Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 45 MENNING LJÓÐ Knut Ödegårds hafa komið út á 23 tungumálum. Þar á meðal eru enska, franska, víetnamska, slóvakíska, ung- verska, makedóníska og nú hafa þau verið gefin út á arabísku. Það er Fuad Rifka, þekkt og virt líbanskt skáld og prófessor við The American Libanese Uni- versity í Beirút, sem varið hefur síðustu fimm árum í þýðingarnar. „Við höfum hist í gegnum árin á bókmenntahátíðum víða um heim og þannig fékk hann áhuga á verkum mínum,“ útskýrði Knut í samtali við Morgunblaðið frá Nor- egi þar sem hann dvelst nú. „Það var mér mikill heiður þeg- ar Rifka spurði hvort hann mætti þýða ljóðin.“ Ljóðabókin, sem er 120 síður og er gefin út í Líbanon, hefur að geyma úrval ljóða frá árunum 1967 til 1998 en Rifka er með doktorsgráðu í germönskum fræð- um frá Tübingen í Þýskalandi og gat því stuðst við norskar og ís- lenskar útgáfur ásamt þeim ensku. „Ég botna auðvitað ekkert í ar- abísku en Rifka er gott skáld og fræðimaður og ég treysti að hann hafi unnið verkið það vel að listin varðveitist í túlkuninni,“ segir Knut. Flest ljóðanna ort á Íslandi Nú þegar hefur birst jákvæð gagnrýni í stærsta dagblaði Beirút-borgar auk þess sem ellefu ljóð og umfjöllun um hann hefur birst í víðlesnasta vikublaði Líb- anon. Knut hefur aldrei komið til Líb- anon en mun ferðast þangað í haust þegar haldið verður hóf vegna útgáfu ljóðabókarinnar og segist hlakka mikið til heimsókn- arinnar. „Það er mér mikill heiður að ljóðin mín séu komin út í Líbanon. Beirút var eitt sinn mekka menn- ingar og á sér langa sögu í útgáfu og þýðingum bókmenntaverka,“ segir Knut. „Ég vona að ófrið- urinn þar hverfi fljótlega og borg- in verði aftur sú listamiðja sem hún eitt sinn var.“ Knut er eina núlifandi norska ljóðskáldið sem þýtt hefur verið á arabísku. Sjálfur hefur hann ætíð nóg að gera, bæði við að yrkja og þýða, og í tilefni af sextugsafmæli hans í nóvember kemur út í Noregi ljóðabók með ýmsum ljóðum hans. „Það er gaman að segja frá því að flest ljóða arabísku útgáfunnar eru ort á Íslandi,“ lýsir Knut sem hefur í rúm tuttugu ár verið bú- settur hér á landi. „Þótt ég yrki mikið um mínar æskuslóðir í Nor- egi er gott að sitja í Reykjavík og horfa úr fjarlægð til baka í hug- anum.“ Ljóðlist | Ljóð Knut Ödegårds gefin út í Líbanon Arabískur Knut Ödegård Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Úrval ljóða eftir Knut Ödegård hafa verið gefin út í Líbanon. Í SÝNINGARRÝMINU Suðs- uðvestur í Reykjanesbæ hefur Huginn Þór Arason hengt upp flíkur. Þetta eru þó engar venju- legar flíkur heldur sneið hann þær eftir flíkum sem hann hefur geng- ið í dags daglega og málaði eft- irmyndir þeirra á tauið. Er Hug- inn á ansi nálægum slóðum og Andy Warhol var þegar hann mál- aði Brilló vörumerkið á kassa og sýndi þá árið 1964. En eins og með klæði Hugins þá litu kassar Warhols alveg eins út og venjuleg- ir Brillókassar nema að þeir voru ekki Brillókassar heldur listaverk. Voru kassarnir kveikja að heil- miklum vangaveltum á meðal listamanna og listfræðinga og urðu m.a efni í bók bandaríska listfræðingsins Arthur C. Danto, „Warhoĺs Brillo boxes“ og sögu- lega grein hans „The art world“ (Listheimurinn) árið 1964. Danto sagði Brillókassana stríða gegn öllum hugmyndum um listir og að eftir Brillókassana hafi list snúist til heimspeki og þar með beri að meta listaverk út frá kenningum um list. Álíka hugmyndir komu í kjölfar greinar Dantos frá landa hans George Dickie, svokölluð „Stofnanakenning“ (The Inst- itutional theory) þar sem höfund- urinn gengur út frá að ekki eigi að skoða listaverk út frá hlutnum sjálfum heldur innihaldi sem fulltrúar stofnana listheimsins gefa því. Að merking og innihald sem hlutum er gefið innan list- heimsins geri þá að list. Sjálfur er ég ekki stuðningsmaður hug- mynda Dantos og Dickies þar sem viðmið þeirra snúast eingöngu um fræði og theoríu en ekki upplifun og af þeim sökum eru hugmyndir þeirra takmarkaðar. Engu að síð- ur hafa þeir margt til síns máls og styðja kenningar þeirra enn við bakið á verkum listamanna á borð við Damien Hirst og Tracy Emin sem jafnan eru uppfull af merk- ingu og samfélagslega áleitnu innihaldi. Innihaldið í „yfirhöfn- um“ Hugins hefur hins vegar með ímynd hans sjálfs að gera og er heldur sjálfhverft og marklaust. Einskonar yfirborðs-sjálfsmyndir sem eru saklausar en flottar. List- rænt samhengið er svo nokkuð áhugavert, en Dickie áleit það samhengi einmitt mikilvægan þátt í listrænni merkingu hluta. Þ.e. hvernig hlutur sem verður list svarar eldri list. Klæðin eru nefni- lega málverk sem hanga á herða- trjám og snögum í listrými Suð- suðvesturs og sem slík brjóta þau á ýmsum hefðbundnum hug- myndum um miðilinn. Maður þarf síðan ekkert að efast um listrænt gildi verkanna þetta 40 árum eftir Brillókassana, jafnvel þótt inni- haldið sé ekkert sérlega krass- andi, enda gerir Stofnanakenn- ingin ekki ráð fyrir því að ein list sé betri eða merkilegri en önnur list svo lengi sem listheimurinn gefur henni merkingu. Nóg er að sýning Hugins Þórs sé flott vegna þess að útlitið er svo fjandi flott. Listheimurinn sér svo um sína. Listheimurinn sér um sína MYNDLIST Sýningarrýmið Suðsuðvestur Opið fimmtudaga til föstudags frá 16– 18, laugardag til sunnudags frá 14–17. Sýningu lýkur 28. ágúst. Yfirhafnir – Huginn Þór Arason Morgunblaðið/Ransu Yfirhafnir Hugins Þórs Arasonar. Jón B.K. Ransu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.