Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 51 DAGBÓK 80 ÁRA afmæli. Á morgun, 21.ágúst, verður áttræður Guð- mundur Einarsson, Bjarkarheiði 27, Hveragerði. Hann tekur á móti gest- um á afmælisdaginn milli kl. 16 og 19 í Safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. 21. ágúst verðursextug Fríða Einarsdóttir, ljós- móðir, Ásgarði 2, Garðabæ. Fríða fagnar afmælinu á menningarnótt. 60 ÁRA afmæli. Í dag, 20. ágúst,er sextugur Bjarki Viðar Hjaltason, flugstjóri. Hann og eig- inkona hans, Dýrleif Kristín Stein- dórsdóttir, taka á móti ættingjum, vin- um og samstarfsmönnum á heimili sínu Lækjarhjalla 24, Kópavogi, í dag milli kl. 18 og 21. HM ungmenna. Norður ♠10 ♥Á942 N/Enginn ♦93 ♣KG8765 Vestur Austur ♠KG965 ♠D43 ♥D83 ♥KG765 ♦86 ♦107 ♣Á103 ♣D42 Suður ♠Á872 ♥10 ♦ÁKDG542 ♣9 Pólverjar höfðu gott forskot (122- 77) eftir þrjár lotur af sex í úrslita- leiknum við Bandaríkjamenn á HM ungmenna, en vindáttin snerist í fjórðu lotu, sem Bandaríkjamenn unnu með 40 stiga mun. Ellefu stig komu í spilinu að ofan. Vestur Norður Austur Suður Wooldridge Kalita Hurd Kotorowicz -- Pass Pass 1 tígull 1 spaði 1 grand * 2 spaðar 3 grönd Pass Pass Pass * yfirfærsla í lauf Út kom hjarta og Kalita tók sína upplögðu níu slagi: 400 í NS. Á hinu borðinu tók Justin Lall af skarið með spil suðurs og keyrði í slemmu: Vestur Norður Austur Suður Buras Greenberg Araskiewicz Lall -- Pass Pass 1 tígull 1 spaði Dobl * 2 spaðar 4 grönd Pass 5 lauf Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Lall sá fyrir sér stuttan spaða hjá makker og treysti á að fá einhvern stuðning við tígulinn. Trompútspil er best fyrir vörnina, en Buras kom út með spaða. Lall tók drottningu austurs með ás og spilaði laufi. Buras dúkkaði fum- laust, en Lall hitti á að stinga upp kóng. Hann gat svo trompað tvo spaða í borði og það dugði í tólf slagi. Það hefði engu breytt um niðurstöð- una þótt Buras hefði farið upp með laufás og spilað trompi. Sagnhafi get- ur þá fríað laufið með einni stungu og á hjartaásinn eftir sem innkomu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5. Rf3 e6 6. Be3 cxd4 7. cxd4 Bb4+ 8. Rc3 O-O 9. a3 Bxc3+ 10. bxc3 b6 11. Bd3 Ba6 12. O-O Bxd3 13. Dxd3 Rbd7 14. Hfd1 Hfc8 15. Hac1 b5 16. Db1 Re4 17. Hd3 Hc4 18. Rd2 Rxd2 19. Bxd2 Hac8 20. Hh3 Rf6 21. He1 a6 22. Dd3 Df5 23. De2 Dc2 24. Hg3 Re4 Staðan kom upp í kvennaflokki í Evrópukeppni landsliða sem lauk fyrir skömmu í Gautaborg í Svíþjóð. Inna Agrest (1984) hafði hvítt gegn Guðfríði Lilju Grétarsdóttur (2046). 25. Hxg7+! Kh8 svartur hefði tapað drottningunni eftir 25. …Kxg7 26. Bh6+. 26. Hxf7 Dxd2 27. Dxe4 Dh6 28. De5+ Kg8 29. Hf6 Dg7 30. Dxe6+ Kh8 31. De8+ Hxe8 32. Hxe8+ Dg8 33. Hxg8+ Kxg8 34. Hxa6 Hxc3 35. g3 Hd3 36. Ha5 og svartur gafst upp enda er hann þrem peðum undir í hróksendatafli. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur á Akureyri tóku sig til á dögunum og söfn- uðu flöskum sem þær svo seldu og fengu 1.700 krónur fyrir. Peningana gáfu þær Rauða krossinum á Akureyri. Þær heita Bryndís Móna Róbertsdóttir og Sigríður Hannesdóttir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Berjaferð „út í bláinn“ fimmtudaginn 25. ágúst. Brottför frá Gullsmára kl. 13.15 og Gjábakka kl. 13.30. Ekin Krísuvíkurleið í Selvog en þar mun vera gott berjaland. Kaffihlaðborð á „Hafinu bláa“. Ekin leiðin Alviðra – Nesjavellir. Gefi ekki til berja verður farið í skemmtilega útsýnisferð „út í bláinn“ Skráning- arlistar í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dagsferð 25. ágúst – Reykjanes- skagi: Ekið um Vatnsleysuströnd og Voga, Jarðfræðisafnið í Gjánni í Svartsengi skoðað, og Saltfisksetrið í Grindavík, síðan ekið að Reykjanes- vita,að Garðskagavita og til Sand- gerðis, Hvalneskirkja skoðuð. Uppl. og skráning í síma 588 2111. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Klassík leikur fyrir dansi í Stangarhyl 4. Dagsferð 30. ágúst Krýsuvík, Sel- vogur, Flóinn. Komið við í Krýsuvík, Herdísarvík, Strandarkirkju og Þor- lákshafnarkirkju, söfnin og kirkjan á Eyrarbakka skoðuð. Uppl. og skrán- ing í síma 588 2111. Félag kennara á eftirlaunum | Ferð- in í Fjörður og Flateyjardal miðviku- daginn 24. ágúst kl. 9 frá Umferð- armiðstöðinni á Akureyri. Skráning hjá KÍ í 595 1111. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er opið frá 9–16.30. Unnið er að gerð vetrardagskrár, óskir og ábend- ingar vel þegnar. Nýtt leiðakerfi Strætó verður kynnt bráðlega, nán- ar kynnt síðar. Postulínsnámskeið byrjar mánud. 5. sept. kl. 13, umsjón Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, skráning stendur yfir. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Hraunsel | Pútt á Vallarvelli kl. 10– 13.30. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið í Fé- lagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 er öllum opið. Gönguferð í dag árdegis kl. 10. Gangan heitir Út í bláinn og er fjölskylduganga Laugardals- og Háa- leitishverfis. Að lokinni göngu er boðið upp á teygjuæfingar og ís- lenskt vatn. Gengið er í u.þ.b. klukku- stund. Allir velkomnir. Laugardagur 20. ágúst 16.00: Setning Kirkjulistahátíðar 2005. Tónlistardagskrá og ávörp. Opnun sýningar á verkum eftir Rúrí, borgarlistamann Reykjavík- ur 2005, í forkirkju og kirkjuskipi. 18.00- 22.00: Unglistahátíð á Menningarnótt í Hallgrímskirkju. Ungir listamenn fá frjálsar hendur um listsköpun og listflutning, m.a. í formi innsetn- inga og gjörninga sem fara fram í turnrýmunum tveimur. 18.00: Matteusarguðspjall, upplestur úr nýrri Biblíuþýðingu 19.00: Nýstárlegir hljómar. Simon Jermyn frá Írlandi leikur á gítar og skapar djúpa og breiða hljóðheima inni í kirkjurýminu. Steindór G. Kristinsson flytur rafverk í kirkj- unni, spilað í gegnum hulda og sýni- lega hátalara. 20.00: Barokksveifla. Félagar úr Al- þjóðlegu barokksveitinni Den Haag ásamt sópransöngkonunni Ragn- heiði Árnadóttur flytja verk eftir Bach, Händel, Purcell o.fl. 21.00: Tónskáld framtíðarinnar. Fyrr- verandi og núverandi nemendur í Listaháskóla Íslands flytja verk eftir tónsmíðanemendur skólans. 22.00: Helgistund með ungu tónlist- arfólki í umsjón sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar Aðgangur er ókeypis að öllum dagskrárliðum. Dagskrá Kirkjulistahátíðar Í SKAFTFELLI á Seyðisfirði verða í dag opnaðar einkasýn- ingar Carls Boutards og Doddu Maggýjar. Carl, sem sýnir í aðalsalnum, nefnir sýningu sína „Hills and drawings“. Sýning Doddu nefnist „Verk 19“ og er síðasta sýningin í röð- inni listabrall/atmuck á vest- urveggnum. Carl og Dodda hafa dvalið á Seyðisfirði í sumar og fengist við list sína og ýmis tengd störf, m.a. í veitingastofu Skaftfells, en sú veitingastofa hefur þá sérstöðu að þar starfa einkum myndlist- armenn yfir sumartímann. Sýningarnar verða opnaðar með viðhöfn kl. 16 og gestum og gangandi boðið upp á veitingar kl. 17. Tónlistarmaðurinn Borkó mun skemmta á meðan. Sýningar Carls og Doddu standa til 18. september en þá hefst haustsýn- ingardagskrá Skaftfells. Eitt verkanna sem sýnt verður í Skaftfelli. Nýjar sýningar í Skaftfelli SÝNINGUM Dieter Roth lýkur á morgun. Þær fara fram í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Galleríi 100°. Sýningarnar voru haldnar í tengslum við Listahátíð en listamaðurinn svissnesk-þýski hafði aðsetur á Íslandi frá sjötta áratugnum. Þetta er fyrsta stórsýn- ing hans hér á landi en sýning- arstjóri er Björn Roth, sonur hans. Dieter Roth lýkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.