Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 31 undur. „Vandinn er hins vegar sá að það er að verða nær ómögu- legt að koma þessum vínum fyrir í hillum vínbúðanna þannig að þau standi neytendum til boða.“ Hér gætir nokkurs misskiln- ings. Birgjum stendur til boða að koma þeim vínum í sölu sem þeir óska. Allar vörur á reynslulista ÁTVR geta verið minnst 12 mán- uði í hillum ÁTVR óháð því hvernig þær seljast. Eftir árið er staðan metin. Hafi rauðvín ekki selst í magni, sem svarar til 1–2 flöskur dag hvern á sölu- tímabilinu, hverfur hún úr hillum ÁTVR. Heildsalar hafa engan áhuga á viðskiptum, sem byggj- ast á svo lítilli sölu. Í Morgunblaðinu birtust viðtöl við tvo áfengisheildsala, sem tóku undir kvartanir greinarhöfundar blaðsins um frammistöðu ÁTVR um hversu slæmt aðgengi vara ætti að vínbúðunum. Að sjálf- sögðu hef ég kannað stöðu þess- ara heildsala hjá ÁTVR. Annar heildsalinn á tvær umsóknir sem bárust 18. október 2004. Sýn- ishorn sem fylgja áttu umsókn- unum hafa ekki enn borist þrátt fyrir að eftir hafi verið leitað. Hinn heildsalinn á 6 umsóknir, sem bárust síðustu daga júlí sl. og munu þær vörur sem fram eru boðnar allar birtast í Heið- rúnu og Vínbúðinni Kringlunni 1. október nk. Þótt vörur í reynslu- sölu séu aðeins í hillum Heiðrún- ar og Kringlunnar, er það við- unandi dreifing. Um 30% allrar léttvínssölu er í þessum vínbúð- um auk þess sem öflug sending- arþjónusta er frá Heiðrúnu í all- ar hinar 44 vínbúðirnar, hafi þar verið um vöruna beðið. Sérlisti ÁTVR er einnig í fullu fjöri. Á honum eru 60 tegundir samtímis en síbreytilegar og gagngert ætl- aðar vínáhugamönnum. Gæði mæld í peningum Ég gef því víni, sem flestum neytendum fellur, gæðastuðulinn 1. Það kostar 990 kr. og hluti af verðinu er flatur skattur 540 kr, sem er inni í verði allra vína af sama styrkleika. Sú almenna regla að verð og gæði haldist í hendur á því ekki við um vín hjá ÁTVR. Sé verð víns án áfengisgjalds mælikvarði á gæði, ætti rauðvín sem kostar 1.440 kr. að vera helmingi betra en 990 kr. vín Þar aukast gæði hraðar en verð. Vínflaska sem kostar 900 kr. án áfengisgjalds ætti sam- kvæmt þessu að hafa gæðastuð- ulinn 2 og kosta 1440 kr. í vín- búðinni. Vínáhugamaðurinn hefur það sem af er þessu ári átt svofellt val rauðvína á flöskum er hafa gæðastuðulinn 2 eða hærri, sjá töflu: Framboð rauðvínstegunda, sem samkvæmt ofangreindum forsendum eru a.m.k. helmingi betri en flestir drekka og vel það, svarar til þess að vínáhugamað- urinn hafi getað valið sér nýja gæðategund í vínbúðunum nánast á hverjum degi sem af er árinu. Þyki þetta lélegt úrval, getur vín- áhugamaðurinn óskað að ÁTVR sérpanti vín úr því safni sem heildsalar halda fyrir veitinga- húsin. Venjulega tekur það vín- búðirnar einn dag að afgreiða slíka pöntun til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu. Hugsanlega hefur vínáhugamaðurinn því get- að drukkið tvær nýjar tegundir gæðavíns á dag. Hve margir viðskiptavina vín- búðanna telja, að nú sé ekki nóg að gert? um lélegan vínsmekk. Í flestum tilvikum hafa viðskiptavinir ÁTVR haft kynni af þeirri vöru sem þeir kaupa og það er reynsla og verð sem ræður vali þeirra. Í upphafi þessara skrifa vék ég að verðlagningarreglum áfengis. Flaska af vinsælasta rauðvíninu, sem vínbúðirnar selja og er 13,5% að vínandastyrk kostar 990 kr. Í því verði er 540 kr. áfengisgjald til ríkissjóðs ásamt virðisaukaskatti af því. Þessir þættir eru 55% verðsins. Sé keypt vín af sama styrk fyrir 3000 kr er upphæð áfengisgjalds- ins sú sama en er aðeins 18% verðsins. Megi ráða gæði vína af verði, ætti 3000 kr flaskan að geyma rúmlega 5 föld gæði á við vinsælasta vínið sem kostaði 990 krónur. Allt vín sem býðst kemst í vínbúðirnar Nýlega birtist grein í Tímariti Morgunblaðsins um vöruval vín- búða. Komst greinarhöfundur að þeirri niðurstöðu að vínbúðirnar væru að sigla í átt að jafnóspenn- andi einsleitni í vínúrvali og fyr- irtækinu hafi tekist að yfirgefa á sínum tíma. „Vandamálið er ekki að góð vín séu ekki lengur flutt inn til landsins“ segir greinarhöf- ðanna eð öfl- u frá rbóta ku gildi inni f til fjöl- 0 teg- ur eru upa- kt við gar sem luvenj- vina átt við eiga rétt sem omist í ínbúð- ur vel- menningi ef marka mæli, fa und- ur. Ég a um mestu ms svo nds, gi séð ámennr- jafnt nna rás ðandinn tt ÁTVR l sem Kringl- jóðar fi gest- u er þar víar um r 300 ð í heim- lljónir ta nærri í búist er leitað eru að vín, andinu, i í öðru. ur slu Ís- era vott n Höfundur er forstjóri ÁTVR. ’Í flestum tilvikumhafa viðskiptavinir ÁTVR haft kynni af þeirri vöru sem þeir kaupa og það er reynsla og verð sem ræður vali þeirra.‘ Verð Fj. teg. Gæðastuðull 1440 - 1490 29 2,00 - 2,11 1500 - 1990 83 2,13 - 3,22 2000 - 2990 40 3,24 - 5,44 3000 - 3990 13 5,47 - 7,67 4000 og hærra 29 7,69 - < og söfn- m skorað byggðar álits þá gaf hinu ð- afa list- egt gildi. þessi janúar ti sig grípa til islu f. u á fund r tveir ta bæri undir- sblað um álit húsa- mögulega ins. Á u fram jaryf- kvörðun fullreynt kaup- magn til þeim gera það ósk. reiðubú- ágúst mir aðilar ð og rnum í kóla á um, byggja þarf við grunnskóla, stækka leikskóla og byggja nýja, byggja hjúkrunarheimili og fram- haldsskóla í Borgarnesi verða ekki settir tugir milljóna af skatt- peningum íbúa í Borgarbyggð í að gera upp ónýt hús. Jafnvel þó þau séu teiknuð á teiknistofu húsa- meistara ríkisins á þeim tíma. Ef hins vegar áhugasamir aðilar eru tilbúnir að greiða það verð sem við setjum upp, byggja húsið upp, nýting þess og hraði uppbygg- ingar verði í takt við nýja upp- byggingu í gamla miðbænum, þá höfum við látið það skýrt í ljós að við erum tilbúin að selja húsið. Það er ljóst að bæjarstjórn Borg- arbyggðar er tilbúin að selja gamla mjólkursamlagshúsið með ákveðnum skilyrðum. Þetta hefur alltaf legið fyrir en Morgunblaðið ekki séð ástæðu til að hampa því nema á neikvæðan hátt. Það er hins vegar ábyrgð- arlaust að benda ítrekað á að bæj- arsjóður Borgarbyggðar eigi að gefa út opinn tékka í þessu sam- bandi og ef það gangi ekki þá „eigi“ ríkið að sjá til þess að hús- ið sé byggt upp. Hver vill borga? Það er reynsla okkar sveit- arstjórnarmanna í Borgarbyggð og á Vesturlandi almennt að fjár- magn frá ríkinu til menningar- mála liggi ekki á lausu, a.m.k. ekki fyrir Vesturland. Frá árinu 2002 hefur verið beðið eftir und- irritun menningarsamnings á milli menntamálaráðuneytisins og Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi, samnings sambærilegan þeim sem gerður hefur verið við Austfirðinga með góðum árangri. Enn bíður samningurinn við Vest- urland og ráðherra ber við pen- ingaleysi. Þar erum við „ein- ungis“ að tala um 30–40 milljónir og mótframlag frá sveit- arfélögum. Á Reykjavíkurborg að setja 4 milljarða í eitt hús? Ef við tökum sem dæmi að það kosti 100–150 þúsund pr. fm að gera upp gamla mjólkursamlagið eru það á bilinu 75–112 milljónir, en húsið er um 750 fm. Þessi upp- hæð jafngildir því fjármagni sem bæjarsjóður Borgarbyggðar legg- ur í nýframkvæmdir á ári hverju. Ef miðað er við höfðatölu getum við gefið okkur að það jafngilti því að Morgunblaðið skoraði á Reykjavíkurborg að leggja um 4 milljarða í varðveislu á einu gömlu húsi. Með þessu er ég ein- ungis að benda á hversu mikla fjármuni hér er um að ræða fyrir bæjarsjóð Borgarbyggðar. Það má ekki gleymast í þessari umræðu að bæjarstjórn Borg- arbyggðar og einstaklingar í Borgarnesi hafa beitt sér af mikl- um myndarskap fyrir varðveislu gamalla húsa og má þar nefna húsin í Englendingavík sem og gamla Pakkhúsið við hlið Búð- arkletts og Búðarklettshúsið sjálft. Við höfum leitað til ríkis- valdsins og húsafriðunarnefndar um aðstoð við þessa uppbyggingu og fengið frá þeim stuðning. Sá stuðningur nemur nokkrum millj- ónum á 10 ára tímabili. Hins veg- ar myndu þær upphæðir duga skammt til endurbóta á mjólk- ursamlagshúsinu. Húsin í Eng- lendingavík, sem nú eru í eigu Borgarbyggðar, hafa þótt það merkileg að í aðalskipulagi fyrir Borgarnes er lagt til að þau séu varðveitt. Í aðalskipulaginu frá 1997 er ekki minnst einu orði á að gamla mjólkursamlagið við Skúla- götu hafi varðveislugildi. Ábyrgðarlaus skrif Við skrifum rektors Við- skiptaháskólans á Bifröst um nýt- ingu hússins í tengslum við fram- haldsskóla tel ég ekki rétt að bregðast hér. Umræða um fram- haldsskóla í Borgarnesi er allt annað mál sem ekki á að blanda saman við umræðu um ónýt hús. Ég tel að Morgunblaðið hafi ítrekað gert sig sekt um ábyrgð- arlaus skrif varðandi hlutverk sveitarstjórnarmanna og verkefni sem bæjarstjórn Borgarbyggðar vinnur að. Við erum einmitt að gera það sem við erum kjörin til að gera. Taka ákvörðun um skipulagsmál, skipuleggja nýja íbúðarbyggð og taka ákvörðun um framtíð húsa sem þjónað hafa hlutverki sínu. Ég vil hér með bjóða ritstjórum Morgunblaðsins í heimsókn til okkar í Borgarbyggð þannig að þeir geti af eigin raun kynnt sér þau verkefni sem við vinnum að og skoðað þau hús sem nú er ver- ið að gera upp. Þeir gætu orðið ansi upprifnir. rnesi Höfundur er forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar. ’Ég tel að Morgun-blaðið hafi ítrekað gert sig sekt um ábyrgðar- laus skrif varðandi hlutverk sveitar- stjórnarmanna og verkefni sem bæjar- stjórn Borgarbyggðar vinnur að. ‘ Sturla Böðvarsson sam-gönguráðherra segir sjálf-sagt að skoða flugvöll viðLöngusker sem einn kost til framtíðar ef það er mögulegt út frá kostnaðarlegu og umhverfis- legu sjónarmiði, og telji stjórnvöld fært að fara þá leið. Á fundi full- trúa FL Group og Flugfélags Ís- lands með borgaryfirvöldum í síð- ustu viku kom fram að flugfélögin telja Álftanes og Löngusker álit- legustu kostina fyrir nýjan innan- landsflugvöll ef Reykjavíkurflug- völlur verður færður úr Vatnsmýrinni. Sturla bendir á að samgöngu- ráðuneytið sé í stöðugum viðræð- um við flugfélögin um flugvallar- málin og ráðuneytið reyni að uppfylla óskir þeirra. „Fulltrúar flugfélaganna telja að Reykjavík- urflugvöllur í Vatnsmýrinni sé besti kosturinn,“ tekur hann fram. „Nefnd sem ég setti á stofn í sam- starfi við borgarstjóra er að skoða þetta mál og verkefni hennar er að gera tillögur um nýtingu landsins hið næsta og innan flugvallarsvæð- isins vegna reksturs flugvallarins í núverandi mynd, og í annan stað að láta meta flugtæknilegar aðstæður, bæði hvað varðar flugvöllinn eins og hann er nú, eða láta meta flug- völl á Lönguskerjum. Þetta er nú verið að vinna á mínum vegum.“ Óvissan slæm fyrir atvinnureksturinn Dagur B. Eggertsson formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir flugrekstraraðila kjósa helst að völlurinn verði á núverandi stað í Vatnsmýrinni en að þeir hafi jafn- framt sagt á fundinum með borg- aryfirvöldum að óvissan væri mjög slæm fyrir atvinnurekstur þeirra. „Eftir að hafa farið yfir málið sýndist þeim raunhæft að hægt væri að minnka umfang vallarins á núverandi stað,“ segir Dagur. „Einnig var farið yfir þær hug- myndir um nýja staði fyrir flugvöll- inn í jaðri höfuðborgarsvæðisins sem komið hafa fram. Af þeim kostum töldu þeir Álftanes og Löngusker álitlegust frá flugtækni- legu sjónarmiði en líklega væru Löngusker raunhæfasti kostur- inn.“ Dagur segir að þeir hafi lýst sig reiðubúin til að vinna með borgar- og samgönguyfirvöldum að því að fullkanna þessa kosti. Jafnframt hafi þeir sagst hafa áhyggjur af að það myndi bitna mjög á innan- landsfluginu ef það yrði flutt til Keflavíkur. „Ég held að það séu skiljanlegar áhyggjur,“ segir hann. Aðspurður segir hann að sá kost- ur sé þó ekki útilokaður en ef hann eigi að koma til greina yrðu að koma samgöngubætur á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur. Aðrar hugmyndir sem nefndar hafa verið fyrir nýjan flugvöll eru Hvassahraun fyrir utan Hafnar- fjörð, Engey, Sandskeið og Miðdal- ur, sem er á mörkum Mosfellsbæj- ar, Kópavogs og Reykjavíkur. Dagur segist fagna því að um- ræðan sé komin upp úr skotgröf- unum og segir að FL Group og Flugfélag Íslands, borgarstjóri og samgönguráðherra eigi heiður skil- inn fyrir að hafa skapað uppbyggi- legt andrúmsloft til umræðna. @HFC$I;0= + , - " .  / # " C   J2 ;C=KC/G= BD?3EC=9C=9DB C<9C=<EL=K0= 9'  1 2 22 9' ) 22 - 4 96  2 22 ,B     96  2 22 -4       M21 2 2 @ 2 ,  2 22 3%(&                          !"  ;  0   * Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um framtíðarflugvöll í Reykjavík Útilokar ekki flugvöll við Löngusker Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.