Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ástand eldvarna ídvalarheimil-um fyrir aldr- aða er slæmt eða óvið- unandi í tveimur af hverjum tíu bygging- um samkvæmt ein- kunnakerfi Bruna- málastofnunar en ástand eldvarna í leik- skólum er talið slæmt í einni af hverjum tíu byggingum. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrslu Bruna- málastofnunar fyrir árið 2004 en það ár voru skoðaðar 28 rekstr- areiningar dvalarheimila fyrir aldraða og gerðar alls 34 skýrslur um skoðaðar byggingar víða um land frá apríl til nóv- ember. Þá voru skoðaðir 52 leik- skólar víða um land frá febrúar til nóvember 2004 og gerðar 52 skýrslur um þá. Ekkert öldr- unarheimili og enginn leikskóli taldist hafa framúrskarandi brunavarnir samkvæmt ein- kunnakerfinu. Dr. Björn Karls- son, brunamálastjóri, segir að ástand brunavarna dvalarheim- ila og leikskóla hafi farið batn- andi en engu að síður hafi menn vissar áhyggjur enda sé um við- kvæma starfsemi að ræða. „Það er ljóst að tuttugu pró- sent af dvalarheimilum fyrir aldraða eru með slæmar eða óviðunandi brunavarnir og það er ekki ásættanlegt. Þegar nið- urstaða okkar er sú að ástand brunavarna sé slæmt eða óvið- unandi sendum við skýrslu um úttektina til slökkviliðsstjóra og sveitarstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi. Hins vegar er það svo að okkar einkunnakerfi er mun einfaldara heldur en hið flókna umhverfi sem eldvarna- eftirlit sveitarfélaganna starfar í. Stundum er staðan sú að búið er að gera ákaflega margt og mönnum jafnvel verið gefinn frestur til þess að gera úrbætur. Við tökum ekki tillit til þessa en það er mjög oft þannig að við- komandi slökkviliðsstjóri er bú- inn að gera athugasemdir og það er verið að vinna í úrbótum þeg- ar við skoðum viðkomandi bygg- ingu,“ segir Björn en í árs- skýrslu Brunamálastofnunar kemur fram að tilgangur úttekta Brunamálastofnunar sé fyrst og fremst að fylgjast með þróun mála á milli ára og það kerfi sem notað sé til einkunnagjafar verði því að vera einfalt og byggjast á gildandi bygginga- reglugerð. Björn bendir þó á að kerfinu sé ætlað að gefa raun- hæfa mynd af ástandinu eins og það er í dag. Kerfið verður að vera einfalt „Við verðum að hafa kerfið einfalt til þess að gefa svona ein- kunnir en sem dæmi má nefna að ef hurð í gömlu húsi nær ekki ákveðinni breidd stenst hún ekki okkar einfalda einkunnakerfi.“ Aðspurður segir Björn að byggingar sem hafi þótt slæmar að mati stofnunarinnar geti ver- ið löglegar samkvæmt eldri byggingareglugerð. Í því sam- bandi bendir hann á að það hafi ekki tíðkast að byggingareglu- gerðir séu afturvirkar hér á landi „Almennt er ekki hægt að gera slíkar reglugerðir aftur- virkar enda gæti það reynst erf- itt í framkvæmd. Eldvarnaeft- irlit sveitarfélaganna hefur hins vegar sett fram kröfur og óskir til eigenda þeirra bygginga sem ekki fara eftir núgildandi reglu- gerð um að þeir fylgi henni sé þess nokkur kostur. Það getur hins vegar reynst erfitt að breyta gömlu húsi þannig að það standist kröfur núgildandi bygg- ingareglugerðar og menn gera þá oft einhverjar aðrar ráðstaf- anir til þess að auka öryggi.“ Björn segir að ástandið sé töluvert betra á leikskólunum heldur en öldrunarheimilunum og bendir á að einn leikskóli hafi fengið einkunnina óviðunandi. „Einn af hverjum tíu leikskól- um hlýtur einkunnina slæmt. Að sjálfsögðu eigum við að stefna á núllið í þessum efnum en það ber að taka fram að ástandið hefur batnað hin seinni ár.“ Aukið mann- og eignatjón Samkvæmt ársskýrslu stofn- unarinnar varð bæði manntjón og eignatjón vegna eldsvoða meira hér á landi árið 2004 en það var að meðaltali síðasta ald- arfjórðunginn eða svo en í fyrra létust þrír í eldsvoðum sem urðu í Kópavogi, Reykjavík og á Sauðárkróki. Þar segir jafn- framt að alls hafi 48 farist í elds- voðum hér á landi síðan árið 1979 og eru karlar þar í miklum meirihluta eða 75 af hundraði. Bætt brunatjón nam 1.240 milljónum árið 2004 eða sem samsvarar 0,15% af vergri landsframleiðslu. Þrír meirihátt- ar eldsvoðar urðu í fyrra, í Klumbu í Ólafsvík, Efstubraut 2 á Blönduósi og hjá Hringrás í Reykjavík. Um var að ræða tals- verða hækkun miðað við árið 2003 en tjónið í fyrra var þó talsvert minna en á árunum 2000 til 2002. Fréttaskýring | Eldvarnir á dvalar- heimilum og leikskólum Slæmt en fer batnandi Byggingar sem hafa þótt slæmar að mati stofnunarinnar geta verið löglegar Einkunnagjöf Brunamálastofnunar  Framúrskarandi: Brunavarn- ir eru í fullkomnu lagi og um- fram kröfur í bygginga- reglugerð.  Ágætt: Brunavarnir standast kröfur reglugerðar.  Sæmilegt: Í lagi í aðalatriðum þótt sitthvað sé aðfinnsluvert.  Slæmt: Stenst ekki kröfur og þarfnast úrbóta þótt ekki sé um bráða hættu að ræða.  Óviðunandi: Bráð hætta og þarfnast tafarlausra úrbóta. Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Bætt brunatjón nam 1.240 milljónum í fyrra. ÞÓTT styttist í að skólar landsins hefji göngu sína með tilheyrandi skyldum og kvöðum er ungviðið enn í sumarleyfisskapi, eins og má sjá á þessum kátu stúlkum sem urðu á vegi ljósmyndara Morg- unblaðsins í Mosfellsbæ. Og þótt hvolpurinn sé tryggilega bundinn og góðlegur ásýndum, sá önnur þeirra ástæðu til að taka enga áhættu og spretta þess í stað vel úr spori. Morgunblaðið/RAX Passaðu þig, hann bítur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.