Morgunblaðið - 20.08.2005, Side 2
2 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FLUGIÐ Á ÁLFTANES?
Reykjavíkurflugvöllur gæti flust
út á Álftanes og Löngusker ef hann
fer úr Vatnsmýrinni. Flugfélögin
telja það góðan kost og samgöngu-
ráðherra er til í að skoða málið.
Krefjast afsagnar Ians Blair
Ættingjar Brasilíumannsins sem
lögreglumenn skutu til bana í Lond-
on í júlí segja hann hafa verið „myrt-
an“. Krefjast þeir þess að yfirmaður
lögreglunnar, Ian Blair, segi af sér
og að þeir sem beri ábyrgð á dauða
hans verði sóttir til saka.
Blair segir afsögn sína ekki koma
til greina.
Vörubíll skall á strætó
Sjö manns slösuðust þegar vöru-
bíll á 80 km hraða skall á strætis-
vagni á mótum Suðurlandsbrautar
og Kringlumýrabrautar í gærmorg-
un. Vagnstjórinn slasaðist mest því
að hann kastaðist út úr bílnum.
Lagði veg í óleyfi
Landeigandi í Leirufirði hefur
verið kærður fyrir að leggja 4 km
langan veg af Dalsheiði niður í
Leirufjörð. Bæjaryfirvöld á Ísafirði
veittu ekki leyfi fyrir veginum en
hann er fær stórum jeppum.
Varar við gyðingahatri
Benedikt XVI páfi fór í gær hörð-
um orðum um þá glæpi sem framdir
voru gegn gyðingum í helförinni í
seinni heimsstyrjöldinni.
Baðst hann fyrir við minnismerki
um gyðingaofsóknirnar og varaði við
vaxandi gyðingahatri í samtímanum.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Daglegt líf 32/33
Úr verinu 14 Umræðan 34/39
Viðskipti 18 Skák 39
Erlent 20/21 Minningar 40/43
Minn staður 22 Kirkjustarf 46/47
Akureyri 23/34 Myndasögur 48
Árborg 24 Dagbók 48/51
Suðurnes 25 Víkverji 48
Landið 25 Velvakandi 49
Menning 26, 52/57 Staður og stund 50
Af listum 26 Ljósvakamiðlar 58
Ferðalög 28/29 Staksteinar 59
Forystugrein 30 Veður 59
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
ÞRÁTT fyrir almenna ánægju með
aukna fjölbreytni samfélagsins, seg-
ist einn af hverjum fimm Íslending-
um mundu vera mjög ósáttur við að
búa í næstu íbúð við múslima.
Þetta kemur meðal annars fram í
skoðanakönnun sem IMG Gallup
gerði fyrir Rauða kross Íslands um
viðhorf Íslendinga til minnihluta-
hópa.
Samkvæmt könnuninni minnka
fordómar gagnvart innflytjendum
með aukinni menntun en hins vegar
er enginn munur á menntunarstigi
þegar kemur að nábýli við geðfatl-
aða. Þannig vill einn af hverjum sjö
ekki búa í næstu íbúð við geðfatl-
aðan einstakling og skiptir þá engu
hvort hinn aðspurði er langskóla-
genginn eða ekki.
Hefur áhrif á þá stefnu að auka
atvinnuþátttöku geðfatlaðra
Elín Ebba Ásmundsdóttir, for-
stöðumaður iðjuþjálfunar á geðdeild
Landspítala – háskólasjúkrahúss,
segir að þrátt fyrir umræðu og þá
trú að fordómar í garð geðsjúkra
séu á undanhaldi sýni þessi niður-
staða að þeir séu rótgrónir hér á
landi.
„Þetta hefur gífurleg áhrif á þá
stefnu að reyna að auka atvinnuþátt-
töku geðfatlaðra en í þessum nið-
urstöðum felst einnig vísbending um
að fólk vilji ekki vinna með geðfötl-
uðum. Þetta er spurning um það
hvort við ætlum að einangra geðfatl-
aða í okkar samfélagi en það getur
verið fötlun í sjálfu sér að fá þann
stimpil að vera geðsjúkur,“ segir
Ebba og bendir á að það sé ekki
fýsilegt fyrir þá sem eiga við geðræn
vandamál að stríða að gangast við
þeim þegar viðhorf almennings eru
á þann veg sem niðurstaða könn-
unarinnar gefur til kynna.
„Þetta er mjög alvarlegt mál og
eitthvað sem samfélagið verður að
takast á við í heild en ekki einhver
afmarkaður hópur.“ Sigursteinn
Másson, formaður stjórnar Geð-
hjálpar, segir niðurstöður könnun-
arinnar ekki koma sér sérstaklega á
óvart og bendir á að fyrir nokkrum
árum hefði niðurstaðan eflaust orðið
sú að meirihlutinn hefði ekki viljað
búa í næstu íbúð við geðfatlaðan ein-
stakling.
„Það verður alltaf ákveðinn hluti
af þjóðinni haldinn fordómum, hvort
sem það er gagnvart geðfötluðum
eða innflytjendum, og það er tak-
markað hvað verður við það ráðið.
Þetta sýnir okkur hins vegar að
verkefnin eru óþrjótandi og barátt-
unni við fordómana er hvergi lokið,“
segir Sigursteinn og bendir á að
meirihluti Íslendinga sé opinn og
fordómalaus í garð geðfatlaðra og
það megi þakka góðu starfi í þessum
efnum á undanförnum árum.
Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri
útbreiðslusviðs Rauða krossins, seg-
ir niðurstöður könnunarinnar vera
gleðilegar enda hafi komið í ljós að
flestir Íslendingar séu mjög ánægð-
ir með þá þróun að hér er fjölbreytt-
ara samfélag en áður. Hins vegar
valdi viðhorf landsmanna til músl-
ima ákveðnum áhyggjum.
„Stutt í óþolinmæðina“
„Ég hef ekki orðið var við það að
múslimar sem hópur hafi skapað
einhvern vanda í íslensku samfélagi
og því sýnir þetta okkur hvaða áhrif
fréttir utan úr heimi hafa á íslenskt
þjóðfélag,“ segir Þórir og bendir á
að ef til vill hafi þeir, sem ekki
þekkja innflytjendur af eigin raun,
fullan vara á sér.
„Það er ekki hægt að alhæfa út
frá þessari könnun en það eru ein-
hverjir sem eru ósáttir og við vitum
það að útlendingar hafa lent í erf-
iðleikum með að finna húsnæði og fá
á stundum verri þjónustu. Þannig er
oft stutt í óþolinmæðina hjá Íslend-
ingum ef fólk talar ekki lýtalausa ís-
lensku.“
Íslendingar vilja síður búa í nágrenni við geðfatlaða og múslima
Sýnir rótgróna
fordóma fólks
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
Flestir með | 8
HÁLFT tonn af pasta var á borðum í félagsheimili Fé-
lags eldri borgara í gærkvöldi þegar þátttakendur í
Reykjavíkurmaraþoninu sameinuðust í pastaveislu.
Maraþonið verður hlaupið í dag en að sögn Hjördísar
Guðmundsdóttur, kynningarstjóra Íslandsbanka-
Reykjavíkurmaraþons, var stemningin í pastaveislunni
ljómandi góð.
Tæplega fjögur þúsund manns hafa skráð sig í mara-
þonið. Aldrei hafa fleiri skráningar borist í hálfmaraþon
og 10 km og ríflega þrjú hundruð manns ætla að hlaupa
heilt maraþon í dag. „Svo er skemmtilegt að segja frá því
að hingað eru komnir fimmtíu hlaupagikkir frá Sauð-
árkróki til að taka þátt í maraþoninu,“ segir Hjördís
Skráningu í lengri vegalengdir lauk í gærkvöldi en
skemmtiskokkarar geta mætt í anddyri Íslandsbanka í
Lækjargötu til að skrá sig til leiks.
Maraþonið hefst kl. tíu en ræst verður í hálfmaraþoni
og styttri vegalengdum kl. 11.
Morgunblaðið/ÞÖK
Hálft tonn af pasta fyrir maraþon
Menningarráðherrar alls staðar
að úr heiminum hittast á fundi hér á
landi mánudaginn 29. ágúst nk. Það
eru samtökin Council of Women
World Leaders sem standa að fund-
inum ásamt ríkisstjórn Íslands.
Menningarmálaráðherrarnir eru
allir konur en fundurinn er haldinn í
tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar
Finnbogadóttur. Vigdís var ein af
stofnendum samtakanna en í þeim
eiga sæti kvenleiðtogar frá öllum
heimshornum.
Elín Þorsteinsdóttir, verkefnis-
stjóri þessa heimsfundar menning-
arráðherra, segist eiga von á um
tuttugu ráðherrum eða fulltrúum
ráðherra auk fulltrúa frá UNESCO
og Evrópuráðinu.
Að öllu óbreyttu verða fjórir aðal-
fyrirlesarar á fundinum. Cherie
Booth, lögmaður og eiginkona Ton-
ys Blairs, forsætisráðherra Bret-
lands, hefur fræðilegu umræðuna
með erindi um málefni kynjanna.
Mahnas Afkhami, fyrrverandi ráð-
herra frá Íran, fjallar um menning-
arleg réttindi kvenna, Asma Khad-
er, fyrrverandi menningarmála-
ráðherra Jórdaníu, fjallar um
konur, fjölmiðlun og menningu í
Mið-Austurlöndum og dr. Annette
Pritchard, forstöðumaður rann-
sóknaseturs um ferðamál við Há-
skólann í Wales, fjallar um kyn,
hnattvæðingu og ferðaþjónustu.
Fundurinn er lokaður að undan-
skildu erindi Cherie Booth sem
verður opið fjölmiðlum. „Við eigum
von á áhugaverðum og spennandi
umræðum,“ segir Elín og bætir við
að fundurinn sé gott tækifæri fyrir
konurnar til að deila hver með ann-
arri skoðunum sínum og því sem
þær þurfa að kljást við daglega.
Ráðherrar víðs vegar
að á leið til Íslands
AFI Alberts fursta af Mónakó
kvæntist íslenskri konu, Þuríði á
Bakkastíg, áður en hann kvæntist
ömmu Alberts og móður Rainiers.
Vigdís Schram þekkir vel þessa
sögu og rifjar
hana upp í
samtali við
Morgunblaðið,
nú þegar
þýskt slúður-
blað hefur sett
Þóreyju Eddu
Elísdóttur
stangarstökkv-
ara á forsíðu með Alberti fursta af
Mónakó.
Að sögn Vigdísar lést Þuríður
hins vegar, líklega úr berklum, eftir
þriggja ára hjónaband. Hún var
jarðsett í Mónakó.
Móðir Vigdísar, Lára Jónsdóttir
Schram, sagði dóttur sinni þessa
sögu, þegar Rainier fursti kvæntist
Grace Kelly.
„Þeir létu nú ekki svona með
hana Þuríði á Bakkastíg,“ sagði
Lára við dóttur sína, þegar fjöl-
miðlar greindu frá því að herskip
hefðu fylgt kvikmyndastjörnunni
Grace Kelly til Mónakó til að giftast
Rainier fursta.
Vigdís segir að Þuríður hafi unnið
á Hótel Skjaldbreið. Pierre, fursti af
Mónakó, afi Alberts, snæddi á hót-
elinu og hreifst af fegurð Þuríðar og
háttvísi. Hann bað hennar og þau
sigldu saman til Mónakó, þar sem
þau voru gefin saman, að sögn Vig-
dísar. Þuríður lést hins vegar þrem-
ur árum síðar, eins og áður sagði.
Afi Alberts
af Mónakó
kvæntist ís-
lenskri konu
Rainier fursti
♦♦♦
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
ekki auglýst að ný og sérmerkt ak-
rein á Miklubraut sé sérstaklega
ætluð strætisvögnum og því hefur
merkingin enn ekkert gildi. Að sögn
Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögreglu-
þjóns í Reykjavík, verður málið tekið
fyrir á fundi innan skamms og aug-
lýst von bráðar.
Ekki búið að
auglýsa ak-
rein strætós