Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meirihluti lands-manna telur aðinnflytjendur hafi haft góð áhrif á efna- hagslífið, en næstum fjór- um sinnum fleiri en þeir sem telja lífsgæði sín hafa minnkað telja lífs- gæði sín hafa aukist við fjölgun innflytjenda á Ís- landi. Þrátt fyrir almenna ánægju með aukinn fjöl- breytileika samfélagsins segist hins vegar einn af hverjum fimm Íslending- um mundu vera mjög ósáttur við að búa í næstu íbúð við múslima. Þetta kemur meðal annars fram í skoð- anakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Rauða kross Íslands um viðhorf Íslendinga til minni- hlutahópa. Könnuninn var unnin í júlí og ágúst og var úrtakið 1.350 manns á öllu landinu á aldrinum 16 til 75 ára. Svarhlut- fall var 61,6 prósent. Samkvæmt könnuninni minnka fordómar gagnvart innflytjend- um með aukinni menntun en hins vegar er enginn munur á mennt- unarstigi þegar kemur að nábýli við geðfatlaða. Þannig vill einn af hverjum sjö ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstakling og gildir þá einu hvort hinn að- spurði er langskólagenginn eða ekki. „Byggjum betra samfélag“ Þórir Guðmundsson, sviðs- stjóri útbreiðslusviðs Rauða krossins, segir niðurstöður könn- unarinnar vera gleðilegar enda hafi komið í ljós að flestir Íslend- ingar séu mjög ánægðir með þá þróun að hér er fjölbreyttara samfélag en áður. Hins vegar valdi viðhorf landsmanna til múslima ákveðnum áhyggjum. „Ég hef ekki orðið var við það að múslimar sem hópur hafi skapað einhvern vanda í íslensku samfélagi og því sýnir þetta okk- ur hvaða áhrif fréttir utan úr heimi hafa á íslenskt þjóðfélag,“ segir Þórir og bendir á að ef til vill hafi þeir, sem ekki þekkja innflytjendur af eigin raun, fullan vara á sér. „Það er ekki hægt að alhæfa út frá þessari könnun en það eru einhverjir sem eru ósáttir og við vitum það að útlendingar hafa lent í erfiðleikum með að finna húsnæði og fá á stundum verri þjónustu. Þannig er oft stutt í óþolinmæðina hjá Íslendingum ef fólk talar ekki lýtalausa ís- lensku.“ Könnunin var gerð í upphafi vitundarvakningar sem félagið hyggst standa fyrir undir kjör- orðunum „Byggjum betra sam- félag“. Átakið hefst í dag, á menningarnótt í Reykjavík, með fjöldagöngu niður Hverfisgötuna og rokktónleikum í samvinnu við Rás tvö og Íslandsbanka um kvöldið. Með þessu vill Rauði krossinn hvetja til umræðu í samfélaginu um hvernig megi gera gott samfélag betra á sama tíma og margvíslegar þjóðfélags- breytingar eru að verða, meðal annars með fjölgun innflytjenda í landinu. Vilja koma í veg fyrir ósætti Niðurstöður rannsóknar sem Rannsóknir og greining gerðu fyrir Rauða kross Íslands og birtar voru snemma á þessu ári sýndu fram á töluverða fjölgun ungs fólks í níunda og tíunda bekk grunnskóla landsins sem hafði neikvætt viðhorf til nýbúa. Þórir segir að þær niðurstöður hafi orðið til þess að ákveðið var að hrinda átakinu í framkvæmd, en verið sé að benda á að það sé þess virði fyrir samfélagið allt að taka því fólki sem hér vill búa opnum örmum. „Það er mikil hætta fólgin í því að fólk sem hingað kemur finni fyrir mis- munun. Hættan er sú að það fólk einangrist og verði útskúfað en það getur verið slæmt fyrir þjóð- félagið allt og skapað mikil vandamál. Þannig er það stór- hættulegt fyrir þjóðfélagið þegar ósætti verður milli minnihluta og meirihluta og við viljum koma í veg fyrir það.“ Fréttaskýring | Viðhorf Íslendinga til minnihlutahópa kannað Flestir með já- kvætt viðhorf Ósætti milli minnihluta og meirihluta stórhættulegt fyrir þjóðfélagið Samkynhneigðir hafa unnið ötullega gegn for- dómum í sinn garð. Fjölbreyttar spurningar í könnun Rauða krossins  76% aðspurðra í könnun Rauða krossins töldu að lífsgæði sín hefðu hvorki batnað né versnað við fjölgun innflytjenda. 19% sögðu þau hafa batnað nokkuð eða verulega en 5% sögðu þau hafa versnað. Um 52% töldu að innflytjendur hefðu góð áhrif á efnahagslífið en 16% að áhrifin væru slæm. Þá segjast 57% mundu vera jákvæð gagn- vart því að barn sitt giftist út- lendingi en 16% neikvæð. Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is                 !"! ! !  ! #  !! !  #  $%  &'     ()*% +' ,-'      !"  #  #$ %&$& !"  #  ! %' & # ' $ & # ' (!% (& # ' SUMARÓPERAN æfir þessa dag- ana Galdraskyttuna eftir Carl Maria von Weber en frumsýnt verður á Listahátíð í Reykjavík næsta vor. Á Menningarnótt í dag kl. 17 og aftur kl. 20 geta áhuga- samir tekið forskot á sæluna og litið inn á opna æfingu á verkinu í Iðnó. Leikstjórinn, Jón Gunnar Þórðarson, og hljómsveitarstjór- inn, Gunnsteinn Ólafsson, munu þá spjalla við gesti og gefin verða tóndæmi. Með helstu hlutverk fara Elísa Vilbergsdóttir, Hrólfur Sæ- mundsson, Valgerður Guðnadóttir, Guðmundur Jónsson og Kolbeinn Ketilsson sem á myndinni virðist kominn í hann krappan. Morgunblaðið/Eggert Galdraskyttan æfð í Iðnó HARÐUR árekstur varð á Tryggva- braut á Akureyri í gærmorgun þeg- ar tveir bílar lentu þar saman. Ann- ar bíllinn kastaðist á þann þriðja sem skemmdist lítillega. Hinir bíl- arnir tveir skemmdust hins vegar talsvert. Alls voru þrír úr slysinu fluttir á slysadeild og tveir þeirra útskrifaðir samdægurs. Sá þriðji hlaut höfuðáverka en ekki var talið að um alvarleg meiðsl hafi verið að ræða að sögn lögregl- unnar. Harður árekstur á Akureyri LÖGREGLAN á Blönduósi stöðvaði ökumann innst í Langadal á 136 km hraða í gær. Með í bílnum voru þrjú börn. Engar haldbærar skýringar voru gefnar á hraðakstrinum. Fyrir hraðabrot af þessu tagi má búast við 40 þúsund króna sekt og 3 punktum í ökuferilsskrá. Tekinn á 136 km hraða JEPPI fór út af veginum við Stokka- læk á Rangárvöllum í gær og valt nokkrar veltur. Fimm ungmenni voru í jeppanum og hlutu fjögur þeirra minniháttar skrámur. Ein stúlka var flutt á heilsugæsl- una á Selfossi til nánari skoðunar en hún er ekki talin alvarlega slösuð. Talið er að jeppinn hafi oltið um 30 metra niður hlíð áður en hann stöðv- aðist, en tildrög slyssins eru í rann- sókn að sögn lögreglunnar á Hvols- velli. Jeppinn er talinn ónýtur. Fimm í jeppa sem valt HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, sækir árlegan fund vestnorrænna þingforseta 19.–22. ágúst. Í för með honum eru eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir og Helgi Bernód- usson, skrifstofustjóri Alþingis. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Þórshöfn í Færeyjum. Á fundinum verður rætt um vestnorrænt sam- starf, afstöðuna til Evrópusam- bandsins og samstarf þinganna. Fundur vestnor- rænna þingfor- seta í Færeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.