Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í ár hefur mér hlotnast sá heið-ur að fá að deila með ykkur,kæru lesendur, hvað það er sem ég vildi helst fara að sjá, heyra og njóta á Menningarnótt í Reykja- vík sem nú stendur fyrir dyrum. Þetta geri ég eftir að hafa rennt yf- ir 22 blaðsíður af dagskrá, sem runnu út úr prentaranum eftir að hafa fundið dagskrána á www.reykjavik.is. Í ár verða víst á þriðja hundrað viðburða í boði, líkt og í fyrra, þegar meira en 100.000 manns lögðu leið sína niður í miðbæ. Og þá er best að trúa ykkur fyrir einu fyrst: Mér hefur alltaf fundist Menningarnótt í Reykjavík óspenn- andi fyrirbæri, verandi sú bölsýnis- kona sem ég er. Þó að síðustu ár hafi ég eflaust alltaf lagt leið mína á endanum í bæinn einhvern tíma dagsins – í það minnsta horft á flug- eldasýninguna álengdar – og haft bara gaman af – hefur spennan ver- ið lítil fyrirfram. Það er eitthvað við fjöldann; af fólki, af viðburðum, af stöðum, sem virkar fráhrind- andi. Svo hefur mér einfaldlega ekki fundist svo margt spennandi að gerast.    Þannig að kannski fer ég baraekki neitt í ár heldur. Ekki nema ég slysaðist niður í Þjóð- minjasafn og kæmist í annarlegt ástand við að bragða á galdradrykk og galdrasmákökum sem boðið verður upp á í Þjóðminjasafninu í tengslum við Galdranótt á Melum. Sú dagskrá hefst kl. 11, þannig að ég hef svo sem daginn fyrir mér ef svo færi að ég kæmi við. Undir áhrifum smákakanna myndi ég kannski koma við á mörkuðum úti um allt, það verða víst flóamarkaðir við Vitastíg og í Sirkusportinu til dæmis og lífrænn markaður hjá Yggdrasli, og fá gefins andabrauð á stað sem heitir Quizno’s og gefa öndunum í smástund. Frá Tjörninni lægi leið mín kannski ósjálfrátt upp í Alþjóðahús, þar sem ég myndi læra að gera hljóðfæri. Þau gæti ég víst spilað á í karnivalgöngu sem húsið stendur fyrir um kvöldið og fer frá Hlemmi kl. 20 – en ætli ég geri það …    Kannski myndi ég á vegferðminni rekast á íslenska hönn- un í húsgagnaformi í gluggum vítt og breitt um miðborgina, þar sem Félag húsgagna- og innanhúss- arkitekta á 50 ára afmæli á árinu og það verður víst forsýning á af- mælissýningu þeirra víða um borg- ina. Svo langar mig í raun mikið að vita hvernig er umhorfs inni hjá Frímúrurum, sem ætla að hafa opið hús uppi á Skúlagötu til kl. 18. Margir segja að þeir muni nú bara sýna manni inn í hátíðarsalinn og ekkert meir, en hver veit? Þá myndi ég kannski skella mér í Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Fara í gamla búninga í 19. aldar stíl, stilla mér upp við bakgrunn og láta taka af mér mynd – það gæti verið gam- an. Mig langar reyndar líka til að spreyta mig og sýna hæfileika mína á ritvellinum með því að endurraða orðunum í þjóðsöngnum. Ljóð.is stendur fyrir svo kölluðum kæli- skápaljóðum á Lækjartorgi eða Ingólfstorgi og ætlar að birta af- rakstur endurröðunar orðanna á heimasíðunni í kjölfarið. Já, við nánari athugun er kannskiekki svo galið að kíkja á ein- hverja viðburði á Menningarnótt í ár eftir allt saman. Í það minnsta gæti ég séð Sigga efnafræðing sýna efnafræðigaldra í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Í leiðinni gæti ég kíkt á sýningu hjá Húberti Nóa og hlustað á Röggu Gröndal og fleiri flytja tónlist. Eða þá gæti ég tekið mér bátsferð til Viðeyjar til að skoða loksins Blind Pavillion Ólafs Elíassonar áður en hann verður tekinn niður – það verða víst marg- ar ferðir þennan dag. Eða kynnt mér hver þessi krútt eru eiginlega, sem ætla að troða upp í Nýlistasafninu, og farið yfir götuna í Kling og Bang þar sem Há- skóli Íslands og Klink og Bank ætla að svara spurningunni „Hvaða orka losnar úr læðingi þegar listir og vís- indi mætast?“ Þá gæti ég líka fengið að sitja aft- an á Harley Davidson-mótorhjóli í fyrsta sinn, borga smávægilegt gjald og láta ágóðann renna til langveikra barna. Og kynnst lista- verkunum á Hótel Holti undir leið- sögn Aðalsteins Ingólfssonar. Og gjóa augunum öðru hverju upp í Hallgrímskirkjuturn – ég hef af því spurnir að eitthvað spennandi muni gerast þar. Og svo ótalmargt fleira.    Já, ætli ég taki ekki þátt í Menn-ingarnóttinni eftir allt saman. Því hvað sem líður öllum mínum hrolli yfir klisjukenndum hug- tökum á borð við að allir geti „fund- ið eitthvað við sitt hæfi“, „fjölbreytt dagskrá“, fyrir „unga sem aldna“ og fleira í þeim dúr sem ég hef heyrt og lesið að undanförnu verð- ur að viðurkennast að Menning- arnótt í Reykjavík er fjölbreytt og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, ungir sem aldnir. Jafnvel bölsýniskonan ég. Menningarnótt bölsýniskonu ’Og þá er best að trúaykkur fyrir einu fyrst: Mér hefur alltaf fundist Menningarnótt í Reykjavík óspennandi fyrirbæri. ‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Billi Frímúrarar hafa opnar dyrnar í húsi sínu við Skúlagötu í dag. Kannski fær maður að sjá meira en þennan sal. Morgunblaðið/Jim Smart Harley Davidson-eigendur bjóða fólki upp á rúnt á hjólum sínum í kring um Tjörnina og láta allan ágóðann renna til langveikra barna.                      !"     #  #        $            % &# (  % &# (  )  "   $& + & #       , &  & #             & - - , $&  .  " (   &"/ , 0  +        $& "( , $ & ( "           ,         $1,  , 2    ' , $ &     /    ,    3       #          .  +(& , $ &       $/" +       $-  #  ,    2    %  1  ,       #       & &  ,      ,       4         ,        ,           +          #         +  5      $ (    *    $ (    *    % ,  0     * .   " (  5 " ( (  $& %  & (         *           ,        ,        ,    5  , & #   $ 0      $ *    #     $ %&  ( %)* ! ' 9 % +'  22 ,5 :   ;22 ,<21 = +'    +'  -  ?&&* " /         55  =4  ,  5 & 2)##)# > 5   ?1 -   * 2    @   AB  > , -  A/ % -  , B 5  ) 2) A     2  6 B  55 ?   CB* ?   D)E) < ,5'  +'  <2 22  <2-  !!  <2 6 )? 2 /21F 22,$ B2  G  B  2   221 6 > 5 : +'  www.reykjavik.is Nú fer hver að verða síðastur að skoða Blind Pavillion Ólafs Elíassonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.