Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR stundir á liðnum áratugum. Ég óska góðum dreng farsæls gengis á nýjum brautum um leið og ég bið allar góðar vættir að standa með fjölskyldu hans. Kári Einarsson. Andri minn er indæll drengur enginn neitar því. Hann ég vildi hafa lengur húsum mínum í. Við vorum samstiga í tilverunni frá því við vorum smástrákar, nokkur hús á milli okkar. Hann kom heim með mér og við fengum að hjálpa mömmu við að hræra í höndunum fisk í heimsins bestu fiskibollur. Ég var með honum í Auðarstrætinu að hjálpa til við að búa til lummur, sem Andra þótti skrítið að ég kallaði klatta. Sigrún stóð hjá og brosti sínu fallega brosi meðan við fórum að leita hesta á Ingveldarstaðaflötunum, því við ætluðum að fara ríðandi á Krók- inn. Skagafjörðurinn var lifandi part- ur af heimilislífinu. Grænaborg, Austurbæjarskólinn, Gaggó aust, Menntaskólinn og Sor- bonne, alls staðar vorum við Andri á sama stað og sama tíma, ekki þó þannig að við hefðum endilega mikil samskipti allan tímann enda áhuga- málin oft ólík bæði í námi og leik. Í París urðum við óaðskiljanlegir á nýjan leik og leystum saman marga lífsgátuna og vorum oft að þangað til sólin gyllti Signu að morgni. Hann gat verið ótrúlega þolinmóður að hlusta á mig reyna eftir eigin leiðum að leita lausna á huglægum vegum sálarfræðinnar og sýna mér vegvísa greinarinnar en var jafnframt fullur áhuga á máltækum aðferðum lífeðl- isfræðinnar til rannsókna í sálar- fræði sem þá voru farnar að ryðja sér til rúms. Svo skildi leiðir og fundum okkar fækkaði þegar námsárin í París voru að baki. Vinskapur okkar, hertur í eldi þessara tíma, hefur haldist lif- andi innst inni meðan tíminn hefur lagt byrðar á herðar, bæði ljúfar og sárar. Það verður ekki tekið á burt þótt Andri minn flytjist nú í önnur húsakynni. Megi guð geyma þar góð- an dreng. Sigurður St. Helgason. Látinn er á besta aldri mikill öð- lingsmaður, Andri Ísaksson sálfræð- ingur og uppeldisfrömuður, starfs- maður menntamálaráðuneytisins, prófessor í Háskóla Íslands, stjórn- armaður og síðar einn helsti embætt- ismaður UNESCO – menntunar-og menningastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Þó að hljótt hafi verið um Andra hin síðustu ár sakir vanheilsu hans var hann fyrrum þjóðkunnur maður og einn af þeim fáu Íslend- ingum sem héldu uppi merkjum ís- lenskrar menningarhugsunar á er- lendum vettvangi og lagði þar sitt af mörkum. Kynni okkar Andra hófust í París, þeirri borg sem við báðir mátum meira en aðrar borgir. Hann var kominn þangað til að læra sálfræði við Sorbonne að afloknu stúdents- prófi, ég var kominn þangað til fram- haldsnáms í samanburðarbókmennt- um og leikhúsfræðum að afloknum prófum í almennri bókmenntasögu, heimspeki og leiklistarsögu í Stokk- hólmi. Með okkur tókst strax góður vinskapur sem aldri lagðist af. Ís- lenska námsmannanýlendan var ekki stór og samheldni töluverð, enda Frakkar ekkert snóknir fyrir að opna dyr sínar fyrir erlendum námsmönn- um sem varla höfðu þeirra göfuga mál á takteinum. Það vafðist þó ekki lengi fyrir Andra, því brátt varð hann einn helsti frönskumaður þjóðarinn- ar og kom það honum að góðu gagni síðar í ýmsum trúnaðarstörfum. Já, en nýlendan var ekki stór. Nestorarnir voru Högna Sigurðar- dóttir, rómaður arkitekt, Sigurður Jónsson, frægur líffræðingur, og Sig- fús Daðason skáld og hans kona Anna Brynjólfsdóttir. Þetta var hjónafólk, allnokkru eldra en við hin yngri og því mikið til þeirra að sækja; Sigfús var reyndar mitt eftirlætis- skáld um þær mundir, ásamt Jóni Helgasyni og Hannesi Péturssyni. Þessi hópur brúaði bilið til síðasta hóps sem vistast hafði við Signu til að drekka í sig heimsmenninguna, kyn- slóð þeirra Thors Vilhjálmssonar og Harðar Ágústssonar, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á menningarlíf okkar á ofanverðri öldinni. Enn eldri var hópurinn þeirra Þorvalds Skúla- sonar og Nínu Tryggvadóttur og annarra myndlistarmanna – Þor- valdur kom reyndar stundum í heim- sókn og sagði okkur frá. Og tók þátt í starfi heimavarnarliðsins, þegar her- foringjarnir frönsku gerðu uppreisn í Alsír, þegar þeim var ljóst að De Gaulle stefndi að sjálfstæði þess ríkis – og hótuðu innrás í varnarlausa Par- ís. Þorvaldur var reyndar allra manna ólíklegastur til að taka sér vopn í hönd, en tilheyrði bersýnilega heimavarnarliðinu frá þeim tíma þegar nazistar hernámu París. En annars var þarna á þessum ár- um um 1960 mikið úrvalslið íslenskra námsmanna sem mikið hefur látið að sér kveða síðar. Þarna voru arkitekt- arnir Jes Einar Þorsteinsson og Björn Ólafs, frönskukennararnir og þýðendurnir Hrafnhildur Jónsdóttir og Sigríður Erlingsdóttir, spákonan Amy Engilberts, dóttir málarans, Steingrímur Gautur Kristjánsson lögfræðingur og Guðrún Einarsdótt- ir kennari sem síðar varð eiginkona hans, þarna voru bókmenntafræð- ingarnir Þorsteinn Þorsteinsson og Emil H. Eyjólfsson, gamall sessu- nautur minn úr menntaskóla, þarna var sagnfræðingurinn Loftur Gutt- ormsson – og síðast en ekki síst Bryndís Schram sem lífgaði mjög upp á hópinn. Og reyndar komu fleiri þarna við sögu um skemmri tíma. Yf- irleitt voru menn iðnir við nám sitt og það var helst að hist var á kvöldin. Samkomustaðurinn var gamli Ís- lendingastaðurinn Le Select við Car- refour Vavin sem mér skilst að nú sé kennt við Picasso. Þjónarnir hétu Maurice og Poul; þeir voru vinir okk- ar og gegndu upplýsingaþjónustu; sögðu okkur ævinlega hverjir hefði litið þar inn þann og þann daginn og ekki síður ef birst hafði nýtt andlit. Venjulega var svo komið sér í háttinn á skikkanlegum tíma – en ef út af brygði var haldið yfir götuna á bar sem nefndist Chez Adrien og hafði fjölbreytta flóru gesta. Þegar við landarnir stormuðum inn breytti pí- anistinn, sem var nákvæm eftirlíking af söngvaranum góðkunna Óskari Norðmann (og kaupmanni), og spil- aði nú Litlu fluguna sem Thors-ár- gangurinn hafði kennt honum. Satt að segja vorum við aufúsugestir þarna og drukkum oft frítt, því að skemmtun þótti að söng okkar og hversu mörg lög við kunnum, frönsk og íslensk. Nóttinni lauk svo niðri á Kindalöppunum við Les Halles, þar sem við hresstum okkur við á franskri lauksúpu, meðan verka- mennirnir á markaðnum supu fyrsta Calvadosinn til að horfast í augu við skímu komandi dags. Gleði og alvara þessara Parísardaga fylgdi okkur allt lífið. Ég tíunda þetta nú svona nákvæm- lega, af því að það hefði Andri gert. Hann hafði ótrúlegt minni á menn og málefni og ótrúlegt auga fyrir smáat- riðum ekki síður en heild. Fróðleikur hans um menn og ættir og skyldleika, sem og um staði og staðhætti, var með ólíkindum og kom vinum hans iðulega á óvart. Einhver kynni kannski að segja, að óþarfi væri að búa yfir slíkum fróðleik, en má ég þá segja hundrað sinnum að sem Íslend- ingur þykir mér meira til um þann fróðleik en þann fróðleik sem nú er haldið að æsku landsins um framhjá- hald amerískra kvikmyndastjarna og eiturlyfjanotkun hljómsveitarmanna. Þetta er auðvitað gamaldags ís- lensk sveitamennska – en ég segi: af eðlustu gerð. Henni fylgir líka að kunna fjöldann allan af tækifærisvís- um eins og til dæmis þeir eru þekktir fyrir sem af skagfirsku bergi eru brotnir. Þessi sérkenni eru nefnilega að verða æ dýrmætari í menningar- legri útflatningu markaðshyggjunn- ar. Á hinn bóginn var Andri auðvitað heimsmaður, jafn vel heima í París og New York og umgekkst þar hið áhugaverðasta fólk, smekkmaður á vín og drykk og valdi ekki alltaf það algengasta. Og heima í því sem efst var á baugi í hugsun og stefnum, ekki síst á sérsviði hans, uppeldis- og skólamálum. Þessi blanda gerði það vitaskuld að verkum að Andri var heilabrotamaður sem aldrei lét sér duga léttvægar lausnir á vanda heimsins; hann var með öðrum orð- um vitsmunavera sem lifði ríku and- legu lífi. Það lætur að líkum að slíkum manni voru falin trúnaðarstörf. Menntun sína hafði hann sótt víða, í París og við Berkeley-háskóla, en reyndar einnig til München og Gautaborgar og stuðlaði það náttúru- lega að víðsýni hans. Faðir hans var uppeldisfrömuðurinn Ísak Jónsson, svo ekki átti Andri því langt að sækja, að lúta ekki að vanahugsun í kennslumálum og skipulagningu þeirra. Aðrir mér hæfari munu vænt- anlega fjalla um það ævistarf Andra. Hins vegar tengdust störf okkar Andra á annan máta sem einu Íslend- ingar sem setu hafa átt í aðalstjórn UNESCO. Andri, sem verið hafði rit- ari íslensku UNESCO-nefndarinnar á annan áratug, var kosinn í UNESCO-stjórnina 1983 og sat þar fjögur ár. Var það mál manna að framganga hans þar hefði verið skel- egg og urðu ýmsir til að tíunda það við mig, hve vel var eftir því tekið sem hann hafði til málanna að leggja. Skipti þá engum togum að að aflok- inni stjórnarsetunni bauðst honum fast starf fyrir UNESCO. Áður hafði hann reyndar verið ráðgjafi um nýj- ungar í skipulagi skólastarfs í Suð- austur-Evrópu, en nú var hann ráð- inn skrifstofustjóri tengslaskrifstofu UNESCO í New York, vandasamt starf þar sem þetta var á þeim árum sem Bandaríkjamenn stóðu utan við UNESCO. Frá 1992 varð hann svo yfirdeildarstjóri framhaldsskóla- og verkmenntadeildarinnar í höfuð- stöðvunum í París og gegndi því starfi til 1999 er hann varð að láta af störfum vegna heilsubrests. Ég átti kost á því að fylgjast með starfi Andra á þeim árum og satt að segja blöskraði mér á stundum vinnuálag- ið. Ég held að við Íslendingar gerum okkur oft ranga hugmynd af því sem bæði við og aðrir leggja fram á al- þjóðlegu sviði og að við höfum þar gott orð á okkur. Enn eitt tengdi okkur Andra. Hann og kona hans Svava Sigurjóns- dóttir listsagnfræðingur báru gæfu til að eignast fjögur mannvænleg börn, og eitt þeirra er dóttirin Hrund Ólöf, nú doktor í umhverfisverkfræði frá MIT. Atvik höguðu því þannig, vegna búsetu foreldranna á erlendri grund, að Hrund bjó hjá okkur með- an hún nam við Háskóla Íslands og varð okkar önnur kær dóttir. Andri fékk hægt andlát. Föstudag- inn 5. ágúst borðaði hann með fjöl- skyldu sinni og naut samræðna að vanda, en horfði síðan í sjónvarpinu á eina sína eftirlætiskvikmynd, Les vacances de M Hulot eftir Tati, eða Fransmaður í fríi. Morguninn eftir vaknaði hann ekki til þessa lífs og var kominn í annað frí. Við Þóra sendum Svövu, Hrund og öðrum aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sveinn Einarsson. Á kveðjustund sækja á hugann minningar frá liðnum árum og ára- tugum, allt frá því að Andri Ísaksson kom heim eftir glæsilegan námsár- angur í Frakklandi og þar til hann hvarf að mestu okkur heimamönn- um, kallaður til mikils ábyrgðar- og virðingarstarfs á erlendum vett- vangi. En þó að í seinni tíð væri vík milli vina og börn okkar hefðu lítil tæki- færi á að kynnast, var vináttan ávallt traust. Kannski hefur einhverju þar um valdið skagfirskur uppruni okkar hjóna og Andra. Uppruni á svipuðum slóðum kallar oft á andlegan skyldleika, einkum ef átthagatryggðin fylgir með. Svo var í þessu tilviki. Þá var það ekki lítils- vert hversu hin ágæta eiginkona Andra, Svava, féll vel að hópnum og auðgaði og bætti samskipti með nær- veru sinni og gestrisni. Samvistir og samskipti okkar Andra voru mikil um árabil. Nýkom- inn frá prófborði vann hann um skeið með mér (Sigurjóni) á Geðverndar- deild Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur. Síðar varð hann einn fyrsti samkennari minn í sálarfræði í Há- skóla Íslands og bæði þá og einkum eftir að hann tók við prófessorsemb- ætti dr. Matthíasar Jónassonar í uppeldisfræði, höfðum við mikið saman að sælda í mörgum dómnefnd- um og öðrum störfum fyrir Háskól- ann. Fljótlega sóttist Menntamála- ráðuneytið eftir störfum Andra og vann hann þar um nokkurra ára skeið að merkum umbótum í skóla- málum. Þar ber líklega hæst nýja fræðslulöggjöf sem hann var að ég hygg einn aðalhöfundur að. Hann varð fulltrúi Menntamálaráðuneytis- ins erlendis og í framhaldi af því bauðst honum há staða á vegum UNESCO, sem hann gegndi meðan starfsaldur entist. Það var lífsbót að kynnast Andra Ísakssyni og fá að starfa með honum. Hann var einstaklega vandaður og hreinskiptinn maður, enda féll aldrei skuggi á okkar samskipti. Oft dáðist ég að því hversu mikill verkmaður hann var og hvílíka alúð hann lagði við öll verk sín. Þar varð allt að vera rétt og nákvæmt. Víst höfðum við vinir hans stundum áhyggjur af að hann legði of hart að sér. En kæru- leysi var honum fjarri skapi. Þó að starfsævi Andra væri styttri en margra annarra, vegna heilsu- leysis hans hin síðustu ár, liggur eftir hann mikið starf. Í Háskóla Íslands lyfti hann uppeldisvísindum í vegleg- an sess og í skólamálum markaði hann mikilvæg spor. Það duldist eng- um sem þekktu til Andra að þar fór mikilhæfur og stórgáfaður maður. Við hjón þökkum langa vináttu við Andra og Svövu og sendum henni, börnum þeirra og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurjón Björnsson, Margrét Margeirsdóttir. Fyrsta deildarfund félagsvísinda- deildar Háskóla Íslands hinn 15. september 1976 sátu tíu fastir kenn- arar og þrír fulltrúar stúdenta. Einn föstu kennaranna var Andri Ísaks- son, prófessor í uppeldisfræði, en undirritaður var einn stúdentanna. Ég þekkti Andra lítillega áður og átti eftir að kynnast honum betur þegar við urðum kollegar við deildina nokkrum árum seinna. Hann var óvenjulega greindur maður og metn- aðarfullur, afar nákvæmur og form- fastur, en hafði líka ríka kímnigáfu og sagði oft skemmtilega frá. Í hinni nýju deild runnu saman námsbraut í almennum þjóðfélags- fræðum, þar sem kennd var fé- lagsfræði, mannfræði og stjórnmála- fræði, og þrjár greinar úr heimspekideild, bókasafnsfræði, sál- arfræði og uppeldis- og kennslu- fræði. Greinarnar voru á ýmsan hátt ólíkar og sjónarmiðin margvísleg. Al- kunna er að rígur einstaklinga og greina í háskólum er oft mikill. Í nýrri deild voru margir fyrirferðar- miklir einstaklingar og iðulega var hart deilt. En deildin bar gæfu til þess að frumherjarnir stóðu saman þegar á reyndi. Prófessor Andri var einn þeirra sem mestan þátt áttu í mótun félagsvísindadeildar fyrstu árin. Hann var forseti deildarinnar 1979–1980. Áður en Andri kom til starfa við Háskóla Íslands hafði hann unnið merkilegt starf að uppbyggingu skólarannsókna við menntamála- ráðuneytið og kynnt þar nýja hugsun og umdeildar nýjungar. Síðar starf- aði hann árum saman erlendis hjá UNESCO að framförum í skólamál- um. Hann er vafalítið einn merkasti hugsuður Íslendinga á sviði uppeld- isfræði og skólamála á síðari hluta 20. aldar. Félagsvísindadeild er núna fjöl- mennasta deild Háskóla Íslands í nemendum talið og kennaratalan hefur næstum fimmfaldast síðan 1976. Rannsóknir og framhaldsnám eru í miklum blóma. Þetta gildir ekki síst um uppeldis- og menntunarfræð- ina, en Andri mótaði hana öðrum fremur sem fræðilegt BA-nám á Ís- landi. Prófessor Andri Ísaksson hefur nú fallið frá, fyrstur frumherjanna úr upprunalegum kennarahópi fé- lagsvísindadeildar. Að leiðarlokum eru honum færðar bestu þakkir deildarinnar, starfsmanna og nem- enda. Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindadeildar HÍ. Það er ekki alltaf haft hátt um mik- ilvæg trúnaðarstörf sem Íslendingar eru valdir til á alþjóðavettvangi og árangur sem næst á fundum alþjóða- stofnana höfðar ekki ýkja mikið til fjölmiðla. Þegar frá líður fennir í sporin og þrátt fyrir orð Hávamála er góður orðstír ekki jafn óbrotgjarn minnisvarði og vert væri. Þetta leitar á hugann í dag þegar sá mæti maður Andri Ísaksson er til moldar borinn. Andri átti fjölþættan starfsferil og afrekaði margt um dagana en mér er efst í huga öflugt starf hans innan framkvæmdastjórnar Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, árin 1983–1987. Þessi ár var ég starfsmaður sendiráðs Íslands í París og vann náið með honum. Frammistaða hans þá var með þeim hætti að ástæða er til að halda henni sérstaklega á lofti. Nokkrum árum áður höfðu Danir lagt mikið á sig við að tryggja kjör dansks fulltrúa í framkvæmdastjórn- ina og gagnrýni blaða á eyðslu við kosningabaráttuna leiddi til afsagnar ráðherra. Þegar sú hugmynd kom fram að tefla Andra Ísakssyni fram sem fulltrúa Norðurlanda ákváðu ís- lensk stjórnvöld hins vegar að hóf- stillt kosningabarátta þar sem áhersla væri lögð á áratugareynslu Andra af UNESCO-starfi og traust tengsl inn í stofnunina væri vænlegri til árangurs. Sú varð raunin og Andri hlaut glæsilega kosningu. Framund- an voru ár mikilla átaka innan UNESCO. Bandaríkin og önnur Vesturlönd gagnrýndu rekstur stofn- unarinnar undir stjórn Senegalbúans M’Bow en þróunarlönd slógu skjald- borg um hann. Bandaríkin ákváðu að yfirgefa stofnunina og Bretland síð- ar. Það féll í hlut Norðurlanda að reyna að miðla málum og Andri var þar fremstur í flokki. Það tekur lang- an tíma að koma bákni á borð við UNESCO aftur á rétta braut og ár- angur kemur ekki strax í ljós. Á þess- um árum lá við að stofnunin liðaðist í sundur en Andri var meðal fram- herja þeirrar vösku sveitar sem vann að því að koma henni á réttan kjöl. Hann naut óskoraðs trausts allra ríkjahópa og innviðu UNESCO þekkti hann betur en flestir.Verksvið UNESCO nær til vísinda, tækni, heimspeki, lista og bókmennta og áherslur aðildarríkja býsna ólíkar. Til að miðla málum þurfti yfirgrips- mikla þekkingu jafnt á málefnum sem pólitískum hagsmunum. Jafn- mikilvægt var að rækta persónuleg tengsl við stjórnarmenn og starfs- menn. Sólarhringurinn dugði tæpast, fyrir allar aldir hófst Andri handa og vann langt fram eftir nóttu enda var hann orðlagður vinnuþjarkur. Að stjórnarsetu lokinni nýttust þessir eiginleikar í öðrum trúnaðarstörfum í New York og París. Andri var kjarnyrtur og skýr- mæltur og var jafn heimavanur í ís- lenskri sveit sem stórborgum meg- inlandsins, jafnvel að sér um Sturlungu og Kóraninn. Trúr upp- runa sínum var hann öflugur fulltrúi Íslands. Starf hans fólst ekki í hags- munagæslu fyrir Íslands hönd en varð Íslandi vissulega til mikils vegs- auka á alþjóðavettvangi. Utanríkisráðuneytið vottar minn- ingu hans virðingu sína og sendir ekkju hans Svövu Sigurjónsdóttur innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Snorri Gunnars- son, ráðuneytisstjóri. ANDRI ÍSAKSSON  Fleiri minningargreinar um Andra Ísaksson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Halldór Kr. Júlíusson, Kristján Bersi Ólafsson, Einar, Valfríður og fjölskylda, Baldur Ragnarsson, Jónas Pálsson, Þórey Kolbeins, Guðný Guðbjörns- dóttir, Jón Torfi Jónasson, Sigrún Aðalbjarnardóttir, Loftur Gutt- ormsson og Þorkell Ellertsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.