Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ -Steinunn/ Blaðið -S.V. Mbl. HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ KÆMIST AÐ ÞVÍAÐ ÞÚ VÆRIR AFRIT AF EINHVERJUM ÖÐRUM? SUMAR RÁÐGÁTUR BORGAR SIG EKKI AÐ UPPLÝSA Þrælskemmtileg rómantísk gamanmynd um dóttur sem reynir að finna draumaprinsinn fyrir mömmuna. „The Island, virkilega vel heppnuð pennumynd, skelfileg en trúleg framtíðarsýn!!“ S.U.S XFM „The Island er fyrirtaks afþreying. Ekta popp og kók sumarsmellur. “ -Þ.Þ. Fréttablaðið. l i i . ll . - . . r tt l i . Frábær Bjölluskemmtun fyrir alla. Herbie Fully Loaded kl. 5.15 - 7.10 - 9.15 og 11 The Island kl. 5.30 - 8 og 10.40 b.i. 16 Dark Water kl. 8 og 10.15 b.i. 16 Madagascar - enskt tal kl. 5.15 - 7 og 9 Batman Begins kl. 6 og 8.30 b.i. 12 Kicking and Screaming kl. 6   ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 91 02 08 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil FRESHMINT 105 STK. 2 MG FRESHMINT 105 STK. 4 MG Nicorette Ágústtilboð 10% afsláttur FÆST ÁN LYFSEÐILS Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklings- bundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingumumlyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. RAPPMÓGÚLLINN og fatahönn- uðurinn P. Diddy er búinn að breyta nafni sínu á ný, núna heitir hann bara Diddy. Rapparinn, sem áður kallaði sig Puff Daddy, ákvað að sleppa stafnum P úr gælunafninu því fólk vissi aldrei hvort það ætti að kalla hann P eða Diddy. „Það vissi enginn hvað hann ætti að kalla mig. Ég tók eftir því að fólki leið illa með þetta þegar ég hitti það fyrst. Svo spurði það hvað það ætti að kalla mig. Jafn- vel ég varð ringlaður, það tók mig langan tíma að útskýra hver ég væri,“ sagði Combs. Diddy vonast til að nýja gælu- nafnið greiði fyrir samskiptum. „Þetta ætti að auðvelda hlutina. Eitt orð. Fimm stafir. Punktur.“ Combs kemur fram í fyrsta sinn opinberlega sem Diddy þegar hann verður kynnir á MTV- tónlistarhátíðinni í Miami síðar í mánuðinum. Fólk | Sean Combs breytir nafni sínu Heitir núna bara Diddy Reuters Puff Daddy, nei, P. Diddy, nei, ég meina Diddy. Í kvöld fara fram tónleikar meðmöntrusöngvaranum ShriYogi Hari og tablaspilaranum og trommuleikaranum Steingrími Guðmundssyni í Jógamiðstöðinni.  Yogi Hari er fæddur í Guyana áIndlandi en hefur verið búsett- ur í Flórída í Bandaríkjunum um alllangt skeið. Hann starfrækir þar svokallað ashram þar sem hann býður upp á vist, kennaranám, framhaldskennaranám og ýmis námskeið. Jafnframt kennir hann Sampoornajóga, sem sam- anstendur af heimspeki, líkams- æfingum og tónlist. Yogi Hari er upphafsmaður þessarar tegundar jóga en fyrir áhugasama er Sampo- ornajóga sambland af Raja-, Jnana-, Karma-, Bhakti-, Hatha- og Nadajóga. Yoga Hari hefur sjálfur stundað jóga í rúmlega 30 ár. Hann er meistari í Hathajóga og hefur full- komnað allar 84 grunnjógastöðv- arnar. Hann er jafnframt meistari í Nadajóga. Hann kynntist jóga að eigin sögn þegar konan hans gaf honum bók sem nefndist Jóga og heilsa, en Yogi Hari hafði átt við erfið veikindi að stríða sem lækna- vísindin höfðu greint ólæknanleg. Hann segir að jóga hafi átt ein- staklega vel við hann og hann hafi fljótlega fengið bót meina sinna með iðkun þess.  Yogi Hari nam möntrusöng,harmoniumleik og ta- blatrommuleik hjá meistara sínum Swami Nada-Brahmananda í 14 ár og telst því vera meistari á sínu sviði. Yogi Hari hefur gefið út yfir 30 geisladiska til að varðveita þessa fornu tónlist og mun í kvöld spila fjölbreytta tónlist. Yogi Hari hefur einnig skrifað og gefið út tvær bækur, Sampo- orna Yoga og Hatha Yoga Pradi- pika með sínum eigin útskýringum á því sem fjallað er um.  Steingrímur Guðmundsson kem-ur fram með Yoga Hari í kvöld en hann hefur meðal annars trommað með Milljónamæring- unum. Hann er jafnframt eini Ís- lendingurinn sem hefur numið hinn indverska tablatrommuleik. Til að- stoðar Yogi Hari við sönginn verð- ur eiginkona hans Tara en þau Yogi Hari og Tara eru hér á landi til námskeiðahalds hjá Jógamið- stöðinni. Námskeiðin eru þrjú tals- ins og hefjast á föstudaginn. Hægt er að kaupa sig inn á námskeið hjá Yoga Hari hér á landi hjá Jógamið- stöðinni, eins til þriggja daga nám- skeið, og eru tónleikarnir í kvöld hluti af dagskránni. Allir tónlistar- áhugamenn og unnendur aust- rænnar menningar ættu að geta víkkað sjóndeildarhring sinn við það að hlýða á möntrusöng Yogi Hari, sem þykir óviðjafnanlegur.  Yogi Hari er ekki eini erlendigestakennarinn sem komið hefur hingað til lands á vegum Jógamiðstöðvarinnar en meðal þeirra sem komið hafa og kennt hér á landi síðustu ár má nefna D. Shanti Kumar Kamlesh, Yogi Shanti Desai og Rahul Patel. Tónleikarnir hefjast í Jógamið- stöðinni, Ármúla 38 á 3. hæð í kvöld klukkan 21. Miðaverð er 1.500 krónur og hleypt er inn með- an húsrúm leyfir. Möntrusöngur í Jógamiðstöðinni ’Allir tónlistaráhugamenn og unnendur austrænn-ar menningar ættu að geta víkkað sjóndeildarhring sinn við það að hlýða á möntrusöng Yogi Hari.‘ AF LISTUM Birta Björnsdóttir Yogi Hari hefur stundað jóga í rúmlega 30 ár. birta@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.