Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 35 UMRÆÐAN Öldungadeild MH Ný stundatafla: Kennsla hefst kl. 16.45 Skástokkar tvisvar í viku snemma kvölds Langstokkar einu sinni í viku síðla kvölds Innritun: 18.-20. ágúst. Sjá nánar: www.mh.is Sími 595-5200 Hver lína er í fjórum hlutum; Nafn námsgreinar, númer áfanga, kóði kennara og stofunúmer. Þannig er SÁL103 HAF 20 = Sálfræði 103, Harpa Hafsteinsdóttir kennir í stofu 20. Auk áfanga í töflu eru nokkrir dreifmennts- og fjárnámsáfangar í boði (Sjá nánar á www.mh.is) Tími Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur 16.45- 17.45 EÐL103-VRE-23 EFN313-SJO-27 ENS303-JON-31 LIF113-SAK-26 SAL103-HAF-20 STÆ103-HEJ-12 ÍTA1036-JOG-41 FRA103-ALA-33 JAR103-AUD-18 SPÆ103-APS-41 ÞYS103-BEH-14 ISL503-SIS-15 STÆ303-GAR-12 STÆ313-NN-13 ÞYS303-VAB-14 EFN103-SJO-27 NAT133-VRE-23 SAL403-HAF-20 ISL103-RAR-15 STÆ263-HEJ-13 ÍTA303-JOG-41 FRA303-ALA-33 SAG103-NN-30 SPÆ303-IST-40 NAT113-PIM-23 NAT123-SOF-25 STÆ503-GAR-16 17.55- 18.55 ÞYS303-VAB-14 EFN103-SJO-27 NAT133-VRE-23 SAL403-HAF-20 ISL103-RAR-15 STÆ263-HEJ-13 ÍTA303-JOG-41 FRA303-ALA-33 SAG103-NN-30 SPÆ303-IST-40 NAT113-PIM-23 NAT123-SOF-25 STÆ503-GAR-13 STÆSTO-RAB-15 EÐL103-VRE-23 EFN313-SJO-27 ENS303-JON-31 LIF113-SAK-26 SAL103-HAF-20 STÆ103-HEJ-12 ÍTA1036-JOG-41 FRA103-ALA-33 JAR103-AUD-18 SPÆ103-APS-41 ÞYS103-BEH-14 ISL503-SIS-15 STÆ303-GAR-12 STÆ313-NN-13 19.10- 20.10 DAN103-ANO-38 DAN303-GUR-31 FEL263-AÐA-36 SAG303-EIN-30 ENS103-WIN-31 FEL203-AÐA-36 ISL203-HEW-15 ISL303-GAS-16 FRA513-SAN-14 ENS403-ÞOR-31 FEL103-SKA-20 SAG383-GAS-30 ÞJÓ103-ÞOK-36 ISL403-BÓL-15 LIF103-NN-26 MYN153-IÐU-47 NAT103-RUT-22 SAG123-EDD-30 20.15- 21.15 DAN103-ANO-38 DAN303-GUR-31 FEL263-AÐA-36 SAG303-EIN-30 ENS103-WIN-31 FEL203-AÐA-36 ISL203-HEW-15 ISL303-GAS-16 FRA513-SAN-14 ENS403-ÞOR-31 FEL103-SKA-20 SAG383-GAS-30 ÞJÓ103-ÞOK-36 ISL403-BÓL-15 NAT103-RUT-26 MYN153-IÐU-47 LIF103-NN-22 SAG123-EDD-12 Heimsferðir bjóða glæsilega þriggja vikna haustferð með Sigurði Guðmundssyni til Costa del Sol 28. september (aukavika í boði frá 21. sept.). Haustið er yndislegur tími á Costa del Sol; Hiti þægilegur, allt í blóma og því einstakt að dvelja á þessum fallega stað. Úrval glæsilegra og vel staðsettra gistivalkosta. Skemmtidagskrá með Sigurði Guðmundssyni í boði auk fjölda spennandi kynnisferða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Eldri borgaraferð 28. september í 3 vikur Costa del Sol með Sigurði Guðmundssyni Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 92.790 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi með morgunverði á Hotel Melia Costa del Sol 28. sept. í 3 vikur. • Kvöldvökur • Leikfimi • Út að borða • Félagsvist • Kynnisferðir • Stafaganga og fræðsla Verð kr. 79.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Principito Sol 28. sept. í 3 vikur. Sértilboð á Principito Sol Glæsilegur aðbúnaður Dagskrá með Sigurði ÉG UNDIRRITAÐUR sat í Rannsóknarnefnd flugslysa, sem rannsakaði m.a. flugslys sem varð í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Ég get ekki orða bundist vegna enn einnar „yfirlýsingar“ frá tveimur mönnum (FÞG&JÓS) um þetta mál sem birtist nýlega í Morg- unblaðinu. Þeir fjalla um nýútkomna skýrslu sérskipaðrar rannsóknarnefndar mjög hæfra manna, sem fór yfir allar hlið- ar þess og telja hana hafa staðfest málflutn- ing sinn og aðstoð- armanna sinna. Í ritsmíð sinni „gleyma“ þeir þó eðli- lega ýmsu sem fram kom í skýrslunni og þeim hentar ekki, svo sem til dæmis aðal- atriðinu, en það er að hin sérstaka rannsóknarnefnd er fullkomlega sammála niðurstöðum RNF frá því í mars 2001 um að hreyfill flugvél- arinnar hafi stöðvast vegna elds- neytisskorts, sem útaf fyrir sig átti alls ekki að valda slysinu. Í fram- haldi af aflmissinum missti flug- maðurinn vald á flugvélinni sem steyptist í sjóinn. Þegar skýrsla RNF sem kom út í mars 2001 var á lokastigi, hófst mikil og skipulögð herferð á hend- ur okkur þar sem þeir FÞG&JÓS gátu ekki sætt sig við þessar nið- urstöður RNF því þær hentuðu ekki hagsmunum þeirra. Sá tími sem í hönd fór var okkur nefnd- armönnum mjög erfiður vegna þeirra árása sem við urðum fyrir, ekki aðeins af hálfu nokkurra ein- staklinga heldur einnig jafnvel al- þingismanna sem virtust þurfa að nota þetta sorglega mál til þess að upphefja sig með því að ráðast á samgönguráðherra og jafnvel á okkur nefndarmennina persónulega og var þá einskis svif- ist. Það var hart að þurfa m.a. að sitja undir atlögu að starfs- heiðri sínum þegar staðreyndir og eigin samviska fullvissaði okkur um að verkin sem við vorum að vinna væru rétt og heiðarleg. Mér er full- kunnugt um að félagar mínir í RNF tóku þetta mjög nærri sér, menn sem höfðu unnið að rannsóknum við- kvæmra og vandasamra mála í ára- tugi og máttu ekki vamm sitt vita. Allir nefndarmenn unnu af sam- viskusemi í þessu máli sem öðrum. Þeir leituðust við að gæta alls rétt- lætis og höfðu engra hagsmuna að gæta, hvorki persónulegra, fjár- hagslegra né pólitískra. Ekki má gleyma því að sérfræð- inganefnd frá flugslysarannsókn- ardeild Alþjóðaflugmálastofnunar- innar (ICAO) kom hér vorið 2001 að ósk samgönguráðherra og gerði úttekt á vinnubrögðum RNF og skýrslugerð hennar í þessu máli. Niðurstaðan var mjög jákvæð fyrir RNF og auk þess voru sér- fræðingarnir sammála okkur um niðurstöður og líklegar orsakir áð- urnefnds flugslyss, en sú nið- urstaða hentaði heldur ekki sömu tilteknu aðilunum og fyrr og þeir leigðu tvo Breta (Forward&Taylor) til þess að koma með hagstæðari niðurstöður en þá sem fram kom í skýrslu RNF og voru síðar stað- festar af ICAO. Skýrsla Bretanna snérist um starf og skýrslu RNF og átti ekk- ert skylt við hlutlausa sjálfstæða rannsóknarskýrslu. Vinnubrögð þeirra voru vægast sagt forkast- anleg og ófagleg. Ég veit ekki dæmi þess, að samviskusamir og hlutlausir rannsakendur flugslysa hafi hagað sér á þann hátt sem þessir menn gerðu. Það var erfitt að skilja tilganginn með skýrslunni – nema þá að tilgangurinn hafi helgað meðalið. Framganga sumra fjölmiðla og einstaka manna í þessu máli var at- hyglisverð. Sumir kjósa að setja frásögn sína fram á neikvæðan hátt sé þess á annað borð kostur og sem dæmi gekk ein fréttakona sjálfs Ríkisútvarpsins sérstaklega fram í því að búa til þannig þætti. Einn þeirra var t.d. viðtal við mann sem kynntur var sem flugmaður og „ráðgjafi“ í málinu og taldi sig hafa sannleikann fram að færa um að hreyfill flugvélarinnar hefði brætt úr sér. Fréttakonan bar ásak- anirnar ekki undir okkur áður en Ríkisútvarpið flutti þetta í frétta- tíma sínum. Þessi niðurstaða hent- aði einhverjum málstað betur en raunveruleikinn. Eftir að skýrsla Bretanna kom út, fór RNF þess á leit við sam- gönguráðherra, að hann skipaði sérstaka óháða rannsóknarnefnd sérfræðinga til þess að rannsaka flugslysið og m.a. fara yfir fyr- irliggjandi skýrslur, m.a. skýrslu RNF og skýrslu þeirra F&T. Jafn- framt sagði Rannsóknarnefnd flug- slysa sig frá málinu. Samgöngu- ráðherra varð við þessu og skipaði sérstaka rannsóknarnefnd í þetta mál í nóvember 2002, undir forystu prófessors Sigurðar Líndal. Núna um síðustu mánaðamót, eða tæpum 5 árum eftir flugslysið, kom svo skýrsla hinnar sérstöku rannsóknarnefndar út. Í stuttu máli þá staðfestir nefndin að öllu leyti mat RNF á líklegum orsökum flugslyssins og tekur undir þær til- lögur sem RNF gerði um bætt ör- yggi í flugi. Hún gagnrýnir einnig harðlega skýrslu Bretanna og m.a. ósæmilegar og órökstuddar að- dróttanir þeirra í garð RNF. Það vakti furðu margra, að menn, sem sögðust fara fram í nafni aukins flugöryggis, gátu ekki sætt sig við niðurstöður RNF sem lagðar voru fram með fullum rök- um. Nú bregður svo við að þessir sömu menn fagna þessum sömu niðurstöðum hinnar sérskipuðu rannsóknarnefndar. Við sem bárum ábyrgð á rann- sókn áðurnefnds flugslyss erum sannfærðir um að skýrsla RNF um það var fagleg, byggð á stað- reyndum og að niðurstöðurnar í skýrslunni eru réttar. Á sama hátt höfum við alltaf verið sannfærðir um að þegar hlutlausir og hæfir kunnáttumenn færu yfir málið og rannsókn okkar á því, gætu þeir engan veginn komist að annarri niðurstöðu en við, sem nú hefur orðið raunin. Frá okkar bæjardyrum séð var það vissulega mikilvægt, að í rök- semdafærslu sinni og niðurstöðum var hin sérstaka rannsóknarnefnd fullkomlega sammála niðurstöðum RNF. Ég hef ekki séð eða heyrt neinn þeirra sem gerðu sitt besta til þess að reyta æruna af okkur nefnd- armönnum RNF, taka til baka rangfærslur og tilbúning sem þeir létu frá sér fara á þessum tíma, hvað þá að biðja okkur afsökunar. Ég hef heldur ekki heyrt áð- urnefnda fréttakonu kynna nið- urstöður hinnar sérstöku rannsókn- arnefndar eftir að skýrsla hennar kom út eða leiðrétta fréttaflutning sinn sem byggður var á misskiln- ingi og vanþekkingu „ráðgjafans“. - - - Skýrslu hinnar sérstöku rann- sóknarnefndar má m.a. finna á heimasíðu samgönguráðuneytisins, svo og á heimasíðu Morgunblaðs- ins, undir flokknum „Ítarefni“. Nokkur orð að lokum Skúli Jón Sigurðarson fjallar um rannsóknir á flugslysinu í Skerjafirði 7. ágúst 2000 ’…var það vissulegamikilvægt, að í rök- semdafærslu sinni og niðurstöðum var hin sérstaka rannsókn- arnefnd fullkomlega sammála niðurstöðum RNF. ‘ Skúli Jón Sigurðarson Höfundur sat í Rannsóknarnefnd flugslysa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.