Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 13 ÚR VERINU VERKSMIÐJUSKIPIÐ Næraberg kom til hafnar í Klakks- vík í Færeyjum í vikunni með fullfermi af afurðum, 815 tonn af surimi og 240 tonn af kolmunnamjöli. Aflinn fékkst í rúm- lega þriggja vikna langri veiðiferð á miðin austan Íslands. Frá þessu er greint á fréttavefnum skip.is en þar er haft eftir blaðinu Norðlýsið í Klakksvík að Nærabergið hafi alla veiðiferðina verið á hafsvæðinu austan við Ísland og voru aflabrögðin mjög góð. „Reyndar svo góð að þessi veiðiferð er talin önnur af tveimur bestu veiðiferðum skipsins frá upphafi. Sem kunnugt er þá er mestur hluti kolmunnaafla skipsins unninn í fiskfars eða surimi og það sem ekki nýtist til surimivinnslunnar fer til mjölframleiðslu. Ágætt verð mun vera á surimi um þessar mundir en afla skipsins verður landað hjá NFCS í Klaksvík. 82 skipverjar eru í áhöfn Nærabergs. Þar af eru um 20 konur,“ segir á skip.is Góð veiðiferð hjá Næraberginu Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson ÚKRAÍNA verður stöðugt mikilvæg- ari markaður fyrir norskar sjávaraf- urðir. Útflutningur Norðmanna þangað hefur aukizt mikið á þessu ári eða um 80% samkvæmt upplýsingum frá norska Útflutningsráðinu fyrir fisk. Á síðasta ári keyptu Úkraínumenn 56.000 tonn af sjávarafurðum á fyrstu sjö mánuðunum. Nú hafa þeir keypt 81.000 tonn. Verðmæti þessara við- skipta hefur aukizt úr um 2,8 millj- örðum íslenzkra króna í ríflega 5 milljarða og skýrist sú hækkun bæði af auknu magni og hærra afurða- verði. Fryst síld er um helmingur þessa útflutnings og hefur verð á henni hækkað um 34% frá því í fyrra. Haldi þessi viðskipti áfram á sömu braut munu Úkraínumenn kaupa sjávarafurðir frá Noregi fyrir um 13 milljarða króna á þessu ári. Íbúar Úkraínu eru um 50 milljónir og fer kaupmáttur vaxandi og vest- ræn áhrif eru að aukast. Íbúarnir krefjast meiri gæða en áður og vilja að fiskmetið, sem þeir kaupa, sé þægilegt og fljótlegt í matreiðslu. Til marks um þetta er aukin sala á síld- arflökum á þessu ári. Jafnframt er verið að byggja upp stórmarkaða- keðjur, sem munu auka framboð og eftirspurn á sjávarafurðum. Þróunin í Úkraínu er um fimm til sex árum á eftir Rússlandi, en þar eru mikilvægir markaðir Norðmanna fyrir lax og síldarflök. Þeir gera því ráð fyrir að Úkraínumenn auki innflutning á laxi verulega á næstu árum. Úkraínumenn eru nokkuð miklar fiskætur í samanburði við önnur lönd í Mið- og Austur-Evrópu. Þeir borða að meðaltali 15,4 kíló af fiskmeti á ári hvert mannsbarn. 83% íbúanna borða fisk einu sinni í mánuði eða oftar. Mikil hefð er fyrir fiskneyzlu, bæði til hversdagsmáltíða og í veizlum. Norðmenn selja stöð- ugt meira af fiski til Úkraínu NÚ hafa um 85.000 tonn af norsk- íslenzku síldinni verið veidd. Leyfi- legur heildarafli er 157.000 tonn og því er búið að veiða um 54% kvótans. Í júlí fengust 50% aflans á Sval- barðasvæðinu, en veiðin var orðin treg þar um síðustu mánaðamót. Síð- ustu vikur hafa skipin fært sig á al- þjóðasvæðið milli Íslands og Noregs. Mest af norsk-íslenzku síldinni hefur veiðzt innan íslenzku lögsög- unnar. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu um aflann í maí, júní og júlí veiddust alls 75.500 tonn þessa mánuði. Um 38.000 tonn veiddust innan lögsögunnar, 17.800 tonn veiddust á alþjóða hafsvæðinu eða Síldarsmugunni, 14.600 tonn veidd- ust við Svalbarða og 5.000 tonn í fær- eysku lögsögunni. Á síðasta ári veiddust aðeins 5.400 tonn innan lögsögu, tæp 50.000 tonn við Svalbarða og 48.000 tonn í Síld- arsmugunni. Kolmunnaveiðar hafa gengið illa að undanförnu og aðeins hafa veiðzt um 14.000 tonn í ágústmánuði. Heildaraflinn er orðinn 255.000 tonn. Leyfilegur heildarafli er 590.000 tonn og þó hafa aðeins 43% kvótans verið tekin. Langmest af kolmunnanum hefur verið veitt í færeysku lögsögunni. Um mánaðamótin síðustu höfðu 149.000 tonn verið tekin þar, 86.800 tonn veiddust innan íslenzku lögsög- unnar og 5.500 á alþjóðlegu haf- svæði. Á síðasta ári veiddust 314.000 tonn innan lögsögu okkar, 102.000 tonn við Færeyjar og 6.300 tonn á al- þjóðlegu hafsvæði. Mest af síld- inni veitt inn- an lögsögu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.