Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VEIÐAR á norsk-íslenzku síldinni ganga nokkuð vel um þessar mundir norðarlega í Síldarsmugunni. Síldin er þó dyntótt og getur verið erfitt að ná henni, en víða lóðar á hana. Aflinn er nú orðinn 91.000 tonn og eru vinnsluskipin með tvo þriðju þess afla. Íslenzk skip hafa landað til vinnslu í landi um 32.000 tonnum og hafa erlend skip landað um 7.000 tonnum. Mestu hefur verið landað í Neskaupstað, um 9.000 tonnum. Vinnsluskip sigla ýmist með aflann í land eða umskipa hon- um um borð í flutningaskip á miðunum. Það gera Sam- herjaskipin Baldvin Þor- steinsson og Vilhelm Þor- steinsson, en í vikunni var skipt um áhafnir á þeim í Tromsö í Noregi. Guðmundur VE landaði nú í vikunni 457 tonnum af fryst- um flökum og 550 tonnum af hrati í bræðslu. Verðmæti aflans er um 42 milljónir króna. Skipið er nú komið með um 7.000 tonn upp úr sjó eða 3.500 tonn af flökum. Langur tími í siglingar Sturla Einarsson, skipstjóri á Guðmundi, segir að anzi langur tími fari í siglingar og vonast til að farið verði í það að umskipa í flutningaskip á miðunum. „Við erum viku á siglingu fram og til baka og er- um svo um viku á miðunum að fylla skipið. Við náum að vinna um 80 til 90 tonn af flökum á sólarhring og reynum að taka í hverju holi hæfilegan skammt fyrir vinnsluna. Ef meira kem- ur er bara látið reka þar til vinnslan er farin að hafa und- an, en við togum í fjóra til átta tíma í einu,“ segir Sturla. Hann segir að töluvert sé um síld á svæðinu en oft sé erf- itt að eiga við hana enda sé hún dyntótt. Einn daginn sjá- ist kannski ekkert en svo sé fín veiði daginn eftir. Hann segir að finnist allt þokkalegir blett- ir og þegar þeir hafi verið full- nýttir sé bara að fara að leita af öðrum. Tvílembingarnir fiska vel Íslenzku vinnsluskipin eru öll á veiðum á þessum slóðum norðarlega í Síldarsmugunni, en Vestmannaeyjabátarnir Sighvatur Bjarnason og Ísleif- ur hafa verið þar á svokölluð- um tvílembingi og gengið vel. Það er að þeir eru saman um eitt troll. Margir Færeyingar eru einnig að slíkum veiðum og segir Sturla að þeir fiski mjög vel, mun meira en þeir sem eru einir um trollið. Þetta eigi helzt við þegar síldin er uppi í yfirborðinu. Skip með eitt troll byrji á því að fæla síldina þegar það sigli yfir og svo komi hlerarnir og fæli hana enn meira. Tvílembing- arnir fæli síldina minna og hún safnist saman á milli þeirra og því veiði þeir meira, en spari engu að síður allt að 50% í olíu. Síldin er dyntótt Síldarflotinn að veiðum norð- arlega í Síld- arsmugunni Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Veiðarfæri Trollið tekið um boð í Guðmund VE fyrir brottför frá Akureyri í gær. ÚR VERINU HREPPSNEFND Þórshafnar- hrepps hefur ákveðið að hrinda af stað átaki er miðast að því að styrkja þá er hyggjast ráðast í byggingu íbúðarhúsnæðis í hreppnum í ár og á næsta ári. Verður allt að 6,5 millj- ónum króna varið til þessa verkefnis. Á síðustu 20 árum hefur aðeins einn maður byggt íbúðarhús á Þórshöfn. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Þórshöfn, segir að farið sé að bera á skorti á stórum og meðalstórum eignum í bæjarfélaginu, samfara aukinni eftirspurn eftir íbúðarhús- næði á undanförnum tveimur árum, er skýrist m.a. af því að fólki hafi fjölgað í hreppnum. Þá hafi hrepp- urinn selt tólf eignir í sinni eigu, frá smærri íbúðum upp í einbýlishús í fé- lagslega kerfinu, og virðist margir þeir sem búið hafa í leiguhúsnæði í hreppnum hafa ákveðið að eignast eigið húsnæði. Samanlagt hafi þetta leitt til þess að íbúðarhúsnæði sé af skornum skammti og geti hamlað áframhaldandi fólksfjölgun. „Atvinnuástandið hér hefur verið stöðugt og gott og við finnum það að margir vilja gjarnan flytja hingað og þeir búa áfram sem eru hér fyrir. Að- eins einn maður hefur byggt íbúðar- húsnæði í hreppnum undanfarna tvo áratugi. Þótt hreppurinn hafi byggt nokkur hús á þeim tíma fannst okkur eðlilegra að veita þeim aðilum stuðn- ing sem vilja byggja á eigin vegum, og leggja þannig okkar af mörkum til að meira sé byggt hér,“ segir Björn. Í reglunum um styrkina er gert ráð fyrir að einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök er vilja byggja hús- næði í hreppnum, til eigin nota eða útleigu, geti fengið 10 þúsund króna styrk á hvern fermetra íbúðar, en þó að hámarki 1,3 milljónir króna á hverja íbúð. Framlagið greiðist út í þrennu lagi; 50% þegar grunnur er risinn, 25% þegar húsið er fokhelt og 25% þegar hús og lóð eru fullfrá- gengin. Byggingarkostnaður fast- eigna er nokkuð mismunandi eftir landshlutum, en reikna má með að byggingarkostnaður á fermetra á þessu svæði sé á bilinu 150–180 þús- und krónur fyrir einbýli, með gatna- gerðargjöldum en utan lóðaverðs. Íbúar Þórshafnarhrepps voru 411 um síðustu áramót. Þórshafnar- hreppur er í hópi tíu skuldsettustu hreppa landsins, og námu skuldir hans um síðustu áramót um 324 milljónum króna, eða sem nemur um 788 þúsund krónum á hvern íbúa. Til samanburðar má nefna að hreinar skuldir Reykjavíkurborgar á hvern Reykvíking voru 495 þús. krónur í árslok 2004. Von um fjölgun bygginga „Nokkur skuldsetning einkennir gjarnan staði þar sem er góð upp- bygging, og þótt skuldastaðan sé þessi er afkoma hreppsins góð og reksturinn farsæll. Við teljum því þessum fjármunum vel ráðstafað og bindum vonir við að þetta verði til þess að einkaaðilar ráðist í byggingu íbúðarhúsnæðis hér.“ Stærsti atvinnurekandi bæjarins er Hraðfrystistöð Þórshafnar og hef- ur rekstur hennar gengið með ágæt- um að sögn Björns. „Það er mikið ungt fólk sem hingað leitar, og ég hef trú á að sú þróun haldi áfram.“ Skuldsett sveitarfélag býður styrki til húsbygginga Einn maður hefur byggt síðustu 20 ár Eftir Sindra Freysson sindri@mbl.is Í REIÐHÖLLINNI Svaðastöðum við Sauðárkrók stendur nú yfir glæsi- leg fagsýning landbúnaðarins, en samhliða fer fram síðsumarssýning kynbótahrossa á Norðurlandi og gæðingamót. Á miðvikudag hófust kynbótadóm- ar hrossanna sem þátt tóku í síðsum- arsmótinu, og stóðu þeir fram á fimmtudag. Landbúnaðarsýningin var svo opnuð í gær og stendur hún fram á sunnudag. Ingimar Ingimarsson fram- kvæmdastjóri sýningarinnar sagði að byrjað hafi verið á undirbúningi í maí í vor og því væri hann mjög ánægður með það hversu góð þátttaka væri í sýningunni með svo skömmum fyrir- vara. Hann sagði þegar hafa komið fjölda fólks og til að mynda hefði beðið rúta með hóp skógarbænda af Héraði þeg- ar opnað hafi verið í morgun. „Sýnendur eru tuttugu og hér er- um við að draga fram það sem er nýj- ast í greininni, þetta eru fyrirtæki sem eru með vörur fyrir bændur, hér eru fjármögnunar- og tryggingafyr- irtæki þannig að þetta er raunveruleg fagsýning. Hér eru líka bæði Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri og Háskólinn á Hólum og kynna starf- semi sína og flutt verða fræðsluerindi á vegum beggja skólanna. Hér erum við að reyna að skapa vettvang fyrir þá sem stunda landbúnaðinn og þá sem eru að þjónusta þessa grein,“ sagði Ingimar Ingimarsson að lokum. Nýjungar kynntar á landbúnaðarsýningu Ingimar Ingimarsson framkvæmdastjóri ásamt einum af gæðingunum. Aftur í stuði á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.