Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 31 MINNINGAR ✝ Björn Sigurðs-son bygginga- meistari fæddist á Tjörnum í Rangár- vallasýslu 25. júlí 1918. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 9. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Sæmundsson, bóndi og síðar skipasmið- ur í Vestmannaeyj- um, f. í Nikulásar- húsi, Fljótshlíð, 16. febrúar 1887, d. í Reykjavík 15. júlí 1981, og Guð- björg Björnsdóttir húsfreyja, f. á Bryggjum í A-Landeyjum 27. maí 1887, d. 18. nóvember 1973. Systkini Björns voru: 1) Torfhild- ur Stefanía, húsfreyja í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, f. 1912, d. 1990, gift Óskari Friðbjörnssyni, 2) Þórarinn skipaeftirlitsmaður, f. 1925, d. 1987, kvæntur Perlu Björnsdóttur og 3) Sigurður Björgvin, f. 1926, d. 1932. Björn kvæntist 12. júní 1943 Jó- hönnu Gróu Ingimundardóttur, f. 21. september 1911, d. 1993, og bjuggu þau mest allan sinn bú- skap í Reykjavík, þar af lengst í Sólheimum 23. Foreldrar Jó- september 1982. Unnusta hans er Svala H. Magnús, f. 2. júlí 1982. Björn fluttist með foreldrum sínum til Vestmannaeyja í upp- hafi 3. áratugar síðustu aldar, en þau Sigurður og Guðbjörg bjuggu allan sinn búskap þar að Hall- ormsstað við Brekastíg, var Björn oft kenndur við staðinn og kall- aður Bjössi frá Hallormsstað. Björn lauk skólanámi og hóf ung- ur sjóróðra með Guðjóni Valda- syni, skipstjóra og nam síðar tré- smíði og lauk sveinsprófi 8. apríl 1939. Tók hann virkan þátt í tón- listarlífi bæjarins og var um ára- bil í Lúðrasveit Vestmannaeyja. Björn varð byggingameistari vor- ið 1943 og byrjaði feril sinn sem húsasmíðameistari við hinar ýmsu byggingar á Laugarvatni. Hann stóð að byggingu fjöl- margra húsa á vegum bygging- arsamvinnufélags prentara. Síð- ustu starfsár vann hann hjá Innkaupastofnun ríkisins, fram- kvæmdadeild, og hafði eftirlit með mörgum byggingum á þeirra vegum, m.a. Sjúkrahúsi Keflavík- ur og Selfoss, Menntaskólanum, Húsmæðraskólanum og Kennara- skólanum á Laugarvatni og Þjóð- arbókhlöðunni í Reykjavík. Björn var ötull liðsmaður Oddfellow- reglunnar í Reykjavík og starfaði innan stúkunnar nr. 1 Ingólfs frá 1957. Útför Björns verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. hönnu Gróu voru Ingimundur Þórðar- son, búfræðingur frá Ólafsdalsskóla og bóndi, f. á Kletti í Gufudalssveit í Barð. 6. ágúst 1871, d. í Hnífsdal 9. mars 1924, og Sigríður Ingibjörg Þórðar- dóttir, f. á Læk í Að- alvík í N-Ís. 10. sept- ember 1876, d. í Reykjavík 9. mars 1956. Sonur þeirra er Björn Jóhann Björnsson, f. 8. maí 1950. Fyrri eiginkona hans er Anný Antons- dóttir, f. 31. maí. 1951. Börn þeirra eru: 1) Guðbjörg, f. 22. júní 1975, sambýlismaður Pálmi Freyr Randversson, f. 15. ágúst 1975. Synir þeirra eru Jakob Emil, f. 7. apríl 2001, og Benedikt, f. 21. apr- íl 2004. 2) Jóhann, f. 11. júní 1979. Seinni kona Björns Jóhanns er Alma Guðmundsdóttir, f. 14. des- ember 1951. Dóttir Ölmu af fyrra hjónabandi og uppeldisdóttir Björns Jóhanns er Erna Krist- jánsdóttir, f. 11. september 1977, gift Sigurjóni I. Garðarssyni, f. 16. júlí 1970. Sonur Björns Jó- hanns og Ölmu er Davíð, f. 4. Geymi þinn anda Guð sem öllu ræður gefi þér frið í sínu dýrðar ríki í honum sjálfum allir verða bræður andinn er frjáls, þó héðan burtu víki. Þar sem um eilífð, aldrei falla tárin ástvinir finnast, jarðlífs gróa sárin. (N.S.) Guð blessi þig. Björn Jóhann og Alma. „Blessaður, elsku strákurinn. Mér þótti alltaf svo innilega vænt um hann Bjössa,“ sagði Guðrún Stefánsdóttir frá Skuld í Vest- mannaeyjum, þegar henni var sagt lát hans Bjössa frænda, sem aldrei var kallaður annað í fjölskyldunni, enda var hann einhver mesti frændi og vinur sem nokkrum get- ur hlotnast. Þótt 10 ára aldurs- munur væri á þeim frændsystk- inunum, Guðrúnu og Bjössa, var vinfengið þeirra náið. Bjössi sagði reyndar oft að það stafaði af því að hún og Tolla, systir hans (Torfhild- ur Sigurðardóttir), hefðu reynt að drekkja sér þegar hann var á öðru ári og þess vegna hefði samvisku- bitið rekið frænku sína til að vera góð við sig alla ævi. „Þetta er ekki satt, Bjössi minn,“ svaraði hún jafnan og síðan rifjuðu þau upp at- vikið þegar þær stelpurnar óku honum í hjólbörum og drösluðust með hann yfir bæjarlækinn á Tjörnum. Auðvitað hvolfdu þær börunum og krakkinn datt í læk- inn. Guðrún hafði fengið vott af spænsku veikinni veturinn áður og var mjög hætt komin. Hafði hún því verið send að Tjörnum til Guð- bjargar og Sigurðar, enda sagðist Guðbjörg skyldi koma lífi í krakk- ann. Lifði hún þar á smjöri og rjóma og reiddi vel af. Foreldrar Bjössa, Guðbjörg Björnsdóttir og Sigurður Sæ- mundsson, brugðu búi árið 1923 og fluttust til Vestmannaeyja. Byggði Sigurður þeim húsið Hallormsstað við Brekastíg, en fyrir voru í Eyj- um bróðir Guðbjargar, Stefán Björnsson skipstjóri, og kona hans, Margrét Jónsdóttir ásamt börnum sínum í Skuld við Vestmannabraut. Jafnan hafði verið gott með þeim systkinum og samheldni mikil í fjölskyldunni. Á þessum árum treystust vinaböndin enn frekar og varð Bjössi órofavinur Skuldarfjöl- skyldunnar og afkomenda hennar. Á þessum árum skall heims- kreppan á og fóru Vestmannaey- ingar ekki varhluta af henni. Þó brutust ýmsir í margvíslegum framkvæmdum og óvíða á landinu voru smíðuð fleiri fiskiskip en þar. Faðir Bjössa hóf að starfa við skipasmíðar og vann m.a. með Gunnari Marel Jónssyni, hinum þekkta skipasmið. Bjössi sótti sér allan þann lærdóm sem lá á lausu í Vestmannaeyjum og stundaði nám í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja sem stofnaður hafði verið um þetta leyti. Hann sótti einnig sjóinn með Guðjóni Valdasyni og sagði oft frá því þegar þeir sigldu til hafnar undir fullum seglum svo að sjórinn lá upp á miðja lestarlúgu. Hafði hann eftir Guðjóni að skipið hefði gengið a.m.k. 15 mílur á klst. Bjössi lauk sveinsprófi í húsa- smíði árið 1938. Um það leyti var smíði vélskipsins Helga VE 333 komin vel á veg, en Helgi var þá stærsta skip sem Íslendingar höfðu smíðað sjálfir. Var Bjössi fenginn til þess að innrétta káetuna í skip- inu og fórst það vel úr hendi. Var Helgi um árabil helsta stolt iðn- aðarmanna í Vestmannaeyjum. Bjössi minntist oft á það hvernig staðið var að smíði skipsins og eru lýsingar þær, sem hljóðritaðar voru, af vinnubrögðum Gunnars Marels vel þess virði að þeim sé haldið til haga. Bjössi var glaðsinna maður, félagslyndur og vinamarg- ur. Hann tók þátt í félagastarfi í Vestmannaeyjum, var í Akóges og lék í Lúðrasveit Vestmannaeyja svo fátt eitt sé nefnt. Árið 1943 var hafist handa við að bæta við íþróttamannvirkin á Laugarvatni. Þeir Bjössi og Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkisins, voru vinir, enda hafði Þor- steinn kennt honum við Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja og vissi hvað í honum bjó. Bjössi hafði þá fengið réttindi sem byggingameist- ari og fékk Þorsteinn hann til þess að hafa umsjón með framkvæmd- um. Bjössi hafði fellt ástarhug til ungrar konu, Jóhönnu Gróu Ingi- mundardóttur, og höfðu þau heit- bundist á þjóðhátíð árið áður. Fylgdi hún unnusta sínum suður. Þau gengu í hjónaband 12. júní þá um sumarið. Bjössi og Jóhanna hófu búskap þá um sumarið á Laugarvatni. Um haustið fengu þau inni hjá vinafólki sínu á Bjarnarstíg 5 og urðu að deila eldhúsi með tveimur fjölskyldum. Þessi vin- ahjón höfðu byrjað að byggja sér hús við Faxaskjól 18 og varð hann byggingameistari þess. Þau fengu þar íbúð og bjuggu þar til ársins 1955. Þá fluttust þau á Nesveg 9, en það fjölbýlishús hafði Bjössi byggt. Sumarið 1960 fluttust þau síðan að Sólheimum 23, sem Bjössi var einnig byggingameistari að. Var það þá stærsta fjölbýlishús landsins. Þau bjuggu sér fallegt og einstaklega vandað heimili enda vissi Bjössi að „í kili er kjörviður“. Bjössi frændi sótti okkur tvíburana stundum í mat um helgar og sagð- ist ævinlega koma kl. hálfellefu. Það fannst okkur alltaf jafnfyndið því að hann átti bílnúmerið R 1030. Hann spurði í fyrsta sinn þegar við settumst upp í bílinn hjá honum: Strákar, hver haldið þið að eigi bíl númer hálfellefu?“ Svona gerði hann jafnan að gamni sínu við unga og aldna og var hvarvetna gleði- gjafi. Ættingjar Bjössa í móðurætt hafa stundum þótt ánægðir með sig og sína og Bjössi fór aldrei í felur með stolt sitt. Hann gerði það hins vegar svo skemmtilega og vel að allir höfðu gaman af. Hann var al- inn upp við ríka sagnahefð og kunni ógrynni af sögum um for- feður okkar. Amma hans, Guðríður Sigurðardóttir, var margfróð og kenndi honum ýmislegt sem fáir kunnu. Bjössi var hafsjór af þjóð- legum fróðleik, minnugur á orð og athafnir og hafði gjarnan eftir orð- rétt samtöl fólks. Hann hafði erft fagurt málfar foreldra sinna og hreif með sér í frásögn hvern þann sem hlustaði. Bjössi stóð að byggingu fjöl- margra húsa, fjölbýlishúsa, iðnað- arhúsnæðis og opinberra bygginga. Hann var síðustu starfsár sín um- sjónarmaður með byggingu Þjóð- arbókhlöðunnar og þótti vænt um húsið. Honum þótti sárt að hætta störfum árið 1988 vegna aldurs. Ég er sannfærður um að svo vel hefur tekist til um byggingu Þjóðarbók- hlöðunnar m.a. vegna þess að Bjössi frændi vélaði þar um. En hann var þó ekki af baki dottinn þótt hættur væri störfum. Þegar Björn Jóhann, sonur þeirra hjóna, reisti hús yfir fyrirtæki sitt, Púst- þjónustu BJB, varð Bjössi meistari þess húss. Hann rifjaði upp að hann hefði einhvern tíma fengið leyfisbréf til þess að starfa í Hafn- arfirði og létti ekki fyrr en bréfið fannst. Hann var þá um áttrætt. Bjössi rækti vel samskipti við frændur og vini í Vestmannaeyjum og kom þangað oft. Var hann æv- inlega aufúsugestur. Eftir að móðir mín flutti til Reykjavíkur fór hann oft að finna frænku sína og þau hvort annað. Reyndist hann æv- inlega traustur vinur og gleðigjafi. Hann flutti jafnan með sér ferskan andblæ og kunni að umgangast fólk á stundum gleði og sorgar. Daginn eftir andlát föður míns kom hann til þess að votta fjölskyldunni sam- úð sína. Heilsaði hann þá bróð- urdóttur minni með þessum orðum: „Sæl, elskan mín. Ég heiti Bjössi frændi, bróðir hennar Tollu systur.“ Hvað gátum við gert annað en skella upp úr? Elsku frændi minn, þetta verður haft í minnum svo lengi sem við lif- um. Bjössi þurfti að ferðast um í hjólastól síðustu ár ævi sinnar. Tal- ið var að beinflís hefði skaddað mænuna og rakti hann það til erf- iðis þess sem hann lagði á sig þeg- ar hann reisti fjölskyldunni sum- arbústaðinn austur í Laugardal. Hann kvaddi þennan heim á Hrafn- istu í Hafnarfirði að kvöldi þriðju- dagsins 9. þessa mánaðar um það bil sem fjöldi fólks lyfti hjörtum sínum til himins í bæn um frið á jörð. Um svipað leyti sá tengda- dóttir hans sterkan bjarma í vestri sem merlaði sjávarflötinn. Þessi sýn varaði í skamma stund. Himn- arnir buðu þannig Bjössa frænda velkominn. Arnþór Helgason. Hjá okkur var hann bara Björn eða Björn Sigurðsson. Hann var ekki Bjössi. Hann var stór og sterkur, hann var mikill og merkur, eins og björn. Hann var BJÖRN. Björn var pabbi Bjössa og tengdapabbi Ölmu systur og mág- konu. Náin kynni okkar af Birni hófust fyrir níu árum, þegar við fluttum suður eftir áratuga búsetu á landsbyggðinni. Margar helgarn- ar fórum við austur í sumarbústað- inn þeirra og nutum þar dásemdar, sem Björn hafði byggt upp á sínum yngri árum. Oftar en ekki kom Björn með okkur og alltaf hafði hann frá nógu að segja. Hann var hafsjór af fróðleik og visku. Hann var líka óstöðvandi við að dytta að og bæta það sem honum fannst betur mega fara. Hann var hraust- ur og kraftmikill og máttum við sem yngri vorum hafa okkur öll við, til að halda í við hann. Hann naut þess að vera með Bjössa, einkasyni sínum og Ölmu tengdadóttur sinni, sem hann dýrk- aði. Samvistir við barnabörnin voru líka kærar og ekki var nú verra að vera búinn að fá tvo spræka langaf- astráka. Björn fór daglega í sund og í göngu í Laugardalnum og naut þess að vera úti í náttúrunni. Fyr- irvaralaust var klippt á þennan mikla kappa og sl. tæp fjögur ár hefur hann verið í hjólastól. Það var ekki það sem átti við Björn Sig- urðsson, að vera upp á aðra kom- inn. Hann vildi gera hlutina sjálfur og helst vildi hann vera á fullu að hjálpa öðrum. Við kveðjum hér mikinn hag- leiksmann. Það er mikill sjónar- sviptir að honum. Elsku Bjössi og Alma. Við vott- um ykkur, börnunum ykkar, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúð. Elsku Björn. Þú varst orðinn þreyttur og þráðir hvíld. Hvíldina fékkstu og við þökkum samveruna og óskum þér góðrar ferðar. Guð blessi þig. Helga og Jón (Nonni). BJÖRN SIGURÐSSON Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Sendum myndalista Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir, mágkona og frænka, GRÉTA MJÖLL STORM JAKOBSEN, Ærtebjerggårdvej 62, Odense, Danmörku, lést þann 15. júlí á Odense Sygehus og var jarðsett 22. júlí í Broby Kirke, Odense. Minningarathöfn verður haldin laugardaginn 20. ágúst í Grundarkirkju, Eyjafjarðarsveit, kl. 14.00. Henning Storm Jakobsen, Patrick Storm Jakobsen, Alexander Storm Jakobsen, Steinþór Oddsson, Gréta Guðvarðardóttir, Harpa Jónsdóttir, Guðjón Eiríksson, Hallur Reykdal, Kirsten Reykdal, Oddur Steinþórsson, Medha Sector, Guðvarður Steinþórsson, Saichon Khlaiput, Heiðbrá Steinþórsdóttir, Rúnar Eiríksson, og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.