Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 25 MINNSTAÐUR SUÐURNES Cranberry juice Tilboð kr. 139 DAGUR SKORDÝRANNA Orkuveitan efnir til göngu- og fræðsluferðar í Elliðaárdal undir leiðsögn Guðmundar Halldórssonar, skordýrafræðings, og Odds Sigurðssonar, jarðfræðings, í dag laugardaginn 20. ágúst. www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O R K 2 92 76 08 /2 00 5 Gengið verður um dalinn og hugað að þeim smádýrum sem þar búa. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér stækkunargler. Farnar verða 3 ferðir undir leiðsögn og hefst fyrsta gangan kl. 11:00, önnur kl.13:00 og sú þriðja kl. 15:00. Gangan hefst við Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur sem er opið öllum til skoðunar, en að lokinni göngu er boðið upp á svalandi drykki. Í Rafheimum stendur yfir ljósmyndasýning Odds Sigurðssonar á skordýrum og verður hún skoðuð. Grindavík | Félagar í gönguhópn- um FERLIR héldu nýlega ásamt fulltrúa Landgræðslu ríkisins í Húshólma – merkilegan stað í um- dæmi Grindavíkur, til að dreifa fræi og áburði svo hefta megi frekari gróðureyðingu á svæðinu. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar, eins af leiðtogum FERLIRs, hefur Húshólmi mikið látið á sjá á skömmum tíma. „Sem dæmi má nefna að hinn forni eystri vörslu- garður, sem var undir gróðurþekju fyrir þremur árum, hefur náð að blása upp að mestu svo sjá má í bert grjótið í honum á löngum kafla,“ segir Ómar. Annar gróður hefur hins vegar, að sögn Ómars, verið að ná sér á strik á þeim gróð- urlænum, sem eftir eru, einkum blómplöntur og lyng. „Með því að sá fljótsprottnu grasi ásamt vigli binst fokjarðvegurinn undir rofa- börðum og á melum og myndar skjól fyrir náttúrulegar plöntur í hólmanum. Þær yfirtaka nýgræð- inginn smám saman þegar grasið sölnar og hverfur að nokkrum árum liðnum.“ Nýta má hunda í landgræðslu Ómar segir lærdómsríkt að sjá hversu vel hefur gróið í hunda- og fótsporum í börðum. „Þar hefur fræið greinilega fengið skjól og raka og því dafnað vel,“ segir Óm- ar. „Vel mætti því hugsa sér að Landgræðslan tæki hunda í sína þjónustu og léti þá spígspora um svæði, sem verið er að sá í til að auka árangur. Einnig mætti útbúa „tappagrindur“ og fara með þær yf- ir lausbundnari svæði áður en sáð væri.“ Ætlunin er að sá fræi og dreifa áburði í Húshólma í tvö sumur, en láta síðan náttúruna annast sjálfs- ána yfirtökuna með tímanum. Verk- ið er unnið undir handleiðslu Land- græðslu ríkisins, sem útvegaði fræ og áburð og fékk Landhelgisgæsl- una til að flytja efnið inn í hólmann sl. vor. Sáð var í efri hlutann fyrri hluta sumars og hefur nú myndast þar græn slikja á svæðum þar sem mikil gróðureyðing var áður. „Punturinn myndar skjól og býr jarðveginn, sem fyrr sagði, undir að taka við náttúrlegum plöntum úr hólmanum, s.s. brönugrasi, hrúta- berjum, bláberjalyngi, blágresi, geldingahnapp og jafnvel hvönn, sem hefur náð þar rótum,“ segir Ómar og bætir við að heimamenn í Grindavík hafi verið einstaklega iðnir við sáninguna. Rit um Húshólma Hér var um að ræða síðari ferð FERLIRs í Húshólma til sáningar. Áframhald verður á henni næsta sumar, en þá er ætlunin að loka þeim jarðvegseyðingarsvæðum sem eftir verða og dreifa þeim áburði, sem eftir verður. Ómar Smári segir ágætissamstarf hafa tekist milli félagsmanna í FERLIR og Land- græðslu ríkisins um þetta verkefni. „Þetta er ágætt dæmi um hvað hægt er að gera þegar aðilar taka höndum saman um uppgræðslu.“ Ferðamálafélag Grindavíkur hef- ur gefið út rit um Húshólma. Í rit- inu er m.a. fjallað um sögu hólmans, hinar fornu minjar, sem í honum eru, tengsl við nálæga minjastaði, aldur minjanna sem og Ögmund- arhrauns er umlykur þær, aðkom- ur, hugleiðingar um fólkið, verndun, rannsóknir og nýtingu svæðisins til framtíðar. Ritið verður til sölu í Saltfisksetri Íslands í Grindavík. FERLIRs-menn og Landgræðslan taka höndum saman í Húshólma Puntur hlúir að öðrum gróðri Ljósmynd/Loftmyndir Landgræðslu er þörf Loftmynd af Húshólma – brúni liturinn er jarðvegseyðingin. Mikið verk er framundan. Ljósmynd/Ómar Smári Ármannsson Sáning Hópur frá FERLIR og Landgræðslunni vinnur að sáningu og áburðargjöf á Húshólma. Almenn ánægja var með árangur samstarfsins. Reykjanesbær | Síðustu þrjú ár hef- ur Reykjanesbær, í samvinnu við Hringrás hf., Njarðtak hf., Kölku, Bláa herinn, fyrirtæki og íbúa Reykjanesbæjar staðið fyrir sérstöku umhverfisátaki í sveitarfélaginu og svo verður einnig í ár. Markmið átaksins er að gera Reykjanesbæ að hreinni bæ með því að hreinsa málma innan bæjarmarka. Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar, sími 421-1552, mun taka á móti ábendingum um hvar járnarusl er að finna á opnum svæðum í bæjarland- inu. Gámar verða staðsettir á lóð Hringrásar í Helguvík og á opnu svæði við Fitjabraut. Átakið byrjar formlega mánudag- inn 22. ágúst og stefnt er að því að ljúka því fyrir 2. september. Íbúar og fyrirtækjaeigendur eru hvattir til vera virkir í átakinu. Hreins- unarátak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.