Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 29 UMRÆÐAN SÚ VAR tíðin að Íslendingar voru allir ljósir á hörund og að- hylltust sömu lífsskoðun. Það er veröld sem var. Fjölbreytni og fjöl- hyggja eykst með hverju ári. Í auknum mæli flyst hingað fólk frá ólíkum menning- arsvæðum með ólík trúarbrögð í fartesk- inu. Hætta á núningi og árekstrum eykst með ólíkum viðhorfum. Starfsmaður á meðal nýbúa sagði eitt sinn að fordómar gagnvart þeim hafi verið hvað mestir í efri bekkjum grunnskóla. Það er því brýnt að auka fræðslu í grunn- skólum – og framhaldsskólum um ólík trúarbrögð og ólíkar kirkju- deildir kristinna manna, til að eyða fordómum og efla umburðarlyndi. Einnig er eðlilegt að nemendur sem aðhyllast önnur trúarbrögð fái fræðslu um þau. Um leið ætti að vera sjálfsagt að þau trúarbrögð sem mest móta samfélag okkar og flestir aðhyllast vegi þar þyngst. Að öðrum kosti verða nemendur vart læsir á samfélag okkar, menn- ingu og sögu. Morgunblaðið fjallar um trúar- bragðafræðslu í leiðara 9. ágúst sl. Þar segir: „… er það gífurlega mik- ilvægt, nú á tímum, sem kenndir hafa verið við átök siðmenninga, að uppfræða ungt fólk um eigin trúar- brögð og önnur, það sem er sam- eiginlegt og það sem er ólíkt, til að efla gagnkvæman skilning og eyða for- dómum.“ Undir þessi orð er tekið hér. Samkvæmt aðal- námsskrá grunnskóla frá 1999 er fag sem nefnist kristinfræði, siðfræði og trúar- bragðafræði skyldu- námsgrein í 1.–8. bekk, en fellur undir samfélagsgreinar í viðmiðunarstunda- skrá. Það segja þeir sem vel til þekkja að þessari skyldu sé afskaplega mis- jafnlega sinnt eftir skólum, jafnvel bekkjardeildum. Reyndar virðist lítið vera vitað um stöðu þessarar skyldunámsgreinar í skólum lands- ins. Þess vegna er nú verið að kanna hvar og hversu mikið hún er kennd. Ein ástæða þess að kristinfræði fær svo misjafna meðhöndlun í skólum kann að vera óöryggi kenn- ara við að kenna greinina. Heyrst hefur að sumum þyki þeir eiga að boða kristna trú en ekki að fræða um hana og treysti sér því ekki til þessarar kennslu. Í skýrslu starfshóps Þjóðkirkj- unnar um kirkju og skóla sem kom út í fyrra er fjallað um kristindóms- og trúarbragðafræðslu í skólum. Þar segir m.a. að hlutverk skólans sé að fræða um kristna trú og önn- ur trúarbrögð. Sú fræðsla verði mikilvægari eftir því sem íslenskt þjóðfélag verði fjölbreyttara að trú og lífsskoðun. Á hinn bóginn sé það ekki hlutverk skólans heldur heim- ila, kirkna eða trúfélaga að tileinka börnum og ungmennum trú eða lífsskoðun. Hér er hvatt til þess að efla trúarbragðafræðslu í skólum lands- ins og þá sérstaklega fræðslu um þau trúarbrögð sem mest hafa mót- að íslenska menningu. Um leið er hér áréttað að kirkjan lítur á það sem hlutverk skólans að fræða um trúarbrögð en ekki að boða þau. Efling trúarbragða- fræðslu í skólum Halldór Reynisson fjallar um trúmál ’Hér er hvatt til þess aðefla trúarbragðafræðslu í skólum landsins og þá sérstaklega fræðslu um þau trúarbrögð sem mest hafa mótað ís- lenska menningu.‘ Halldór Reynisson Höfundur er prestur og verkefnis- stjóri fræðslusviðs Biskupsstofu. HEIMAMENN og hags- munaaðilar í Þingeyjarsveit, t.d. sveitarstjórn og hið nýstofnaða áhugafélag Þing- eyskur sagnagarður, hafa lagt mikið kapp á það undanfarið að sannfæra biskup Ís- lands um að auglýsa Ljósavatnsprestakall laust til umsóknar. Rökin eru af ýmsu tagi og verða ekki rakin hér í smáat- riðum en ég tel þó fulla þörf fyrir að áherslur fram- angreindra aðila séu raktar í mjög stuttu máli: Viðmiðunartala Þjóðkirkjunnar fyrir íbúafjölda sóknar er 500 manns. Enginn prestur býr í sveit- arfélaginu sem þjónað er úr tveim- ur áttum; frá Laufási og Grenj- aðarstað. Hvorugur prestanna er innan marka Þingeyjarsveitar sem hefur um 700 íbúa og er stærstur hluti þeirra á svæði Ljósavatns- prestakalls sem þjónað er frá Lauf- ási við Eyjafjörð og með héraðs- presti sem býr á Möðruvöllum í Eyjafirði. Enginn prestur er því búsettur hér, í næstfjölmennasta sveitarfélagi í Þingeyj- arsýslu. Þingeyjarsveit nær yfir 5.500 ferkílómetra svæði, sem er auðvitað ekki allt í byggð en stærðin gefur umfang- ið til kynna og þær vegalengdir sem um er að ræða. Það hlýtur að skipta máli. Þorgeirskirkja, helsti minnisvarði ís- lensku þjóðarinnar um kristnitökuna árið 1000, er í prestakall- inu. Þar hefur verið starfandi guðfræðingur í sumar sem við góðan orðstír hefur tekið á móti gestum og gangandi. Þing- eyskur sagnagarður vinnur m.a. að því að efla starfsemi og nýtingu þessarar heillandi og merkilegu kirkju og tengja hana við aðra merkilega staði. Er þá fyrst og fremst litið til Goðafoss og Þing- eyjar. Í Þingey er unnið að forn- leifarannsóknum á vegum Hins þingeyska fornleifafélags og Forn- leifastofnunar. Slíkar rannsóknir eru vel til þess fallnar að skjóta enn frekari stoðum undir þá miklu vakningu sem nú er að verða á þeirri dýrmætu sagnaslóð sem hér er um að ræða. Þjóðkirkjan getur rennt enn frekari stoðum undir þetta starf með því að ráða til Ljósavatns- prestakalls prest sem tekur virkan þátt í þeirri jákvæðu þróun sem hér er að verða. Þannig eflir kirkj- an bæði sjálfa sig og samfélagið og prestur situr á hinu merka höf- uðbóli kristnitökunnar. Það skal skýrt tekið fram að þótt sveitarstjórn Þingeyjarsveitar og Þingeyskur sagnagarður leggi mikla áherslu á að sérstakur prest- ur sé ráðinn til Ljósavatns- prestakalls felur það á engan hátt í sér áfellisdóm yfir þeim góðu mönnum sem þjóna prestakallinu í dag. Við þá er gott samband og ber að þakka þeirra góðu störf. En það breytir ekki því að við teljum það þjóna prestakallinu best að hér verði prestur sem búi og starfi í samfélagi okkar að staðaldri. Um leið ber að nota þetta tæki- færi til að þakka kirkjunni framlag hennar til starfsemi í Þorgeirs- kirkju í sumar og koma á framfæri ósk um að það sé komið til að vera. Hvers vegna Ljósavatnsprestakall? Jóhann Guðni Reynisson hvetur til að sérstakur prestur verði ráðinn til Ljósavatnsprestakalls ’Þjóðkirkjan geturrennt enn frekari stoð- um undir þetta starf með því að ráða til Ljósavatnsprestakalls prest sem tekur virkan þátt í þeirri jákvæðu þróun sem hér er að verða.‘ Jóhann Guðni Reynisson Höfundur er sveitarstjóri Þingeyj- arsveitar og formaður stjórnar Þingeysks sagnagarðs. SKIPULAGSRÁÐ hefur sam- þykkt að lögð verði drög að breyt- ingu á deiliskipulagi Hljóm- skálagarðsins. Þar verði meðal annars gert ráð fyrir kaffihúsi með tengdum útiveitingapalli í góðum tengslum við Tjörnina og aðstöðu garðsins til útivistar. Kannski er merkilegast við þessa hugmynd að henni hafi ekki fyrir löngu verið hrint í framkvæmd. Skemmtilegar hug- myndir um útiveit- ingasölu og kaffihús sem aukið gætu nýt- ingu Hljómskála- garðsins hafa ítrekað komið fram á und- anförnum árum. Þótt áður hafi mátt efast um að rekstur af þessu tagi geti gengið hljóta þau kaffihús sem leyfð hafa verið í Grasagarðinum í Laugardal og við Nauthólsvík að hafa róað jafnvel svartsýnasta fólk. Útiveitinga- menningin sem hefur rutt sér til rúms á sólardögum í miðborginni síðustu fimm árin bætir svo um betur. Ég tel í það minnsta vera fulla ástæðu til að láta á þessar hugmyndir reyna með breyt- ingum á deiliskipulagi svæðisins. Auk lifandi mannlífs gæti slíkur rekstur stuðlað að tengslum Tjarn- arsvæðisins við mið- borgina og styrkt tengsl hennar við starfsemi Háskóla Ís- lands og aðra starf- semi sunnan Hring- brautar. Reykjavíkurborg er 220 ára á næsta ári. Kannski væri fátt betur til fundið en að borgarbúar gefi sjálfum sér líf og fjör í Hljóm- skálagarðinn. Kaffihús í Hljóm- skálagarðinn Dagur B. Eggertsson segir frá breytingu á deiliskipulagi Hljómskálagarðsins Dagur B. Eggertsson ’Skemmtilegar hug-myndir um útiveit- ingasölu og kaffihús, sem aukið gætu nýtingu Hljómskálagarðsins, hafa ítrekað komið fram á undanförnum ár- um …‘ Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. Ívar Örn Guðmundsson arkitekt er einn þeirra sem sett hafa fram hug- myndir um lystihús með kaffiveitingum í Hljómskálagarðinum. FISKINN minn, nammi, nammi, namm. Stórútgerðarmenn fara nú fram af ótakmarkaðri græðgi og miklum hroka og krefjast þeir þess að þeim verði af æðsta dómi færður einkaeign- arréttur á óveiddum fiski í sjónum. Öll til- færsla til byggða eða landsvæða sem standa höllum fæti atvinnulega verði stöðvuð. Öll sann- girnissjónarmið vegna atvinnu og verndun eigna fólks í sjávarbyggðum verði aflögð og séreign- arréttur stórútgerða í aflakvóta verði óbreytanleg eign út- gerðarmanna. En út- gerðarmenn telja sjálfsagt að þeir fái bættan afkomubrest eða hrun á einstaka fiskitegundum. Aðrir en þeir megi éta það sem úti frýs. Sá sem hér heldur á penna hefur sagt fyrir um það oft áður að þegar á reyndi yrði þessi sér- eignarréttur krafa útgerð- armanna. Þessi krafa útgerðar er siðlaus og hrokafull og sýnir enn á ný yfirgang þeirra sem auðinn fengu að gjöf á sínum tíma. Þessi viðhorf eru í samræmi við græðgisvæðingu þjóðfélagsins. Afkomu og atvinnurétt venjulegs fólks telja þeir „verðugu“ að megi fótum troða. Útgerðarmönnum væri hollt að rifja upp að við fyrstu lagasetningu um stjórn fiskveiða var strax gert ráð fyrir að vernda atvinnu og bú- setu fólks í sjáv- arbyggðum með afla- rétti til handa byggðum ef illa færi um kvótastöðu byggðanna. Nú er tími til fyrir þá útgerð- armenn sem alls krefjast, að lesa sér til og sýna þá skynsemi að sætta sig við nýt- ingarrétt sem löggjaf- inn hefur rétt til að takmarka með þjóð- arheill í huga. Stoðir lífs og tilveru sjáv- arbyggða eru víða að bresta vegna óréttláts kvótakerfis. Yfirgang- ur útgerðarmanna verður aldrei sáttaleið við þjóðina. Fiskurinn í sjónum á að vera þjóðareign um alla framtíð og fólk í sjávarbyggðum á réttindi til atvinnu og afkomu með áratuga hefð sjávarnytja. Frjálslyndi flokkurinn samþykkir aldrei að einkaeignarréttur verði í lög leidd- ur um auðlindir sjávar. Græðgi Guðjón A. Kristjánsson fjallar um fiskveiðar Guðjón A. Kristjánsson ’Frjálslyndiflokkurinn sam- þykkir aldrei að einkaeignar- réttur verði í lög leiddur um auð- lindir sjávar.‘ Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins.            Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.