Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BAUGSMÁLIÐ ÞINGFEST Hinir ákærðu í Baugsmálinu komu fyrir dómara við þingfestingu málsins í gær, hlýddu á ákæru- atriðin og lýstu allir yfir sakleysi sínu. Ákæruvaldið gerði ákærurnar yfir sexmenningunum opinberar í gær, þar með taldar töflur sem sak- borningar gerðu ekki opinberar. 43 dóu í Bagdad Að minnsta kosti 43 biðu bana í þremur sprengjutilræðum í Bagdad í Írak í gær. Meira en sjötíu manns slösuðust. Ellefu til viðbótar féllu í árásum annars staðar í Írak í gær. Brunavarnir óviðunandi Brunavarnir á dvalarheimilum fyrir aldraða eru slæmar eða óvið- unandi í 20% bygginga að mati Brunamálastofnunar, en í leik- skólum er ástandið svipað í 10% bygginga. Ekkert öldrunarheimili og enginn leikskóli telst hafa fram- úrskarandi brunavarnir samkvæmt einkunnakerfi stofnunarinnar. Leki veldur usla í Bretlandi Skjöl, sem lekið hafa úr rannsókn á tildrögum andláts Brasilíumanns- ins Jean Charles de Menezes í London 22. júlí sl., benda ekki til að hann hafi hagað sér grunsamlega áður en hann fór inn í neðanjarðar- lest og var þar skotinn til bana af lögreglumönnum, sem töldu hann hugsanlegan hryðjuverkamenn. Móta hugmyndir Stjórn fulltrúaráðs Samfylking- arinnar var á fundi fulltrúaráðsins í gærkvöldi falið að móta hugmyndir um hvernig standa skuli að fram- boðsmálum Samfylkingarinnar í borginni. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 29/30 Úr verinu 13 Bréf 30 Erlent 18 Minningar 31/36 Minn staður 19 Myndasögur 40 Akureyri 22 Dagbók 40/44 Höfuðborgin 22 Staður og stund 42 Austurland 23 Víkverji 40 Landið 23 Menning 45/49 Neytendur 24/25 Bíó 46/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 Viðhorf 28 Veður 51 Daglegt líf 28 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                         FLUGFÉLAG Íslands gæti bakað sér skaða- bótaskyldu falli félagið frá tilboði í áætlunarflug, en félagið segir að mistök hafi orðið til þess að boðið var til eins árs, en í útboðslýsingu stendur að boðið sé til þriggja ára. Ríkið niðurgreiðir flug til ákveðinna áfanga- staða þar sem talin er þörf á að halda uppi þjón- ustu en flugfélög telja hana ekki bera sig. Til- boðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum á þriðjudag, og var tilboð Flugfélags Íslands lægst í flestum tilvikum. Falli Flugfélag Íslands frá tilboðinu telst Landsflug hafa lægsta tilboðið á öllum leið- um. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að farið hafi verið yfir málið í gær, og ákvörðun Ríkiskaupa um framhaldið verði kynnt bjóðend- um í dag. Hann vildi ekki gefa upp hvaða ákvörð- un hefði verið tekin á fundum í gær, en sagði að reglur kvæðu á um að tilboð sem bærust væru bindandi. Félli bjóðandi frá tilboði gætu Ríkis- kaup átt skaðabótakröfu á hann. Ekki hefur enn verið tekin afstaða til tilboðanna. Mistök afar sjaldgæf Júlíus segir það afar sjaldgæft að gerð séu mis- tök af þessu tagi þegar tilboðum er skilað inn, en tilboðum sé skilað inn með þeim formerkjum að þau séu gerð samkvæmt útboðslýsingu. „Ég veit um eitt tilfelli [hjá Ríkiskaupum], og þar var farið í skaðabótamál,“ segir Júlíus, en tekur fram að það segi ekkert til um hver niðurstaðan verði í máli Flugfélags Íslands. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flug- félags Íslands, segir það rétt að mistök hafi verið gerð, en útboðslýsing Ríkiskaupa hafi orkað tví- mælis þar sem beðið var um rekstraráætlun til eins árs, en tilboðið hafi átt að ná til þriggja ára. Hann segir að ef það tilboð sem Flugfélag Íslands skilaði inn sé þrefaldað sé það ekki lægst á neinni leið, og því sé ekki mikið tap í því fyrir félagið að falla frá tilboðinu þar sem aðrir hafi verið með hagstæðari tilboð. Verði hins vegar tilboðinu, sem félagið skilaði inn, haldið til streitu óbreyttu er það með lægsta tilboðið á ákveðnum flugleiðum. Ljóst er að starfsemi Flugfélags Íslands á Ak- ureyrarflugvelli er í uppnámi ef félagið heldur ekki áfram að fljúga þaðan til Grímseyjar, Þórs- hafnar og Vopnafjarðar eins og verið hefur, en Árni sagði að of snemmt væri að hugsa til þess hvað yrði, fyrst þyrfti að fá niðurstöðu Ríkis- kaupa. Mistök við tilboðsgerð setja útboð á áætlunarflugi í uppnám Gæti orðið skaðabótaskylt Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is SKAGFIRÐINGURINN Eyjólfur Þórarinsson var nýverið á hrein- dýraveiðum eystra ásamt aðstoð- armanni sínum, Jóni Pétri Jónssyni Suðurnesjamanni. Leiðsögumaður var Hákon Aðalsteinsson, skóg- arbóndi og hagyrðingur í Fljótsdal. Segir á vef hreindýraráðs, hrein- dyr.is, að veiðar þeirra hafi verið óvenjulegar að nokkru leyti. Hákoni hafði kvöldið áður borist beiðni frá landeiganda um að fella tvo væna tarfa sem gengu í skógræktarlandi hans á veiðisvæði tvö, Fljótsdalshér- aði. Þoka var á heiðum en léttara yfir í byggð og var því haldið í tarfaleitina. Veiðar gengu samkvæmt venju vel og náðist 115 kg hornprúður tarfur upp úr miðjum degi. Illt var að koma lög- legum tækjum að til flutninga. Var því brugðið á það ráð að fá Magnús Guðmannsson verkfræðing og Þór- unni Brynjólfsdóttur í Freysnesi til að leggja til bát til flutnings eftir Lag- arfljóti til Egilsstaða. Tóku þau þessu vel og flutti Magnús farminn dýr- mæta ásamt veiðimanni til hafnar á Egilsstöðum. Að sögn Hákonar er ekki vitað til þess að farmi sem þess- um hafi áður verið landað í Egils- staðahöfn. Veiðst hafa rúmlega hundrað og sjötíu hreindýr af 800 dýra kvóta þetta veiðitímabil, en það er nú hálfn- að. Best gefur á Fljótsdalshéraði þar sem veiðst hafa 30 tarfar og 25 kýr. Hreindýrstarfi land- að í Egilsstaðahöfn Ljósmynd/MG Ekki er vitað til þess að farmi sem þessum hafi áður verið landað í Egils- staðahöfn. Eyjólfur Þórarinsson fékk bráðina flutta fyrir sig á báti. SJÁLFSAGT hafa margir rekið augun í að málað var á dögunum yf- ir skelina, hið vel þekkta Shell- merki, á olíutönkunum í Örfirisey. Gunnar Karl Guðmundsson, for- stjóri Skeljungs, segir ástæðuna vera nýlegar reglur Shell sem kveði á um notkunina á vörumerkinu um heim allan. „Shell markaði þessa stefnu fyrir fáeinum árum og við höfum í áföng- um verið að laga okkur að henni. Tankarnir í Örfirisey eru eitt af lokaskrefunum í þá átt, nú þegar höfum við málað yfir bróðurpartinn af tönkunum úti á landi. Reglunum er ætlað að samræma notkunina um heiminn og kveða á um að merkið verði fjarlægt af olíu- tönkum, skipum og bílum, og verði framvegis eingöngu sýnt við þjón- ustustöðvar og á flutningstönkum,“ sagði Gunnar Karl. Morgunblaðið/Jim Smart Skelin farin af tönkunum raun tekið þátt í fjármálastarfsemi sem rúmist ekki innan starfsheim- ilda hans. Þá telur Jóhannes að lánasamningar Íbúðalánasjóðs við fjármálafyrirtæki uppfylli ekki skil- yrði laga og reglugerða um eigna- og áhættustýringu. „Ólögmætur ríkisstyrkur“ Kveðst hann telja að endurlán sjóðsins til tiltekinna fjármálafyr- irtækja á fjármunum, sem hann JÓHANNES Sigurðsson, hæsta- réttarlögmaður og prófessor við Rannsóknastofnun í fjármálarétti við Háskólann í Reykjavík, kemst að þeirri niðurstöðu í álitsgerð sem hann vann að beiðni Samtaka at- vinnulífsins og Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja að Íbúðalána- sjóði sé óheimilt að veita lán til fjármálafyrirtækja með þeim hætti sem sjóðurinn hefur gert. Hann telur að sjóðurinn hafi í hafi aflað sér í skjóli ríkisábyrgðar á skuldbindingum, sé ólögmætur ríkisstyrkur, sem brjóti í bága við skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum. „Engin rök, hvorki félagsleg né önnur, styðja slíkar lánveitingar til tiltekinna fjármálafyrirtækja á samkeppnismarkaði,“ segir Jóhann- es. Lögfræðiálit á heimildum Íbúðalánasjóðs Óheimilt að veita lán til fjármálafyrirtækja  Útvíkkun/11 BANDARÍSKA stúlkan úr flugliði varnarliðsins, sem stungin var til bana seinasta sunnudagskvöld, hét Ashley Turner og var fædd í Fredrick í Maryland-ríki í Bandaríkjunum 20. mars árið 1985. Liðsmaður flugliðs varnarliðsins, sem grunaður er um verknaðinn, situr enn í gæsluvarð- haldi vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá upp- lýsingaskrifstofu varnarliðsins fannst Ashley í setustofu íbúðarskála síns, seinasta sunnudagskvöld, meðvitund- arlaus, með áverka á höfði og hálsi. Hún var flutt í skyndi á sjúkrahús en úrskurðuð látin kl. 22.56. Glæparann- sóknadeild flughers og flota, ásamt herlögreglu og lögreglunni á Kefla- víkurflugvelli, fara með rannsókn málsins, og þeim til aðstoðar eru sér- Rannsókn á láti varnar- liðskonu enn í gangi fræðingar í réttarrannsóknum sem komu til landsins fyrir tveimur dög- um. Minningarathöfn um hina látnu Í tilkynningu varnarliðsins segir um Ashley: „Hún gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu fram- haldsnámi og að þjálfun lokinni kom hún til starfa í tæknideild björgunar- sveitar varnarliðsins. Hún lætur eftir sig foreldra og bróður. Ferill hennar í Bandaríkjaher var til fyrirmyndar og verður minningarathöfn um hana haldin á Keflavíkurflugvelli næst- komandi miðvikudag, 24. ágúst. Hug- ur liðsmanna varnarliðsins og íbúa Keflavíkurflugvallar er hjá fjölskyldu hennar, vinum og samstarfsfólki.“ EFSTU menn gerðu báðir jafntefli á Skákþingi Íslands, sem fram fer um þessar mund- ir, og eru því Hannes Hlífar Stefánsson og Stefán Krist- jánsson enn efstir og jafnir, en þeir eru með 51⁄2 vinning hvor. Í áskorendaflokki er Tómas Björnsson enn í efsta sæti, en óvæntustu úrslitin voru eflaust þau að hinn 12 ára gamli Hjörv- ar Steinn Grétarsson náði jafn- tefli gegn Bergsteini Einars- syni, sem er stigahæstur í flokknum. Spenna á Skák- þingi Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.