Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FLUGIÐ Á ÁLFTANES? Reykjavíkurflugvöllur gæti flust út á Álftanes og Löngusker ef hann fer úr Vatnsmýrinni. Flugfélögin telja það góðan kost og samgöngu- ráðherra er til í að skoða málið. Krefjast afsagnar Ians Blair Ættingjar Brasilíumannsins sem lögreglumenn skutu til bana í Lond- on í júlí segja hann hafa verið „myrt- an“. Krefjast þeir þess að yfirmaður lögreglunnar, Ian Blair, segi af sér og að þeir sem beri ábyrgð á dauða hans verði sóttir til saka. Blair segir afsögn sína ekki koma til greina. Vörubíll skall á strætó Sjö manns slösuðust þegar vöru- bíll á 80 km hraða skall á strætis- vagni á mótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrabrautar í gærmorg- un. Vagnstjórinn slasaðist mest því að hann kastaðist út úr bílnum. Lagði veg í óleyfi Landeigandi í Leirufirði hefur verið kærður fyrir að leggja 4 km langan veg af Dalsheiði niður í Leirufjörð. Bæjaryfirvöld á Ísafirði veittu ekki leyfi fyrir veginum en hann er fær stórum jeppum. Varar við gyðingahatri Benedikt XVI páfi fór í gær hörð- um orðum um þá glæpi sem framdir voru gegn gyðingum í helförinni í seinni heimsstyrjöldinni. Baðst hann fyrir við minnismerki um gyðingaofsóknirnar og varaði við vaxandi gyðingahatri í samtímanum. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Daglegt líf 32/33 Úr verinu 14 Umræðan 34/39 Viðskipti 18 Skák 39 Erlent 20/21 Minningar 40/43 Minn staður 22 Kirkjustarf 46/47 Akureyri 23/34 Myndasögur 48 Árborg 24 Dagbók 48/51 Suðurnes 25 Víkverji 48 Landið 25 Velvakandi 49 Menning 26, 52/57 Staður og stund 50 Af listum 26 Ljósvakamiðlar 58 Ferðalög 28/29 Staksteinar 59 Forystugrein 30 Veður 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                            ÞRÁTT fyrir almenna ánægju með aukna fjölbreytni samfélagsins, seg- ist einn af hverjum fimm Íslending- um mundu vera mjög ósáttur við að búa í næstu íbúð við múslima. Þetta kemur meðal annars fram í skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Rauða kross Íslands um viðhorf Íslendinga til minnihluta- hópa. Samkvæmt könnuninni minnka fordómar gagnvart innflytjendum með aukinni menntun en hins vegar er enginn munur á menntunarstigi þegar kemur að nábýli við geðfatl- aða. Þannig vill einn af hverjum sjö ekki búa í næstu íbúð við geðfatl- aðan einstakling og skiptir þá engu hvort hinn aðspurði er langskóla- genginn eða ekki. Hefur áhrif á þá stefnu að auka atvinnuþátttöku geðfatlaðra Elín Ebba Ásmundsdóttir, for- stöðumaður iðjuþjálfunar á geðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að þrátt fyrir umræðu og þá trú að fordómar í garð geðsjúkra séu á undanhaldi sýni þessi niður- staða að þeir séu rótgrónir hér á landi. „Þetta hefur gífurleg áhrif á þá stefnu að reyna að auka atvinnuþátt- töku geðfatlaðra en í þessum nið- urstöðum felst einnig vísbending um að fólk vilji ekki vinna með geðfötl- uðum. Þetta er spurning um það hvort við ætlum að einangra geðfatl- aða í okkar samfélagi en það getur verið fötlun í sjálfu sér að fá þann stimpil að vera geðsjúkur,“ segir Ebba og bendir á að það sé ekki fýsilegt fyrir þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða að gangast við þeim þegar viðhorf almennings eru á þann veg sem niðurstaða könn- unarinnar gefur til kynna. „Þetta er mjög alvarlegt mál og eitthvað sem samfélagið verður að takast á við í heild en ekki einhver afmarkaður hópur.“ Sigursteinn Másson, formaður stjórnar Geð- hjálpar, segir niðurstöður könnun- arinnar ekki koma sér sérstaklega á óvart og bendir á að fyrir nokkrum árum hefði niðurstaðan eflaust orðið sú að meirihlutinn hefði ekki viljað búa í næstu íbúð við geðfatlaðan ein- stakling. „Það verður alltaf ákveðinn hluti af þjóðinni haldinn fordómum, hvort sem það er gagnvart geðfötluðum eða innflytjendum, og það er tak- markað hvað verður við það ráðið. Þetta sýnir okkur hins vegar að verkefnin eru óþrjótandi og barátt- unni við fordómana er hvergi lokið,“ segir Sigursteinn og bendir á að meirihluti Íslendinga sé opinn og fordómalaus í garð geðfatlaðra og það megi þakka góðu starfi í þessum efnum á undanförnum árum. Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða krossins, seg- ir niðurstöður könnunarinnar vera gleðilegar enda hafi komið í ljós að flestir Íslendingar séu mjög ánægð- ir með þá þróun að hér er fjölbreytt- ara samfélag en áður. Hins vegar valdi viðhorf landsmanna til músl- ima ákveðnum áhyggjum. „Stutt í óþolinmæðina“ „Ég hef ekki orðið var við það að múslimar sem hópur hafi skapað einhvern vanda í íslensku samfélagi og því sýnir þetta okkur hvaða áhrif fréttir utan úr heimi hafa á íslenskt þjóðfélag,“ segir Þórir og bendir á að ef til vill hafi þeir, sem ekki þekkja innflytjendur af eigin raun, fullan vara á sér. „Það er ekki hægt að alhæfa út frá þessari könnun en það eru ein- hverjir sem eru ósáttir og við vitum það að útlendingar hafa lent í erf- iðleikum með að finna húsnæði og fá á stundum verri þjónustu. Þannig er oft stutt í óþolinmæðina hjá Íslend- ingum ef fólk talar ekki lýtalausa ís- lensku.“ Íslendingar vilja síður búa í nágrenni við geðfatlaða og múslima Sýnir rótgróna fordóma fólks Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is  Flestir með | 8 HÁLFT tonn af pasta var á borðum í félagsheimili Fé- lags eldri borgara í gærkvöldi þegar þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu sameinuðust í pastaveislu. Maraþonið verður hlaupið í dag en að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, kynningarstjóra Íslandsbanka- Reykjavíkurmaraþons, var stemningin í pastaveislunni ljómandi góð. Tæplega fjögur þúsund manns hafa skráð sig í mara- þonið. Aldrei hafa fleiri skráningar borist í hálfmaraþon og 10 km og ríflega þrjú hundruð manns ætla að hlaupa heilt maraþon í dag. „Svo er skemmtilegt að segja frá því að hingað eru komnir fimmtíu hlaupagikkir frá Sauð- árkróki til að taka þátt í maraþoninu,“ segir Hjördís Skráningu í lengri vegalengdir lauk í gærkvöldi en skemmtiskokkarar geta mætt í anddyri Íslandsbanka í Lækjargötu til að skrá sig til leiks. Maraþonið hefst kl. tíu en ræst verður í hálfmaraþoni og styttri vegalengdum kl. 11. Morgunblaðið/ÞÖK Hálft tonn af pasta fyrir maraþon Menningarráðherrar alls staðar að úr heiminum hittast á fundi hér á landi mánudaginn 29. ágúst nk. Það eru samtökin Council of Women World Leaders sem standa að fund- inum ásamt ríkisstjórn Íslands. Menningarmálaráðherrarnir eru allir konur en fundurinn er haldinn í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur. Vigdís var ein af stofnendum samtakanna en í þeim eiga sæti kvenleiðtogar frá öllum heimshornum. Elín Þorsteinsdóttir, verkefnis- stjóri þessa heimsfundar menning- arráðherra, segist eiga von á um tuttugu ráðherrum eða fulltrúum ráðherra auk fulltrúa frá UNESCO og Evrópuráðinu. Að öllu óbreyttu verða fjórir aðal- fyrirlesarar á fundinum. Cherie Booth, lögmaður og eiginkona Ton- ys Blairs, forsætisráðherra Bret- lands, hefur fræðilegu umræðuna með erindi um málefni kynjanna. Mahnas Afkhami, fyrrverandi ráð- herra frá Íran, fjallar um menning- arleg réttindi kvenna, Asma Khad- er, fyrrverandi menningarmála- ráðherra Jórdaníu, fjallar um konur, fjölmiðlun og menningu í Mið-Austurlöndum og dr. Annette Pritchard, forstöðumaður rann- sóknaseturs um ferðamál við Há- skólann í Wales, fjallar um kyn, hnattvæðingu og ferðaþjónustu. Fundurinn er lokaður að undan- skildu erindi Cherie Booth sem verður opið fjölmiðlum. „Við eigum von á áhugaverðum og spennandi umræðum,“ segir Elín og bætir við að fundurinn sé gott tækifæri fyrir konurnar til að deila hver með ann- arri skoðunum sínum og því sem þær þurfa að kljást við daglega. Ráðherrar víðs vegar að á leið til Íslands AFI Alberts fursta af Mónakó kvæntist íslenskri konu, Þuríði á Bakkastíg, áður en hann kvæntist ömmu Alberts og móður Rainiers. Vigdís Schram þekkir vel þessa sögu og rifjar hana upp í samtali við Morgunblaðið, nú þegar þýskt slúður- blað hefur sett Þóreyju Eddu Elísdóttur stangarstökkv- ara á forsíðu með Alberti fursta af Mónakó. Að sögn Vigdísar lést Þuríður hins vegar, líklega úr berklum, eftir þriggja ára hjónaband. Hún var jarðsett í Mónakó. Móðir Vigdísar, Lára Jónsdóttir Schram, sagði dóttur sinni þessa sögu, þegar Rainier fursti kvæntist Grace Kelly. „Þeir létu nú ekki svona með hana Þuríði á Bakkastíg,“ sagði Lára við dóttur sína, þegar fjöl- miðlar greindu frá því að herskip hefðu fylgt kvikmyndastjörnunni Grace Kelly til Mónakó til að giftast Rainier fursta. Vigdís segir að Þuríður hafi unnið á Hótel Skjaldbreið. Pierre, fursti af Mónakó, afi Alberts, snæddi á hót- elinu og hreifst af fegurð Þuríðar og háttvísi. Hann bað hennar og þau sigldu saman til Mónakó, þar sem þau voru gefin saman, að sögn Vig- dísar. Þuríður lést hins vegar þrem- ur árum síðar, eins og áður sagði. Afi Alberts af Mónakó kvæntist ís- lenskri konu Rainier fursti ♦♦♦ LÖGREGLAN í Reykjavík hefur ekki auglýst að ný og sérmerkt ak- rein á Miklubraut sé sérstaklega ætluð strætisvögnum og því hefur merkingin enn ekkert gildi. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögreglu- þjóns í Reykjavík, verður málið tekið fyrir á fundi innan skamms og aug- lýst von bráðar. Ekki búið að auglýsa ak- rein strætós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.