Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 33
þá gretti hann sig svo sætt. Hann var alltaf svo mikið krútt. Ég ætlaði að skrifa þessa grein eins og sendi- bréf til hans, en mamma sagði mér að hann hefði einhvern tímann sagt: „Hvernig á maður að geta lesið þessi bréf þegar maður er dauður?“ Ég veit að þú lest þetta allt saman og ert alltaf með okkur afi minn. Ég sakna hans svo mikið þegar ég hugsa um eitthvað fyndið sem hann hefur sagt. Honum fannst hárið á mér svo sniðugt þegar ég litaði það eldrautt. Allar krúttlegu konurnar á Kirkjuhvoli voru svo skotnar í hon- um og það lá við að kallarnir færu að forðast hann. Nei, það líkaði öll- um sem náðu að kynnast honum svo vel við hann. En ég veit að hann er á góðum stað með ömmu Asu, talandi við afa Gunnar um útgerð og ætt- fræði og fylgist með okkur. Ég þakka afa mínum samfylgdina og vináttuna sem við áttum. Ég gæti skrifað heila ritgerð um hann, en læt þetta duga að sinni. Mér þykir alltaf svo vænt um hann. Blessuð sé minning hans. Þín afastelpa Margrét. Jæja, elsku afi, núna ertu farinn til himna, það er hreint ótrúlegt að ímynda sér það þar sem þetta var allt eitthvað svo fljótt að gerast. Ég á aldrei eftir að gleyma ferðunum upp á Haukagil með Möggu frænku þar sem við spurðum þig alltaf sömu spurningarinnar: „Afi, megum við koma við skeggið á þér?“ Og auðvit- að sagðir þú alltaf já. Þú varst líka alltaf með súkkulaði og malt sem þú vildir gefa okkur og varst alltaf til í að spila á spil með okkur frænd- systkinunum. Svo fórstu á Kirkjuhvol á Hvols- velli fyrir stuttu sem gerði það kleift að ég hitti þig miklu oftar. Þar sett- ist maður í sófann og beið eftir því að þú myndir bjóða manni upp á súkkulaði og þegar maður var sest- ur með það bauðstu manni upp á malt eða eitthvað að drekka. Þú varst svo gjafmildur. Ég vona að þér líði vel þarna uppi, ég elska þig afi og þín verður sárt saknað héðan. Drottinn blessi minningu þína. Ásgerður. Nú er kæri afi minn dáinn. Ég hef þekkt hann alveg frá því að ég man eftir mér. Eitt sinn þegar ég var á Hauka- gili veiktist hann. Þá hugsaði ég mikið um hann og reyndi að hjálpa honum eins og ég gat. Þótt afi væri stundum lasinn átt- um við margar góðar stundir saman, eins og að spila, leysa krossgátur og margt fleira. Svo þurfti hann að fara á Kirkju- hvol og þangað kom ég stundum í heimsókn. Ég á margar góðar minningar um afa sem var alltaf svo góður við mig. Guð blessi afa minn. Jón Bergur. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 33 MINNINGAR ✝ Magnús Guð-bjartur Helga- son fæddist 20. mars 1950. Hann lést á hjartadeild Háskólasjúkrahúss- ins í Lundi þriðju- daginn 2. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Magnúsar voru Helgi Kristjánsson húsasmíðameistari, f. á Ketilsstöðum í Holtum 4.2. 1909, d. 14.11. 1983, og Katrín Magnúsdótt- ir f. á Landbrotum í Kolbeins- staðahreppi, f. 28.5. 1911, d. 10.9. 1995. Þau bjuggu lengst af á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Systkini Magnúsar eru Kristjón Viðar Helgason, f. 1936, d. 1986, María Blöndal hjúkrunarfræð- ingur, f. 1940, gift Birni Blöndal svæfingalækni, Guðrún Helga- dóttir klínikdama, f. 1943, og Jónína Kristín Helgadóttir hús- móðir, f. 1945, gift Sigurði Haf- steini Björnssyni verktaka. Magnús kvæntist 1971 Hildi Elínu Johnson þjónustufulltrúa, f. 16.2. 1952. Þau skildu. Foreldr- ar hennar eru Hannes Ó. John- son framkvæmdastjóri, f. 1923, d. 2002, og Sigríður Guðbjörg Johnson, f. 1929. Börn Magnúsar og Hildar eru: 1) Sigríður Ýr sölu- fulltrúi, f. 27.1. 1972, dóttir hennar er Elín Ebba, f. 16.1. 2003, 2) Helgi Þór stjórnunar- fræðingur, BA, f. 13.9. 1975, og 3) Kristín Lára af- greiðslustúlka, f. 9.3. 1983. Magnús lauk gagnfræðaprófi frá Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Hann lagði stund á flugnám og öðlaðist einkaflugmannsréttindi. Hann starfaði lengst af hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna áður en fjölskyldan flutti til Svíþjóðar 1977. Magnús var einn af frum- kvöðlum akstursíþrótta á Íslandi og sigraði fyrstu rallý-keppnina sem haldin var hér á landi. Í Sví- þjóð lauk hann byggingatækni- námi og starfaði þar sem for- stöðumaður við endurbyggingu húsa og síðar sem sjálfstæður verktaki. Í frístundum starfaði Magnús meðal annars sem stuðn- ingsfulltrúi í Helsingborg. Útför Magnúsar fer fram frá Kvistoftakirkju í Helsingborg í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Magnús ólst upp á stóru heimili á Lambastöðum, yngstur fimm systk- ina, en foreldrar hans höfðu fest kaup á þeim stað 1941. Í ársbyrjun 1948 hafði hinn nýi Seltjarnarnes- hreppur orðið til og bjuggu flestir í hverfi sem kennt var við Lamba- staði. Á þessum árum var hrepp- urinn að mótast og hefur eflaust margt verið hægt að taka sér fyrir hendur fyrir athafnasama stráka. Því fylgdi frelsi að alast upp í snert- ingu við sjóinn og sveitalífið, ef svo mætti kalla. Móðir hans Katrín var góð kona sem rak heimilið af mynd- arbrag og faðir hans Helgi var húsasmíðameistari sem gustaði af, tónelskur og söng m.a. lengi í kirkjukór Neskirkju ásamt bróður sínum. Magnús eignaðist snemma sinn fyrsta jeppa og hafði alla tíð áhuga á bílum. Hann eignaðist fjölda bíla af ýmsum gerðum og átti þá sjaldnast í langan tíma. Nágranni hans og æskuvinur Viggó Pálsson, Bói, átti einnig jeppa og fóru þeir því stund- um, ásamt fleiri vinum í hverfinu, að reyna torfærueiginleika þessara skemmtilegu farartækja. Magnús var einn af frumkvöðlum aksturs- íþrótta á Íslandi og sigraði ásamt Guðjóni Skúlasyni í fyrstu rallí- keppninni sem haldin var hér á landi. Hann ók bíl sínum, óbreyttum BMW, til sigurs. Það var skemmti- leg mynd sem birtist af þeim æsku- félögum á forsíðu Dagblaðsins eftir sigurinn með bikarinn á milli sín á vélarhlífinni. Nokkru eftir þessa fyrstu rallí-keppni fór ég með Magga við þriðja mann upp á Kjal- arnes til að stika út keppnisbraut fyrir rallíkross, en nýstofnað akst- ursíþróttafélag hafði þá fengið svæðið til afnota fyrir þessa nýju akstursíþrótt. Þegar Magnús kynntist Hildi, systur minni, tókst fljótlega með okkur góð vinátta þó að ég væri mun yngri. Stundum þvældist ég með þeim og síðar áttum við Maggi eftir að stunda skíði saman af mikl- um móð. Hann átti kraftmikinn Ford Bronco og við fórum oft eftir vinnu og skóla upp til fjalla og skíð- uðum í upplýstum brekkum. Maggi var mér á þessum árum sem bróðir, ég naut þess að vera með honum og það var margt sem hann kenndi mér. Magnús var djarfur og með gott hjartalag. Hann hikaði ekki við að svara neyðarkalli og fór til dæmis með skömmum fyrirvara út til Vest- mannaeyja þegar náttúruhamfar- irnar riðu yfir Heimaey. Þar vann hann dögum saman, ásamt vinnu- félögum frá SH, við að bjarga verð- mætum undan eldgosinu. Honum var dugnaður og framtakssemi í blóð borin og vílaði ekki fyrir sér að taka að sér hin ýmsu verk, hvort sem verið var lagfæra bíla, að byggja nýju íbúðina á Skólabraut- inni, eða koma upp fallegu húsi fyrir fjölskylduna í Kalmar í Svíþjóð skömmu eftir komuna þangað. Síðar flutti fjölskyldan til Helsingborgar og bjó lengst af í fallegu úthverfi þar sem nálægðin við náttúruna hlaut að hafa góð áhrif á mannlífið. Þar er falleg sveitakirkja, gamla kirkjan þeirra þar sem Magnús verður nú kvaddur. Magnús og Hildur áttu barnaláni að fagna og börnin þeirra þrjú eru öll gædd góðum mannkostum og stolt foreldra sinna. Það var ánægjulegt að fá fjölskylduna í heimsókn á gamla bóndabæinn á Norður-Jótlandi, þar sem við bjugg- um um skeið, og eins að vera með þeim á heimili þeirra í Svíþjóð. Þeg- ar við höfðum tækifæri til að hittast var Maggi afslappaður og leið vel í faðmi fjölskyldunnar. Magnús átti auðvelt með að læra og nokkrum misserum eftir komuna til Svíþjóðar lauk hann námi í bygg- ingatækni. Hann starfaði sem for- stöðumaður við endurbyggingu húsa og síðar sem sjálfstæður verk- taki. Magnús var einstaklega hjálp- samur og starfaði meðal annars í frístundum sem stuðningsfulltrúi í Helsingborg. Magnús hafði kennt sér meins í hjarta fyrir nokkrum árum, en kall- ið kom snöggt og óvænt. Við kveðj- um nú góðan dreng sem féll frá langt fyrir aldur fram. Við minn- umst Magga sem kraftmikils og duglegs manns með gott hjartalag. Við þökkum fyrir góðar stundir og biðjum Magnúsi blessunar Guðs á ljóssins brautum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Megi góður Guð styrkja Sigríði Ýr, Helga Þór, Kristínu Láru og fjölskylduna alla í þeirra miklu sorg og vernda þau um eilífð alla. Agnar H. Johnson og fjölskylda. MAGNÚS GUÐBJARTUR HELGASON Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Ástkær móðir okkar og amma, ODDNÝ ÞORVALDSDÓTTIR frá Sómastöðum, Fáskrúðsfirði, lést á Hjúkrunarheimilinu Uppsölum þann 7. ágúst síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugar- daginn 20. ágúst kl. 14.00. Sigurþór Gíslason, María Gísladóttir, Gunnþóra Gísladóttir og barnabörn. Okkar ástkæri HARALDUR STEINÞÓRSSON, Neshaga 10, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 16. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Þóra Sigríður Þórðardóttir, Steinþór Haraldsson, Guðríður Hulda Haraldsdóttir, Ólafur Haraldsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Páll Stefánsson, Elín Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, ÁSTA BALDVINSDÓTTIR, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 16. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Baldvin og Stefán Thorarensen. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELSU KRISTÍNAR GUÐLAUGSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilis- ins Skógarbæjar. Hilmar Birgisson, Viðar Birgisson, Sigríður Hjörvarsdóttir, Guðlaugur Kr. Birgisson, Halldóra Jóna Snorradóttir, Helgi Birgisson, Una María Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.