Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn FALLIÐ Á KNÉ! ÉG ER KÓNGULÓAR- KONUNGURINN ÉG VÆRI EFLAUST UPP MEÐ MÉR EF ÉG VÆRI KÓNGULÓ ÆTLI ÞAÐ EKKI SVONA VAKNAÐU! VERKFALLIÐ ER BÚIÐ FRÁBÆRT! ÉG HLAKKA TIL AÐ HITTA KENNARANN MINN AFTUR ÞVÍ MIÐUR ER BÚIÐ AÐ REKA HANA HVAÐ MEINARÐU! ÞEIR MEGA EKKI REKA KENNARANN MINN! HVAÐ MEÐ RÁÐNINGARSAMNINGINN HENNAR! HVAÐ MEÐ EINKASTÆÐIÐ HENNAR! ÉG ER ORÐINN ÓSÝNILEGUR ÉG HEF ALGJÖRT FRELSI TIL AÐ GERA HVAÐ SEM ÉG VIL ÉG GET FRAMIÐ HVAÐA GLÆP SEM ER KALVIN, HVAÐ ERTU AÐ GERA, BERRASSAÐUR UPPI Á STÓL? EITT GLAS AF ROMMI, TAKK GJÖRÐU SVO VEL Á MEÐAN ÉG MAN, KONAN ÞÍN SKILDI EFTIR SKILABOÐ. ÞÚ ÁTT AÐ KOMA SNEMMA HEIM, ÞAR SEM TENGDAMÓÐIR ÞÍN ER KOMIN Í ÓVÆNTA HEIMSÓKN SKILDU FLÖSKUNA BARA EFTIR HRISTIHAUSAVEIÐARAR VIÐ VORUM AÐ FÁ TÖLVUPÓST FRÁ SYSTUR MINNI Í ALASKA HA? HVERNIG ÆTLI ÞAÐ SÉ AÐ MINNAST FLÓTTANS Í ALASKA? EFLAUST MJÖG SVIPAÐ OG ÞAÐ ER HJÁ OKKUR SVO VIRÐIST SAMT SEM FROSINN FISKUR OG BIRNIR HAFI SETT STRIK Í REIKNINGINN ÖKUMAÐURINN ER FASTUR EN ÉG GET BJARGAÐ ÞVÍ... ... ÉG BÝ BARA TIL SÓLLÚGU Á BÍLINN Dagbók Í dag er fimmtudagur 18. ágúst, 230. dagur ársins 2005 Víkverji var á ferð íSviss og Þýska- landi fyrir skömmu og leigði sér bíl til að aka þá 1.200 km sem ferðalagið útheimti. Fyrr en varði var Vík- verji sestur undir stýri og brunaði út á sexfaldar hraðbrautir með 130 km hámarks- hraða. Vegna stærðar – eða smæðar bílsins – kaus Víkverji að halda sig á hægustu akrein- inni til að vera ekki fyrir Benzum og Porsche-bílum sem komu æðandi á svakahraða eftir vinstri akreinum. Aðeins einu sinni varð Víkverja það á að vera á vinstri akrein á slæmu augnabliki og upp- skar kaldar kveðjur frá ökumanni sportbíls sem þurfti að hafa akrein- ina út af fyrir sig á 150–180 hraða. Allt um það. Víkverji bjóst við að umferð á hraðbrautunum gengi vel fyrir sig og allir væru sér meðvitandi um hvar þeir ættu að halda sig. En á því var nú reyndar talsverður mis- brestur. Silakeppir voru furðu oft að spóka sig á hröðustu akreinunum og hraðamenn héngu í rassinum á þeim og létu ófriðlega á köflum. Víkverja þótti þessi umferðarmenning at- hyglisverð í ljósi þess hve margir tala um „hvað stressið í um- ferðinni hér heima sé mikið“. x x x Á sínum Renault-smákagga ók Vík- verji semsagt og skemmti sér vel inn á milli. Svo kom helli- demba. Og það rökkv- aði. Samt dró þó ekk- ert úr hraða sportmanna sem geystust áfram á kraftmiklum bílum sínum og nánast hurfu í regnúða undan dekkjunum. Sums staðar voru pollar og rásir undan vegsliti þannig að vegirnir voru ekki alveg 100% öruggir að mati Víkverja. Þýskar hraðbrautir eru vissulega þekktar fyrir öryggi og bera tals- verðan hraða en þar verða engu að síður hrikaleg slys þegar margir bílar lenda í stórum árekstrum með tilheyrandi mannskaða. Víkverji hlakkar til að fara aftur til Evrópu og aka á sínum hraða á réttum stað. Bara spurning um að hafa eitthvað gott í græjunum og vera ekki að etja kappi við 400 hest- afla sportkerrur. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Tónlist | Kammersveitin Ísafold heldur í kvöld lokatónleika sína í Íslensku óperunni. Kammersveitin hefur verið á tónleikaferð um landið síðustu vikuna en hljómsveitin er skipuð ungum og upprennandi tónlistarmönnum undir stjórn Daníels Bjarnasonar en söngvari er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Á efnisskrá eru verk eftir Stravinsky, Mansurian, Berio, Ravel, Lut- oslawski og glænýtt verk eftir Þuríði Jónsdóttur. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lokatónleikar Ísafoldar MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. En Guð, sem veitir þolgæðið og huggunina, gefi yður að vera samhuga að vilja Krists Jesú, til þess að þér allir saman einum munni vegsamið Guð og föður Drottins vors Jesú Krists. (Róm.15, 5.–7.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.