Morgunblaðið - 20.08.2005, Side 26

Morgunblaðið - 20.08.2005, Side 26
26 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í ár hefur mér hlotnast sá heið-ur að fá að deila með ykkur,kæru lesendur, hvað það er sem ég vildi helst fara að sjá, heyra og njóta á Menningarnótt í Reykja- vík sem nú stendur fyrir dyrum. Þetta geri ég eftir að hafa rennt yf- ir 22 blaðsíður af dagskrá, sem runnu út úr prentaranum eftir að hafa fundið dagskrána á www.reykjavik.is. Í ár verða víst á þriðja hundrað viðburða í boði, líkt og í fyrra, þegar meira en 100.000 manns lögðu leið sína niður í miðbæ. Og þá er best að trúa ykkur fyrir einu fyrst: Mér hefur alltaf fundist Menningarnótt í Reykjavík óspenn- andi fyrirbæri, verandi sú bölsýnis- kona sem ég er. Þó að síðustu ár hafi ég eflaust alltaf lagt leið mína á endanum í bæinn einhvern tíma dagsins – í það minnsta horft á flug- eldasýninguna álengdar – og haft bara gaman af – hefur spennan ver- ið lítil fyrirfram. Það er eitthvað við fjöldann; af fólki, af viðburðum, af stöðum, sem virkar fráhrind- andi. Svo hefur mér einfaldlega ekki fundist svo margt spennandi að gerast.    Þannig að kannski fer ég baraekki neitt í ár heldur. Ekki nema ég slysaðist niður í Þjóð- minjasafn og kæmist í annarlegt ástand við að bragða á galdradrykk og galdrasmákökum sem boðið verður upp á í Þjóðminjasafninu í tengslum við Galdranótt á Melum. Sú dagskrá hefst kl. 11, þannig að ég hef svo sem daginn fyrir mér ef svo færi að ég kæmi við. Undir áhrifum smákakanna myndi ég kannski koma við á mörkuðum úti um allt, það verða víst flóamarkaðir við Vitastíg og í Sirkusportinu til dæmis og lífrænn markaður hjá Yggdrasli, og fá gefins andabrauð á stað sem heitir Quizno’s og gefa öndunum í smástund. Frá Tjörninni lægi leið mín kannski ósjálfrátt upp í Alþjóðahús, þar sem ég myndi læra að gera hljóðfæri. Þau gæti ég víst spilað á í karnivalgöngu sem húsið stendur fyrir um kvöldið og fer frá Hlemmi kl. 20 – en ætli ég geri það …    Kannski myndi ég á vegferðminni rekast á íslenska hönn- un í húsgagnaformi í gluggum vítt og breitt um miðborgina, þar sem Félag húsgagna- og innanhúss- arkitekta á 50 ára afmæli á árinu og það verður víst forsýning á af- mælissýningu þeirra víða um borg- ina. Svo langar mig í raun mikið að vita hvernig er umhorfs inni hjá Frímúrurum, sem ætla að hafa opið hús uppi á Skúlagötu til kl. 18. Margir segja að þeir muni nú bara sýna manni inn í hátíðarsalinn og ekkert meir, en hver veit? Þá myndi ég kannski skella mér í Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Fara í gamla búninga í 19. aldar stíl, stilla mér upp við bakgrunn og láta taka af mér mynd – það gæti verið gam- an. Mig langar reyndar líka til að spreyta mig og sýna hæfileika mína á ritvellinum með því að endurraða orðunum í þjóðsöngnum. Ljóð.is stendur fyrir svo kölluðum kæli- skápaljóðum á Lækjartorgi eða Ingólfstorgi og ætlar að birta af- rakstur endurröðunar orðanna á heimasíðunni í kjölfarið. Já, við nánari athugun er kannskiekki svo galið að kíkja á ein- hverja viðburði á Menningarnótt í ár eftir allt saman. Í það minnsta gæti ég séð Sigga efnafræðing sýna efnafræðigaldra í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Í leiðinni gæti ég kíkt á sýningu hjá Húberti Nóa og hlustað á Röggu Gröndal og fleiri flytja tónlist. Eða þá gæti ég tekið mér bátsferð til Viðeyjar til að skoða loksins Blind Pavillion Ólafs Elíassonar áður en hann verður tekinn niður – það verða víst marg- ar ferðir þennan dag. Eða kynnt mér hver þessi krútt eru eiginlega, sem ætla að troða upp í Nýlistasafninu, og farið yfir götuna í Kling og Bang þar sem Há- skóli Íslands og Klink og Bank ætla að svara spurningunni „Hvaða orka losnar úr læðingi þegar listir og vís- indi mætast?“ Þá gæti ég líka fengið að sitja aft- an á Harley Davidson-mótorhjóli í fyrsta sinn, borga smávægilegt gjald og láta ágóðann renna til langveikra barna. Og kynnst lista- verkunum á Hótel Holti undir leið- sögn Aðalsteins Ingólfssonar. Og gjóa augunum öðru hverju upp í Hallgrímskirkjuturn – ég hef af því spurnir að eitthvað spennandi muni gerast þar. Og svo ótalmargt fleira.    Já, ætli ég taki ekki þátt í Menn-ingarnóttinni eftir allt saman. Því hvað sem líður öllum mínum hrolli yfir klisjukenndum hug- tökum á borð við að allir geti „fund- ið eitthvað við sitt hæfi“, „fjölbreytt dagskrá“, fyrir „unga sem aldna“ og fleira í þeim dúr sem ég hef heyrt og lesið að undanförnu verð- ur að viðurkennast að Menning- arnótt í Reykjavík er fjölbreytt og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, ungir sem aldnir. Jafnvel bölsýniskonan ég. Menningarnótt bölsýniskonu ’Og þá er best að trúaykkur fyrir einu fyrst: Mér hefur alltaf fundist Menningarnótt í Reykjavík óspennandi fyrirbæri. ‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Billi Frímúrarar hafa opnar dyrnar í húsi sínu við Skúlagötu í dag. Kannski fær maður að sjá meira en þennan sal. Morgunblaðið/Jim Smart Harley Davidson-eigendur bjóða fólki upp á rúnt á hjólum sínum í kring um Tjörnina og láta allan ágóðann renna til langveikra barna.                      !"     #  #        $            % &# (  % &# (  )  "   $& + & #       , &  & #             & - - , $&  .  " (   &"/ , 0  +        $& "( , $ & ( "           ,         $1,  , 2    ' , $ &     /    ,    3       #          .  +(& , $ &       $/" +       $-  #  ,    2    %  1  ,       #       & &  ,      ,       4         ,        ,           +          #         +  5      $ (    *    $ (    *    % ,  0     * .   " (  5 " ( (  $& %  & (         *           ,        ,        ,    5  , & #   $ 0      $ *    #     $ %&  ( %)* ! ' 9 % +'  22 ,5 :   ;22 ,<21 = +'    +'  -  ?&&* " /         55  =4  ,  5 & 2)##)# > 5   ?1 -   * 2    @   AB  > , -  A/ % -  , B 5  ) 2) A     2  6 B  55 ?   CB* ?   D)E) < ,5'  +'  <2 22  <2-  !!  <2 6 )? 2 /21F 22,$ B2  G  B  2   221 6 > 5 : +'  www.reykjavik.is Nú fer hver að verða síðastur að skoða Blind Pavillion Ólafs Elíassonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.