Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 25
á Land- ður sagði, ð fyrir að a á varð- skipi og flugvél til Landhelgis- gæslunnar, 2,5 milljarðar fari til að styrkja stöðu Nýsköpunarsjóðs, 2,5 milljarðar fari til uppbygging- ar fjarskiptaþjónustu í samræmi við gildandi fjarskiptaáætlun, einn milljarður fari nú þegar til upp- byggingar á búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða og einn milljarður fari til nýbyggingar fyrir Stofnun ís- lenskra fræða – Árnastofnun. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra sagði m.a. á fundinum í gær að nú gætu landsmenn séð fram á stórhuga framkvæmdir og verkefni, sem myndu bæta lífskjör fólksins í landinu. Þá sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra að með umræddum ráðstöfunum á söluandvirði Símans, þ.e. með því að greiða niður skuldir og leggja afganginn inn í Seðlabankann, væri verið að bæta hag ríkissjóðs. „Við reiknum með því að sam- tals muni vaxtasparnaðurinn og vaxtatekjurnar á næsta ári þýða um það bil fjóra milljarða í bættan hag fyrir ríkissjóð. Við getum svo borið það saman við arðgreiðsluna frá Símanum, sem undanfarin ár hefur verið um tveir milljarðar. Stundum var talað um að við vær- um að selja frá okkur mjólkurk- úna eða slátra henni, með þessari sölu. En það má segja að við séum búin að fá nýja mjólkurkú,“ sagði Geir. tlanir ríkisstjórnarinnar um ráðstöfun á söluandvirði Símans kuldir greiddar ,2 milljarða í ár Morgunblaðið/Þorkell Símapeninganna á fundi með fréttamönnum í Ráðherrabústaðnum í gær, þeir Guðni Ágústsson, Halldór Ásgrímsson, Davíð agði Geir meðal annars, þegar hann gerði grein fyrir ráðstöfun þeirra fjármuna sem fást fyrir söluna á Símanum. )  +  O5  4 0 ""16&0  C#&06 !--) !--$ #")-- %-- $-- +-- !-- &-- , !--% !")-- $-- &-- +-- #-- +-- +-- #-- !-- !--, !"--- &-- !-- +-- +-- !-- !-- , !--* !"--- !-- +--  !-#- !-## !-#! ,"--- #"$-- $-- %-- ,-- &-- #")-- ,-- &-- +-- . "" &-- #"--- #"--- !--  !-- #"--- )-- )-- !--  #")-- !"--- )-- )-- &-- &-- . +"--- )-- )-- &-- &-- / +"--- +-- - +"--- 0 +"--- 0 #,"--- &"--- !")-- !")-- #"--- #"--- 0, MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 25 INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, seg- ist telja það hafa verið skyn- samlega ákvörðun að taka fjár- munina ekki inn í hagkerfið fyrr en eftir 2007 vegna efnahags- ástandsins. „Það er mikil þensla núna og ljóst að það verður talsverð nið- ursveifla í hagkerfinu 2007 þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur og bendir allt til þess að ríkissjóður verði rekinn með halla þegar þær skattabreytingar sem þegar hafa verið ákveðnar verða að fullu komnar til framkvæmda,“ segir Ingibjörg. „Þá er mikilvægt að hafa eitthvað upp á að hlaupa. Mér finnst þetta þannig hafa verið skynsamleg ráðstöfun.“ Ingibjörg segir verkefnin sem um er að ræða ágæt og öll góðra gjalda verð. „Ég vil kannski minna á í því sambandi að Samfylkingin átti frumkvæði að því á sínum tíma að hluta af fjármununum yrði ráð- stafað í byggingu nýs háskóla- sjúkrahús,“ segir Ingibjörg, en bætir við að sér finnist það hins vegar orka mjög tvímælis að rík- isstjórnin skuli nú þegar ráðstafa tveimur þriðju hlutum af sölu- andvirðinu, um 43 milljörðum, á ýmis verkefni sem eiga ekki að koma til framkvæmda fyrr en 2007 til 2012. „Mér finnst dálítið verið að strá silfrinu um landið áður en það er tíma- bært.“ Þá segir Ingibjörg að skoða þurfi sérstaklega hvernig skyn- samlegast sé að ráðstafa þeim hluta söluandvirðisins sem kemur inn í íslenskum krónum. „Það er gert ráð fyrir að geyma það fé í seðlabankanum og ávaxta það þar,“ segir Ingibjörg. „Mér finnst samt að það mætti skoða það hvort við ættum að fara svipaða leið og Norðmenn með olíusjóðinn að bjóða út ávöxtunina á erlendum mörkuðum. Þá er hægt að draga út þá fjármuni þegar fram líða stundir ef gengið fer að lækka mikið. Mér fyndist að það mætti skoða það mál miklu betur áður en nokkur ákvörðun er tekin.“ Verkefnin öll góðra gjalda verð ðborgar- ðar, mun gildandi ur með s.k. innri r einnig gu heil- og tækni úkrahúss ræða við að getur m öflugt væðinu í Vatnsmýrinni verði að veruleika fyrr en ella.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti sjálfstæðismanna fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Hún verði lengi í minnum höfð. Verið sé að boða stórfelldar vegabætur á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekki bara Sundabraut sem verið er að tala um, það er líka verið að tala um Reykjanesbraut, 1,6 milljarðar, og síðan er verið að tala um gatnamót við Nesbraut, 600 milljónir.“                                                  !  á innri psvík garstjórnar í gær STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist ánægður með margt í hugmyndum rík- isstjórnarinnar, en þó verði að minna á nokkrar staðreyndir. „Í fyrsta lagi verður Síminn ekki seldur nema einu sinni og þessar krónur ekki notaðar nema einu sinni,“ segir Steingrímur. „Það má færa fyrir því gild rök að innan átta til tíu ára verði rík- issjóður jafn settur ef ekki verr ef tekið er mið af þeim arð- greiðslum og verðmætisauka sem hefur skilað sér í gegnum eign fyrirtækisins undanfarin ár. Við í VG erum jafn ósammála því að einkavæða þessa undirstöðual- mannaþjónustu eins og við höfum alltaf verið, þrátt fyrir það að menn séu nú að útdeila afrakstr- inum af því að selja fjölskyldu- silfrið.“ Steingrímur segist óhress með það að framkvæmdavaldið taki að sér allt fjárveitingavald. „Þetta er ekki unnið samkvæmt hefðbundnum leiðum gegnum Alþingi og þingnefndir,“ segir Stein- grímur. „Þing- menn koma hvergi að mál- inu. Fram- kvæmdavaldið tekur að sér að tilkynna hvernig þessu fé verður varið mörg ár fram í framtíðina, jafnvel út næsta kjörtímabil. Þetta finnst mér gagnrýnivert og umhugs- unarvert og mér finnst gæta æ ríkari tilhneigingar til að gleyma því að fjárveiting- arvaldið er hjá Alþingi. Auðvitað hefði okkur þótt eðlilegra hefði málið farið í eðlilegan farveg fjárlagagerðar og samgöngu- áætlunargerðar eins og lög mæla fyrir um. Því hér erum við að tala um mikla fjármuni sem safnast hafa upp í eigu þjóð- arinnar í tíð margra ríkisstjórna af öllum regnbogans litum.“ Gæta verður að vinnubrögðum GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segir margt jákvætt í spilunum hjá rík- isstjórninni. „Þarna er verið að setja þó nokk- uð fé í vegaáætlanir, en maður spyr þó tilbaka, hvort menn muni koma aftur inn í samgönguáætlunina með þá sex milljarða sem þeir voru búnir að taka út úr henni? Það var á sínum tíma gert til að draga úr framkvæmdahraða í landinu á tím- um mikilla framkvæmda fyrir aust- an og við gagnrýndum það sér- staklega þingmennirnir í Norðvesturkjördæminu þar sem vantar mikið á að laga vegakerfið,“ segir Guðjón. „Nú stendur til að setja fjármuni inn í vegina í Norðvesturkjördæmi og ber að þakka fyrir það og auk þess í nauðsynlegar framkvæmdir eins og Sundabrautina. Mér finnst þó skorta svör við því hvort menn ætla að koma inn með þá milljarða sem búið var að skerða í samgönguáætl- uninni eða hvort menn eru að fylla upp í skarðið með þessum síma- peningum.“ Guðjón segir einnig nauðsyn- legt að skoða málefni Hvalfjarðarganga ef fara eigi með Sundabraut í einka- framkvæmd með tilheyrandi gjald- töku. Guðjón segir að vissulega sé margt í hugmyndum ríkisstjórn- arinnar afar jákvætt og sé ekki nema gott um það að segja að efla samgöngurnar og málefni geðfatl- aðra. „Það er bara hið besta mál. Eins tel ég það alveg ágætt að greiða niður skuldir með þessum fjármunum. Þá finnst okkur mjög gott að ver- ið sé að leggja peninga í aukna ný- sköpun og fjarskiptaþáttinn.“ Er verið að fylla í skörð? TRYGGVI Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefði kosið að stærri hluti af söluandvirði Símans yrði notaður til að greiða niður skuldir ríkisins. „Ég hef verið tals- maður þess að greiða niður sem mest af skuldum til þess losna við að borga vextina í framtíðinni,“ segir hann, inntur álits á áætl- unum stjórnvalda um ráðstöfun á söluandvirði Símans. „Það er þó huggun harmi gegn að þeir ætla sér að bíða með fram- kvæmdirnar fram yfir þessa hag- sveiflu, þannig að þetta getur komið sér vel, þegar fer að hægjast um í hagkerfinu,“ segir hann enn- fremur. Tryggvi Þór segist þó vera sammála þeim meginsjón- armiðum í áætlunum stjórnvalda að eyða fjármununum í eitthvað sem sé uppbyggilegt, t.d. með því að fjárfesta í vegaframkvæmdum. Slíkt auki framleiðnina í hagkerf- inu. Meiri skuldir yrðu greiddar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.