Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR í Noregi hafa meðal annars deilt um einkavæðingu ríkisfyrirtækja, skattalækkanir ríkisstjórnar borg- aralegu flokkanna og loforð vinstri- flokkanna um aukin fjárframlög til velferðarmála fyrir kosningarnar til Stórþingsins á mánudaginn kemur. Stjórn borgaralegu flokkanna – Hægriflokksins, Kristilega þjóð- arflokksins og Venstre – hefur lagt áherslu að tryggja þurfi efnahags- legan stöðugleika í landinu. Stjórn- arflokkarnir benda til að mynda á að atvinnuleysið er tiltölulega lítið, eða um 3,7%, verðbólgan rúmt pró- sent og gert er ráð fyrir því að hag- vöxturinn verði um 3,75% í ár. „Hvers vegna ættum við að breyta til úr því að allt gengur svona vel?“ hefur verið eitt af meg- instefunum í kosningabaráttu Kjells Magne Bondeviks, forsætisráðherra og leiðtoga Kristilega þjóðarflokks- ins. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haldið því fram að hagsældin stafi að mestu leyti af olíu- auðlindum Noregs sem hafa gert landið að þriðja mesta olíu- útflytjanda heims á eftir Sádi- Arabíu og Rússlandi. Gagnrýna skattalækkanir Verkamannaflokkurinn og banda- menn hans í stjórnarandstöðunni – Sósíalíski vinstriflokkurinn og Mið- flokkurinn – hafa einkum gagnrýnt skattalækkanir hægristjórnarinnar og segja að þær hafi aðallega bætt hag hátekjufólksins. Í stað þess að lækka skatta segj- ast vinstriflokkarnir ætla að lag- færa galla í velferðarkerfinu með því að auka fjárframlögin til skóla, sjúkrahúsa og aldraðra. Borgaralegu flokkarnir segja þessi loforð of dýr og hafa varað við því að þau geti stefnt efnahagslega stöðugleikanum í hættu, meðal ann- ars stuðlað að vaxtahækkunum og aukinni verðbólgu. Stoltenberg leggst gegn einkavæðingaráformum Norskir hægrimenn hafa einnig gagnrýnt vinstriflokkana fyrir að leggjast gegn frekari einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Verkamannaflokk- urinn hefur birt auglýsingar þar sem Stoltenberg kemur fram sem „Kafteinn Noregur“ er vill hindra að landið verði selt. Kjell Magne Bondevik gagnrýndi auglýsingarnar í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten og sagði að Stoltenberg hefði einkavætt meira á hálfu öðru ári en stjórn borg- aralegu flokkanna á fjórum árum. Bondevik benti m.a. á að þegar Stoltenberg var forsætisráðherra voru ríkisfyrirtækin Statoil og Tele- nor skráð í kauphöllinni. Hlutabréf ríkisins í Kreditkassen voru seld og þar með komst næststærsti banki Noregs í hendur Svía. Forsætisráðherrann nefndi nokk- ur fleiri dæmi um að hlutabréf í gömlum ríkisfyrirtækjum hefðu verið seld, meðal annars þýskum og bandarískum fyrirtækjum, á valda- tíma Stoltenbergs. „Þetta sýnir að það er ekki samræmi í því sem Stoltenberg segir og því sem hann gerir,“ sagði Bondevik sem hélt einkavæðingunni áfram, meðal ann- ars með frekari sölu á hlutabréfum í Statoil og Telenor. Stoltenberg kvaðst ekki sjá eftir einkavæðingunni sem hann stóð fyrir og neitar því að hann hafi breytt stefnu sinni í þessu máli til að geta myndað ríkisstjórn með Sósíalíska vinstriflokknum. Stoltenberg sagði að það væri gott fyrir Statoil og Telenor að vera að hluta til í einkaeigu. „Verka- mannaflokkurinn hefur alltaf verið hlynntur blönduðu hagkerfi í Nor- egi,“ hafði Aftenposten eftir Stolt- enberg. Hann nefndi Statoil, Hydro, Telenor og bankann DnB NOR sem dæmi um fyrirtæki sem ættu að vera í ríkis- og einkaeigu. Verkamannaflokkurinn er and- vígur áformum borgaralegu flokk- anna um að selja hlutabréf í orku- fyrirtækinu Statkraft og póstþjónustunni, auk þess að selja fleiri hlutabréf í Statoil. Að sögn Stoltenbergs á Statkraft að vera í eigu ríkisins áfram þar sem fyr- irtækið eigi náttúruauðlindir og meginhluti starfsemi þess sé í Nor- egi. Forskotið minnkar Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að vinstriflokkarnir fái meirihluta á norska þinginu en að forskot þeirra hafi minnkað á síð- ustu vikum. Könnun, sem Bergens Tidende birti, bendir til þess að meirihluti kjósenda beri meira traust til vinstriflokkanna en borgaralegu flokkanna í sex af átta flokkum samfélagsmála, svo sem heil- brigðis-, mennta- og fjölskyldu- málum. Lars Sponheim, leiðtogi Venstre, sem er frjálslyndur flokkur hægra megin við miðju, sagði að dýr kosn- ingaloforð vinstriflokkanna réðu mestu um niðurstöðu könnunar- innar. „Þeir vilja eyða peningum og kjósendurnir þurfa að velja á milli tveggja kosta: þeirra sem eru best til þess fallnir að skapa verðmæti og styrkja efnahaginn eða þeirra sem eru uppteknir af því að eyða peningum.“ Kjell Magne Bondevik Jens Stoltenberg Tekist á um einkavæðingu og skattamál Vinstriflokkarnir í Noregi gagnrýna skattalækkanir stjórnarinnar og boða aukin útgjöld til velferðarmála Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ’Borgaralegu flokk-arnir segja loforðin of dýr og vara við því að þau geti stefnt efna- hagslega stöðugleik- anum í hættu.‘ Gulfport. Los Angeles Times. | Sparkmans-hjónin í Gulfport í Mississippi-ríki eru hungruð í mat þegar þau vakna. Þau eru heima hjá sér, sem er þó bót í máli þar sem tugir þúsunda manna á strönd Miss- issippi og Louisiana misstu allar eigur sínar í fellibylnum og flóðunum við Mexíkóflóa í vik- unni sem leið. Heimilið er hins vegar ekki svipur hjá sjón. Allur dagurinn fer í að leita að drykkjar- vatni, mat og ís til að kæla sig í steikjandi hit- anum. Einangrunartilfinningin er yfirþyrm- andi. Húsið er rafmagnslaust, án símasambands og Sparkmans-hjónin eiga ekki rafhlöður í út- varpið. Eins og svo margar aðrar fjölskyldur á hamfarasvæðunum geta þau ekki aflað upp- lýsinga um hvar þau geti fengið ókeypis mat. Þau eru trúuð en vita ekki hvar söfnuðurinn þeirra kemur saman til að biðja. Sparkmans-hjónin, Glenda og Willie, eru ríflega fimmtug, eiga uppkomin börn og bjuggu því ein þegar fellibylurinn reið yfir. Þau eru úrvinda af þreytu og hrædd, vita ekki hvar þau eiga að byrja. Tíu ættingjar Sparkmans-hjónanna búa nú hjá þeim í leiguíbúð í Gulfport. Hús allra nán- ustu skyldmenna þeirra eyðilögðust í hamför- unum. Stórt eikartré féll á hús hjónanna og gerði gat á þakið. Stofuveggirnir eru farnir að svigna. Skolplykt leggur um allt hverfið. Þriggja mánaða barn liggur á handklæði sem lagt hefur verið á rakt gólfteppið. Bak barnsins er löðrandi í svita. Á mjóum fót- unum sjást bitför eftir skordýr. Barnið grætur hástöfum af hita og hungri. Frændur hans, tveggja og fjögurra ára, taka af sér hlýrabolina í vonlausri tilraun til að kæla sig. Eldri pilturinn stígur á reiðhjól fyr- ir utan húsið á litlu svæði sem laust er við brak. Hann spyr hvenær fjölskylda hans geti farið heim. Fullorðna fólkið hefur ekki hugmynd um það. Það er ekki hægt að hugsa svo langt fram í tímann. Núna þarf fjölskyldan að finna eitthvað í morgunmatinn. Í búrinu er aðeins matarolía og krydd. Þau eiga um nítján lítra af vatni í flöskum. Það eina sem þau eiga handa barninu eru fjórar litlar krukkur af barnamat og sjö bleiur. Sparkmans-hjónin eru flóttafólk í eigin ranni, einangruð og ósýnileg á bak við nær tveggja metra háar hrúgur af braki í Gulf- port. „Það eina sem við getum gert núna,“ segir Glenda, „er að sofa og svitna.“ Hjara innan um rústirnar AP Patricia Runnels, húsfreyja í Gulfport í Mississippi-ríki, og aðstoðarmenn hennar fjarlægja frystikistu úr húsi hennar eftir náttúruhamfarirnar. ’Það eina sem við getum gert núna, segir Glenda, er að sofa og svitna.‘ Washington. AFP. | Ein af afleiðingum hamfaranna í Bandaríkjunum er sú, að sjónvarpsstöðvarnar, fréttamenn og þáttastjórnendur, eru hættar að fara jafnmildum höndum um ráðherra og háttsetta embættismenn og þær eru sagðar hafa gert í fjögur ár eða eftir hryðjuverkin vestra 11. september 2001. Þessi umskipti koma hvarvetna fram og fréttamenn hika ekki lengur við að spyrja beinskeyttra og oft á tíðum óþægilegra spurninga. „Við höfum birt myndir af og rætt við konur með ungbörn við skelfilegar að- stæður. Þetta fólk var neytt til að lifa eins og skepnur. Í ráðstefnuhöllinni í New Orleans var það að veslast upp og deyja án þess, að nokkur rétti því hjálp- arhönd,“ sagði Anderson Cooper, frétta- ritari hjá CNN, og benti á, að á sama tíma hefðu embættismenn alríkisstjórn- arinnar haldið því fram, að björgunar- starfið gengi vel. Hann hikaði heldur ekki við að grípa fram í fyrir Mary Landrieu, öldungadeildarþingmanni í Louisiana, þegar hún þakkaði George W. Bush forseta fyrir stuðninginn. Hann spurði hvort hún hefði ekki séð myndir af líkum úti á götu og af ævareiðu fólki. „Fór reiði fólksins alveg framhjá þér?“ spurði hann. Svipað er upp á teningnum hjá öðrum sjónvarpsstöðvum og jafnvel hjá Fox News, sem annars hefur oft verið sökuð um að ganga erinda Bush-stjórnarinnar. Gagnrýnendur úthrópaðir Peter Levine, fjölmiðlafræðingur við Maryland-háskóla, segir, að breytingin á fréttamennskunni sé í raun bara aft- urhvarf til þess eðlilega. „Eftir hryðjuverkin fyrir fjórum ár- um voru þeir, sem gagnrýndu forset- ann, úthrópaðir og jafnvel pólitískir andstæðingar hans, demókratar, þorðu ekki annað en að spila með,“ segir Le- vine. Bendir hann á, að hörð gagnrýni Ray Nagins, borgarstjóra í New Or- leans, hafi hrist upp í fréttamönnum auk þess sem sá veruleiki, sem birtist á sjónvarpsskjánum, hafi verið í hrópandi mótsögn við yfirlýsingar háttsettra embættismanna um björgunarstarfið. Breytti frétta- mennsk- unni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.