Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 11
FRÉTTIR
HÉRAÐSDÓMUR telur að ann-
markar kunni að vera á 18 af 40 lið-
um ákærunnar í Baugsmálinu. Hér
er aðeins tæpt á helstu atriðum
þeirra liða sem nefndir eru í bréfi
héraðsdóms. Lesendum er bent á
að hægt er að lesa ákæruna í heild
sinni á www.mbl.is.
Í II. kafla er kært fyrir umboðs-
svik. Í 5 lið eru Jón Ásgeir Jóhann-
esson forstjóri og Tryggvi Jónsson
aðstoðarforstjóri sakaðir um að
hafa blekkt og misnotað aðstöðu
sína, með vitund Jóhannesar Jóns-
sonar stjórnarformanns þegar þeir
fengu stjórn Baugs til að kaupa
70% hlutafjár í Vöruveltunni hf. á
stjórnarfundi 20. maí 1999.
Í 6. lið II. kafla eru Jón Ásgeir
og Tryggvi sakaðir um að hafa mis-
notað aðstöðu sína þegar Fast-
eignafélagið Stoðir hf., dótturfélag
Baugs hf., keypti fimm fasteignir í
Reykjavík af Litla fasteignafélaginu
ehf. fyrir 354 milljónir. Í árslok
1998 höfðu ákærðu selt Litla fast-
eignafélaginu ehf. eignirnar frá
Vöruveltunni hf. fyrir 217 milljónir.
Í III. kafla er Jóni Ásgeiri gefin
að sök fjárdráttur og/eða umboðss-
vik.
8. liður fjallar um millifærslu 200
milljóna af reikningi í eigu Baugs-
Aðfanga efh. og útgáfu og afhend-
ingu ávísunar að sömu upphæð á
nafn Helgu Gísladóttur. Ávísunin
var síðan afhent Eiríki Sigurðssyni,
sambýlismanni Helgu, til greiðslu á
öllu hlutafé í Vöruveltunni hf.
Í 9. lið er fjallað um ráðstöfun
Jóns Ásgeirs á 95 milljónum króna
frá Baugi og 30 milljóna króna láni
frá Kaupthing í Lúxemborg til
Cardi Holding, dótturfélags Gaums
Holding, bæði í Lúxemborg, sem
hlutafjárframlag í FBA-Holding.
Það félag var í eigu Fjárfestinga-
félagsins Gaums ehf. og þriggja
annarra aðila.
Allir 14 liðir IV. kafla (10–23) eru
nefndir í bréfi héraðsdóms. Þar er
Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu
Jóhannesdóttur gefinn að sök fjár-
dráttur og/eða umboðssvik auk
brota gegn hlutafélagalögum.
10. liður fjallar um að Jón Ásgeir
og Tryggvi hafi látið millifæra 100
milljónir af bankareikningi Baugs
hf. í ágúst 1999 til að borga kaup
Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. á
hlutafé í Baugi hf. Upphæðin var
endurgreidd í áföngum 1999 og
2000.
11. liður: Jón Ásgeir lét um mitt
ár 1999 afhenda Fjárfestingafélag-
inu Gaumi ehf. 10.695.295 hluti
Baugs hf. í Flugleiðum hf. án
greiðslu eða skuldaviðurkenninga.
12. liður: Jón Ásgeir og Tryggvi
létu færa 4,5 milljónir 1999 af
bankareikningi Baugs hf. á reikning
Gaums ehf. vegna kaupa Gaums á
hluta fasteignar.
13. liður: Jón Ásgeir og Tryggvi
létu millifæra 8 milljónir 1999 af
reikningi Baugs hf. sem greiðslu
Gaums ehf. fyrir helming hlutafjár í
Viðskiptatrausti ehf.
14. liður: Jón Ásgeir og Tryggvi
létu millifæra 35 milljónir af banka-
reikningi Baugs hf. á reikning
Gaums ehf. árið 1999 vegna kaupa
Gaums á 186.500 hlutum í Deben-
hams PLC í Bretlandi.
15. liður: Jón Ásgeir og Tryggvi
létu í febrúar 2001 færa rúmlega 50
milljóna króna kröfu á viðskipta-
mannareikning Gaums ehf. hjá
Baugi hf. vegna kaupa Gaums ehf.
á hlutabréfum í Baugi hf. Lánveit-
ingin var án skuldaviðurkenningar,
trygginga og samnings um endur-
greiðslu og lánakjör.
16. liður: Jón Ásgeir og Tryggvi
létu færa árið 2001 kröfu á við-
skiptamannareikning Kristínar Jó-
hannesdóttur hjá Baugi hf. rúmlega
3,7 milljónir vegna kaupa hennar á
hlutabréfum í Baugi hf. Lánveit-
ingin var án skuldaviðurkenningar,
trygginga og samnings um endur-
greiðslu og lánakjör.
17. liður: Jón Ásgeir lét millifæra
árið 2001 100 milljónir af reikningi
Baugs hf. á bankareikning Gaums
ehf. Engin skuldaviðurkenning var
gefin út. Peningarnir fóru í kaup
Gaums á hlutafé í Nordic Restaur-
ant Group AB.
18. liður: Jón Ásgeir og Tryggvi
létu Baug lána Fjárfari hf., sem
Jón Ásgeir stjórnaði og rak, 64,5
milljónir í maí 2000 án lánasamn-
ings, trygginga eða ábyrgða, vegna
kaupa Fjárfars á hlutabréfum í
Baugi hf.
19. liður: Jón Ásgeir og Tryggvi
létu Baug hf. lána Fjárfari 50 millj-
ónir í júní 2000 vegna kaupa Fjár-
fars á 5% hlut í Baugi.net ehf. af
Baugi hf.
20. liður: Jón Ásgeir og Tryggvi
létu Baug hf. lána Fjárfari tæpar
86 milljónir í febrúar 2001, án lána-
samnings, trygginga eða ábyrgða,
vegna kaupa Fjárfars á hlutabréf-
um í Baugi hf.
21. liður: Jón Ásgeir lét Baug hf.
greiða persónulegar úttektir (1998–
2002) á greiðslukortum Baugs hf.
að upphæð um 12,5 milljónir.
22. liður: Jón Ásgeir lét Baug hf.
greiða sér samtals um 9,5 milljónir
(1999–2002) með ýmsum hætti.
Greiðslurnar voru færðar til eignar
á viðskiptamannareikningi Jóns Ás-
geirs hjá Baugi hf.
23. liður: Jón Ásgeir lét Baug hf.
borga um 5,5 milljónir (1999–2002)
vegna einkakostnaðar óviðkomandi
Baugi.
Dómendur í Baugsmálinu hafa boðað til þinghalds í héraðsdómi í næstu viku
Ákæruliðir sem dóm-
endur telja annmarka á
Morgunblaðið/RAX
Frá þingfestingu Baugsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í ágúst sl.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Reykjavík, 26. ágúst 2005.
Sakamálið nr. 1026/2005:
Ákæruvaldið gegn
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni,
Jóhannesi Jónssyni,
Kristínu Jóhannesdóttur,
Tryggva Jónssyni,
Stefáni Hilmari Hilmarssyni
og Önnu Þórðardóttur.
Í samræmi við 4. mgr. 122. gr.
laga um meðferð opinberra mála
nr. 19, 1991, sbr. lög nr. 36, 1999,
er athygli sakflytjenda vakin á
því að dómendur álíta að slíkir
annmarkar kunni að vera á ákær-
unni að úr þeim verði ekki bætt
undir rekstri málsins og að dóm-
ur verði því ekki kveðinn upp um
efni þess.
Að áliti dómenda kunna ann-
markarnir að vera þessir:
Í II. kafla, 5. og 6. tl., ákær-
unnar eru Jóni Ásgeiri, Tryggva
og Jóhannesi gefin að sök um-
boðssvik, með því að hafa misnot-
að aðstöðu sína hjá Baugi hf.
Skort geti á það að verknaðarlýs-
ing umboðssvika sé fullnægjandi í
þessum ákæruliðum. Skort geti á
það að hlutdeild Tryggva í því
broti sé lýst og loks á það að
verknaði Jóhannesar sé nægilega
lýst í 5. tl.
Í III. kafla, 8. og 9. tl., ákær-
unnar er Jóni Ásgeiri gefinn að
sök fjárdráttur og/eða umboðs-
svik. Skort geti á það að verkn-
aðarlýsing fjárdráttar í þessum
ákæruliðum sé nægilega ljós. Þá
geti sama máli gegnt um vara-
sökina.
Í IV. kafla, 10.–23. tl., ákær-
unnar er Jóni Ásgeiri, Tryggva
og Kristínu gefinn að sök fjár-
dráttur og/eða umboðssvik, auk
annars. Skort geti á það að
verknaðarlýsing fjárdráttar í
þessum ákæruliðum sé nægilega
skýr. Þá geti sama máli gegnt um
varasökina að því er varðar liði
10, 13, 14, 21 og 22. Ennfremur,
að vera kunni að hlutdeildarbroti
Tryggva í liðum 10, 12–16 og 18–
20 sé ekki lýst og loks að vera
kunni að verknaði Kristínar sé
ekki nægilega lýst.
Því er ákæranda og verjendum,
eins og mælt er fyrir um í fyrr-
nefndri 4. mgr. 122. gr. oml., gef-
inn kostur á því að tjá sig um
þetta málefni, þegar þingað verð-
ur í málinu, mánudaginn 12. sept-
ember nk., kl. 9.15 í dómsal 101.
Pétur Guðgeirsson (sign)
Bréf
dómarans
RÉTTARKERFIÐ gerir ráð fyrir
því að dómarar kanni ákærur svo
að ákæruvaldinu gefist kostur á að
skýra nánar eða bæta úr annmörk-
um á ákærum, ef þeir eru taldir
geta hindrað framgang máls, að
sögn Jóns H.B. Snorrasonar, sak-
sóknara og yfirmanns efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra.
Hann var inntur eftir viðbrögðum
við bréfi dómara Héraðsdóms
Reykjavíkur.
„Þarna er réttarkerfið að taka
til meðferðar í undirbúningsfasa
það sem beinlínis er gert ráð fyrir
að réttarkerfið höndli,“ sagði Jón.
„Það er verið að undirbúa fram-
hald þessa máls sem er vitna-
leiðslur, málflutningur og sönnun-
arfærsla fyrir dómi.“
Aðspurður um hvort bréf af
þessu tagi væru ekki fátíð sagði
Jón það koma býsna oft fram í
dómsniðurstöðum að ekki hafi ver-
ið hægt að fjalla um mál í heild
sinni, vegna þess að dómari eða
dómarar hafi talið annmarka á því.
„Þetta mál er óvenjulegt að því
leyti að það er stærra og flóknara
en áður hefur
verið til með-
ferðar,“ sagði
Jón. „Þarna er
fjallað um tilvik,
og þeim lýst,
sem ekki eiga
sér fordæmi.
Þetta er ekki
venjulegt, en
málið er heldur
ekki venjulegt.“
En hvaða kosti á ákæruvaldið í
stöðunni?
„Kostirnir sem við eigum eru að
skýra þetta betur, sem kannski er
þörf á. Ef dómurinn telur að þetta
séu raunverulegir annmarkar, sem
ekki verði litið framhjá, þá getur
dómurinn vísað málinu frá hvað
varðar einstaka liði eða í heild
sinni af praktískum ástæðum. Þá
gefst ákæruvaldinu kostur á að
bæta úr þessum annmörkum í
samræmi við niðurstöðu héraðs-
dóms og leggja fram endurbætta
eða nýja ákæru.“
Jón sagði að sér þætti bréf hér-
aðsdóms ekki vera áfellisdómur yf-
ir sér sem saksóknara eða embætti
sínu.
„Mér finnst þetta vera dæmi um
mjög vandaðan undirbúning máls.
Ég er ákærandi í málinu og ekki
að leggja endanlegan dóm á nokk-
urn skapaðan hlut. Verk ákæru-
valdsins verða öll til skoðunar af
hálfu dómsins. Þessi skoðun er
byrjuð og þarna er dómurinn sem
lítur málið hlutlausum augum að
koma með þessar ábendingar. Það
er hlutverk hans. Þetta er hvorki
áfellisdómur né hægt að setja það
í svo einfaldan búning að þetta sé
neikvætt eða óheppilegt.“
Jón sagði að þeir liðir ákær-
unnar, sem taldir eru upp í bréfi
héraðsdóms, varði lýsingu sem er
blanda af auðgunarbrotum, fjár-
drætti/umboðssvikum og brotum á
hlutafjárlögum. Annmarkarnir
sem dómurinn nefni varði lýs-
inguna undir fjárdrætti/umboðs-
svikum en ekki brotum á hluta-
fjárlögum. Dómurinn sjái því
annmarka á hluta þessara tilteknu
liða ákærunnar, en ekki liðunum í
heild sinni.
Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá ríkislögreglustjóra
Réttarkerfið er að
gegna skyldu sinni
Jón H.B. Snorrason
GESTUR Jónsson, hæstarétt-
arlögmaður og verjandi Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar í svonefndu
Baugsmáli, kvaðst ekki vilja tjá sig
sérstaklega um bréf dómara Hér-
aðsdóms Reykjavíkur fyrr en fyrir
liggur hver ákvörðun þeirra verður.
Hún verður ljós eftir að þingað verð-
ur í málinu næstkomandi þriðjudag.
Gestur taldi þó liggja nokkuð ljóst
fyrir, af efni bréfsins að dæma, hver
sé skoðun dómaranna.
Hann var spurður hvað gerðist ef
þeim liðum, sem taldir eru upp í
bréfi dómsins, yrði vísað frá. „Ef
svona máli er vísað frá dómi að hluta
þá einfaldlega eru þeir hlutar máls-
ins úr sögunni hvað þetta mál varð-
ar,“ sagði Gestur. „Ég lít svo á að
það séu verulegar takmarkanir á því
að ákæruvaldið geti farið aftur af
stað með eitthvað annað mál út af
því sem er vísað frá.“
Veit ekki um fordæmi
Gestur var spurður að því, sem
reyndur lögmaður, hvort það væri
ekki fremur óvenjulegt að dómarar
sendi bréf af þessu tagi?
„Ég veit ekki til þess að þetta eigi
sér nokkurt fordæmi,“ svaraði Gest-
ur. Hann sagði skýra heimild til þess
í lögum að dóm-
arar, sem skoða
málsgögn, grípi
til þess að vísa
hluta máls frá ef
ákæran er ber-
sýnilega þannig
úr garði gerð að
ekki sé hægt að
leggja dóm á mál-
ið. Heimildir
ákæruvaldsins til að útskýra nánar
ákæruliði væru í 118. grein laga um
meðferð opinberra mála. Samkvæmt
henni geti ákærandi breytt eða auk-
ið við ákæru með útgáfu fram-
haldsákæru „til að leiðrétta aug-
ljósar villur eða ef nýjar upplýsingar
gefa tilefni til“. Gestur sagði að í
þessu máli væri ekki um nein ný
gögn að ræða, svo ákæruvaldið gæti
einungis leiðrétt það sem það teldi
vera augljósar villur í ákærunni.
Gestur vitnaði í orð Jóns H.B.
Snorrasonar í samtali við Ríkissjón-
varpið í gærkvöldi um að nú yrði far-
ið í að leiðrétta og lagfæra ákæruna.
„Heimildirnar til þess að lagfæra
þessa ákæru eru svo þröngar að ég
fæ ekki séð að það sé nokkur minnsti
möguleiki á að það sé heimilt sam-
kvæmt lögum,“ sagði Gestur.
Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
Þröngar heimildir
til að lagfæra ákæru
Gestur Jónsson