Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 1
SAKBORNINGARNIR í Baugsmálinu lýstu allir yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Aðalsalur dómsins var þéttsetinn af fjölmiðlafólki, auk hinna sex ákærðu, verjenda þeirra og aðstand- enda. Jón H.B. Snorrason, saksóknari og yfirmað- ur efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, fór yfir ákæruatriðin, og spurði dómari því næst ákærðu um afstöðu þeirra til ákærunnar. „Hún er algerlega röng og ég er saklaus,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, einn sakborninga, og svöruðu hinir fimm á sama veg og lýstu sig sak- lausa með öllu. Þinghaldið tók einungis um 20 mínútur og var réttarhöldunum frestað til 20. október. Þá mun gagnaöflun ljúka og dagsetning fyrir sjálfa aðalmeðferðina ákveðin, en við aðalmeðferð verða teknar skýrslur af ákærðu fyrir dómi. Sannfærð um sakleysi okkar Það var handagangur í öskjunni þegar blaða- menn þyrptust að sakborningum þegar þeir gengu út úr réttarsal, og sagði Jón Ásgeir m.a. að hann reiknaði með löngum réttarhöldum enda mikið af gögnum sem sakborningar og verjendur þeirra mundu leggja fram, en gögn ákæruvaldsins eru um 20 þúsund síður. „Þau munu sýna og sanna sakleysi okkar,“ sagði Jón Ásgeir áður en hann hvarf á braut. Jóhannes Jónsson, annar ákærðu, tók í sama streng: „Við erum sannfærð um sakleysi okkar og lifum samkvæmt því. Þetta heldur ekki vöku fyrir okkur.“ Eftir þingfestinguna fengu fjölmiðlar ákær- una afhenta, en fjölmiðlar fengu aðgang að henni hjá sakborningum um síðustu helgi. Þar vantaði þó inn í töflur sem sýna m.a. greiðslu- kortareikninga sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa látið Baug greiða, skýringar í bókhaldi Baugs á lánum o.fl. Töflurnar fylgdu ákærun- um sem þingfestar voru í gær og eru þær birtar í heild í Morgunblaðinu í dag með ákæruliðum. Lögmaður eins ákærðu sagði í tölvupósti með ákærunum að nokkrar töflur hefðu verið felldar út „til styttingar og einföldunar“. Jón Ásgeir var, á leið sinni úr réttarsal í gær, spurð- ur um ástæður þess að töflurnar voru ekki birt- ar með ákærunni, en hann svaraði því engu. Í yfirlýsingu sem stjórn Baugs sendi fjölmiðl- um í gær kemur fram að þrátt fyrir meint brot gegn fyrirtækinu sé staða þess í dag sterkari en nokkru sinni fyrr. Baugur velti 866 milljörðum króna á ári, og hreinar eignir nemi 480 millj- örðum króna. Þó hafi Baugur Group orðið fyrir óhjákvæmilegri röskun vegna málsins. Stjórnin leitaði til bresks lögfræðifyrirtækis, Capcon-Argen Ltd., og kynnti fulltrúi fyrirtæk- isins skýrslu um málið sem unnin var fyrir stjórnina á fundi með fjölmiðlum í gær. Í skýrslunni, sem ekki var afhent fjölmiðlum, kemur fram að fyrirtækið telji eðlilegar skýr- ingar á öllum ákæruatriðunum, og sagði fulltrúi lögfræðifyrirtækisins að ekkert fyrirtæki af svipaðri stærðargráðu og Baugur væri rekið þannig að ekki kæmu upp mistök í bókhaldi. Þessi mistök hefðu hins vegar öll verið leiðrétt. Allir sakborningar í Baugsmálinu í réttarsal þegar málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur Sex ákærðir en neita sök  Töflur sem fylgja ákæru birtar í fyrsta skipti  Réttarhöldin halda áfram 20. október  Stjórn Baugs segir stöðuna sterkari en nokkru sinni fyrr STOFNAÐ 1913 221. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Smaralind og Kringlunni Skólafötin sem krakkarnir vilja! Nýjar vörurSmáralind og Kringlu ni Búðarölt á Brick Lane Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir veit hvar fötin fást í London | Daglegt líf Lille. AFP. | Öfundin kann að grípa einhverja þegar þeir heyra þetta og tölfræðin kann að segja að þetta sé ekki mögulegt. En það er eigi að síður staðreynd: fjölskylda ein í Frakk- landi hefur nú unnið stóra vinninginn öðru sinni í franska lottóinu – með sömu tölurnar! Frá þessu var greint í gær en fjölskyldan býr í Lille. Þessi heppna fjölskylda datt í lukkupottinn í lottóútdrættinum 3. ágúst sl. og nemur vinningur hennar 1,5 milljónum evra; eða sem samsvarar 120 milljónum ísl. króna. Og samkvæmt Beatrice Vandersype, eig- inkonu sjoppueigandans, sem seldi vinnings- miðann, þá kom vinningurinn á tölurnar sem hin heppna fjölskylda notar í hverri viku. Bætti Vandersype því við að þessar sömu tölur hefðu áður reynst fólkinu happadrjúg- ar. Lottófjölskyldan góða fékk nefnilega vinning á þær í útdrætti fyrir tuttugu og sjö árum, árið 1978, og nam vinningurinn þá um 500.000 evrum á núvirði, eða um fjörutíu milljónum íslenskra króna. Ótrúleg lottóheppni franskrar fjölskyldu Unnu aftur, með sömu tölum Viðskipti | Byggjum ekki skýjaborgir  Væntingar og upplýsingar Menntun | Nám fyrir börn og unglinga  Sinnir fræðslu fanga Málið | Bond- stúlkur  Menning og ómenning Íþróttir | Góður sigur Íslands á S-Afríku Viðskipti, Menntun, Málið, Íþróttir HIN ákærðu komu öll saman í Héraðsdóm Reykjavíkur eftir hádegi í gær ásamt lögmönnum sínum, og mættu miklum fjölda fjölmiðla- manna, ljósmyndara, sjónvarpstökumanna og fréttamanna. Aðalsalur dómsins var troðinn og komust færri að en vildu. Þingfestingin sjálf tók einungis um 20 mínútur en Jón H. Snorrason saksóknari gerði þá grein fyrir ákæruatriðum og sakborningar lýstu sakleysi sínu. Morgunblaðið/RAX Gengu öll saman inn í réttarsalinn Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is  Baugsmál 14–16 | miðopna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.