Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 19
Akureyri | Systkinin Bjarki Gunnarsson og Líf Gunnarsson, sem búsett eru í Bandaríkj- unum, æfa af krafti með Nökkva félagi siglingamanna á Ak- ureyri, fyrir Íslandsmótið sem framundan er í Hafnarfirði um helgina. Bjarki hefur verið hjá Nökkva undanfarin tvö sumur sem aðstoðarþjálfari og við æf- ingar en systir hans Líf er í vikuheimsókn og fær að taka þátt á Íslandsmótinu sem gest- ur. Hún þykir feiknagóður sigl- ari og er í B-landsliði Bandaríkj- anna í flokki Optimist-seglbáta og verður forvitnilegt að sjá hvernig íslensku krökkunum gengur að keppa við hana. Starfsemi siglingaklúbbsins hefur verið með mesta móti í sumar, margir keppnissiglarar að æfa og metþátttaka á sigl- inganámskeiðum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Æft fyrir Íslandsmót Siglingakappar Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Allir með strætó | Strætó bs. hvetur íbúa höfuðborgarsvæðisins til að nýta sér þjónustu strætisvagna ætli þeir að taka þátt í viðburðum menningarnætur 20. ágúst næstkomandi. Mikill mannfjöldi safnast alla jafna saman í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt og getur verið erfitt um vik að fá bílastæði og eins að komast áfram á götunum þegar þúsundir stefna heim á svipuðum tíma. Fyrir farþega sem koma í miðbæinn verður biðstöð á horni Skothúsvegar og Fríkirkjuvegar (á móts við Hljómskálann). Vagnar á leið út úr miðborginni fara frá bið- stöðinni við Ráðhúsið í Vonarstræti. Strætó er því afar hentugur ferðamáti þegar kom- ast þarf til og frá miðborginni á skjótan og öruggan hátt. Á menningarnótt munu strætisvagnar á almennum leiðum og hverfaleiðum aka klukkutíma lengur eða til miðnættis og vagnar á stofnleiðum munu aka til kl. 2.00 aðfaranótt sunnudags samkvæmt leiðabók.    Tafir við íþróttahús | Byggingu íþrótta- hússins á Suðureyri sem upphaflega átti að ljúka síðari hluta apríl er ekki ennþá lokið nú fjórum mánuðum síðar. Verklokum var frestað til loka maímánaðar og hinn 19. maí sagði Björgmundur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Ágústs og Flosa að stefnt væri að verklokum fyrir lok maí en gólfefni hússins yrði lagt á síðar. Bryndís Birgis- dóttir formaður byggingarnefndar hússins segir ekki ljóst hvenær húsið verður tekið í notkun því ennþá hafi ekki tekist að leggja gólf íþróttasalarins og ennþá sé unnið að ýmsum öðrum verkþáttum. Hún segir þó ljóst að húsið verði ekki tekið í notkun fyrr en í fyrsta lagi í lok október og ef til vill ennþá síðar. Bryndís segir að töluvert sé síðan byrjað var að reikna dagsektir á verk- takann og þær gildi nema bæjarráð taki ákvörðun um annað. Einnig hafa orðið miklar tafir við bygg- ingu 2. áfanga íþróttahússins á Patreksfirði. Verktakafyrirtækið Lás ehf. hefur lofað bæjarráði Vesturbyggðar að leggja nótt við dag svo takast megi að ljúka öðrum áfanga eigi síðar en 31. ágúst. Á fundi bæjarráðs í vikunni var bókað að ráðið væri orðið lang- eygt eftir verklokum. Upphaflega átti smíði hússins að ljúka um síðustu áramót. Í maí bókaði ráðið að það legði þunga áherslu á að smíði hússins yrði lokið fyrir 31. maí og tek- ið var fram að dagsektir yrðu innheimtar ef verkinu yrði ekki lokið á þeim tíma. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Ólafsfjörður | Málefni Hitaveitu Ólafsfjarð- ar voru til umfjöllunar á fundi bæjarstjórn- ar í vikunni. Bæjarráð hefur mælt með því við bæjarstjórn að gengið verði til samn- ingaviðræðna við Norðurorku hf. um sölu hitaveitunnar samkvæmt þeim drögum að viðræðugrundvelli sem fyrir liggja. Á fundi bæjarstjórnar í vikunni var lögð fram bókun frá fulltrúum minnihluta K-lista, þess efnis að þeir geti ekki fallist á samþykkt meiri- hluta bæjarráðs, að gengið verði til samn- ingaviðræðna um sölu hitaveitunnar. Þeir benda á að bæjarstjórn Ólafsfjarðar hafi aldrei á þessu kjörtímabili komið saman og rætt málefni hitaveitunnar þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir K-listans að setjast yfir þetta veigamikla mál og vilyrði kjörinna fulltrúa Ó-listans þar að lútandi. Einnig er það skoðun K-listans að halda þurfi almenn- an borgarafund um þetta málefni til að kynna bæjarbúum þá valkosti sem í stöð- unni eru og eins fyrir sitjandi meirihluta að gera grein fyrir viðsnúningi sínum varðandi málefni hitaveitunnar og eignarhald á henni. Fulltrúi meirihluta Ó-lista lagði fram bókun á fundi bæjarstjórnar, þar sem minnt er á þær skuldbindingar sem felast í samn- ingi sem gerður var við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og var samþykktur af öllum kjörnum bæjarfulltrúum þann 9. maí sl. Með þeirri samþykkt sem liggi fyrir sé verið að standa við þær skuldbindingar, þ.e. að kanna til þrautar hvaða ávinningur í bráð og lengd fyrir Ólafsfirðinga getur falist í sölu hitaveitunnar. Að mati meirihlutans eru fyrirliggjandi drög að viðræðugrund- velli, sem bæjarstjóri og fulltrúar í stjórn veitustofnana hafa unnið í samvinnu við full- trúa Norðurorku, ásættanleg. Meirihlutinn ítrekar fyrri afstöðu sína þess efnis að sala hitaveitunnar er og verður neyðarúræði og endanleg ákvörðun tekin þegar ljóst er hverjir ávinningarnir fyrir íbúa í Ólafsfirði geta orðið. Sala hitaveit- unnar neyð- arúrræði Hólakot skal deildin heita | Ný deild við Krílakot var tekin formlega í notkun í byrjun vikunnar en hún verður á annarri hæð í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. Á þessari deild verða börn fædd árið 2000 og eru því á síðasta ári í leikskóla. Búið er að vinna að því hörðum höndum síðustu daga að koma deildinni á fót. Fyrsta verkefnið sem beið barnanna var að finna nafn á nýju deildina og eftir miklar vangaveltur kom- ust þau að þeirri niðurstöðu að nýja deildin þeirra ætti að heita Hólakot. Þetta kemur fram á vef Dalvíkurbyggðar. ♦♦♦ Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is tittlingur, skógarþröstur, heiðlóa, lóuþræll og hrossagaukur. Smyrlar eru alfriðaðir en fyrir kemur að þeir séu skotnir í leyfisleysi. Stund- um er það gert í þeim til- gangi að stoppa þá upp en einnig til að koma í veg fyrir að þeir veiði smá- fugla í húsagörðum á haustin. Þessi skotmennska og NÝLEGA gerðist það á bænum Kálfafelli 2 í Fljótshverfi í V-Skafta- fellssýslu að bóndinn þar Lárus Helgason heyrði smáhögg á stofuglugg- anum og strax á eftir all- mikinn dynk. Fór hann að gá hvers kyns var og kom þá í ljós að þúfutittlingur hafði á æsilegum flótta undan smyrli dauðrotast á rúðunni. Smyrillinn hafði einnig í ákafanum að ná bráðinni flogið á gluggann og vankaðist nokkuð um stund við áreksturinn. Lárus gat því farið aftur inní húsið og sótt mynda- vél og gengið alveg að fuglunum og náði þá þess- ari fínu en örlítið sorglegu mynd. Í bók Ævars Petersens Íslenskir fuglar segir: „Smyrlar lifa nær einvörð- ungu á fuglum og eru ýmsar tegundir spör- og vaðfugla þýðingarmestar í fæðunni, til dæmis þúfu- umhyggja fyrir smáfugl- um er byggð á misskilningi. Smyrlar eru réttmætir þegnar þessa lands þótt lífshættir þeirra séu þannig að þeir þurfi að veiða sér til við- urværis. Smyrlar hafa um aldaraðir lifað í sátt við umhverfi sitt og því ólík- legt að þeir hafi einhver afgerandi áhrif á smá- fuglastofna.“ Morgunblaðið/Lárus Helgason Dauður þúfutittlingur og vankaður smyrill eftir árekst- urinn við stofugluggann á bænum Kálfafelli 2. Árekstur við stofugluggann Konráð Erlendssoner staddur á Hól-um í Hjaltadal. Þangað komu pílagrímar gangandi úr Eyjafirði og voru við aftansöng þar sem sungið var úr Þorlák- stíðum á latínu í dóm- kirkjunni. Hann setti sig inn í hugarheim pílagrím- anna: Hátt á grýttri heiðinni harðan fæ ég skóla. Lengi verð á leiðinni langt er enn til Hóla. Ég helgan Þorlák heiti á að háttum þar ég nái, svo blessun hljóti biskup hjá og beina góðan fái. Hreiðar Karlsson heyrði af deilu knattspyrnu- félaganna um svokallað heiðursmannasam- komulag og yrkir: Væri því verðugt að kanna í vísindatilgangi sönnum, hvort hátterni heiðursmanna henti knattspyrnumönnum. Af píla- grímum pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.