Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Kveðja frá
Kennaraháskóla
Íslands
Andri Ísaksson
fyrrverandi deildar-
stjóri skólarannsóknadeildar
menntamálaráðuneytisins er fallinn
frá fyrir aldur fram.
Í Kennaraháskóla Íslands minn-
umst við Andra Ísakssonar fyrst og
fremst sem brautryðjanda á sviði
skólarannsókna. Þegar hann hafði
nýlokið námi í sálfræði við Sor-
bonne-háskóla fór þáverandi
menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gísla-
son, þess á leit við hann að annast
fræðilega rannsókn á íslenska skóla-
kerfinu. Rannsókn þessi átti að
verða undirstaða tillögugerðar um
nauðsynlegar breytingar til að sam-
ræma það breyttum þjóðfélagshátt-
um og nýjum sjónarmiðum í skóla-
og uppeldismálum. Þessar rann-
sóknir lögðu síðar grunn bæði að því
almenna skólakerfi sem við búum við
enn í dag og kennaramenntuninni í
landinu. Í kjölfar þeirra var Andri
skipaður fulltrúi bæði í nefndinni
sem lagði drög að fyrstu grunnskóla-
lögunum og þeirri sem undirbjó
lagasetningu um Kennaraháskóla
Íslands og færði menntun íslenskra
kennara á háskólastig.
Andri Ísaksson var víðsýnn skóla-
maður sem ruddi braut fjölmörgum
hugmyndum um breytta kennslu-
hætti og skipulag náms. Með rann-
sóknum sínum rökstuddi hann mik-
ilvægi þess að hefðbundinn rammi
skólastarfs yrði víkkaður og tekið til-
lit til þeirra breytinga sem orðið
höfðu á samfélagsmyndinni á árun-
um frá lokum síðari heimsstyrjald-
arinnar fram til sjötta áratugarins.
Hann hafði sérstakan áhuga á þróun
námsefnis og kennsluaðferða og
lagði áherslu á að hver nemandi ætti
að njóta hæfileika sinna og getu á
eigin forsendum. Hann var þannig
með fyrstu talsmönnum þess hér á
ANDRI
ÍSAKSSON
✝ Andri Ísakssonfæddist í Reykja-
vík 14. nóvember
1939. Hann lést á
heimili sínu í Kópa-
vogi 6. ágúst síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Kópa-
vogskirkju 18. ágúst.
landi að nemendum
væri ekki raðað í bekki
í ljósi fyrra námsár-
angurs heldur væru
bekkjardeildir skipað-
ar fjölbreyttum hópi
nemenda sem nytu
stuðnings við hæfi í
námi sínu. Þetta var
honum fyrst og fremst
siðferðilegt og sam-
félagslegt áhugamál
sem hann vann fylgi
m.a. með ötulli kynn-
ingu á starfsemi hinn-
ar fyrstu skólarann-
sóknardeildar. En breytingar frá
fyrri skipan gerðu einnig kröfu um
fjölbreyttara námsefni og kennslu-
aðferðir. Þróunarstarf á þeim vett-
vangi var ekki síst í höndum Andra
sem stjórnanda skólarannsókna-
deildar. Þannig leiddi hann víðtæka
endurskoðun námsefnis þar sem
áhersla var lögð á sjálfstæða hugsun
og frumkvæði nemenda ekki síður en
kennslu í þeirri námsgrein sem um
var að ræða hverju sinni. Auk starfa
sinna við Háskóla Íslands var Andri
um árabil stundakennari við Kenn-
araskólann og tók þá þátt í frum-
kvöðlastarfi Brodda Jóhannessonar
þáverandi skólastjóra við skipulagn-
ingu fyrsta framhaldsnáms sem
Kennaraskólinn bauð upp á. Eftir að
Andri kom heim frá störfum sínum
að skólamálum erlendis naut Kenn-
araháskólinn einnig starfskrafta
hans við mikilvæg verkefni en þá tók
hann sæti í dómnefnd um hæfi um-
sækjenda um kennarastöður við
skólann.
Kennaraháskóli Íslands minnist
Andra Ísakssonar með virðingu og
þakklæti fyrir þau áhrif sem hann
hafði bæði á skólastarfið í landinu og
menntun þeirra kennara sem þar
starfa.
Fyrir hönd skólans sendi ég kveðj-
ur til eftirlifandi konu Andra, Svövu
Sigurjónsdóttur, barna þeirra og
fjölskyldna.
Ólafur Proppé, rektor.
Andri Ísaksson, sálfræðingur og
fyrrverandi prófessor, er látinn.
Baráttumaður er fallinn. Sálfræð-
ingar hafa misst traustan félaga úr
sínum röðum.
Segja má að Andri hafi verið af
annarri kynslóð sálfræðinga á Ís-
landi á eftir frumherjunum sem
stofnuðu Sálfræðingafélagið en
Andri lauk sálfræðiprófi frá Sor-
bonne háskóla 1965. Andri var strax
virkur félagi í Sálfræðingafélaginu
og hafði starfað í stjórn þess áður en
hann tók við formennsku félagsins
1972 og var formaður til 1976. Naut
félagið þess að Andri var mikill hug-
sjóna- og baráttumaður. Það var í
lok formennskutíðar Andra að félag-
ið náði sigri í einu stærsta hags-
munamáli sínu frá upphafi þegar lög
um sálfræðinga voru sett. Lögin
kveða á um skilyrði fyrir menntun,
um kröfur til starfsleyfis og um lög-
verndun starfsheitis. Var Ísland á
meðal fyrstu landa í Evrópu að setja
lagaramma um menntun, störf og
starfssvið sálfræðinga. Þessum ár-
angri var ekki minnst að þakka elju
og dugnaði Andra.
Andri var heiðursfélagi Sálfræð-
ingafélags Íslands. Það var sérstak-
lega ánægjulegt að Andri skyldi á
síðasta ári taka virkan þátt í hátíð-
arhöldum vegna 50 ára afmælis Sál-
fræðingafélagsins. Andri stýrði há-
tíðarfundi félagsins af festu og
röggsemi þrátt fyrir að hann væri
ekki heill heilsu.
Ég votta eiginkonu Andra og fjöl-
skyldu hans hluttekningu mína.
Halldór Kr. Júlíusson,
formaður Sálfræðingafélags
Íslands.
Mér var brugðið þegar ég fékk
fregnina um andlát Andra Ísaksson-
ar. Kunningsskapur okkar hófst
þegar í menntaskóla og síðar á æv-
inni áttum við um skeið talsverð
samskipti og samstarf, einkum á
sviði skólamála og í pólitík.
Þegar Andri kom heim að loknu
námi í Frakklandi árið 1965 starfaði
hann fyrst sem skólasálfræðingur í
Reykjavík, en var ári síðar ráðinn til
menntamálaráðuneytisins sem sér-
fræðingur þess í skólarannsóknum.
Utan um það starf var fljótlega búin
til sérstök skólarannsóknadeild í
ráðuneytinu og veitti Andri henni
forstöðu þar til hann var skipaður
prófessor í uppeldisfræðum við Há-
skóla Íslands árið 1973.
Á þessum árum var mikil gerjun í
skólamálum á Íslandi. Skólakerfið
sem hafði staðið lítið breytt frá 1946
var staðnað á margan hátt og hafði
Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð-
herra frumkvæði að því að koma
málum þar á hreyfingu. Ráðning
Andra og stofnun skólarannsókna-
deildarinnar var liður í því endur-
bótastarfi. Skólarannsóknadeildin
varð ekki aðeins „rannsóknadeild“ í
þröngum skilningi heldur jafnframt
– og raunar fyrst og fremst – „Þró-
unar og umbótadeild“. Undirbúning-
ur var hafinn að setningu nýrrar lög-
gjafar um barnafræðslu, framhalds-
skólanám opnað fyrir fleirum en
áður og hugað að nýsköpun á sviði
verk- og tæknimenntunar. Að þess-
um verkefnum öllum kom Andri af
fullum krafti, oftast sem formaður
eða ritari þeirra nefnda sem um mál-
ið fjölluðu hverju sinni. Það yrði allt-
of langt mál að rekja þessi verkefni
öll í einstökum atriðum á þessum
vettvangi, en mörg þeirra komust til
framkvæmda og ollu umbyltingu á
ýmsum þáttum fræðslukerfisins.
Nægir þar að nefna samþykkt
grunnskólalaganna 1974, en undir-
búningur að þeim hófst strax árið
1969.
Eftir að ég tók við stjórn Flens-
borgarskólans 1972 urðu samskipti
okkar Andra talsvert mikil. Ég leit-
aði oft ráða til hans um ýmis mál og
iðulega kallaði hann mig á sinn fund
til skrafs og ráðagerða um einstök
viðfangsefni. Andra var vel ljóst að
stjórnvaldsákvarðanir einar og sér
dygðu skammt til þess að koma end-
urbótum í framkvæmd, mestu máli
skipti að það fólk sem ætti að fram-
kvæma þær hefði skilning á því hvað
í þeim fælist og væri tilbúið til að
leggja sig fram af sannfæringu til að
koma þeim á. Hann lagði því mikla
áherslu á sem víðtækast samstarf og
samráð við sem flesta.
Þetta sjónarmið kom sérstaklega
fram í vinnu hans við endurskoðun á
námsskrám, en til þeirrar vinnu
skipaði hann fjölmarga starfshópa
skólafólks í einstökum námsgrein-
um, og til þess að hindra að þessir
starfshópar einangruðust um of hver
frá öðrum, stóð hann nokkrum sinn-
um fyrir námskeiðum þar sem allir
hóparnir og margir aðrir komu sam-
an í nokkra daga til að bera saman
bækur sínar og hlýða á fyrirlestra
um námsskrárgerð. Ég sótti tvö slík
námskeið, annað á Laugarvatni en
hitt á Hrafnagili. Þessum námskeið-
um stjórnaði ásamt Andra dr. Wolf-
gang Edelstein, sem var mikill
áhrifamaður í skólaþróun þessara
ára á Íslandi.
Í upphafi starfsferils síns í
menntamálaráðuneytinu var Andri
skipaður ritari íslensku UNESCO-
nefndarinnar. Með því hófust tengsl
hans við þessa merku alþjóðastofn-
un, en þau urðu bæði mikil og lang-
varandi. Síðustu áratugina gegndi
hann margvíslegum störfum á veg-
um UNESCO og dvaldist þá lang-
dvölum erlendis. Síðast var hann yf-
irdeildarstjóri framhaldsskóla- og
verkmenntadeildar UNESCO í Par-
ís.
Af framansögðu má sjá að ævi-
starf Andra var að mestu helgað
menntamálum, fyrst hér heima við
störf í ráðuneyti og háskóla, og síðan
á alþjóðavettvangi við rannsóknir og
stjórnunarstörf á sviði menntamála.
En hann kom víðar við á lífsleiðinni.
Meðal annars tók hann um skeið
virkan þátt í stjórnmálum, og á þeim
vettvangi lágu leiðir okkar líka sam-
an. Finnst mér rétt að víkja örlítið að
þeirri hlið í þessum kveðjuorðum.
Vorið 1974 urðu mikil umbrot í ís-
lenskri pólitík. Ríkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar, sem studdist við Al-
þýðubandalagið og Samtök
frjálslyndra og vinstri manna auk
Framsóknarflokksins, missti þing-
meirihluta sinn af því að tveir þing-
menn og ráðherrar Samtakanna létu
af stuðningi við hana. Í stað þess að
biðjast lausnar þegar svo var komið
tók Ólafur Jóhannesson þann kost að
rjúfa þing og efna til nýrra kosninga.
Um þá ákvörðun varð talsverður
pólitískur hvellur. Magnús Torfi
Ólafsson var eini ráðherra Samtak-
anna sem vildi halda ríkisstjórninni
áfram, en hinir tveir, Hannibal
Valdimarsson og Björn Jónsson,
vildu ganga til samninga við Alþýðu-
flokkinn og Sjálfstæðisflokkinn um
stjórnarmyndun án kosninga. Það
var því Magnús Torfi einn sem kom í
veg fyrir myndun nýrrar „viðreisn-
arstjórnar“ þessa vordaga 1974.
Fyrir þá afstöðu hlaut hann þökk og
samúð margra vinstrimanna, sem
vildu ekki að Sjálfstæðisflokknum
yrðu færðir valdataumarnir í landinu
áreynslulaust.
Fljótlega eftir þingrofið ákvað
uppreisnarhópur í Framsóknar-
flokknum, svokölluð Möðruvalla-
hreyfing, undir forystu Ólafs Ragn-
ars Grímssonar að ganga til liðs við
Magnús Torfa og það sem eftir kynni
að vera af Samtökum frjálslyndra og
vinstri manna. Skömmu eftir það hó-
aði hópur manna sem hafði staðið
nærri Alþýðuflokknum sig saman
undir nafninu Samtök jafnaðar-
manna, og bauð líka fram liðsinni sitt
til stuðnings Magnúsi Torfa. Hvata-
menn að þessu munu einkum hafa
verið Njörður P. Njarðvík og Andri
Ísaksson, en fleiri bættust fljótlega í
þann hóp, þar á meðal ég. Þessi
þrenning, Samtökin, Möðruvalla-
hreyfingin og Samtök jafnaðar-
manna, gekk saman til kosninga um
vorið, full bjartsýni. En árangurinn
varð minni en vonir okkar höfðu
staðið til. Samtökin höfðu átt 5 þing-
menn og í ljósi aðstæðnanna mátti
gera ráð fyrir að þeim kynni að
fækka eitthvað, en við vonuðum að
þeir yrðu að minnsta kosti þrír, jafn-
vel fjórir. En þeir urðu aðeins tveir.
Karvel Pálmason náði kjöri á Vest-
fjörðum og honum fylgdi Magnús
Torfi sem uppbótarmaður. Vara-
menn þeirra voru Jón Baldvin
Hannibalsson og Ólafur Ragnar
Grímsson.
Í flokksstjórn Samtakanna áttu
sæti auk þingmanna og varaþing-
manna nokkur hópur manna og vor-
um við Andri báðir þar á meðal. Í
byrjun ríkti þar einhugur um að
standa sem fastast að baki þing-
mannanna en með tímanum fór and-
rúmsloftið í flokksstjórninni að
verða lævi blandið og samheldnin fór
minnkandi með hverjum mánuðinum
sem leið. Það varð æ ljósara að sumir
forystumannanna voru farnir að
leita leiða til að losna út úr þessum
félagsskap og fá frjálsar hendur til
þess að hasla sér nýjan leikvöll í póli-
tíkinni. Við þessar aðstæður varð
viðleitni Magnúsar Torfa til að halda
liðinu saman sífellt erfiðari, en í
þeirri viðleitni reyndist Andri hon-
um ætíð traustur og óbilandi stuðn-
ingsmaður. Andri var ekki þeirrar
gerðar að vilja hlaupa frá því sem
honum var trúað fyrir, og þegar aft-
ur kom til kosninga vorið 1978 voru
Karvel og Jón Baldvin komnir í raðir
Alþýðuflokksins, Ólafur Ragnar í Al-
þýðubandalagið, en Andri var hins-
vegar í framboði fyrir Samtökin í
efsta sæti í Austurlandskjördæmi.
Við þessar kosningar hurfu Samtök-
in endanlega af þingi, og með þeim
lauk líka beinum afskiptum Andra af
íslenskri flokkapólitík.
Með Andra Ísakssyni er horfinn af
sjónarsviðinu dugmikill drengskap-
armaður sem hafði mikil áhrif á sam-
tíð sína. Ég færi Sigrúnu og börnum
þeirra hjóna mínar einlægustu sam-
úðarkveðjur.
Kristján Bersi Ólafsson.
Fyrir um aldarfjórðungi þegar við
bjuggum í París fréttum við af ís-
lenskri fjölskyldu nýfluttri í næsta
nágrenni. Nafn Andra var kunnugt
en ekki þekktum við hann og fjöl-
skylduna að öðru en þjóðerni. Var þá
tilvalið að bjóða þeim að heimsækja
okkur sem þau gerðu strax. Dreng-
irnir okkar voru á svipuðum aldri og
náðu strax vel saman. Þetta varð
ánægjuleg stund og upphafið að
langri og djúpri vináttu og tengslum
ekki bara milli okkar foreldranna
heldur allrar fjölskyldunnar. Kom-
um við oft saman Frakklandsfararn-
ir eins og við kölluðum okkur Andra
og Svövu sem og tvær aðrar fjöl-
skyldur sem komu til Parísar á svip-
uðum tíma. Var þá glatt á góðri
stund og Andri lék við hvern sinn
fingur. Fjölfróður og stálminnugur á
fólk og fyrirbæri og kunni mikið af
kveðskap og sögum.
Margs er að minnast frá liðnum
Parísardögum, sælkeramáltíða og
menningarviðburða, óperu og tón-
leika. Eða þegar Andri leiddi okkur
um sali UNESCO og síðar Samein-
uðu þjóðanna í New York. Minning-
arnar munu ylja okkur um ókomna
tíð.
Andri var einn af frumkvöðlum
nýrrar stefnu í menntamálum þar
sem allir skyldu hafa jafnan rétt til
náms og mennta. Menntun eigin
barna var honum hjartans mál og
ekkert var til sparað að aðstoða þau
við nám sitt. Enda sýndi sig að fram-
andi málið varð þeim engin hindrun.
Þau luku náminu í Frakklandi með
einstökum glæsibrag og hafa síðan
öll lokið háskólanámi með láði í
Bandaríkjunum þar sem þrjú þeirra
starfa.
Mjög var af Andra dregið þegar
hann heimsótti okkur í sumarbústað-
inn með allri fjölskyldunni í sumar.
Okkur grunaði að þetta gæti orðið í
síðasta sinn sem Andri nyti þess að
hafa alla fjölskylduna í kringum sig
áður en börnin þrjú í Bandaríkjun-
um og barnabörnin efnilegu héldu
aftur heim. En hann virtist þrátt fyr-
ir allt á bataleið svo að fregnin um
skyndilegt andlát var óvænt og sár.
Við sendum fjölskyldunni hug-
heilar samúðarkveðjur, þökkum
þeim alla vináttuna við okkur og
biðjum almættið að styrkja þau í
sorg sinni.
Einar, Valfríður og fjölskylda.
Andri Ísaksson var að eðlisfari
eldhugi og svipaði þannig mjög til
föður síns, Ísaks Jónssonar skóla-
stjóra, heilhuga hugsjónamenn og
framkvæmdamenn í senn þeir feðg-
ar og fáum líkir um atorku og ákafa
til góðra verka í þágu uppeldis- og
skólamála. Ég kynntist Andra fyrir
hálfum þriðja áratug er ég réðst til
starfa við skólarannsóknadeild
menntamálaráðuneytisins þar sem
hann var deildarstjóri. Andri ríkir
sterkt í minningunni frá þessum ár-
um, röggsamlegt fas, myndugleg
rödd, yljuð af óþreyju hugsjóna-
mannsins sem vill ótafinn framgang
nýrra hugmynda. Skólarannsókna-
Ástkær faðir okkar, sambýlismaður minn, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURJÓN JÓHANNSSON,
Kaplaskjólsvegi 65,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn
18. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Jóhann Sigurjónsson,
Þórgunnur Sigurjónsdóttir, Marvin E. Wallace,
Katrín Sigurjónsdóttir,
Anna Guðrún Sigurjónsdóttir,
Ingibjörg Þórarinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma,
ALDA SIGURVINSDÓTTIR,
Barðastöðum 11,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 17. ágúst.
Kristín S. Vilhelmsdóttir, Atli Edgarsson,
Guðmundur J. Vilhelmsson, Jóndís Einarsdóttir,
Ragna G. Vilhelmsdóttir, Rudolf K. Rúnarsson,
Linda B. Vilhelmsdóttir, Óskar G. Óskarsson,
Halldór G. Vilhelmsson, Íris Ólafsdóttir,
Alda Guðlaug, Bryndís Ósk,
Ragnar Björn, Hanna Lív,
Guðný Ása og Vilhelm Frank.