Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 17 FRÉTTIR BRESKA lögfræðifyrirtækið Cap- con-Argen Ltd. kynnti skýrslu sína um ákæruatriði á hendur Baugi á þriggja tíma löngum fundi með innlendum og erlendum blaða- mönnum á Nordica hóteli í gær- morgun, skömmu áður en dóms- málið var þingfest. Skýrslan var ekki afhent fjöl- miðlum en meginniðurstaða aðal- höfundar hennar, Deidre Lo, lög- manns og eins framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er að eðlilegar skýr- ingar séu á öllum atriðum í ákær- unum sem snúa að sakborningun- um. Í skýrslunni er ekki tekin af- staða til sektar eða sýknu þeirra. Deidre sagði það vera hlutverk dómstóla, íslensk löggjöf og ís- lenskt viðskiptalíf væri utan henn- ar sérsviðs. Hún hefði litið á stað- reyndir málsins og sér sýndist þær allar liggja fyrir. Viðstaddir fund- inn voru einnig lögmenn sakborn- inganna sex. Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Deidre aldrei hafa kynnst við- líka máli í þeim rannsóknum sem hún hefði unnið fyrir Capcon-Arg- en. Mál Baugs ætti sér varla hlið- stæðu, það væri jafnframt flókið og hún hefði ekki unnt sér hvíldar fyrr en hún var komin með full- nægjandi skýringar á öllu. Stjórn Baugs fékk Capcon-Arg- en til þess að vinna skýrsluna í kjölfar ákæra á hendur Jóni Ás- geiri og félögum. Fyrirtækið sér- hæfir sig í hvers konar rannsókn- um á málefnum fyrirtækja víða um heim, m.a. til að finna lausn í flókn- um lögfræðilegum álitaefnum og koma upp um fjársvik og aðra óreiðu í bókhaldi fyrirtækja. Lög- fræðingum Capcon-Argen var fengið það verkefni að rannsaka ákæruatriðin til hlítar og vinna skýrslu fyrir stjórn Baugs Group um málsatvik. Var þeim veittur fullur aðgangur að málsskjölum, sakborningum, verjendum og starfsmönnum Baugs síðustu fimm vikurnar. Allir fjármunir endurgreiddir Á fundinum fór Deidre Lo mjög ítarlega yfir flest þau 40 ákæru- atriði sem nú hafa verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, einkum þau er snúa að persónulegri neyslu og viðskiptum Jóns Ásgeirs og Tryggva. Einnig var löngum tíma varið í útskýringar á viðskiptum Jóns Ásgeirs við Jón Gerald Sull- enberger og fyrirtæki hans, Nord- ica Inc, og greiðslur vegna skemmtibátsins Thee Viking. Ensku máli sínu til stuðnings og útskýringa notaði Deidre Lo túss- töflu, sem margsinnis var ritað á og strokað yfir og upplifðu blaða- menn sem þeir væru komnir aftur á skólabekk, sælla minninga, og allar glærur víðs fjarri. Í langflestum ákæruatriðunum lagði hún áherslu á að fjármunir sem Baugsmenn lögðu út fyrir per- sónulega hefðu verið endurgreiddir og benti um leið á að það hefði jafnan gerst áður en rannsókn lög- reglu hófst í ágústmánuði 2002 með húsleitinni í höfuðstöðvum Baugs, þó ekki í öllum tilvikum. Einnig sagði hún fullnægjandi skýringar hafa fengist í bókhaldi fyrirtækisins, þegar upp komust mistök í færslu fjármuna, einkum milli Baugs og Gaums. Benti hún á sterk eignatengsl Baugs og Gaums og taldi eðlilegt að mikil viðskipti væru á milli þessara félaga. Sagði hún engin fyrirtæki af þessari stærðargráðu vera rekin þannig að ekki kæmu upp mistök í bókhaldi. Sín reynsla af rannsóknum á fyr- irtækjum væri sú að þau leiðréttu árlega fjölda mistaka í bókhaldi og meðhöndlun fjármuna. Kortaútgjöld ekki óeðlileg Sem dæmi um mistök nefndi hún færslu á 10,6 milljóna króna hlut Baugs, að nafnvirði, í Flugleiðum. Fyrir mistök hefðu bréfin verið færð á Gaum, en ekki Baug eins og Jón Ásgeir hefði beðið um. Þetta hefði verið leiðrétt strax og upp um mistökin komst af endurskoð- endum. Vitnaði Deidre oftar en ekki í endurskoðunarskýrslu KPMG, sem Jón Ásgeir lét gera. Varðandi persónuleg útgjöld Jóns Ásgeirs, sem greidd voru með kreditkorti Baugs, sagði Deidre þau ekki óeðlileg. Þá kom einnig fram í máli hennar að allan þennan tíma sem um ræðir, frá 1998 til 2002, hefði Baugur skuldað Jóni Ásgeiri meira en hann skuldaði fyrirtækinu. Innistæða hefði verið fyrir öllum hans útgjöldum og Baugur ekki tapað fjármunum af þeim völdum. Hún sagði að í ákær- unum á hendur Jóni Ásgeiri væri allt á borðinu varðandi útgjöld hans. Benti hún sérstaklega á að Jón Ásgeir væri og hefði verið for- stjóri í ört stækkandi fyrirtæki, með umsvif austan hafs og vestan. Ferðalög hefðu verið mikil, t.d. í tengslum við kaupin á Arcadia, og ekki óeðlilegt að forstjóri í hans stöðu notaði fyrirtækjakort í eigu Baugs. Hann hefði greitt þennan kostnað síðar og ekki haft neitt annað í hyggju. Stjórn Baugs hefði ekki gert neinar athugasemdir við þessi útgjöld og reyndar væri ein- göngu um innanhússmál fyrirtæk- isins að ræða. Varðandi þetta benti Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ás- geirs, á að það hefði allan tímann legið ljóst fyrir að Jón gæti notað kort í eigu Baugs og persónuleg útgjöld hefðu verið gerð upp. Átti Gestur þá við m.a. víxil upp á rúm- ar 200 milljónir króna sem Gaumur gaf út í maí árið 2002 og var síðan greiddur í september sama ár, mánuði eftir að húsleitin var gerð. Benti Gestur á það sem fram kæmi í ákæru ríkislögreglustjóra, að allar fjárhæðir hefðu verið færð- ar til eignar á viðskiptamanna- reikning Jóns Ásgeirs. Síðan hefði þetta verið fært til gjalda hjá Baugi, einungis þegar reikningar komu fyrir útgjöldunum. Mistökin leiðrétt Deidre sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa í öllum 40 ákæruatriðunum farið nákvæmlega yfir málsskjölin og reynt að skilja hvað hefði gerst í umræddum at- vikum og viðskiptum. „Á endanum fengum við nokkuð skýra mynd af því sem gerðist og ég er sátt við þær skýringar sem við fengum. Mitt hlutverk var að safna saman staðreyndum málsins og koma þeim í hendur stjórnar Baugs. Staðreyndirnar verða að tala sínu máli,“ sagði hún og ítrek- aði að öll fyrirtæki gerðu mistök í sínu bókhaldi. Baugur væri búinn að leiðrétta sín mistök, sem hefðu verið gerð á tímum ört stækkandi umsvifa og framandi viðskiptaum- hverfis fyrir íslenskt fyrirtæki. Hún sagði margt varðandi Baugsmálið vera flókið. Hún hefði svo sem kynnst flóknari málum en allt varðandi kringumstæður og samsetningu þessa máls væri ein- stakt. Verulega hefði reynt á kunn- áttu hennar í lögfræði og fjármál- um fyrirtækja. Hún hefði einnig reynt að skilja hugarfar metnaðargjarns frum- kvöðuls líkt og Jón Ásgeir óneit- anlega væri. Hún hefði fengið inn- sýn í sögu frægðar og frama, sem hún hefði haft ánægju af. Deidre sagðist aldrei áður hafa hitt Jón Ásgeir eða aðra málsaðila en sem Breti fylgst með viðskipt- um Baugs í Bretlandi. Bar hún þessu fólki vel söguna og hreifst af fagmannlegri og vingjarnlegi fram- komu þess. Hún endurtók að staðreyndirnar myndu tala sínu máli, gott væri að ákærurnar væru nú komnar í hendur dómstóla þannig að báðir aðilar gætu flutt sitt mál. Hún vildi engu spá um niðurstöðuna en sagð- ist hafa mikla trú á réttlætinu. Breskt lögfræðifyrirtæki telur eðlilegar skýringar vera á öllum ákæruatriðum í Baugsmálinu Hefur aldrei kynnst viðlíka máli í rannsóknum sínum  Fyrirtækið vann skýrslu fyrir Baug á fimm vikum og fékk aðgang að öllum málsskjölum  Skýrslan kynnt fyrir þingfestingu en ekki dreift til fjölmiðla Morgunblaðið/Jim Smart Deidre Lo, lögmaður Capcon-Argen í Bretlandi, útskýrir mál sitt fyrir blaðamönnum á tússtöflu á Nordica hóteli. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is GESTUR Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, sagði við Morgunblaðið í lok fundarins í gær að skýrsla Capcon- Argen Ltd. væri fagmannlega og vel unnin og fróðlegt hefði verið að hlusta á framsetningu Deidre Lo. Skýrsla hennar væri unnin á grundvelli allra gagna málsins. „Það hefur einhvern tímann verið sagt að glöggt væri gests augað. Reyndar á það nú ekki við um mig heldur þá sem á fundinum talaði. Sú mynd sem hún dregur upp af sumum atvikum málsins er önnur en sú nálgun sem við höfum haft,“ sagði Gestur. Hvort skýrslan hefði þýðingu fyrir flutning málsins fyrir dómi sagði Gestur að öll þekking hjálpaði til. Var hann þar með farinn til að vera viðstaddur þingfestinguna í héraðsdómi, ásamt öðrum lögmönnum. Morgunblaðið/Jim Smart Lögmenn sakborninga í Baugsmálinu voru viðstaddir fundinn, f.h. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, Kristín Edwald, verjandi Kristínar Jóhannesdóttur, og Þórunn Guðmundsdóttir, verjandi Stefáns H. Hilmarssonar og Önnu Þórðardóttur. „Glöggt er gests augað“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.