Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÖGREGLAN á Ísafirði hefur nú til meðferðar tvær kærur gegn þeim sem stóð að því að leggja veg- arslóða af Dalsheiði niður í Leiru- fjörð, einn Jökulfjarða. Slóðinn mun vera fær stórum jeppum en hingað til hefur ekki verið akfær vegur í Jökulfirðina. Að líkindum var vegurinn lagður um verslunarmannahelgina en upp- lýsingar um málið bárust bæjar- yfirvöldum á Ísafirði á mánudag. Landeigandi í Leirufirði, Sólberg Jónsson, hafði fengið leyfi hjá Ísa- fjarðarbæ til að „labba“ með jarð- ýtu niður af heiðinni gegn því að „allt jarðrask“ vegna umferðar vinnutækis í fjörðinn yrði lagfært. Bæjaryfirvöld á Ísafirði og Nátt- úruverndarsamtök Íslands hafa kært þann sem ber ábyrgð á lagn- ingu slóðanna til lögreglunnar á Ísa- firði. Brotið fellur einnig undir efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Forkastanleg framkoma „Þetta er langt frá því sem um- hverfisnefnd Ísafjarðar heimilaði. Þetta er forkastanleg framkoma við bæjaryfirvöld á Ísafirði,“ sagði Birna Lárusdóttir bæjarfulltrúi á Ísafirði og formaður umhverf- isnefndar. „Fyrir það fyrsta er búið að leggja akfæran veg inn á svæði sem er mjög viðkvæmt út frá nátt- úruverndarsjónarmiðum. Hvergi er á skipulagi gert ráð fyrir vegi á þessu svæði. Og það er lágmark að menn fari eftir því sem þeir fá heimild til að gera. Hefðu menn sótt um að leggja veg hefði það erindi verið tekið fyrir og afgreitt en í þessu tilviki kom ekki umsókn um vegalagningu af neinu tagi,“ sagði hún. Birna hefur ekki farið á stað- inn en sagði að myndir af staðnum töluðu sínu máli. Í umsögnum Umhverfisstofn- unar, Veiðimálastofnunar og Land- græðslunnar eru ekki gerðar at- hugasemdir við framkvæmdir sem ætlað var að sporna gegn landbroti. Landgræðslan lagðist hins vegar al- farið gegn því að ýtunni yrði ekið í fjörðinn. Birna sagði að landeigendur hefðu ítrekað verði spurðir hvort ekki mætti flytja jarðýtuna með öðrum hætti, s.s. á sjó og síðan með fjöru inn Leirufjörðinn eða flytja hana á snjó. „Ýmsar hugmyndir voru ræddar við landeigendur og reynt að finna aðra lausn til að flytja tækin en þeir fundu þeim allt til foráttu og sögðu að þetta væri eina leiðin. Við létum til leiðast á þeim forsendum að þeir ætluðu að nota gamlan slóða sem nær upp á heiðina. Síðan átti að labba með ýt- una niður og svo áttu þeir að ganga frá þessu á eftir sér. Ekkert af þessu stóðst og nú höfum við farið fram á lögreglurannsókn. Það sem mér finnst sérstaklega vítavert er að gera ekki einu sinni tilraun til að laga eftir sig. Ég treysti því enn að mennirnir lagi eftir sig, þetta er svo ósvífið,“ sagði hún. Vildi lítið tjá sig Í samtali við Morgunblaðið í gær vildi Sólberg Jónsson, landeigandi í Leirufirði, sem minnst segja um málið og vísaði til þess að hann hefði fengið á sig tvær kærur. „Við fengum leyfi til að fara með tæki þarna yfir, við vorum að gera mikl- ar fyrirhleðslur vegna framburðar í ám og eyðileggingar. Og við vitum ekki betur en að’ við höfum farið eftir því sem við áttum að fara,“ sagði hann. Ef eitthvað sé at- hugavert verði það lagfært. Að- spurður sagðist hann ekki hafa ver- ið á staðnum þegar framkvæmdir hófust en hann hefði farið á staðinn eftir að slóðinn var lagður. „Ég sé ekki hvernig átti að gera þetta öðruvísi. Þetta voru tvær jarðýtur og þetta voru fleiri þúsund rúm- metrar sem var ýtt þarna upp,“ sagði hann og vísaði væntanlega til framkvæmda til að hefta landbrot. „Það þurfti 5.000 lítra af olíu og það er ekki farið yfir 500 metra fjallgarð án þess að ýta komi niður.“ Hann staðfesti að jeppa, sem flutti olíu fyrir jarðýturnar, hefði verið ekið eftir slóðanum. Jarðýtan þarf ekki veg Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagðist í samtali við Morg- unblaðið hafa staðið í þeirri mein- ingu að menn hefðu hingað til farið sjóleiðina með tæki í Jökulfirðina. Að hans mati hefði verið hægt að standa þannig að framkvæmdum að ekki yrðu náttúruspjöll, annaðhvort með því að flytja ýtuna sjóleiðina eða með því að fara með gát þegar henni var ekið í fjörðinn. „Ef það var ekki hægt að fara þetta á sjó þá var hægt að fara með ýtuna á landi, án þess að leggja veg og án þess að valda náttúruspjöllum. Jarðýtan þarf ekki veg.“ Vegna landbrotsins sótti Sólberg um styrk til Landgræðslu ríkisins og veitti Alþingi honum styrk á fjár- lögum ársins 2005 að fjárhæð 1,5 milljónir króna. Styrkurinn er vist- aður á fjárlagalið Landgræðslunnar og hefur ekki verið greiddur út. Að- spurður hvort til greina komi að greiða Sólberg ekki styrkinn fyrr en landskemmdirnar hafi verið bættar sagði Sveinn: „Það kemur til greina að hluta af styrknum verði varið til að lagfæra það sem hægt er að lag- færa. Vegna þess að hann ber ábyrgð á þessum skemmdum.“ Vegur upp á heiðina 1972–73 Áður en ofangreind vegagerð hófst hafði verið lagður vegur úr Unaðsdal upp á Dalsheiði. Hinn nýi vegur nær af heiðinni niður í fjörð- inn. Að sögn Árna Jóhannessonar frá Bæjum á Snæfjallaströnd var það gert á árunum 1972–1973 með styrk frá ríkinu. Ásamt honum stóðu Árni Jónsson frá Bæjum og Hannibal Helgason frá Unaðsdal að Vegagerðinni. „Við fengum styrk af því að Hannibal Valdimarsson var þá ráðherra og hann var giftur móð- ursystur Hannibals Helgasonar og við fengum peninga til að gera þetta og það sagði enginn neitt,“ sagði hann. Með vegagerðinni átti að auð- velda göngur en féð var þá byrjað að leita norður í Jökulfirði þar sem byggð hafði farið í eyði. Aðspurður hvers vegna vegurinn næði ekki lengra en fram á heiðarbrún sagði hann: „Við misstum Hannibal út úr ríkisstjórn og hann sá um að skaffa okkur peninga í þetta.“ Árni sagðist ánægður með nýja veginn, án hans hefði verið stórhætta á því að jeppa- menn hefðu farið að aka yfir heiðina og ekkert skeytt um hvort þeir ækju utan vega eða ekki. Fjögurra kílómetra vegur lagður yfir í Jökulfirðina án leyfis frá bæjaryfirvöldum á Ísafirði Af myndum að dæma er vegarslóðinn fær jeppum. Erfitt gæti orðið að bæta fyrir þessar skemmdir. Bæjaryfirvöld á Ísafirði og NÍ hafa kært þann sem ber ábyrgð á lagningu slóðanna. Aldrei var veitt leyfi til vegalagningar- innar í Leirufirði Kærur gegn landeiganda til meðferðar hjá lögreglu Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is !                                       )"#'&&%(& &!!'&(&* &    +,( %(& - !%(& .,/&     !         "    #  ! $ #            !        % &   #  "    ! # "' $  (    #   # !$ #      # #  #   .0 1   2!(%&2  ) 2!(     #    $     "       30  &* ,/& 4&!'2&(&     30  &,/ % "    # " '  %""#   #    #  % !$              .'" )&     !       !   &  " "  5&# %(& ' "        )"" " #      *  %         $    (              !      )  " +  &   + # # ,   #      #"   /(&$ 1,&(%(& # %  #   " (  (   & -         * +6!'2 & #  !          .+$# /  # / # 0   7%&*8  $1 3&'  1 !+      ))+$ +&(       !  ! #  1    2     (         3          !   / + #)    ,  #         #%  + 9%% !4 $"         4 ! 2           , %%(& %#    !  !4  "      * %     %  /  # # #  &*8 4:%(& +%$ +6%$ ; ! 2% +$%&#$(& +%(&  5   "      +  0  6 7   ,        %     <'   '    $      % &     -#"   8 #   &  /% ! . -   6   6 ! 0  8 . , ,  - $ . - / 0 - /  . 1 2  #       !*   &        0 12 34 256  -  +=4> .    $              +=4> 9 !    (    +=4> ) / ( 0 1  "  !    !  $  + ! # ( . & 4  $ ( / 0 ( /    /                          ÍSAFJARÐARBÆR hafði veitt leyfi til þess að fara með eitt vinnutæki yfir af Dalsheiði niður á láglendi í Leirufirði, þar sem áður var enginn vegur eða slóði, enda yrði „allt jarðrask“ vegna ferðarinnar lagfært. Þeir sem stóðu fyrir framkvæmdunum fóru á hinn bóginn með tvær jarðýtur niður af heiðinni og lögðu þar veg sem notaður var til að jeppi gæti flutt olíu fyrir jarðýturnar. Leirufjörður er innan svæðis sem er á náttúruminjaskrá. Hann er ekki innan friðlands en Um- hverfisstofnun hefur lagt til að Jökulfirðir, og þar með Leiru- fjörður, verði sameinaðir Horn- strandafriðlandi. Tilgangurinn með ýtuferðinni var að verja land gegn ágangi jökulár og hafði sá þáttur fram- kvæmdarinnar verið samþykktur athugasemdalaust. Fram- kvæmdaleyfið tók því til varna gegn landbroti og nauðsynlegrar ýtuferðar. Sá sem fékk fram- kvæmdaleyfið er Sólberg Jónsson sem á landið sem slóðinn liggur um. Í umsókn Sólbergs til um- hverfisnefndar Ísafjarðar segir að flytja þurfi jarðýtu landleiðina í fjörðinn og um slóða sem liggur upp á svokallaða Öldugilsheiði. Slóðinn endar uppi á miðri heið- inni og niður að ánni lá hvorki vegur né slóði, þ.e. áður en fram- kvæmdir á vegum Sólbergs hóf- ust. „Kæmi ekki til greina“ að leggja bílveg Í erindi Sólbergs segir: „Frá vegenda niður á láglendi í Leiru- firði beint að verkstað í ánni þar sem framkvæmdirnar þurfa að eiga sér stað er um 4 km. Hægt er að „labba“ á ýtunni mest alla leiðina og því nánast engar skemmdir á landi. Þó er ljóst að ýtan verði að liðka fyrir sér til að komast á leiðaenda og ekki síst til baka.“ Að labba á ýtu merkir að aka henni þannig að tönnin fer ekki í svörð, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Seinna segir í erindi Sólbergs: „Undirritaður vill ekki sækja um styrk til Vegagerðarinnar til veg- framkvæmda eins og ferða- mannaveg. Með slíkri framkvæmd opnaðist möguleiki á að farartæki kæmust landleiðina til Jökulfjarða sem kæmi ekki til greina.“ Þá ræðir hann um möguleika á að sækja um styrk vegna reiðvega- gerðar, Öldugilið sé bratt og nán- ast ófært fyrir hesta og af er- indinu má skilja að hann telji að um leið og farið sé með ýtuna sé hægt að leggja reiðveg til að auð- veldara sé að sækja styrk til Vegagerðarinnar. Hjá Vegagerð- inni könnuðust menn í gær ekki við að hafa fengið slíka styrk- umsókn. Landgræðslan andvíg ferð með ýtu Umhverfisnefnd Ísafjarðar ósk- aði eftir umsögnum frá Umhverf- isstofnun, Landgræðslunni og Veiðimálastofnun. Engin þessara stofnana lagðist gegn aðgerðum gegn landbrotinu. Landgræðslan lagðist á hinn bóginn alfarið gegn því að farið yrði á jarðýtu í Leirufjörð og benti á að til að koma henni á staðinn yrði að fara yfir gróið land, brattar brekkur og sums staðar votlendi. Í umsögn Umhverfisstofnunar segir að stofnunin telji að ekki ætti að ráðast í „neinar vegafram- kvæmdir samhliða umferð vinnu- véla frá Snæfjallaströnd í Leiru- fjörð, hvorki gerð reiðvegar, né slóðar sem gæti orðið bílfær. Ekki á að vera þörf á slóðagerð vegna aksturs jarðýtu þessa leið.“ Þá beindi stofnunin þeim tilmælum til Ísafjarðarbæjar að fram- kvæmdaleyfi skyldi skilyrða með þeim hætti að tryggt yrði að akstri vinnuvéla fylgdi „sem minnst rask þannig að ekki verði um önnur ummerki að ræða en þau sem fylgja akstri slíkra tækja“. Umhverfisnefnd beindi því síðan til bæjarstjórnar að veita framkvæmdaleyfi. Var það veitt með því skilyrði að „allt jarðrask vegna umferðar vinnutækis til og frá Leirufirði“ verði lagfært. Í framkvæmdaleyfi Ísafjarð- arbæjar frá 2. maí 2005 er óskað eftir að haft verði samráð við tæknideild áður en farið verði með jarðvinnutæki í Leirufjörð. Samkvæmt upplýsingum frá tæknideildinni var ekki látið vita áður en farið var af stað með ýt- urnar tvær. Gert að skilyrði að „allt jarðrask“ yrði lagfært
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.