Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ 400 kr. í bíó!* Sýnd kl. 6 Miðasala opnar kl. 15.00  Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 10.30 B.i 16 ára kl. 5.40 kl. 3.40 og 5.50 Í þrívídd VINCE VAUGHN OWEN WILSONVINCE VAUGHN OWEN WILSON Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30 Sýnd kl. 8 og 10.20Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i 10 ára KVIKMYNDIR.IS I I .I OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS WWW. XY. IS WWW. XY. IS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA ÞRIÐJA STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA Sýnd kl. 3.20, 4.20, 5.40, 6.40, 8, 9, 10.20 og 11.20 B.i 10 árawww.borgarbio.is Sími 564 0000     KVIKMYNDIR.COM RÁS 2 Ó.H.T S.K. DV KVIKMYNDIR.IS KVIKMYNDIR.COM S.K. DV BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. kl. 8 og 10.30 ÞAÐ VAR greinilega mikill spenn- ingur fyrir fyrri tónleikum Sonic Youth í Nasa á þriðjudaginn. Undir- ritaður mætti á slaginu átta en þá voru tónleikagestir þegar byrjaðir að streyma í húsið við Austurvöll. Þó að Sonic Youth hafi mátt muna sinn frægðarfífil fegurri, hefur heil- mikill goðsagnablær verið yfir sveit- inni allt frá áttunda áratugnum þeg- ar hún gekk fram fyrir skjöldu tilraunarokksins. Útgáfur sveit- arinnar hafa þó ávallt vakið athygli enda fáar sveitir jafn langt úti á rokkjaðrinum og Sonic Youth en það hefur heldur ekki skemmt fyrir að sveitin hefur verið rómuð fyrir óhefðbundna en stórskemmtileg tónleika. Brúðarbandinu hlotnaðist sá heið- ur að hita mannskapinn upp. Sveitin spilaði sex lög af plötu sinni Meira en þar að auki eitt nýtt lag, „Vanda- mál“, sem sver sig í ætt við græsku- laust femínista-pönkið sem sveitin er hvað þekktust fyrir. Það er mjög erfitt að staðsetja Brúðarbandið með öðrum pönkhljómsveitum í dag því flestar aðrar hafa snúið sér að vandaðri hljóðfæraleik en áður tíðk- aðist. Með það í huga komst sveitin mjög vel frá sínu þó að trommuleik- urinn hafi stundum verið óþægilega nálægt brúninni. Þá á Unnur María, skilið sérstakt lof fyrir einkar þroskaðan bassahljóm. Það er ef til vill lýsandi fyrir tón- list Sonic Youth að þegar fyrsta bjögun (e. feedback) kvöldsins heyrðist, upphófust mikil fagn- aðarlæti þó að sviðið sjálft væri ennþá autt. Stuttu seinna tíndust þó hljómsveitarmeðlimir á sviðið einn af öðrum og var hverjum þeirra sér- staklega fagnað af tónleikagestum sem voru greinilega ákveðnir í að skemmta sér þetta kvöld. Strax í fyrsta lagi var ljóst að hér var frábær tónleikasveit á ferðinni; krafturinn og spilagleðin skein úr andlitum hljómsveitarmeðlima og til að auka hughrifin, var mynd- skeiðum ýmiss konar kastað á vegg- inn fyrir aftan hljómsveitina. Hljóm- burðurinn þetta kvöld var líka eins og best verður á kosið og þegar slíkt fer saman við reynda hljóðfæraleik- ara og frábærar lagasmíðar er ekki hægt að biðja um mikið meira. Sonic Youth er ein fárra sveita sem undirritaður hefur séð á tón- leikum sem réttlæta þrjá gítarleik- ara. Sjálfstæði hverrar gítarlínu er alltaf auðheyranlegt og röklegt í senn. Bassaleikurinn var einnig lýtalaus og þegar bjögunin, gítar- sargið og önnur óhljóð virðast keyra úr hófi fram, virkar trommuleikur Steve Shelley sem eins konar akkeri fest í þetta dárafley. Hljómsveitin lék nokkuð mörg lög af síðustu breiðskífu sinni Sonic Nurse og þó að eldri lög hafi mörg virkað ágætlega, skáru nýju lögin sig úr hvað gæði og spilamennsku varðaði. „Pattern Recognition“, „I Love You Golden Blue“, „Unmade Bed“ og „Stones“ sanna að Sonic Youth á enn í fórum sínum frábær lög sem eiga fullt erindi við nútíma- rokktónlist. Þessir frábæru tónleikar enduðu svo á því að tónleikagestir klöppuð sveitina tvívegis upp á svið. Eftir seinna uppklappið frumflutti Sonic Youth lagið „Sleeping Around“ áður en hún renndi í lagið „Expressway To Yr. Scull“ af hljómplötunni Evol. Því lagi lauk í einni allsherjar gítar- bjögun sem fylgdi undirrituðum heim í svefninn og skóp undirspilið fyrir martröðina þá nóttina. Spilagleði og kraftur TÓNLIST Tónleikar Sonic Youth í Nasa 16. ágúst. Brúðar- bandið hitaði upp. Sonic Youth Höskuldur Ólafsson ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur fyrir útibíói á Menningarnótt nú um helgina. Heimildarmyndinni Reykjavík vorra daga eftir Óskar Gíslason verður varpað á Héraðsdómshúsið við Lækjartorg frá klukkan 21 til 23. Sýndir verða valdir bútar úr myndinni en hún er í tveimur hlut- um. Fyrri hlutinn var frumsýndur í febrúar 1947 í tilefni af 160 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Í myndinni má sjá myndskot úr bæjarlífinu lauslega tengd saman með ferðum ungs pars um bæinn. Viðtökurnar voru svo góðar að öðrum hluta var bætt við og var hann frumsýndur í október ári síð- ar. „Þessi yfirgripsmikla heimild- armynd um Reykjavík er ómet- anleg heimild um líf og störf borg- arbúa á þessum árum. Óskar Gíslason, ljósmyndari og kvik- myndagerðamaður, var einn helsti brautryðjandi íslenskrar kvik- myndagerðar og eftir hann liggur fjöldi kvikmynda sem varðveita mikilvægar heimildir fyrir íslenska menningu,“ segir í tilkynningu. Myndin er án hljóðs, en tvær ungar hljómsveitir voru fengnar til þess að semja tónlist við hana. Þær eru rokksveitin Bob og rafdú- óið Atli & Leó sem hefur m.a. samið tónlist við uppfærslu LFMH á Lísu í Undralandi. Með- alaldur sveitanna beggja er rétt um tuttugu ár, svo hér er sann- arlega um að ræða brúarsmíð milli kynslóða. Kvikmyndir | Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík með útibíó á Menningarnótt Sagan er lauslega tengd saman með ferðum ungs pars um bæinn. Reykjavík liðinna daga UPPSELT var á tónleika Sonic Youth á Nasa á þriðjudagskvöldið. Sveitin lék gömul lög í bland við ný og var það mál manna að hún hefði sjaldan eða aldrei verið í betra formi. Tónleikagestir voru vel með á nótunum og stemningin var mikil enda sveitin goðsagnakennda þekkt fyrir skemmtilega sviðs- framkomu og kraftmikla spila- mennsku. Hljómsveitin Brúðarbandið sá um upphitunina fyrra kvöldið en í gær kom það í hlut Curver að hita tónleikagesti upp fyrir seinni tón- leika Sonic Youth. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sonic Youth á enn í fórum sínum frábær lög sem eiga fullt erindi við nútímarokktónlist, að mati gagnrýnanda. Fullt út úr dyrum Hin stórsnjalla Kim Gordon sýndi mikinn þokka á sviðinu á Nasa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.