Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 23 MINNSTAÐUR Pósturinn er aðalstyrktaraðili kvennalandsliðsins Íslenska kvennalandsliðið mætir Hvít-Rússum í undankeppni HM, á Laugardalsvellinum, sunnudaginn 21. ágúst, kl. 14:00. Íslenska liðið er skipað margreyndum kempum sem hafa náð góðum árangri á undanförnum árum. Frítt á völlinn. Komið og hvetjið stelpurnar í eina heimaleik ársins. Í l l li i ti ít í i , l lli , i . t, l. : . Í l li i i f i f . ítt lli . i tji t l í i i l i i . Ísland – Hvíta-RússlandÍ l ít l AKUREYRI EIGENDUR ríflega 40 húsbíla frá Noregi og Svíþjóð eru staddir hér á landi en þeir komu til landsins á bíl- um sínum með Norrænu frá Bergen á dögunum. Húsbílafólkið hefur ferðast um landið og m.a. skemmt sér með húsbílaeigendum á höf- uðborgarsvæðinu. Í fyrrakvöld kom hópurinn saman í Blómaskál- anum Vín í Eyjafjarðarsveit, ásamt félögum í Flökkurum, félagi húsa- bílaeigenda, og þar var glatt á hjalla. Alls voru um 70 húsbílar á stæðinu við Vín og á túni í næsta nágrenni. Hinir erlendu gestir komu til landsins að tilstuðlan hjónanna Sig- rúnar Haraldsdóttur og Jóns Gunn- ars Þorkelssonar. Þau eiga lög- heimili í Danmörku en hafa búið í húsbílnum sínum undanfarin þrjú ár og m.a. dvalið á Spáni yfir vetr- artímann. Í fyrrasumar komu þau Sigrún og Jón Gunnar með eig- endur 114 húsbíla á Norðurlöndum hingað til lands. „Það eru allir með- limir í húsbílaklúbbum á Norð- urlöndum velkomnir í þessar ferðir og við Sigrún erum meðlimir í öll- um klúbbunum,“ sagði Jón Gunnar. Hann sagði það hafa verið draumur sinn lengi að eignast húsbíl og geta farið hvert sem hann vill. „Við lét- um verða af því eftir að ég slasaðist og gat ekki verið lengur á vinnu- markaði. Við seldum húsið okkar og ekki þarf maður því lengur að slá garðinn.“ Sigrún tók undir með manni sínum og sagði að með þessu fyrirkomulagi gætu þau valið út- sýnið áður en þau færu að sofa, ekki þyrftu þau að hafa áhyggjur af leiðinlegum nágrönnum og væru alltaf heima hjá sér. „Það er ekki spurning fyrir fólk sem hefur tök á að fá sér húsbíl og sjálf ætlum við að halda þessum lífsmáta áfram eins lengi og við getum. Maður kynnist fólki á allt annan og per- sónulegri hátt og það er mikil sam- heldni á meðal húsbílafólks,“ sagði Sigrún. Hinir erlendu gestir voru mjög ánægðir með þær móttökur sem þeir fengu hjá húsbílaeigend- um í Reykjavík og á Akureyri og eins með veðrið á samkomunum bæði sunnan og norðan heiða. Sig- rún sagði að hugmyndin væri að skipuleggja ferð húsbílafólks frá Ís- landi erlendis í júní á næsta ári. Sveinn Heiðar Jónsson, formaður Flakkara, sagði að skemmtunin í Vín hefði tekist einstaklega vel, þar sem m.a. hefði verið spilað og sung- ið af krafti. Hann sagði þetta hafa verið kjörið tækifæri til að tengjast fólki í húsbílaklúbbum á Norð- urlöndunum og að vonandi yrði um enn frekari heimsóknir á báða bóga að ræða í framtíðinni. Sveinn Heið- ar sagði að áhugi fyrir húsbílum hefði aukist gríðarlega undanfarin ár og samhliða því væri aðstaða fyrir húsbílafólk stöðugt að batna á tjaldsvæðum landsins. Íslensk hjón í Danmörku hafa búið í húsbílnum sínum í þrjú ár og líkar vel Morgunblaðið/Kristján Flakkarar Sveinn Heiðar Jónsson til hægri og kona hans Erla Oddsdóttir með þau Jón Gunnar Þorkelsson og Sigrúnu Haraldsdóttur á milli sín á bílastæðinu við Blómaskálann Vín í Eyjafjarðarsveit. Þurfa ekki að hafa áhyggjur af leiðin- legum nágrönnum Skemmtidagskrá | Söngvaka verð- ur haldin í Minjasafnskirkjunni á Ak- ureyri í kvöld kl. 20.30. Dagskráin hefur vakið verðskuldaða athygli enda hvergi hægt að finna skemmti- dagskrá af þessum toga. Í sérstakri en viðeigandi umgjörð Minjasafns- kirkjunnar eru áheyrendur leiddir í söngferðalag í tali og tónum um ís- lenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga. Efnisskráin er afar fjöl- breytt og spannar allt frá drótt- kvæðum miðalda til söngva og þjóð- laga frá nítjándu og tuttugustu öld. Fram að 20. öld er íslensk tónlist- arsaga nær einvörðungu saga söngs og sá söngur var nátengdur orðsins list sem ávallt hefur verið þungamiðja íslenskrar menningar. Öðruvísi gat tónlistin varla verið, þ.e. lengst af voru nær engin hljóðfæri til í landinu. Efniviður til að smíða hljóðfæri var enginn til né heldur fjármunir til að kaupa þau. Ekki var heldur til stétt hefðarfólks sem í útlöndum hélt uppi hljómsveitum og hljóðfæraleikurum, segir í fréttatilkynningu. Flytjendur eru þau Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson.    Bifreiðastæðaklukkur | Bæj- arráð Akureyrar samþykki á fundi sínum í gær tillögu þess efnis að 26. ágúst nk. verði bifreiðastæðaklukk- ur teknar upp í miðbæ Akureyrar og frá sama tíma verði rekstri stöðu- mæla í miðbænum hætt. Ennfremur er lagt til að bifreiðastæðaklukk- urnar gildi frá kl. 10–16 mánudaga til og með föstudaga. Þá er heimilt að gera undantekningu á gildistíma bifreiðastæðaklukkna við sérstakar aðstæður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.