Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til
Rimini í september í 1 eða 2 vikur.
Njóttu lífsins á þessum vinsælasta
sumarleyfisstað Ítalíu. Bókaðu sæti
og 4 dögum fyrir brottför færðu að
vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Rimini
í september
frá kr. 29.990
Verð kr. 29.990 í viku
Verð kr.39.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í
íbúð í 1 eða 2 vikur 15. eða 22. sept. (ath. 22. sept.
er aðeins vikudvöl í boði). Flug, skattar, gisting og
íslensk fararstjórn.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 34.990 í viku
Verð kr.44.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í 1
eða 2 vikur 15. eða 22. sept. (ath. 22. sept. er
aðeins vikudvöl í boði). Flug, skattar, gisting og
íslensk fararstjórn.
Síðustu sætin
TVÖ alvarleg líkamsárásarmál á Akureyri voru
þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær.
Annars vegar er um ræða ákæru á hendur tveimur
mönnum fyrir hættulega líkamsárás í Vaðlaheiði í
apríl sl. þar sem skotið var á pilt með loftskamm-
byssu. Hins vegar á hendur fjórum mönnum fyrir
frelsissviptingu og líkamsárás á pilt hinn 11. mars
sl. Pilturinn, sem varð fyrir skotárásinni í Vaðla-
heiði, er einn hinna fjögurra sem ákærðir eru í hinu
málinu. Alls er krafist miska- og skaðabóta í þess-
um málum upp á rúmar fjórar milljónir króna.
Af hálfu ríkissaksóknara er þess krafist að
mennir tveir í Vaðlaheiðarmálinu verði dæmdir til
refsingar og jafnframt gerir pilturinn sem fyrir
skotárásinni varð kröfu um að mennirnir tveir
verði dæmdir til greiðslu skaðabóta að fjárhæð
rúmlega 3,2 milljónir króna. Mennirnir eru ákærð-
ir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, annar
þeirra með því að hafa skotið piltinn með málm-
kúlum úr loftbyssu og látið hann afklæðast á meðan
á skotárásinni stóð og hinn maðurinn fyrir að hafa
einnig lagt á ráðin um skotárásina, ekið hinum
ákærða og piltinum á vettvang og verið viðstaddur
skotárásina. Pilturinn fékk 17 skotsár á fótleggi,
vinstri hendi og mjóbak og varð að fjarlægja fjórar
málmkúlur úr vinstri mjöðm og hægra læri hans.
Alvarlegir áverkar
Í hinu málinu er þess krafist að mennirnir fjórir
verði dæmdir til refsingar og þá krefst pilturinn,
sem fyrir árásinni varð, miskabóta að fjárhæð 1
milljón króna, auk skaðabóta að fjárhæð tæpar 60
þúsund krónur og kostnaðar vegna lögmannsað-
stoðar að fjárhæð 50 þúsund krónur. Í ákærunni
eru tveir mannanna ákærðir fyrir frelsissviptingu
og líkamsárás með því að hafa þvingað piltinn ofan í
farangursgeymslu bifreiðar á bifreiðastæði við
Gránufélagsgötu, haldið honum þar nauðugum í
um klukkustund á meðan bifreiðinni var ekið um
götur Akureyrar og að Akureyrarflugvelli, veist
þar í sameiningu að piltinum, slegið hann í andlitið,
þvingað hann aftur niður í farangursgeymsluna og
ekið til bæjarins.
Mennirnir tveir og einn til viðbótar eru ákærðir
fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa í sam-
einingu, í húsasundi við Kaldbaksgötu, dregið pilt-
inn úr farangursgeymslu bifreiðarinnar og ráðist á
hann með ofbeldi. Þeir rifu piltinn úr bol, spörkuðu
í andlit hans svo að hann vankaðist og lagðist í jörð-
ina, spörkuðu ítrekað í hann liggjandi, slógu hann
hnefahögg í andlit og líkama, rifu hann úr skóm og
buxum. Tveir hinn ákærðu drógu piltinn eftir mal-
arborinni jörð nokkra metra, allt með þeim afleið-
ingum að hann hlaut mar og bólgur á vinstra kinn-
bein, fleiður og rispur á bak og vinstri öxl, auk
annarra áverka á maga, bringu og handleggjum.
Loks eru allir mennirnir fjórir ákærðir fyrir brot
gegn lífi og líkama með því að hafa eftir þetta yf-
irgefið piltinn í húsasundinu, meiddan á nærbuxum
einum fata en kalt var í veðri, um 5 gráðu frost og
éljagangur með köflum. Ákærðu höfðu föt piltsins
og farsíma á brott með sér.
Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins af mál-
inu komst pilturinn, sem fyrir árásinni varð, við ill-
an leik upp í miðbæ Akureyrar, þar sem hann hitti
skólafélaga sinn fyrir tilviljun, sem veitti honum
aðstoð og kom undir læknishendur á slysadeild
FSA. Bæði þessi mál tengdust fíkniefnum.
Tvö alvarleg líkamsárásarmál þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra
Krafist 4 milljóna króna
skaða- og miskabóta
Eftir Kristján Kristjánsson
krkr@mbl.is
SKÁKFÉLAGIÐ
hrókurinn og Edda
hófu í gær fjórðu
hringferð sína í kring-
um landið með heim-
sókn í Austurbæj-
arskóla þar sem börn í
þriðja bekk fengu að
gjöf bókina Skák og
mát. Heiðursgestur
við athöfnina var Páll
Bragi Kristjónsson,
forstjóri Eddu og
gamall nemandi við
skólann.
Í hringferðinni fá
öll grunnskólabörn
fædd 1997 bókina gef-
ins. Hrókurinn hefur
nú farið í næstum þúsund skólaheimsóknir og
stefnir óðfluga yfir það mark. Í vetur mun skák-
félagið mikilvirka heimsækja öll sveitarfélög og
grunnskóla á Íslandi ásamt fulltrúum Eddu sem
hefur nú gefið alls um 20.000 bækur til verkefn-
isins hin síðustu ár.
Krakkarnir í Austurbæjarskóla voru vitaskuld
ánægð með þessa góðu gjöf og er það von Hróks-
manna að skákáhugi vakni hjá sem flestum
þeirra, enda skákin konungleg íþrótt.
Hrókurinn gef-
ur Skák og mát
Morgunblaðið/Golli
Krakkarnir í Austurbæjarskóla voru afar ánægðir með bókagjöfina frá Hróknum í gær.
Páll Bragi Kristjónsson
afhenti fyrstu bæk-
urnar á fornum slóðum.
FÁLKI drap nýlega tvo hrafna á
Melrakkasléttu, án þess að vera að
veiða þá sér til matar. Erlingur
Thoroddsen, hótelstjóri á Hótel
Norðurljósum á Raufarhöfn og
fréttaritari Morgunblaðsins, varð
vitni að þessum atburði.
„Ég var að vitja silungsneta í
Kötluvatni, vestast á Melrakka-
sléttu, í blíðskaparveðri snemma að
morgni 23. ágúst síðastliðinn,“ sagði
Erlingur. Hann hafði komið þarna í
rúma viku eftir miðjan ágúst að vitja
neta og séð allt upp í fjóra fálka á 5
km leið.
„Þar sem ég var úti á vatninu sat
fálki uppi á hæð og horfði yfir allt
þarna í kring. Svo tók ég eftir tveim-
ur hröfnum sem flögruðu stefnu-
laust um brekkurnar og krunkuðust
á líkt og þeir væru í berjum. Ég var
upptekinn af að draga netið en
heyrði þá garg og leit upp. Þá var
fálkinn kominn í hrafnana sem voru
um 50–60 metra beint fyrir neðan
þar sem hann hafði setið. Hann
renndi sér niður og annar hrafninn
lá eftir í valnum. Hinn flaug yfir hæð
og fálkinn á eftir. Ég reyndi að ein-
beita mér að netinu og ætlaði í land
þegar netið væri búið og skoða um-
merkin. Þá kemur fálkinn aftur og
gengur endanlega frá
hrafninum sem lá í
brekkunni. Svo fór
hann upp á steininn og
horfði yfir víðan völl.“
Erlingur fór í land
og skoðaði hrafninn
sem lá dauður í brekk-
unni. Hann ákvað að
ganga yfir ásinn til að
athuga hvort hann sæi
hinn. „Ég var ekki bú-
inn að labba lengi þeg-
ar ég sá hvar hann lá
með lappirnar upp í
loft og eins frágenginn
og sá fyrri. Eina sem
fálkinn gerði var að
höggva undir höf-
uðskelina og niður í hálsinn á hröfn-
unum,“ sagði Erlingur.
Erlingur segir að fálkaóðul séu
ekki langt frá þessum stað. Víðsýnt
sé af hæðinni, þar sem fálkinn sat,
yfir alla austursléttuna og Kötlu-
vatnið. Telur hann líklegt að fálkinn
hafi ekki kært sig um samkeppni á
svæðinu. Hann segist hafa þekkt til
fálka allt frá barnæsku og ekki vitað
fyrr til þess að fálkar
dræpu nema sér til
matar.
Ólafur Karl Nielsen,
fuglafræðingur á Nátt-
úrufræðistofnun Ís-
lands, þekkir þess
dæmi að fálkar hafi
drepið hrafna í erjum
við hreiðurklett og látið
hræin liggja. Fálkar
leggja oft undir sig
hreiður hrafna. Önnur
dæmi eru um að fálkar
drepi, án þess að hirða
bráð, þar sem fálkar
deila bjargi með fýlum.
Hefur Ólafur Karl séð
fálkakerlingu slá niður
þrjá til fjóra fýla í beit og vitnar í
Þorvald Björnsson, sem varð vitni að
því er fálki sló niður miklu fleiri fýla,
án þess að hirða þá. Þá sá breskur
fuglafræðingur fálka leika sama leik
vestur í Arnarfirði fyrir nokkrum ár-
um.
Varð vitni að ránfuglastríði á Melrakkasléttu
Fálki í vígaham drap tvo hrafna
Fráneygur fálki.
TVEIR af þeim þremur mönnum
sem meiddust í tveimur vinnuslys-
um við Kárahnjúka í fyrradag eru
ekki jafn alvarlega slasaðir og í
upphafi var talið. Í fyrstu var talið
að þeir hefðu fótbrotnað en við
skoðun á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri kom í ljós að þeir höfðu
ekki brotið bein heldur marist illa.
Á FSA fengust þær upplýsingar
hjá lækni þeirra að þeim liði ágæt-
lega, eða eftir atvikum vel eins og
algengt væri að segja. Þeir væru
með slæmt mar á fótum, en betur
hefði farið en á horfðist. Talið er
að þeir muni ná sér á viku til tíu
dögum.
Maður sem slasaðist á hendi við
vinnu sína á Kárahnjúkum og var
einnig sendur til aðhlynningar á
FSA fór í aðgerð í gær og líður
einnig eftir atvikum.
Mikið marðir
á fótum
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um
að 17 ára gamall piltur, sem stakk
tvo aðra pilta með hnífi í kjölfar
menningarnætur í Reykjavík í
ágúst, sæti áfram í gæsluvarðhaldi
til 14. október.
Annar pilturinn, sem varð fyrir
árás, hlaut lífshættulega áverka.
Segir í úrskurði héraðsdóms að
brot árásarmannsins geti varðað
allt að ævilöngu fangelsi. Taldi
dómurinn því skilyrði fyrir að pilt-
urinn sæti í gæsluvarðhaldi með til-
liti til almannahagsmuna.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Árni Kolbeinsson, Ingi-
björg Benediktsdóttir og Ólafur
Börkur Þorvaldsson.
Gæsla vegna
hnífaárása
framlengd
HÆSTIRÉTTUR hnekkti í gær
úrskurði Héraðsdóms Reykjavík-
ur um að maður, sem réðist á
lækni í apríl á þessu ári, skuli
sæta áframhaldandi gæslu-
varðhaldi til 30. september.
Að mati Hæstaréttar gat lög-
regla ekki gefið viðhlítandi skýr-
ingar á nauðsyn þess að mál
mannsins þurfi að taka svo lang-
an tíma sem raun ber vitni en
hann hefur nú setið í gæslu-
varðhaldi í fjóra og hálfan mán-
uð.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Ingibjörg Benedikts-
dóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson
og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Árásarmanni
sleppt úr haldi