Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SKÝRINGAR bæjarstjórnarmeiri- hlutans í Kópavogi á því hvers vegna byggja þurfi svo þétta byggð á Kópavogstúni, í vestari hluta Kópavogs, standast ekki að mati fulltrúa minnihluta Samfylkingar. Gert er ráð fyrir 384 íbúðum á svæðinu, og var skipulag þess kynnt fyrir íbúum á fundi fyrir helgi. Í tilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að rök meirihlutans fyrir svo mikilli og hárri byggð séu að landið hafi verið svo dýrt og inn- kaupsverðinu verði að koma út í lóðaverðið með yfirtökugjöldum eins og venja er. Við skoðun kemur í ljós að þessar forsendur standast ekki, að mati Samfylkingarinnar, sem ber saman innkaupsverð og íbúðafjölda í nýjasta hverfinu í Kópavogi, Þingum á Vatnsenda- svæðinu. Nægilegt sé að byggja helming þeirra íbúða í fjölbýli sem skipulagið gerir ráð fyrir til þess að fá inn fyrir kaupverði landsins. „Það er því greinilega fjárhags- legt svigrúm til að skipuleggja á svæðinu byggð sem fellur að ná- lægri byggð og gengið verði frá í sátt og samlyndi víð íbúa hverfisins. Meginrök sjálfstæðis- og framsókn- armanna um nauðsyn á þessu mikla byggingarmagni standast því greinilega ekki,“ segir í tilkynningu Samfylkingarinnar. Segja skýringar á byggingarmagni ekki standast SKÓLASTARF hefst í grunn- skólum Akureyrar næstkomandi mánudag en í Hrísey miðvikudag- inn 24. ágúst. Að sögn Gunnars Gíslasonar, deildarstjóra skóladeild- ar, er hlutfall réttindakennara ná- lægt því að vera 100% og hefur aldrei verið hærra. „Ég hef þá trú að við séum að sigla inn það um- hverfi að vera með mjög hátt hlut- fall réttindakennara.“ Hlutfall rétt- indakennara var hátt í mörgum skólanna á síðasta skólaári að sögn Gunnars og þrátt fyrir verkfall og nýja kjarasamninga urðu ekki mikl- ar hreyfingar á kennurum á milli skólaára. „Það eru einstaka stöður leið- beinenda og þá sérgreinastöður sem ekki hefur verið hægt að ráða réttindakennara í. Það bárust mun fleiri umsóknir um kennarastöður nú en hægt var að ráða í. Þetta hef- ur þýtt að kennarar hafa verið að ráða sig inn á leikskóla bæjarins eða í skólana í kringum Akureyri,“ sagði Gunnar. Alls verða nemendur í grunn- skólum bæjarins í vetur um 2.630 talsins, sem er örlítil aukning á milli ára. Þar af eru um 260 börn að hefja nám í 1. bekk. Gunnar sagði að endanleg tala lægi þó ekki fyrir fyrr en krakkarnir mættu í skólann eftir helgi því enn væri töluverður tilflutningur á fólki innan bæjar og inn í bæinn. „Undirbúningur skóla- starfsins er kominn í fullan gang og hefur gengið vel. Það er gott hljóð í skólastjórum og því ekki hægt að segja annað en að það sé bjart yfir skólastarfinu,“ sagði Gunnar. Gríðarlegar framkvæmdir hafa staðið yfir í Brekkuskóla, gamla húsnæði Gagnfræðaskólans hefur nánast verið endurbyggt og nýtt húsnæði risið við skólann. Að sögn Gunnars verður húsnæði skólans tilbúið til kennslu á mánudag. Und- anfarin ár hefur kennsla nemenda í Brekkuskóla farið fram á þremur stöðum, einnig í gamla Barnaskóla Akureyrar og Íþróttahöllinni en í vetur fer öll hefðbundin kennsla fram á einum stað. Bjart yfir skólastarfi í grunnskólum bæjarins Hlutfall réttindakennara um 100% Morgunblaðið/Kristján Skólastarf Kennsla hefst í grunnskólum Akureyrar eftir helgina og Lena Sóley Þorvaldsdóttir, sem er að fara í 2. bekk í Síðuskóla, var að kaupa inn fyrir skólann. VALNEFND í Akureyrarpresta- kalli ákvað á fundi sínum í vikunni að leggja til að séra Óskari Haf- steini Óskarssyni og Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur guðfræðingi verði veitt embætti presta við Ak- ureyrarkirkju sem auglýst voru nýlega. Biskup Íslands veitir emb- ættin til fimm ára, segir í frétta- tilkynningu frá Biskupsstofu. Sjö sóttu um embættin en samkvæmt starfslýsingu er um að ræða eft- irtalin embætti: Valnefnd leggur til að séra Ósk- ar Hafsteinn Óskarsson, sókn- arprestur í Ólafsvík, verði ráðinn í embætti prests þar sem tekið er fram að viðkomandi þurfi að vera tilbúinn til að leiða fjölbreytt helgi- hald, takast á við erfið sálgæslu- verkefni og sýna lipurð í mann- legum samskiptum og samvinnu. Lagt var til að Sólveig Halla Kristjánsdóttir, guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi í Akureyr- arkirkju, verði ráðin í embætti prests með sérstaka áherslu á barna- og unglingastarf, þar sem lipurð í mannlegum samskiptum og samvinnu er jafnframt skilyrði. Embættið er greitt af Akureyr- arsókn. Í valnefnd sátu fimm fulltrúar úr prestakallinu, auk vígslubiskups á Hólum. Mælt með séra Óskari Haf- steini og Sól- veigu Höllu Prestsembætti í Akureyrarprestakalli KENNARAR við Laugarnesskóla mættu til vinnu í gær þrátt fyrir að rafmagnslaust sé í skólanum. Nem- endur eiga að mæta í skólann næsta mánudag en Guðmundur Þór Ás- mundsson skólastjóri segir ljóst að ekki verði hægt að hefja skólastarf í rafmagnslausu húsi. Skiptiborð skól- ans er tengt við rafmagn og er þar af leiðandi óvirkt en símtöl eru fram- send á farsíma. Í gærdag var notast við einn kapal sem var tengdur í tölvu og prentara. Kennararnir fá hins vegar inni í Laugalækjarskóla í dag og á morgun til að halda námskeið og vinna að und- irbúningi skólastarfsins. „Í framhaldi af því metum við stöðuna en við verð- um að spila þetta svolítið eftir eyr- anu,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar átti Orkuveita Reykjavíkur að leggja heitavatns- og kaldavatnslögn og draga rafmagn í byggingu Laugarnesskóla. Hins veg- ar hafi beiðni um vantslagnirnar týnst einhvers staðar í verkferlinu og þegar það uppgötvaðist seinkaði öllum framkvæmdum. Guðmundur segir að kennarar og starfsfólk sé auðvitað ósátt við þessi starfsskilyrði en hóp- urinn sé jákvæður og reyni að gera gott úr öllu. „Manni líður bara verr ef maður pirrar sig á hlutunum. Það er öll sú pressa á framkvæmdunum sem er hægt að hafa,“ segir Guðmundur. Við Laugarnesskóla er einnig verið að reisa nýja byggingu en það er stefnt að því að taka mötuneyti og eld- hús í gagnið þar í byrjun nóvember. Byrja kannski 1–2 dögum síðar Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, seg- ir alltaf jafn svekkjandi þegar svona mál koma upp. Komið hafi í ljós að rafkerfið í hverfinu sé úrelt og það hafi hreinlega uppgötvast of seint. Að hans sögn gæti skólastarfið tafist um einn til tvo daga. „Þetta er ekki stór- kostlegt tjón og ef skólastarfið tefst er hægt að bæta við skólaárið,“ segir Stefán Jón og bætir við að hann von- ist til að óþægindin verði með allra minnsta móti. Framkvæmdir við aðra grunnskóla í Reykjavík eru flestar á áætlun en Stefán Jón segir að búast megi við að Ingunnarskóli hefjist einum degi of seint. Kennarar í raf- magnslausum skóla Morgunblaðið/Þorkell Mataraðstaða Gert er ráð fyrir að taka mötuneyti og eldhús í nýbyggingunni í gagnið fyrir áramót. Morgunblaðið/Þorkell Unnið í rökkri Guðmundur Jensson, Helen Símonardóttir og Rúna Björg Garðarsdóttir mættu til vinnu í gær í rafmagnslausan skóla. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Reykjavík | Frístundaheimili Íþrótta- og tómstundasviðs Reykja- víkur (ÍTR) taka til starfa í næstu viku, um leið og grunnskólarnir í Reykjavík. ÍTR starfrækir 32 frí- stundaheimili í Reykjavík við jafn- marga grunnskóla og standa frí- stundaheimilin fyrir tómstundastarfi fyrir 6–9 ára börn. Alls hefur verið sótt um fyrir um 2.100 börn í vetur. Ljóst er að í einhverjum tilfellum verða biðlistar á frístundaheimilin fyrst um sinn þar sem skortur er á starfsfólki. Miðað er við 12 börn á hvern starfsmann. Umsóknir um dvöl á frístundaheimilum eru afgreiddar eftir komudegi umsóknar. Foreldrar/ forráðamenn verða látnir vita í þess- ari viku símleiðis, með tölvupósti eða bréfi hvar umsókn þeirra er stödd. Allt kapp verður lagt á að fullmanna heimilin til að hægt verði að taka inn öll börn sem sótt hafa um dvöl. Ýmis störf eru í boði á frístunda- heimilunum. Þar gefst fólki kostur á að vinna að því að efla sjálfstraust og félagshæfni barna á aldrinum 6–9 ára og kenna þeim að nýta frítíma sinn í uppbyggilegar tómstundir og leiki. Upplýsingar um störfin er að finna á heimasíðu ÍTR, www.itr.is Frístundaheimili taka til starfa Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.