka titring. „Bylgjumynstrið samsvarar bylgjumynstri heilans,“ segir Eyj- ólfur og bætir við að þess vegna séu þau betri en rafhljóð sem séu aðeins eftirlíking. „Við erum að vinna með músík, ekki tónlist, í sínu einfaldasta formi. Svörunin birtist kannski fyrst og fremst í slökun vöðva. Við getum lesið svip- brigði og stundum rymur barnið eða syngur með.“ Eyjólfur segir að ómvaggan geri engin kraftaverk ein og sér en að með notkun hennar verði fjölfötluð börn mun afslappaðri yfir daginn og hafi því forsendur til að læra meira. „Vaggan er bara hluti af ferlinu en að mínu mati ákaflega mikilvæg. Eitt hljóðfæri leysir ekki öll vandamál en getur stuðlað að því að önnur vandamál verða auðleystari,“ bendir Eyjólfur á. „Ég segi stundum að þú getir fundið það á lyktinni þegar árang- urinn er bestur. Spastísk börn eru oft með hægðateppu en með slök- uninni fáum við oft fulla bleiu.“ Safamýrarskóli eignast fyrstu ómvöggu landsins Morgunblaðið/Jim Smart Páll Kristinn lætur fara vel um sig í ómvöggunni meðan Soffía vaggar honum til og frá og raular með. Þjálfar jafnvæg- isskyn fjölfatl- aðra barna SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra segir að umhverf- isráðherrar Norðurlandanna hafi ákveðið á fundi sem nú fer fram á Græn- landi að fylgjast vel með rann- sókn lekans í kjarnorkuendur- vinnslustöðinni í Sellafield í Bret- landi. Hún kveðst aðspurð hafa vakið máls á Sellaf- ield á fundi ráðherranna. „Það var ákveðið að fylgjast mjög nákvæm- lega með því hvernig þróun málsins verður í Bretlandi,“ segir hún. Í vor kom í ljós að um 83.000 rúmmetrar af hágeislavirkum vökva láku úr sprungnu röri í end- urvinnsluverinu í Sellafield en þeg- ar starfsmenn versins tóku eftir lekanum hafði hann staðið yfir í níu mánuði. Hún segir mikinn einhug meðal umhverfisráðherra Norður- landanna um að fylgjast vel með Sellafield. „Við höfum náð árangri í þeirri samvinnu. Til dæmis hafa Bretarnir nýlega gert miklar úr- bætur og minnkað losun frá þessu kjarnorkuveri,“ segir hún. Fylgjast náið með Sellafield Sigríður Anna Þórðardóttir „FRAMAN af var sumarið fremur kalt og þurrt, þannig að fyrsti sláttur var í síðara lagi og heldur dræmur. Í júlí fór hins vegar að rigna og sprettan tók við sér. Nú eru menn að klára seinni slátt en það hefur verið vætutíð undanfarið og eitthvað hefur hann dregist á langinn. Útlit er þó fyrir að hey- fengur verði víðast hvar góður í síðari slætti,“ segir Ólafur Geir Vagnsson, héraðsráðunautur á Ak- ureyri. Vegna þess hve fyrsti sláttur var seint á ferð segir Ólafur að ólíklegt sé að margir slái þriðja slátt í sum- ar. „Það er ekki ýkja langt síðan einungis var talað um fyrri og seinni slátt. Á síðari árum hefur tækninni fleygt svo gríðarlega fram að þriðji sláttur er að verða æ algengari. Tíðarfarið hefur náttúr- lega mest um þetta að segja og þegar farið er seint af stað, eins og í sumar, er hæpið að margir fari út í þriðja slátt úr þessu,“ segir Ólaf- ur. Nánast sömu sögu er að segja af Suðurlandi. Þar var einnig þurrt og frekar kalt í upphafi sumars og fyrsti sláttur því í síðara lagi. Guð- mundur Jóhannesson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, segir að heyfengur yfir sumarið sé í góðu meðallagi, þó að fyrri sláttur hafi brugðist í Skaftafellssýslunum. „Þar brunnu mörg tún í þurrk- unum og grasmaðkur kom upp í Vestur-Skaftafellssýslu sem hafði áhrif. Hins vegar luku langflestir við seinni slátt núna um helgina og heyfengur er góður hvarvetna.“ Eins og á Norðurlandi segir Guðmundur ólíklegt að menn slái þriðja slátt þetta sumarið á Suður- landi „Það er enginn skortur á heyi, en það gæti verið að menn hreinsuðu af túnunum fyrir vet- urinn,“ segir Guðmundur. Útlit er fyrir góðan heyfeng í síðari slætti Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.