Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Ingimund-arson fæddist á Kaldbak á Eyrar- bakka 7. júlí 1920. Hann lést á Kirkju- hvoli, dvalarheimili aldraðra á Hvols- velli, að kvöldi mið- vikudagsins 10. ágúst síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Helga Jóns- dóttir, húsfreyja á Kaldbak á Eyrar- bakka og síðar á Túnsbergi í Kefla- vík, f. 3. sept. 1890, d. 15. maí 1948, og Ingimundur Júníus Vigfússon, lýsisbræðslumaður og sjómaður á Eyrarbakka og síðar trésmiður í Keflavík, f. 9. júní 1888, d. 21. febr. 1935. Systkini Jóns eru Ingibjörg Jónsdóttir hálfsystir sammæðra, húsfreyja í Keflavík, f. 13. des. 1912, d. 10. okt. 2002, gift Sigfúsi Guðmundssyni, f. 26. mars 1909, d. 5. ágúst 1969, Sigurður Vigfús, bílaviðgerðamaður í Keflavík, f. 5. sept. 1922, kvæntur Rósu Ólafs- dóttur, f. 19. ágúst 1925, Sólveig, f. 16. sept. 1925, d. 12. ágúst 1934, og Jóna, húsfreyja í Keflavík, f. 15. sept. 1930, gift Ragnari Péturs- syni, f. 20. júlí 1928, d. 13. nóv. 1983. Jón ólst upp á Eyrarbakka til ur, f. 25. maí 1955, er Jón Bergur, f. 15. des. 1992. 2) Hildur, bréfberi í Reykjavík, f. 8. mars 1953, gift Rúnari Gunnarssyni, dagskrár- stjóra Sjónvarpsins, f. 24. apríl 1944. Dætur þeirra eru: a) Rut, f. 28. ágúst 1983, og b) Margrét, f. 25. júní 1990. Börn Rúnars af fyrra hjónabandi eru Gunnar Freyr, f. 8. sept. 1965, Helga María, f. 16. apríl 1967, og Sigurður Narfi, f. 28. okt. 1973. 3) Jón Ingimundur, verk- stjóri í Reykjavík, f. 24. nóv. 1955, kvæntur Hönnu Björk Þrastar- dóttur, f. 25. nóv. 1957. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Jón Þröstur, f. 30. okt. 1977, kvæntur Nínu Hildi Oddsdóttur, f. 12. júní 1975, dóttir þeirra er Júlía Sif, f. 23. des. 2003. b) Þórunn, f. 2. febr. 1979, gift We- sam A.A. Kathir, f. 1. ágúst 1975, sonur þeirra er Adel, f. 30. maí 2004. c) Anna Hildur, f. 12. des. 1981, sonur hennar og Finns Elí Steinssonar, f. 20. sept. 1978, er Bjartur Elí, f. 29. janúar 2002. 4) Sigurður, sóknarprestur í Odda, f. 24. apríl 1960, kvæntur Jóhönnu Friðriksdóttur hjúkrunarfor- stjóra, f. 29. mars 1961. Börn þeirra eru: a) Tinna, f. 19. ágúst 1981, sambýlismaður Victor Maill- ard, f. 1. nóv. 1964, b) Hrafnkell, f. 13. maí 1987, og c) Ásgerður, f. 31. ágúst 1991). Jón dvaldi síðasta æviárið á Kirkjuhvoli, dvalarheimili aldr- aðra á Hvolsvelli. Útför Jóns fer fram frá Reyk- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Gils- bakkakirkjugarði í Hvítársíðu. níu ára aldurs en fluttist þá með fjöl- skyldu sinni til Kefla- víkur. Hann missti föður sinn tæplega 15 ára gamall og varð upp frá því fyrir- vinna fjölskyldunnar. Hann vann ýmis störf í landi, en stundaði sjóinn frá 17 ára aldri. Hann öðlaðist vélstjóraréttindi 1939 og var vélstjóri á fiskiskipum eftir það fram til 1950, lengst á vélbátnum Bjarna Ólafs- syni og togaranum Keflvíkingi. Jón kvæntist 20. maí 1950 Ás- gerði Jónsdóttur frá Haukagili í Hvítársíðu í Borgarfirði, f. 22. júní 1918, d. 18. des. 1999. Foreldrar hennar voru Hildur Guðmunds- dóttir, f. 21. sept. 1877, d. 3. júní 1938, og Jón Sigurðsson, f. 13. des. 1871, d. 20. sept. 1935, hjón á Haukagili. Jón og Ásgerður flutt- ust að Haukagili vorið 1950 og bjuggu þar allan sinn búskap til 1992, og áttu þar heimili meðan lifðu. Börn þeirra eru: 1) Helgi, bóndi og síðar verkamaður á Haukagili, f. 16. apríl 1951, kvænt- ur Brynhildi R. Björnsdóttur, f. 4. mars 1954, d. 29. nóv. 2001. Sonur Helga og Helgu Maríu Bjarnadótt- Pabbi var fæddur á Eyrarbakka þar sem sog úthafsöldunnar fangar eyrað og brimið þvær hin skreipu sker Þjórsárhraunsins úti fyrir manngerðum varnargörðum þorps- ins lága. Ekki er ólíklegt að nábýlið við hafið frá fyrsta degi ævinnar hafi fangað huga drengsins, því ein- lægt var honum sjórinn hjartfólg- inn. Hann stundaði hann raunar á annan áratug sem ungur maður í Keflavík, og saknaði hans alla tíð eftir að þau mamma rugluðu saman reytum sínum og fluttust heim að Haukagili. Þaðan fylgdist pabbi vel með vertíðarfréttum og aflabrögð- um víða um land í meira en hálfa öld. Jökulfljótið Hvítá varð því að vissu leyti vina hans, einskonar staðgengill hins salta sjávar, straumþung og niðandi eins og haf- ið, jafnvel ógnandi á köflum, og færði heldur en ekki björg í bú, feita og spriklandi bleikju sem bóndinn fangaði í net hvert sumar og hús- freyjan bar gjarnan fram með bráðnu smjöri og nýjum kartöflum. Þá voru dýrðardagar á Haukagili eins og svo oft, bæði fyrr og síðar. Pabbi hóf búskap í gamla tím- anum, þar sem orfið og ljárinn kom enn að góðu gagni á þúfnakollum og engjum sem ótækar voru hesta- sláttuvélinni. Svo fóru stórir tré- kassar með ósamansettum dráttar- vélum að berast á bæina og þokuðu nútímanum ofurlítið nær. Þá var ekki ónýtt að eiga Haukagilsbónd- ann að, gamlan togaravélstjóra, þegar þurfti að setja nývirkin sam- an, koma þeim í gang – og halda þeim í lagi. Enginn taldi þær vinnu- stundir, því samfélagið í Síðunni var eins og annars staðar í sveitum rót- fast í menningu samhjálpar og sam- heldni, þar sem hver launaði öðrum greiða með vinnuframlagi og greiða- semi á móti. Þessi gamla samfélags- gerð virtist reyndar njóta sérstakr- ar minjaverndar hins opinbera, sem dró eins lengi og hugsast gat að raf- væða þessa uppsveit, og fór sér einnig hægt í samgöngubótum við hana, að ekki sé minnst á sjálfvirka símann, sem aldrei ætlaði að koma! Ég held að pabbi hafi þó ekki kippt sér upp við hægagang tækni- framfaranna. Hann var alinn upp við þröngan kost og axlaði ungur þunga ábyrgð, lærði að vinna vel úr sínu og var næmur á það sem máli skipti. Hann var fullkomlega hégómalaus maður, algjörlega laus við tilgerð, falslaus og heill. Reynsl- an færði honum með árunum að höndum staðgóða þekkingu á hinum fjölþættu hliðum bústarfanna, en þar fyrir utan átti hann í minning- unni sterka fyrirmynd og viðmiðun bóndans, nefnilega Finnboga Guð- mundsson í Minni-Mástungu í Gnúpverjahreppi, en þar var pabbi í sveit sem barn og unglingur mörg sumur hjá þeim hjónum, Ingunni Vigfúsdóttur, föðursystur sinni, og Boga. Upp frá því þekkti hann verk- lag gamla tímans eins og fingurna á sér sem kom sér vel í hans eigin bú- skap síðar meir. Oft vitnaði pabbi í Boga, ekki síst í sambandi við veður og tíðarfar, og leyndi sér ekki hve miklar mætur hann hafði á þeim öð- lingsmanni. Hvorki skal hallað á sauðfé né nautpening þótt fullyrt sé að hestar hafi verið eftirlætisskepnur pabba. Þeir voru vissulega enn þörfustu þjónarnir á frumbýlingsárum for- eldra minna, og þeirra naut pabbi mest og best þau árin, fulltamdi sjálfur brúkunarhross heimilisins, sem mörg urðu eftirminnilegir fjöl- skylduvinir. Ýmsa garpa mætti nefna úr þeim röðum, en ætli Stóri- Gráni standi ekki upp úr í minning- unni, hrekkjalómur sem pabbi vandi af óknyttunum, kenndi betri siði og tók hann síðan oft til kostanna. Klárinn sá varð hvers manns hug- ljúfi og á hann lærðum við systkinin það sem kunna þurfti í umgengni við hesta í samræmi við venjur og þarfir þeirra tíma. Pabbi var oftast sáttur við hlut- skipti sitt sem bóndi á eignarjörð með kýr í fjósi og fé á fjalli. Auðvit- að efaðist hann þó stundum eins og allir hugsandi menn, og þá mátti skynja í honum trega unglingsins sem stóð uppi föðurlaus á fimm- tánda ári og þurfti nauðugur vilj- ugur að sjá heimilinu farborða. Þá talaði hann stundum um hvert lífið hefði leitt hann ef föðurins hefði not- ið við lengur. En hvað sem annarri starfaþrá leið, fann hann vinnugleði sinni og framtakssemi ágætan far- veg í uppbyggingu búsins og jarð- arinnar, þar sem húsakosti og rækt- un var ábótavant. Pabbi og mamma fjölguðu skepnum, margfölduðu túnið að stærð og uppskeru og með eigin höndum byggði hann upp öll peningshús á jörðinni, og í þeirra búskapartíð risu þar reyndar einnig tvö íbúðarhús áður en lauk. Efri árin færðu pabba ekki að höndum eintóma sældardaga, og má með sanni segja að á honum hafi ræst sannleikur þeirra orða, að lengi skuli manninn reyna. Eins og mótlæti unglingsins varð honum prófraun til lífstíðar, var eins og mótlæti öldungsins yrði honum ein- hvers konar lokapróf, sem hann stóðst með mikilli prýði og sýndi enn þrautseigju sína og æðruleysi. Þau eru ófá, minningabrotin, sem streyma fram í hugann nú, þegar leiðir skilja um sinn. „Hugur einn það veit, er býr hjarta nær“, og ekki verður allt fært í orð sem innra bær- ist, og birtist fyrir hugskotssjónum eins og dýrar perlur á bandi. Milli okkar pabba var alltaf gott og traust samband. Við áttum enn tíðari sam- fundi síðasta árið sem hann lifði, og dvaldi í nágrenni við okkur. Mér var það til mikillar gleði að geta orðið honum að liði í sambandi við aðal- áhugamál hans, útskurðinn, og fá að finna hug hans og dug í handverk- inu, þótt líkamsþrekið færi þverr- andi. Jafnvel síðasta ævidaginn lét hann sig ekki vanta í handavinnuna á Kirkjuhvoli, og málaði þann dag síðustu silkislæðuna sína. Pabbi hélt andlegu þreki og at- gervi til hinstu stundar. Hann naut frábærrar umönnunar á Kirkju- hvoli. Í fallegum húsakynnum heim- ilisins var hann umvafinn hlýju og umhyggju starfsmanna og heimilis- fólks, sem var honum mikils virði. Fyrir það vil ég þakka af heilum hug. Um leið og ég bið Guð að blessa minningu pabba, vil ég tileinka hon- um þessar hendingar séra Matthías- ar: Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú, og aldrei svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú! Sigurður Jónsson. Nú er elskulegur tengdafaðir minn, Jón á Haukagili látinn. Þegar ég kom fyrst að Haukagili fyrir 25 árum til að hitta verðandi tengda- foreldra mína kom Jón til dyranna og heilsaði innilega. Þá var hann ennþá með fulla starfsorku og dró ekki af sér í hinum ýmsu störfum sem inna þurfti af hendi á sveita- bænum. Blandaður búskapur, véla- viðgerðir og ýmislegt sem þurfti að smíða og laga, allt gat Jón gert. Hann var einstakur verkmaður, af- skaplega laginn og oft lagði hann nágrönnum og sveitungum lið við viðgerðir á vélum og tækjum þegar mikið lá við. Ófáar ferðirnar fórum við sjálf með gamla Skodann okkar til viðgerða á Haukagili þar sem ráðleggingar og hjálpsemi Jóns brugðust ekki. Engin vistarvera á Haukagili hafði eins mikið aðdrátt- arafl á karlmennina á bænum og blessuð vélaskemman. Á Haukagili varð maður þess snemma var að engum hlut var fleygt vegna þess að hann kynni að vera ónýtur. Jón gerði við allt. Kaffibrúsinn fékk nýtt handfang, pottarnir nýtt skaft og svo mætti lengi telja. Jón var ekki einasta laginn við vélar og smíðar, hann var líka laginn í eldhúsinu og gat bæði eldað og bakað ef á reyndi, sérstaklega í seinni tíð. Hann bakaði oft jólaköku og vöfflur og ýmislegt annað því hann hafði gaman af þessu og varð sér úti um uppskriftir ef því var að skipta. Þrátt fyrir að stundum gæti Jón virkað á mann sem allnokkur harðjaxl með sínar stóru og vinnusömu hendur og erm- arnar á skyrtunni brettar upp hvernig sem viðraði, þá kom á dag- inn að hann var hvers manns hug- ljúfi og allir, bæði börn og fullorðnir, konur jafnt sem karlar beinlínis löð- uðust að honum. Hann átti ekki í neinum erfiðleikum með að passa barnabörnin, þau eltu hann hvort sem var á röndum. Hann hafði ótrú- legt lag á flestum hlutum. Það kom líka vel í ljós þegar þær aðstæður komu upp í lífi hans að Ása tengda- móðir mín missti heilsuna. Þá hjúkr- aði hann henni þar til hún fór í Borgarnes á dvalarheimili. En hann hélt góðu sambandi við hana meðan hún lifði með heimsóknum og sím- hringingum. Það voru ýmsir erfiðleikar og mótlæti á lífsleiðinni sem sumir hefðu kannski getað látið beygja sig, en ekki Jón. Hann tók hlutunum með æðruleysi og virtist styrkjast við hverja raun. Þegar Jón hætti að búa fékk hann einlægan áhuga á handverki hvers konar. Hann saum- aði út krosssaum, púða og myndir, hann lærði bókband og batt inn margar bækur bæði fyrir sig og aðra, hann lærði útskurð og skar út ýmsa fallega gripi, þó aðallega klukkur, hann málaði silki og var til í að prófa hvaðeina sem rak á fjörur hans á þessum vettvangi. Ég tala nú ekki um skógrækt og garðrækt og veiðina í Hvítá sem allt var honum mikið áhugaefni. Þannig má því með sanni segja að honum hafi tekist að bæta lífi við árin. Síðastliðin 10 ár hefur heilsu Jóns farið hratt aftur, þótt maður tæki síður eftir því vegna þess hversu iðjusamur hann var. Það var því mikið lán að hann fékk fyrir réttu ári íbúð á Kirkju- hvoli, dvalarheimili á Hvolsvelli. Það virtist ekki vera erfið ákvörðun fyrir hann að flytja þangað. Okkur þótti yndislegt að fá hann hingað í ná- grennið og geta nú heimsótt hann miklu oftar og verið honum innan handar. Þrátt fyrir versnandi heilsufar naut hann sín vel á Kirkjuhvoli. Hann undi sér vel við útskurð og aðra handavinnu, eignaðist vini og allir voru honum sannarlega vin- veittir og góðir. Sjálfur varð hann vinsæll meðal heimilismanna á Kirkjuhvoli, enda ræðinn og minn- ugur og hafði gaman af að spjalla um daginn og veginn. Jón hafði brennandi áhuga á stór- fjölskyldunni og fylgdist með hverj- um og einum, hringdi í börnin sín og barnabörn og fékk fréttir. Sömu sögu er að segja um samskipti hans við sín eigin systkini en þau töluðu oft saman í síma og líka hringdi hann í gamla vini og þeir í hann. Í kringum 85 ára afmæli Jóns í júlí fór hann í hinsta sinn að Hauka- gili og dvaldi með okkur stórfjöl- skyldunni og fagnaði afmælinu sínu. Þar áttum við saman ógleymanlega samveru öll saman. Fyrir það erum við þakklát. Nú þegar komið er að leiðarlok- um kenni ég saknaðar í hjarta. Síð- astliðið ár hefur verið notalegt að koma á Kirkjuhvol í heimsókn og sitja í hlýju herberginu og skiptast á fréttum yfir kaffibolla. Mér fundust það viss forréttindi að hafa tengda- föður minn hér í nágrenninu og geta heimsótt hann þegar mér datt í hug eða boðið honum í heimsókn. Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar þakka starfsfólki á Kirkjuhvoli af heilum hug fyrir frábæra umönnun. Öllum öðrum sem hafa með einum eða öðrum hætti hjúkrað, læknað eða sinnt honum í gegnum tíðina vil ég líka þakka. Jón var afar þakk- látur maður. Hann vildi alls ekki láta hafa fyrir sér og fannst alltaf eins og verið væri að gera of mikið. Þegar kallið kom held ég að tengdafaðir minn hafi verið alveg tilbúinn að kveðja. Dagur var að kveldi kominn og dagsverki hans var lokið. Við eftirlifandi fjölskylda syrgjum og söknum. Söknum þess að geta ekki lengur hringt og fengið góð ráð og fréttir. Ég þakka tengdaföður mínum allt sem hann var mér. Guð blessi minningu hans. Jóhanna Friðriksdóttir. Nú er hann elsku afi dáinn. Ekki grunaði mig þegar við sáumst síðast að það yrði í síðasta sinn. Hann var hress og kátur og spurði hvort ég ætlaði upp í Hvít- ársíðu með gestina mína frá útlönd- um. Hann gaf mér silkislæðu sem hann hafði nýmálað og silkibindi handa unnustanum sem hann hafði einnig málað. Bernskuminningar frá Haukagili þyrlast upp nú þegar afi er allur. Afi á Haukagili var alveg einstakur afi. Mikið skeggið og loðnar augnbrún- irnar gerðu hann afar traustvekj- andi og röddin var mild og hlý. Þetta gerði það að verkum að börn hændust að honum. Hann hafði allt- af einhverjar sögur að segja, t.d. söguna af stráknum suður í Keflavík sem sagði ,,við gutum ekki hlupið“, söguna af því þegar hann var vél- stjóri og sofnaði standandi um borð, og þegar músin skreið inn í stígvélið sem hafði verið lagt á hliðina svo ekki myndi rigna í það. Músin sú hlaut dapurleg örlög þegar stígvélið var reist við næsta morgun og eig- andinn steig í það.. Afi var þannig úr garði gerður að væri maður staddur á Haukagili vildi maður helst hvergi annars staðar vera en nálægt hon- um. Gilti þá einu um hvers lags sam- veru var að ræða, maður lét sig hafa það að standa við hlið hans uppi í traktor í heyskap ef það var í boði. Þá var kaupstaðarferð niður í Borg- arnes hreint ævintýri, bílferðin á Landróvernum niður afleita vegi Hvítarsíðunnar, vöruinnkaupin sjálf í Kaupfélagi Borgfirðinga þar sem maður fékk stundum eitthvað gott í gogginn, eða ferðir í sláturhúsið að sækja kjöt í ískalt frystihólfið, að ekki sé minnst á sveitaverkin í sauð- burðinum og við mjaltirnar sem kenndu manni svo ótal margt um líf- ið í sveitinni. Þegar ég óx úr grasi og afi varði minni tíma við bústörf höfðum við samt alltaf um eitthvað að spjalla. Hann fylgdist vel með og var dug- legur að hringja í mig þegar ég bjó í útlöndum í eitt ár. Hann spurði þá gjarnan hvernig veðrið væri eins og sönnum bónda sæmir og um eitt og annað um lífið í landinu. Í seinni tíð gladdi hann fjölskyld- una með ýmiss konar handverki, út- skornum klukkum og speglum, púð- um og veggteppum sem hann saumaði út. Þá var hann lengi iðinn við bókband. Á Kirkjuhvoli fór vel um hann og þangað var alltaf nota- legt að koma. Hann naut lífsins fram á síðasta dag og þrátt fyrir að hafa upplifað talsvert mótlæti á seinni árum lét hann aldrei neinn bilbug á sér finna. Ég minnist afa með virðingu og miklum söknuði og bið Drottin að blessa minningu hans. Tinna. Ég hef alltaf verið litla stelpan hans afa og hélt svo mikið upp á hann. Þess vegna leyfði ég mér aldr- ei að hugsa til þess dags sem hann færi frá okkur. Hann var alltaf svo duglegur við allt og það var aldrei neitt að honum. Hann skar út, saumaði út, málaði á slæður og bindi og málaði myndir. Hann kvartaði aldrei og vildi alltaf gera öllum til góðs og hugsaði svo vel um allt og alla. Hann lagði kapla og drakk malt. Við spiluðum oft Rússa saman og hann sagði mér sögur frá sjón- um. Hann bað mig oft um 3x ísjök- ulkalt vatn, semsagt ísísísjökulkalt- vatn og hló mikið að því. Alltaf þegar ég togaði í skeggið á honum JÓN INGIMUNDARSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.