Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Algjörar perlur Fimmta bókin hennar Madonnu er fyrir börn á öllum aldri og eins og fyrri bækur hennar með fallegan boðskap og frábærlega myndskreytt. Allar bækurnar nú á einstöku tilboði! „Nýja bókin hennar Madonnu; náið ykkur í hana!“ Oprah Winfrey Amazon.com Barnes&Noble.com 50% afsláttur aðeins 995 kr. 50% afsláttur aðeins 995 kr. 5. sæti Barnabækur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 10. – 16. ágúst BANDARÍSKA forritið Zappa hef- ur forystu í heimsmeistaramóti tölvuforrita í skák eftir sigur á heimsmeistaranum Deep Junior. Zappa hefur því vænlega stöðu með 6 og hálfan vinning að loknum 7 umferðum, á mótinu, sem haldið er í Háskólanum í Reykjavík. Zappa hefur ekki keppt í heims- meistarakeppninni áður en hefur tekið þátt í mótum á Netinu við góðan orðstír. Það er afrakstur fjögurra ára þróunarvinnu höfund- arins, Anthony Cozzie, nema í tölv- unarfræði við háskólann í Illinois. Athygli vekur að eina jafnteflið sem Zappa hefur gert í mótinu var gegn Futé, frönsku forriti, sem vermir botnsætið í keppninni. Í dag kl. 10 getur Zappa nánast tryggt sér titilinn með sigri gegn hinu öfluga þýska forriti Shredder sem vann heimsmeistaratitilinn í hraðskák á dögunum. Heimsmeistaramóti tölvuforrita í skák lýkur á morgun og verða verðlaun afhent um kvöldið. Eru allir velkomnir og er aðgangur ókeypis. Hægt er að kynna sér Zappa- forritið nánar á vefslóðinni http:// volker-pittlik.name/zappa/. Nýliði lagði heimsmeistarann HÁSKÓLINN í Reykjavík var sett- ur við hátíðlega athöfn í Borgarleik- húsinu í gær, en þetta er fyrsta skólaár nýs sameinaðs háskóla á grunni Tækniháskóla Íslands (THÍ) og Háskólans í Reykjavík. Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra ávarpaði gesti ásamt Jóni Karli Ólafssyni, formanni Verslunarráðs, og Guðfinnu S. Bjarnadóttur, rektor skólans. Um 2.500 nemendur munu hefja nám við skólann í haust. Í vor bárust 1.800 umsóknir um nám í HR, sem eru mun fleiri umsóknir en í fyrra þegar miðað er við heildarfjölda um- sókna í HR og THÍ á síðasta ári. Af þeim fengu 950 nemendur inngöngu í skólann og fara um 250 nemendur í meistaranám. Kynjahlutfall nem- enda í skólanum er 58% karlar og 42% konur. Guðfinna vék að í ræðu sinni að samruni skólanna hafi gengið vonum framar en skólinn verður á fjórum stöðum í borginni og í Reykjanesbæ; við Ofanleiti, þar sem HR var til húsa og á Höfðabakka, þar sem THÍ var starfræktur, auk þess verður starfsemi í prentsmiðjuhúsi Morg- unblaðsins, á 1. hæð í Húsi versl- unarinnar og í Reykjanesbæ í sam- starfi við Íþróttaakademíuna þar. Eftir 3 ár flyst starfsemin í Vatns- mýrina. Alþjóðlegur háskóli „Hlutverk HR er að efla sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs. Framtíðarsýn og leiðarljós starf- seminnar eru skýr. Háskólinn í Reykjavík á að verða alþjóðlegur há- skóli, viðurkenndur fyrir kennslu- fræðilega nálgun, rannsóknir og tengsl við atvinnulíf. Framtíð- arsýnin er til 20 ára, við munum á næstu árum vinna markvisst að upp- byggingu skólans á þann hátt að hún megi verða að veruleika. Leiðarljós starfseminnar eru nýsköpun, tækniþróun, samstarf og alþjóða- samskipti,“ sagði Guðfinna í ræðu sinni varðandi hlutverk og framtíð- arsýn skólans. Rektor kvaðst vonast til þess að starfað yrði þvert á deildir og ekki yrðu byggðir upp deildarmúrar. „Við leitum að nýjum tækifærum, nýjum leiðum og nýjum aðferðum,“ sagði Guðfinna. Hún benti jafnframt á mikilvægi nýrra atvinnugreina hérlendis og þörfina á ungu og vel menntuðu fólki sem væri samfara því. Auk þess benti hún á mikilvægi rannsókn- arstarfa innan háskóla. „Það er ekki hægt að reka öflugan háskóla án öfl- ugra rannsókna. Umræða um að sumir háskólar eigi að sinna nánast einvörðungu kennslu er úrelt, gam- aldags og byggð á hugmyndum um annars konar samfélag – iðn- aðarsamfélag.“ Fékk málverk að gjöf Í ræðu sinni vék Guðfinna að því að myndlistamaðurinn Gunnar Örn Gunnarsson hefði fært skólanum að gjöf 97 málverk sem hann málaði á árunum 1982–1986. „Gunnar Örn vill með gjöfinni styrkja tengsl lista, menningar og menntunar og hefur óskað þess að málverkin verði, eftir því sem aðstæður leyfa, hluti af vinnuumhverfi nemenda og starfs- manna Háskólans í Reykjavík,“ sagði Guðfinna. Sameinaður HR settur með formlegum hætti Morgunblaðið/Jim Smart Háskólinn í Reykjavík var settur við hátíðlega athöfn í gær, en hann hefur sameinast Tækniskóla Íslands. Nýjar leiðir og ný tæki- færi með nýjum skóla Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is SKÝRAST mun í næstu viku hvort einhver hreyfing kemst á viðræður í kjaradeilu Starfsmannafélags Suð- urnesja (STFS) og launanefndar sveitarfélaga. Þokist ekkert í við- ræðunum má reikna með að STFS muni hefja undirbúning að öflun verkfallsheimildar. Starfsmannafélagið vísaði kjara- deilu sinni við launanefndina til rík- issáttasemjara í byrjun júlímánað- ar. Halda átti sáttafund í deilunni í gær en honum var frestað fram yfir helgi vegna veikinda. „Ég á von á að það skýrist mikið í næstu viku í hvaða átt þetta stefnir,“ Ragnar Örn Pétursson, formaður starfs- mannafélagsins, í gær. „Næsti fundur mun gera útslagið með hvort þetta næst saman eða hvort við förum í að afla verkfallsheim- ildar.“ Fátt nýtt er að frétta af kjara- málum Starfsmannafélags Kópa- vogs en eins og fram hefur komið felldu félagsmenn kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga í síðasta mánuði. Bíður eftir fundi með bæjarstjóra Kópavogs Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, for- maður félagsins, segir enga við- ræðufundi hafa verið haldna en hún bíði eftir að fá fund með bæjar- stjóra Kópavogs. Einn óformlegur fundur var með launanefnd sveitar- félaga 8. ágúst en Jófríður segist vonast til að fá fund með bæj- arstjóra í næstu viku. Lítil hreyfing í viðræðum Starfs- mannafélags Suðurnesja og LN Næsti viðræðu- fundur mun gera útslagið STRÆTÓ bs. sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna slyssins við Kringlumýrarbraut í gærmorgun: Stjórn og starfsmenn Strætó bs. eru harmi slegin vegna slyss sem varð á mótum Kringlumýr- arbrautar og Suðurlandsbrautar í morgun, þegar vörubíll á leið norður Kringlumýrarbraut skall á strætisvagni sem var á leið vestur yfir gatnamótin. Hugur stjórnar og starfsmanna er hjá vagnstjóranum og fjöl- skyldu hans en hann slasaðist al- varlega og er á gjörgæslu í kjölfar aðgerðar sem hann gekkst undir. Allir farþegar strætisvagnsins, sex talsins, voru fluttir á slysa- deild til skoðunar eftir slysið. Fjórir voru útskrifaðir eftir skoð- un. Tveir farþegar eru áfram und- ir eftirliti lækna en meiðsli þeirra eru þó ekki talin alvarleg. Strætó bs. hefur þegar leitað til Rauða krossins um að veita þeim farþeg- um áfallahjálp sem þess óska. Þess ber að geta að allir farþegar í strætisvögnum eru slysatryggðir. Rannsókn slyssins stendur yfir og því er enn of snemmt að full- yrða nokkuð um tildrög þess. Hins vegar benda fyrirliggjandi upplýsingar til þess að ekki megi rekja orsök slyssins til mistaka af hálfu vagnstjórans. Strætó bs. mun fylgjast grannt með rann- sókn málsins. Harmi slegin vegna slyssins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.