Morgunblaðið - 20.08.2005, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í SUMAR risu tjaldbúðir við
Kárahnjúka þar sem stærsta jarð-
vegsstífla Evrópu mjakast upp. Á
ferðinni var hugsjónafólk sem
stendur ekki á sama um stærstu
óspilltu víðerni Evrópu og margar
af dýrmætustu nátt-
úruperlum Íslands.
Það vildi mótmæla
virkjanafram-
kvæmdum og bygg-
ingu risaálbræðslu við
Reyðarfjörð (á við 2
álbræðslur Alcan í
Straumsvík). Í lok júlí
dró til tíðinda eftir að
mótmælendur fóru
inn á vinnusvæði og
ollu töfum og tjóni
sem Sigurður Arn-
alds, talsmaður
Landsvirkjunar, segir
að nemi tugum eða
hundruðum þúsunda.
Nokkrir mótmæl-
endur voru handteknir
og leyfið fyrir tjald-
búðunum var aft-
urkallað. Á meðan
búðirnar voru fluttar
að Vaði í Skriðdal
barst lögreglunni liðs-
auki svo ekki færri en
20 lögreglumenn á 9 bílum vöktuðu
vinnusvæðið og víðernin norðan
Vatnajökuls – fólk í sumarfríi var
stoppað og spurt á hvaða leið það
væri, hverra erinda og hvort það
hefði séð til grunsamlegra manna-
ferða.
Skömmu síðar fóru mótmælend-
urnir inn á vinnusvæði álbræðslu
Alcoa við Reyðarfjörð (sem ekki
hefur starfsleyfi) og klifruðu upp í
krana með borða. Aftur voru mót-
mælendur handteknir. Stuttu síðar
fóru þeir af svæðinu og var fylgt eft-
ir hundruð kílómetra af lögreglunni.
Og nú hyggst útlendingastofnun
vísa 21 útlendingi úr hópi mótmæl-
enda úr landi.
Harkaleg viðbrögð
Hvers vegna hefur lögreglan all-
an þennan viðbúnað, ekki bara á
vinnusvæðum á Austurlandi heldur
einnig eftir að mótmælendurnir eru
komnir til Reykjavíkur? Og hvers
vegna á að vísa fólkinu úr landi?
Ragnar Aðalsteinsson, hæstarétt-
arlögmaður, telur að án dóms-
úrskurðar hafi lögreglan ekki haft
lagaheimildir til að veita mótmæl-
endunum eftirför frá Vaði og til
Reykjavíkur og fylgjast svo með
þeim þar. Það sé brot á ferðafrelsi
og friðhelgi einkalífsins. Þórir Odds-
son, vararíkislögreglustjóri, svaraði
Ragnari (Spegillinn, Rás 1, 9. ágúst)
og sagði meðal annars: „Ástæðan
fyrir því að fylgst er með þessu fólki
er einfaldlega sú að þetta er hluti af
þessum hefðbundnu viðbrögðum
lögreglu þegar mótmælaaðgerðir
eru, sérstaklega þó vegna þess sem
þessi hópur hefur gert sig sekan
um. Þ.e.a.s. það var talið að þeir
myndu vera með friðsamleg mót-
mæli en það gerðist nú ekki … tals-
menn hópsins sögðust myndu halda
áfram þessum mótmælum. En ef
þau eru eitthvað í þá veru sem verið
hefur … þá er það
fyllsta tilefni til að veita
því sérstaka athygli og
hafa það undir eftirliti.“
Var fólkinu fylgt eftir
og það vaktað í Reykja-
vík vegna þess að ein-
hver í hópnum braut
kannski rúðu í vörubíl
eða henti lyklakippu út
í móa? Er það vegna
þess að farið var inn á
vinnusvæði og klifrað
upp í krana með borða
sem á voru slagorð
gegn virkjun og ál-
bræðslu? Ekkert af
þessu eru stórkostlegar
sakir, og varla sakir til
að svipta menn stjórn-
arskrárvörðum rétti.
Þórir Oddsson vísaði
bæði í 2. og 15. gr. lög-
reglulaga máli sínu til
stuðnings. 2. gr. fjallar
um almennt hlutverk
lögreglu og getur aug-
ljóslega ekki réttlætt að gengið sé á
stjórnarskrárvarinn rétt. 15. gr. er
nær lagi, þar er fjallað um heimildir
lögreglu til afskipta af borgurunum.
En 15. grein fjallar um aðgerðir í
þágu almannafriðar og allsherj-
arreglu, og ekkert af því sem mót-
mælendur gerðu getur talist ógn við
almannafrið. Jafnvel þótt allar þær
sakir sem á þá hafa verið bornar (en
fæstar staðfestar) séu sannar, þá
hafa mótmælin einfaldlega ekki ver-
ið nokkur ógn við almannafrið. Þess
vegna er ljóst að lögreglan hefur
farið út fyrir valdsvið sitt, og það
langt.
Aðgerðir mótmælendanna eru
fyrir opnum tjöldum og því þarf lög-
reglan ekki að liggja á njósn, nóg er
að hafa menn á bakvakt og kalla þá
út þegar mótmælt er. Yfirvöld vita
að mótmælin eru engin ógn við al-
mannafrið, þau eru opinber og frið-
samleg. En hvers vegna er Vík-
ingasveitin þá send til að vakta
mótmælendurna og hjónin á Vaði?
Það þarf ekki víkingasveit til að ná
manni niður úr krana – hann hefur
ekki stofnað neinum í hættu. Og
hvers vegna er svo fylgst með
manninum þegar hann er kominn
niður úr krananum og alla leið til
Reykjavíkur? Eru skilaboðin
kannski þau að ólíðandi sé að stór-
iðjustefnunni sé mótmælt? Eða er
ólíðandi að útlendingar komi og
skipti sér af umhverfismálum á Ís-
landi?
Að lokum
Viðbrögð lögreglu og útlend-
ingastofnunar virðast beinast gegn
mótmælunum sem slíkum frekar en
því sem mótmælendurnir gera. Og
ef það er rétt, þá er framkoma rík-
isins andlýðræðisleg; eitt af grund-
vallaratriðum í lýðræðislegu stjórn-
arfari er réttur borgaranna til að
mótmæla aðgerðum yfirvalda. Mót-
mæli eins og þau sem efnt var til
fyrir austan eru ný á Íslandi en í
öðrum vestrænum löndum er litið á
slík mótmæli sem viðurkennda leið
til að láta í ljósi andúð á tilteknum
málum. Og þar virðist lögreglan
ekki fara á taugum þótt fólk fari
fyrir opnum tjöldum á svig við lögin
og trufli það sem er yfirvöldum
þóknanlegt. Viðbrögð yfirvalda ein-
kennast ekki af umhyggju fyrir sið-
ferðilegum og pólitískum gildum
eða almennu öryggi, heldur af óþoli
gagnvart gagnrýni á stóriðjustefnu
yfirvalda og óhóflegri beitingu
valds.
Vald og víðerni
Ólafur Páll Jónsson fjallar um
aðgerðir lögreglu gegn mót-
mælendum við Kárahnjúka-
virkjun
Ólafur Páll
Jónsson
’Eru skilaboðinkannski þau að
ólíðandi sé að
stóriðjustefn-
unni sé mót-
mælt?‘
Höfundur er heimspekingur og
stjórnarmaður í Náttúruvernd-
arsamtökum Íslands.
Forsetningin eftir (og áeftir) er býsna marg-slungin í notkun. Húngetur t.d. stýrt hvoru
sem er þolfalli (eftir mig) eða þágu-
falli (eftir/á eftir mér). Reyndar er
það þannig að forsetningin eftir
með þolfalli vísar ávallt til tíma í
beinni merkingu eða óbeinni þótt
slík vísun liggi ekki alltaf í augum
uppi. Sá sem skilur eitthvað eftir
sig getur jafnframt verið sá sem
hefur skapað eitthvað (höfundur,
frumkvöðull), t.d. getum við talað
um skáldverk eftir frægan rithöf-
und og sá sem deyr getur skilið eft-
ir sig auðæfi, ríkidæmi eða látið
eftir sig konu og börn og þá blasir
tímamerkingin við. Umsjón-
armaður telur hins vegar hæpið
eða ótækt að tala um barn eftir
mann og því fannst honum eftirfar-
andi setning spaugileg: Skömmu
fyrir krýningu sína ... upplýsti Al-
bert [prins] að fleiri konur gætu
átt barn eftir hann (Frbl 17.7.05).
Nú kann prinsinn að vera mikill
kvennamaður og átt mörg börn en
væntanlega eru flestir því sam-
mála að ótækt sé að komast svo að
orði að mörg börn séu eftir hann.
Sagnorðið tengja getur tekið
með sér þolfall og þágufall (tengja
eitthvað einhverju) og lýsing-
arhátturinn tengdur stýrir þágu-
falli (tengdur einhverju). Mál-
notkun er í flestum tilvikum í
föstum skorðum hvað þessi atriði
varðar en þó ber stundum við að
lh.þt. tengdur stýri falli (þágufalli)
á sjálfum sér ef svo má að orði
komast. Þetta verður best sýnt
með dæmum, innan hornklofa er
sýnd rétt eða hefðbundin málbeit-
ing: [tillagan] felur í sér að fallið er
frá heimild til gerðar veitu- og set-
lóna eða mannvirkja þeim tengd-
um [sem tengjast þeim; tengdra
þeim] (Mbl. 13.8.05); íbúðabyggð í
góðum tengslum við Landspít-
alann, tvo háskóla og stofnanir
þeim tengdum [tengdar þeim]
(Blaðið 10.6.05); tap má rekja til
mikils fjármagnskostnaðar tengd-
um [tengds; sem tengist] óhag-
stæðum lánum (Útv 2.12.04); get-
urðu sagt hvort þeir starfa við
fyrirtæki tengdum [tengd] Kaup-
þingi? (Útv 27.5.03); á fundi bank-
anna og íslenskra fyrirtækja þeim
tengdum [þeim tengdra; sem
tengjast þeim] (Útv 19.9.03) og
Skattrannsóknastjóri hefur sam-
hliða rannsakað skattamál fyr-
irtækja tengdum [tengdra; sem
tengjast] NN (Frbl 22.10.04). Hér
að ofan komst umsjónarmaður svo
að orði að lýsingahátturinn tengd-
ur stýri falli á sjálfum sér en rétt-
ara er að segja að ekki sé gætt eðli-
legrar sambeygingar eins og
áhugasamir lesendur geta gengið
úr skugga um.
Sterka sögnin hefjast beygist
svo: hefjast, hófst, hófumst [vh. þt.
hæfist], hafist.
Veika sögnin
hafast beygist
hins vegar á eft-
irfarandi hátt:
hafast, hafðist
[vh. þt. hefðist],
hafst. Eins og
sjá má er beyg-
ing sagnanna
mjög ólík og
merking þeirra
reyndar einnig eins og hver og
einn getur gengið úr skugga um
með því að skoða hug sinn. Samt er
það svo að þessum sögnum (eink-
um vh.þt.) er stundum ruglað sam-
an eins og í eftirfarandi dæmi: var
tilkynnt að réttarhöldin yfir Sadd-
am Hussein hefðust [þ.e. hæfust] á
næstunni (Útv 17.7.05). Hér er
vafalaust um að ræða klaufaskap
eða mismæli fremur en tilhneig-
ingu til málbreytingar (þótt rugl-
ingur sagnanna hefja og hafa í við-
tengingarhætti þátíðar sé reyndar
allgamall). Öðru máli gegnir um
sögnina ljá. Beyging hennar er um
margt óregluleg og þar má greina
tilhneigingu til breytinga.
Eins og vikið var að í 21. pistli
hefur beyging sagnarinnar ljá
breyst nokkuð í aldanna rás en
flestir munu þó sammála um að í
nútímamáli sé beyging hennar eft-
irfarandi:
ljá (ég ljæ, þú ljærð, hann/hún
ljær) – léði – léð, þgf.-þf./ef.
Í talmáli gætir tvenns konar
breytinga. Annars vegar bregður
nútíðarmyndinni ?ljáir fyrir (í stað
ljær) og hins vegar sést myndin
?ljáð í lýsingarhætti þátíðar (í stað
léð) alloft og þátíðin léði verður
?ljáði. Slíka notkun má oft sjá í
orðasambandinu ljá ekki máls á
e-u, t.d.: ?hann ljáir [þ.e. ljær] ekki
máls á að draga sig í hlé; ?Verka-
lýðshreyfingin hefur ekki ljáð [þ.e.
léð] máls á því að atvinnuleys-
isbætur verði skertar og ?Bush
ljáði [þ.e. léði] ekki máls á neinum
breytingum (Mbl 30.6.05). Hér er á
ferðinni svo kölluð áhrifsbreyting.
Sagnir sem eru svipaðar sögninni
ljá að búningi en ólíkar að beyg-
ingu (spá-spáði-spáð; þrá-þráði-
þráð) hafa áhrif á beyginguna.
Þessi breyting er ekki viðurkennd
enda sér hennar hvergi stað í vönd-
uðu ritmáli. Notkun og beygingu
sagnarinnar ljá er rækilega lýst í
orðabókum, t.d. í Íslenskri orða-
bók, og í ritmálsskrá Orðabókar
Háskólans er að finna fjölmörg
dæmi sem sýna notkun hennar
með ótvíræðum hætti. Hér ber því
allt að sama brunni og þeir sem
skrifa í fjölmiðla og vilja vanda mál
sitt ættu að nota sögnina ljá eins
og flestir kjósa.
Úr handraðanum
Umsjónarmaður hélt að orða-
tiltækið það þýtur öðruvísi/annan
veg í fjöllunum í merkingunni
‘komið er annað hljóð í strokkinn’
væri úrelt eða dautt mál. Það kom
honum því skemmtilega á óvart að
rekast á eftirfarandi dæmi: Fyrir
einu misseri var V. J. forseta
Úkraínu hampað í flestum fjöl-
miðlum þar í landi sem lýðræð-
islegum umbótasinna en nú er allt í
einu farið að þjóta öðruvísi í fjöll-
unum (Mbl. 29.7.05). Hér þykir
umsjónarmanni fagurlega að orði
komist. Ræturnar ná langt aftur,
svipað orðafar er að finna í Njáls
sögu: *nú mun ... í björgum / ... / ... /
... annan veg þjóta, sbr. einnig
Droplaugarsona sögu: *Nú tér ... /
... / ... í fjöllum / ... annan veg þjóta
og Ragnars sögu loðbrókar: *Hvat
es þats baugs ór björgum / brjótr
heyrir nú þjóta. – Dæmið úr Morg-
unblaðinu sýnir svo að ekki verður
um villst að ekki ber að vanmeta
munnlega geymd.
Hér ber því allt
að sama brunni
og þeir sem
skrifa í fjöl-
miðla og vilja
vanda mál sitt
ættu að nota
sögnina ljá eins
og flestir kjósa.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL 58
Jón G. Friðjónsson 58. þáttur
sími 568 8181, www.jolahusid.com
Jólahúsið Opið 12-22:30Skólavörðustíg 21a,
Jóla
sve
ina
r
kom
a
Risamarkaður úti
Rósa
Páls
sauma
r í
Eldsmiður að
störfum
Hr
efn
a A
rad
ótti
r
ske
r ú
t jó
lasv
ein
a
Kassakvittana-
happdrætti
Jólahúsið á Menningarnótt
*
*
*
* *
* *
*
*
*
**
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
Fjarðargötu 17 - Hafnarfirði
Sími 520 2600 - Fax 520 2601
Netfang as@as.is
Heimasíða http://www.as.is
Kári Halldórsson, löggiltur fasteignasali,
Jónas Hólmgeirsson, Eiríkur Svanur Sigfússon,
Birna Benediktsdóttir, Melkorka Guðmundsdóttir,
Laufey Lind Sigurðardóttir
Opið virka daga kl. 9–18
FÁLKAHRAUN 8 - FRÁBÆR STAÐSETNING
OPIÐ HÚS Á MILLI KL. 16 OG 18
„LAUST FLJÓTLEGA“ - NÝLEGT OG FALLEGT 142,1 fm
EINBÝLI, hæð og ris ásamt 32,9 fm BÍLSKÚR, samtals
175,0 fm á frábærum stað í HRAUNINU á EINARSREIT.
4 svefnherbergi. Bílskúrinn er innréttaður sem STÚDÍÓ í
dag en lítið mál er að breyta í STÚDÍÓÍBÚÐ eða BÍLSKÚR
aftur. Verð 37,9 millj.
Hanna og Pétur taka vel á móti ykkur - sími 565 3063.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið