Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 41
MINNINGAR
✝ GuðmundurHeiðmar Gunn-
laugsson fæddist á
Skógum í Reykja-
hverfi í Suður-
Þingeyjarsýslu 25.
september 1935.
Hann lést 14. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðný Árnadóttir,
f. 18.4. 1899, d. 7.7.
1977, og Gunnlaug-
ur Sveinbjörnsson,
f. 28.9. 1898, d.
22.8. 1985.
Eftirlifandi eiginkona Guð-
mundar er Berta Jóhanna Ein-
arsdóttir, f. 17.9. 1941. Börn
þeirra eru: 1) Arna Heiðmar
Guðmundsdóttir, f. 22.4. 1965,
maki Finnbogi S. Marinósson, f.
3.8. 1962, dóttir þeirra er Hera
Jóhanna, f. 21.6.
2002. 2) Harpa
Heiðmar Guð-
mundsdóttir, f.
19.5. 1966, maki
Valdimar Krist-
jánsson, f. 25.5.
1961, börn þeirra
eru Marta Dögg
Valdimarsdóttir, f.
26.10. 1991, og Al-
mar Valdimarsson,
f. 23.9. 1994. 3)
Rúnar Heiðmar
Guðmundsson, f.
11.3. 1972, sam-
býliskona Rannveig Jónsdóttir, f.
17.8. 1964.
Dætur hennar eru Dana Ruth
Aðalsteinsdóttir, f. 27.5. 1985, og
Karen Aðalsteinsdóttir, f. 28.2.
1994.
Útförin hefur farið fram.
Elsku pabbi, afi og tengdapabbi.
Nú hefur þú kvatt okkur í síð-
asta sinn. Við sitjum og rifjum upp
þær minningar sem við eigum um
þig. Bros kemur fram á varir og
einn segir: „Muniði …“ og sagan
er rifjuð upp. Ferðirnar í réttirnar
á fjárbílnum. Sauðburðurinn á
hverju vori og hvernig við lærðum
að keyra þegar farið var í sveitina
og við fengum að grípa í bílinn á
leiðinni. Allar vísurnar sem ortar
voru og hvernig alltaf var opið hús
á Laugarbrekkunni fyrir gesti og
gangandi.
Nú er göngu þinni lokið. Eins og
hjá flestum okkar liggur leiðin upp
og niður og hlykkjast víða. Þó má
segja að björgin sem á vegi þínum
urðu hafi oft á tíðum verið mjög há
og brött, leiðin var framandi og fá-
farin.
Við kveðjum þig með söknuði en
einnig létti yfir því að nú hafi
betra tekið við.
Elsku vinur, hvíldu í friði.
Arna, Harpa, Rúnar
og fjölskyldur.
Myndir lífsins eru margar og
sumar eru eftirminnilegri en aðr-
ar.
Guðmundur í Skógum á leið suð-
ur í Reykjahverfi veifar um leið og
hann fer framhjá. Myndin er af
manni sem er með hugann við
fjárbúskapinn. Hann er orðinn
hluti af daglega lífinu enda alltaf
að fara framhjá á leið suður í
Skóga.
Hann tekur eftir því sem er að
gerast meðfram veginum og hann
stöðvar bílinn ef eitthvað er.
Hjálpar til við að reka inn fé, hann
stendur fyrir í rekstri eða teymir
nautgripi ef svo vill vera. Enginn
maður er jafnglaður í réttunum og
stanslaust er í tekið horn og dreg-
ið.
Guðmundur hefur alist upp á
kreppuárunum, þeim tíma þegar
allir hafa lítið. Blýöntum er þá
skipt á milli systkina í farskól-
anum, umbúðapappír er gerður að
reikningsbókum og strokleður
fengin úr gömlum stígvélasólum.
Þriggja kynslóða fjölskyldan
bjargar sér vel þrátt fyrir kreppu-
ár. Heimilisfaðirinn er með bros á
vör en hefur vinnuhendur. Hefur
meira að segja heyjað á Þeista-
reykjum sem eru langt í burtu.
Móðir hans er sístarfandi, segir
frá mörgu og er hagmælt. Gefur
börnum vettlinga með tveimur
þumlum.
Aldraður afi er í litlu herbergi
inn af eldhúsinu og situr þar á
rúmi sínu. Hann segir frá veiði-
skap sínum í gegnum árin og stór-
hríðarsögur af Skarðahálsi. Þessi
fjölskylda er forrík af hjálpsemi og
trygglyndi, greiðasemi og vin-
semd.
Og Guðmundur tekst á við lífs-
baráttuna. Er honum ekki kalt
spyr maður barn að aldri þegar
hann berhentur mokar snjóinn
undan mjólkurbílnum. Hann gríp-
ur frosna brúsana á pallinum létti-
lega, helfrosna og þunga. Nei
þessum manni er aldrei kalt. Snjór
og kafaldsrenningur vaxa honum
ekki í augum. Hann syngur í
vinnunni enda einsöngvari hjá
karlakórnum, svo er hann lög-
reglumaður og líka hagmæltur.
Samt er heimurinn ekki alltaf
góður. Guðmundur stríðir við veik-
indi í áratugi. Mikið erfiði og þján-
ingar. Fjölskyldan undirlögð, en
tekst á við hlutina og tekur því
sem að höndum ber.
Þegar svo er, segja árin til sín
og þrekið dvínar. Einn dag stend-
ur hann á hlaðinu við útihúsin hjá
mér og biður mig að hitta sig
heima. Hann segist vera að hætta
búskapnum og vill gefa mér eitt-
hvað nothæft eða láta mig geyma.
Svo stöndum við á hlaðinu í Skóg-
um. Förum inn. Skoðum. Borð,
bekkur og gömul eldavél fara á
bílpallinn. Skoðum herbergið hans
og lítum á fúið orgelið. Það er ekki
til framtíðar. Tíminn hefur tekið
það.
Förum líka í gamla fjós þar sem
hann hefur safnað saman ótrúleg-
ustu hlutum, eflaust af hirðusemi
og nýtni eða af einhverju allt öðru
sem erfitt er að útskýra. Gamall
brúsi, skíði, sleði. Bílpallurinn fyll-
ist. Samt hef ég ekki gefið Guð-
mundi neitt nema eina forystu-
gimbur. Bros hans þá og gleði eru
enn í minni.
Guðmundur á skilið að losna úr
veikindum sínum. Það getur verið
ljúft að fara úr sjúkraklæðunum
og skilja við líkamann. Gleði veitir
það að vera leiddur um lönd Skap-
arans og sjá þar blómlegar byggð-
ir, finna sér nýjan tilgang, yngjast
og fá þrótt á ný til þess sem hug-
urinn hneigist. Þá kemur vor og ég
sé hann fyrir mér árrisulan sem
aldrei fyrr. Morgunkyrrðin er rof-
in og Land-Roverinn er kominn á
leitið og ætlar suður í Reykja-
hverfi. Bílstjórinn er ákveðinn og
veifar meir en oft áður. Og sem ég
veit þá hefur hann yngst og er
fullur atorku.
Hann er fyrr er varir farinn
framhjá og sólin fyllir bílinn hans
af geislum sem hafa verið að
skríða niður Reykjaheiðina og nið-
ur fyrir Stöplana. Vorblómin brosa
sunnan við fjárhúsvegginn og inni
bíða vinirnir, kindurnar og lömbin
sem eru hans líf og yndi. Vonandi
á hann góða daga.
Fjölskyldu Guðmundar sendi ég
samúðarkveðjur.
Atli Vigfússon.
GUÐMUNDUR
HEIÐMAR
GUNNLAUGSSON
deild undir forystu Andra Ísaksson-
ar var líkust straumþungri á sem
brýst fram úr gljúfrum, endurskoða
skyldi allt námsefni og kennsluhætti
grunnskólans, álitsgerðir og tilraun-
anámsefni samið í öllum greinum,
nefndir og starfshópar kennara í
fullum gangi, ráðstefnur með sér-
fræðingum íslenskum og erlendum
að vetri sem sumri. Árangur þeirrar
vinnu sem unnin var í skólarann-
sóknadeild í tíð Andra er fyrir löngu
samrunninn íslensku skólastarfi þótt
straumar hafi á köflum greinst í aðr-
ar áttir eftir pólitísku landslagi hvers
tíma.
Andri Ísaksson gegndi mikilvæg-
um trúnaðarstörfum hjá UNESCO
hin síðari ár sem sérfræðingur í
skólamálum, Hann var maður al-
þjóðlega sinnaður í menningarefn-
um. Hann var t.d. ákveðinn talsmað-
ur tungumálsins esperanto og bar
það stundum á góma í viðræðum
okkar. Þegar 62. heimsþing Alþjóð-
lega esperanto-sambandsins var
haldið í Reykjavík 1977 flutti hann
þar erindi um málréttindi þar sem
hann fjallaði um ójafna valdskipt-
ingu milli tungumála sem væri ávís-
un á beina málkúgun mikils hluta
jarðarbúa. Lagði hann áherslu á að
með esperanto gætu mælendur bæði
stórra og smárra tungumála mæst á
hlutleysisgrundvelli. Andra var og
vel kunnugt um samþykktir
UNESCO frá 1954 og 1986 þar sem
sambandsríkin voru hvött til þess að
styðja framgang esperantos hvert á
sínum vettvangi.
Ég minnist mæts manns með
söknuði og sendi fjölskyldu hans
innilegar samúðarkveðjur.
Baldur Ragnarsson.
Hugurinn hvarflar til unglingsára
norður í Skagafirði. Það er haustið
1935 að Sigrún Sigurjónsdóttir, móð-
ir Andra sem hér er kvaddur, þá ung
stúlka frá Nautabúi í Hjaltadal, er
ráðin kennari við farskólann í
Hegranesinu en hún hafði útskrifast
þá um vorið úr Kennaraskólanum.
Ég man enn hvað það var gaman í
skólanum þessar vikur sem ég naut
kennslu Sigrúnar. En sú dýrð stóð
þó ekki lengi því að á unglinginn sótti
krankleiki, reyndist kominn með
magasár upp úr áramótum og varð
að hírast í rúmshorni í torfbaðstof-
unni heima. Að ráði Jónasar læknis
var ég látinn drekka karftöfluseyði
sem í var blandað flóaðri mjólk og
var hinn versti drykkur. En þótt
þetta væri ekki skemmtileg uppá-
koma held ég samt að ég hafi lært
býsna mikið þennan vetur. Ég las
ábyggilega talsvert og eitthvað rám-
ar mig í skriftir – jafnvel eitthvað
sem átti að vera smásögur. Og kenn-
arinn ungi las eitthvað af þessu rugli
og var uppörvandi. Síðar áttum við
Sigrún eftir að ræða meira saman og
kynnast betur.
Andri Ísaksson var ráðinn sér-
fræðingur við skólarannsóknir í
menntamálaráðuneytinu árið 1966
og síðar deildarstjóri skólarann-
sóknardeildar. Undir umsjón Andra
var strax hafist handa við endur-
skoðun námsefnis sem segja má að
hafi staðið með hléum allar götur síð-
an. Andri starfaði einnig náið með
þeim tveimur nefndum sem undir-
bjuggu ný lög um skyldunámsskóla
og við þekkjum í dag undir nafninu
grunnskólalögin frá 1974. Með þeirri
löggjöf urðu þáttaskil í skólamálum
hér á landi. Í því upphafsverki
gegndi Andri mikilvægri lykilstöðu
og má því með sanni kallast tíma-
mótamaður um skipan menntamála
á Íslandi.
Við Andri unnum lítið sem ekkert
saman á sviði skólamála enda var á
okkur talsverður aldursmunur.
Samt vissum við vel hvor af öðrum
og ræddum stundum – einkum fyrr á
árum – saman um þjóðmál, einkum
alþjóðastjórnmál, sem við höfðum
báðir áhuga á. Mér hefur alltaf þótt
dálítið vænt um að Andri var ráðinn
til starfa við Sálfræðideild skóla á
Fræðsluskriftstofu Reykjavíkur vet-
urinn 1965–66 og kom hann þar í
minn stað á meðan ég var í orlofi við
framhaldsnám í Bandaríkjunum.
Þetta hefur líklega verið fyrsta fasta
starf Andra eftir að hann kom frá
námi. Þegar Andri varð prófessor í
uppeldis- og kennslufræðum við Há-
skóla Íslands gafst mér kostur á að
starfa með honum sem prófdómari í
einhverjum námsgreinum en það
hafði ég einnig gert meðan dr.
Matthías Jónasson var prófessor í
þeim sömu fræðum. Þetta fannst
mér alltaf áhugavert og lærdómsríkt
verkefni og samstarf okkar Andra
gekk oftast ágætlega.
Mig langar í þessu samhengi að
minnast föður Andra, Ísaks Jónsson-
ar, þess merka skólamanns og braut-
ryðjanda á sviði lestrarkennslu byrj-
enda. Þegar ég var að hefja störf
sem skólasálfræðingur, fyrst í Kópa-
vogi og síðar í Reykjavík, var ég fá-
kunnandi um flest sem laut að prakt-
ísku skólastarfi enda ekki
kennaramenntaður. Til að láta eitt-
hvað heita brá ég á það ráð að leita til
Ísaks og fá að fylgjast í nokkur skipti
með æfingakennslu hans fyrir kenn-
aranema. Hann tók þessari beiðni
minni vel og sjálfsagt hefur Sigrún
kona hans líka lagt með mér gott orð.
Ég hefi alltaf verið Ísak þakklátur
fyrir þennan stuðning hans og vel-
vilja.
Og svo eru það góðar minningar
frá vordögum í París fyrir um það bil
10 árum. Ég bý hjá þeim hjónum
Svövu og Andra og nýt gestrisni
þeirra og leiðsagnar. Á sunnudags-
morgni er keyrt til borgarinnar
Chartres suðvestur af París og við
skoðum hina fögru og fornfrægu
dómkirkju. Ég fæ stórgóða kennslu-
stund í listasögu hjá Svövu um
kirkjubygginguna, seinna hlýðum
við á messu og Andri hjálpar mér að
skilja ræðu prestsins. Eitt síðdegi
heimsæki ég Andra í byggingu
Unesco og hann fylgir mér um
vinnustað sinn og segir mér margt
um umfangsmikil verkefni fram-
halds- og verkmenntadeildar sem
hann veitir forstöðu.
Ég sendi Svövu og börnum þeirra
hjóna svo og systkinum Andra sam-
úðarkveðjur.
Jónas Pálsson.
Í dag kveðjum við mætan mann,
Andra Ísaksson, merkan uppeldis-
fræðing og skólamann. Andri var
sonur Ísaks Jónssonar uppeldis-
frömuðar þannig að eplið féll ekki
langt frá eikinni. Á bernskuárum
Andra var Skóli Ísaks Jónssonar til
húsa í Grænuborg. Litli drengurinn
Andri trítlaði snemma í skólann til
pabba síns. Ísaksskóli varð þannig
uppeldisfræðileg vagga Andra Ís-
akssonar. Fjögurra ára fór Andri í
fimm ára bekk. Sigrún Aðalbjarnar-
dóttir var hans fyrsti kennari. Sig-
rún sá strax að þar fór gott náms-
mannsefni. Hún man enn vel þegar
Andri þuldi upp úr sér fjármörk ým-
issa bæja í Skagafirði þar sem hann
stóð við kennaraborðið og vildi segja
bekkjarsystkinum sínum eitthvað
markvert. Andri var 15 ára þegar
hús skólans í Bólstaðarhlíð var vígt.
Á meðan skólahúsið var í byggingu
vann Andri eins og fjölskyldan öll
þar að af ómældri atorku og áhuga.
Alla tíð bar Andri hag Ísaksskóla
fyrir brjósti og sat í skólanefnd 1966-
1979. Mér er kunnugt um að Andra
Ísakssyni var mjög annt um sjóð
sem starfar í tengslum við Skóla Ís-
aks Jónssonar. Hér er um að ræða
minningarsjóð um Ísak Jónsson og
foreldra hans. Markmið sjóðsins er
að styrkja skólann með kaupum á
kennsluáhöldum eða efla starfsemi
skólans á einhvern annan hátt.
Ég var svo lánsöm að fá að njóta
kennslu Andra Ísakssonar um skeið
sem nemandi í Háskóla Íslands. Þá
fékk ég af eigin raun að kynnast
ótrúlegu minni hans og yfirgrips-
mikilli þekkingu á hugmyndafræði-
legri þróun uppeldis og menntunar.
Nú á kveðjustund þökkum við
þann mikilvæga skerf sem Andri Ís-
aksson lagði til uppeldis og mennta-
mála jafnt á Íslandi sem á alþjóða-
vísu. Ég votta fjölskyldu Andra
Ísakssonar samúð mína. Blessuð sé
minning hans.
Þórey Kolbeins.
Fleiri minningargreinar
um Andra Ísaksson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Guðný Guð-
björnsdóttir, Jón Torfi Jónasson og
Sigrún Aðalbjarnardóttir; Loftur
Guttormsson; Þorkell St. Ellerts-
son.
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800