Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 27 laus. „98% þjóðarinnar eru okkur sammála í því,“ sagði hann og sagðist byggja það á viðtölum við fólk. „Ég veit hvað þarna býr að baki,“ bætti hann við og vísaði þar til aðdraganda ákærunnar. Spurður af Morgunblaðinu hvort hann liti á þennan dag sem tækifæri til að hreinsa sig af ákærunum eða hvort hann væri að upplifa vondan dag, sagði hann daginn hafa verið ágætan. „Það er ágætt að þetta sé komið fram,“ sagði hann. „Það hefur verið þriggja ára píning að eiga þetta yfir höfði sér. Það er því ágætt að þetta skuli vera komið fram og að við vitum hvað þetta er í dag. Þetta tekur væntanlega fimm ár úr ævi okkar en ókei, það er allt í lagi að lifa með því. Við erum sannfærð um sakleysi okkar og lif- um samkvæmt því. Þetta heldur ekki vöku fyrir okkur,“ sagði Jó- hannes. Segir gögn sanna sakleysi Jón Ásgeir svaraði nokkrum spurningum fjölmiðlamanna á leið sinni út úr héraðsdómi, og sagðist algerlega viss um að hann yrði sýknaður. Hann var m.a. spurður hvort hann ætti von á löngum og ströngum réttarhöldum. „Ég hugsa það […] við erum með mik- ið af gögnum sem við eigum eftir að leggja fram og þess vegna verður þetta langt og strangt.“ Spurður hvort eitthvað nýtt muni koma í ljós, eitthvað sem komið geti á óvart, sagði Jón Ás- geir: „Við eigum eftir að leggja fram okkar gögn. Ákæruvaldið er bara búið að leggja fram gögn. Nú koma gögn frá okkur. […] Þau munu sýna og sanna sakleysi okk- ar.“ Fegin að réttarhald sé hafið „Við erum hálffegin að þetta skuli vera komið hingað. Rann- sókn ríkislögreglustjóra hefur staðið í þrjú ár, sem er langur tími. Við höfum trú á að við fáum sanngjarna og réttláta meðferð hjá dómstólnum,“ sagði Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Fjárfestingafélagsins Gaums. mara við þingfestingu ákæranna í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær er algerlega g er saklaus“ Morgunblaðið/RAX var meðal áhorfenda í dómsal í gær og bíður hér eftir upphafi þinghaldsins. réttarsal. Fulltrúar ákæruvalds, frá efnahagsbrotadeild, Jón H. Snorrason og Sveinn Magnússon við þinghaldið. Jóhannes Jónsson komu ásamt verjendum, meðákærðum og fleiri gangandi eftir Aust- ðsdóms Reykjavíkur skömmu áður en þingfesting ákæranna fór fram kl. 13:30. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Baugs Group hf., vegna Baugsmálsins, og er hún birt hér á eftir í heild sinni. Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru blaðsins. „Í tilefni þingfestingar á máli ákæruvaldsins gegn stjórnendum og fyrrverandi stjórnendum Baugs Group hf. vill stjórn félagsins koma eft- irfarandi á framfæri: Þó að Baugur Group sé þol- andi hinna meintu brota hefur félagið, því miður, orðið fyrir óhjákvæmilegri röskun á starf- semi sinni. Eigi að síður hefur Baugur Group, í samstarfi við aðra, tekið yfir rekstur samtals 13 fyrirtækja erlendis frá því að lögregluyfirvöld hófu rannsókn sína í ágúst 2002. Nemur heild- arverðmæti þeirra viðskipta 25.900 milljónum ISK. Þar að auki hefur félagið fjárfest fyrir 50.400 milljónir ISK í Bret- landi, Íslandi og Danmörku. Í samstarfi við stjórnendur, helstu fagfjárfesta og stóra al- þjóðlega banka hefur Baugur átt þátt í yfirtökum á Hamleys, Big Food Group, Oasis, Gold- smith’s, Julian Graves, Karen Millen, MK One, Rubicon, Jane Norman og Woodward í Bret- landi og á Magasin du Nord, Illum og Keops í Danmörku. Heildarvelta 866 milljarðar Í dag er Baugur Group leið- andi á smásölumarkaði á Ís- landi, leiðandi fjárfestir og söluaðili þekktra vörumerkja í Bretlandi og framsækinn fjár- festir á smásölumarkaðnum í Danmörku. Staða Baugs Group er sterk- ari en nokkru sinni fyrr. Hjá félaginu og tengdum fyrirtækj- um starfa um það bil 51.000 starfsmenn í nokkrum löndum, hreinar eignir þess nema 480 milljörðum ISK hinn 31. des- ember 2004 og heildarvelta nemur 866 milljörðum ISK. Stjórn Baugs Group hefur leitað eftir álitsgerðum óháðra aðila, lögfræðinga, endurskoð- enda og annarra rannsóknar- aðila, til að skýra þau atvik sem leiddu til ákærunnar. Meðal niðurstaðna þessara rannsókna er að forstjóri fé- lagsins átti á öllum stundum innstæðu hjá félaginu á móti úttektum hans. Í ljósi niður- staðna þessara aðila ítrekar stjórn félagsins stuðning sinn við forstjóra félagsins og aðra sakborninga. Nýjar fjárfestingar Baugur Group mun ekki víkja frá þeirri stefnu sinni að fjárfesta í framsæknum og þekktum fyrirtækjum. Stjórn Baugs Group þakkar þann stuðning sem samstarfs- aðilar félagsins, starfsmenn þess og einkanlega æðstu stjórnendur, sem hafa orðið að axla aukna byrði vegna þessa máls, hafa sýnt félaginu. Nú þegar málið er loks kom- ið til meðferðar dómstóla væntir Baugur Group þess að geta einbeitt sér að því að byggja enn frekar upp rekstur fyrirtækja sinna og taka þátt í nýjum fjárfestingum.“ Yfirlýsing stjórnar Baugs Group vegna Baugsmálsins Staða Baugs sterkari en nokkru sinni BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra leggur áherslu á það varð- andi allar umræður um Baugs- málið, að farið sé að gildandi lögum og ekki gert neitt, sem spilli eðlilegum og lögmætum gangi málsins aðspurður hvort eðlilegt sé að málsskjöl í slíku máli verði ekki birt al- menningi. Björn bendir á að ríkissak- sóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra hafi látið réttarhags- muni ráða ferð sinni varðandi aðgang og birtingu gagna eins og aðra þætti. „Dómarar dæma í þessu máli eins og öðrum en ekki almenn- ingur, þótt málið varði hann miklu. Þegar rætt er um aðgang almennings að öllum málsskjölum er ekki aðeins verið að ræða um þetta mál heldur væntanlega öll mál í höndum ákæruvaldsins, sem lögð eru fyrir dómara. Veigamikil rök hafa verið talin fyrir því af löggjafanum að hafa þá skipan, sem nú ríkir,“ segir hann. Að- spurður hvort til greina komi að breyta reglum um að- gengi almennings í þeirri vinnu, sem nú stendur yfir hjá rétt- arfarsnefnd við end- urskoðun laga um meðferð opinberra mála, segir Björn að eðlilegt sé að líta til þessa þáttar eins og annarra með hliðsjón af viðhorfum hér og annars staðar. „Ég treysti réttar- farsnefnd til að gera það. Á meðan hún er með málið til með- ferðar í umboði dómsmálaráðuneytis- ins ætla ég ekki að taka af skarið um einstök álitamál. Ég geri það þegar nefndin leggur þau á mitt borð, en Alþingi á að sjálfsögðu síðasta orðið.“ Markús Sigurbjörnsson er for- maður réttarfarsnefndar en ekki refsiréttarnefndar eins og sagði í blaðinu í gær. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Dómarar dæma í málinu en ekki almenningur Björn Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.