Morgunblaðið - 20.08.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 25
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
Cranberry
juice
Tilboð kr. 139
DAGUR
SKORDÝRANNA
Orkuveitan efnir til göngu- og fræðsluferðar í
Elliðaárdal undir leiðsögn Guðmundar Halldórssonar,
skordýrafræðings, og Odds Sigurðssonar, jarðfræðings,
í dag laugardaginn 20. ágúst.
www.or.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
R
K
2
92
76
08
/2
00
5
Gengið verður um dalinn og hugað að þeim smádýrum sem þar
búa. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér stækkunargler.
Farnar verða 3 ferðir undir leiðsögn og hefst fyrsta gangan
kl. 11:00, önnur kl.13:00 og sú þriðja kl. 15:00.
Gangan hefst við Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur
sem er opið öllum til skoðunar, en að lokinni göngu
er boðið upp á svalandi drykki.
Í Rafheimum stendur yfir ljósmyndasýning
Odds Sigurðssonar á skordýrum og verður
hún skoðuð.
Grindavík | Félagar í gönguhópn-
um FERLIR héldu nýlega ásamt
fulltrúa Landgræðslu ríkisins í
Húshólma – merkilegan stað í um-
dæmi Grindavíkur, til að dreifa fræi
og áburði svo hefta megi frekari
gróðureyðingu á svæðinu.
Að sögn Ómars Smára Ármanns-
sonar, eins af leiðtogum FERLIRs,
hefur Húshólmi mikið látið á sjá á
skömmum tíma. „Sem dæmi má
nefna að hinn forni eystri vörslu-
garður, sem var undir gróðurþekju
fyrir þremur árum, hefur náð að
blása upp að mestu svo sjá má í
bert grjótið í honum á löngum
kafla,“ segir Ómar. Annar gróður
hefur hins vegar, að sögn Ómars,
verið að ná sér á strik á þeim gróð-
urlænum, sem eftir eru, einkum
blómplöntur og lyng. „Með því að
sá fljótsprottnu grasi ásamt vigli
binst fokjarðvegurinn undir rofa-
börðum og á melum og myndar
skjól fyrir náttúrulegar plöntur í
hólmanum. Þær yfirtaka nýgræð-
inginn smám saman þegar grasið
sölnar og hverfur að nokkrum árum
liðnum.“
Nýta má hunda í landgræðslu
Ómar segir lærdómsríkt að sjá
hversu vel hefur gróið í hunda- og
fótsporum í börðum. „Þar hefur
fræið greinilega fengið skjól og
raka og því dafnað vel,“ segir Óm-
ar. „Vel mætti því hugsa sér að
Landgræðslan tæki hunda í sína
þjónustu og léti þá spígspora um
svæði, sem verið er að sá í til að
auka árangur. Einnig mætti útbúa
„tappagrindur“ og fara með þær yf-
ir lausbundnari svæði áður en sáð
væri.“
Ætlunin er að sá fræi og dreifa
áburði í Húshólma í tvö sumur, en
láta síðan náttúruna annast sjálfs-
ána yfirtökuna með tímanum. Verk-
ið er unnið undir handleiðslu Land-
græðslu ríkisins, sem útvegaði fræ
og áburð og fékk Landhelgisgæsl-
una til að flytja efnið inn í hólmann
sl. vor. Sáð var í efri hlutann fyrri
hluta sumars og hefur nú myndast
þar græn slikja á svæðum þar sem
mikil gróðureyðing var áður.
„Punturinn myndar skjól og býr
jarðveginn, sem fyrr sagði, undir að
taka við náttúrlegum plöntum úr
hólmanum, s.s. brönugrasi, hrúta-
berjum, bláberjalyngi, blágresi,
geldingahnapp og jafnvel hvönn,
sem hefur náð þar rótum,“ segir
Ómar og bætir við að heimamenn í
Grindavík hafi verið einstaklega
iðnir við sáninguna.
Rit um Húshólma
Hér var um að ræða síðari ferð
FERLIRs í Húshólma til sáningar.
Áframhald verður á henni næsta
sumar, en þá er ætlunin að loka
þeim jarðvegseyðingarsvæðum sem
eftir verða og dreifa þeim áburði,
sem eftir verður. Ómar Smári segir
ágætissamstarf hafa tekist milli
félagsmanna í FERLIR og Land-
græðslu ríkisins um þetta verkefni.
„Þetta er ágætt dæmi um hvað
hægt er að gera þegar aðilar taka
höndum saman um uppgræðslu.“
Ferðamálafélag Grindavíkur hef-
ur gefið út rit um Húshólma. Í rit-
inu er m.a. fjallað um sögu hólmans,
hinar fornu minjar, sem í honum
eru, tengsl við nálæga minjastaði,
aldur minjanna sem og Ögmund-
arhrauns er umlykur þær, aðkom-
ur, hugleiðingar um fólkið, verndun,
rannsóknir og nýtingu svæðisins til
framtíðar. Ritið verður til sölu í
Saltfisksetri Íslands í Grindavík.
FERLIRs-menn og Landgræðslan taka höndum saman í Húshólma
Puntur hlúir að öðrum gróðri
Ljósmynd/Loftmyndir
Landgræðslu er þörf Loftmynd af Húshólma – brúni liturinn er jarðvegseyðingin. Mikið verk er framundan.
Ljósmynd/Ómar Smári Ármannsson
Sáning Hópur frá FERLIR og Landgræðslunni vinnur að sáningu og
áburðargjöf á Húshólma. Almenn ánægja var með árangur samstarfsins.
Reykjanesbær | Síðustu þrjú ár hef-
ur Reykjanesbær, í samvinnu við
Hringrás hf., Njarðtak hf., Kölku,
Bláa herinn, fyrirtæki og íbúa
Reykjanesbæjar staðið fyrir sérstöku
umhverfisátaki í sveitarfélaginu og
svo verður einnig í ár.
Markmið átaksins er að gera
Reykjanesbæ að hreinni bæ með því
að hreinsa málma innan bæjarmarka.
Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar,
sími 421-1552, mun taka á móti
ábendingum um hvar járnarusl er að
finna á opnum svæðum í bæjarland-
inu. Gámar verða staðsettir á lóð
Hringrásar í Helguvík og á opnu
svæði við Fitjabraut.
Átakið byrjar formlega mánudag-
inn 22. ágúst og stefnt er að því að
ljúka því fyrir 2. september.
Íbúar og fyrirtækjaeigendur eru
hvattir til vera virkir í átakinu.
Hreins-
unarátak