Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 41 MENNING ÞESSI þrjú rit eru hvert með sínu sniði. Brot er ólíkt. Mislöng eru þau. Efnistök eru ólík. Öll bera þau ,,síns heimalands mót“, eins og vera ber. Mannlíf og saga hefur komið út síðan 1996, flest árin tvö hefti á ári. Brotið er lítið, útlit yfirlætislaust en smekklegt og yfirleitt eru heftin að- eins um 80 bls. að lengd. En furðu fjölbreytt er efnið: stuttar ritgerðir, frásagnir, viðtöl og fjölmargar myndir, sem flestar hafa sögulegt gildi. Talsvert er af skrítlum og gamanmálum. Og yfir þessum heft- um er einkar viðfelldinn, fjörlegur og gamansamur blær. Sextánda heftið er með sama sniði og hin fyrri. Veigamest þykja mér minningabrot Arnórs Stígssonar frá Horni. Hér er annar hluti minninga hans. Síðan koma einar fimm stuttar frásagnir. Og fyrir utan fjölda mynda sem fylgja greinunum eru tvær myndasyrpur frá fyrri tíð. Ekki vantar vestfirskar (gaman) sagnir fremur en fyrr. Þetta var ánægjulegur lestur. Svo sannarlega er safnið allt orðið eigulegt. Húnavaka Húnavaka er gamalgróið og virðu- legt rit, eitt hinna ,,klassísku héraðs- rita“, ef ég má orða það svo. Nú kemur það út í fertugasta og fimmta sinn og er því með elstu héraðsrit- unum. Það hefur borið sama svip í fjöldamörg ár, enda lengstum undir sömu ritstjórn. Því hefur verið stýrt af Stefáni A. Jónssyni á Kag- aðarhóli, sem þar á mikið og merki- legt starf að baki. Rúmur helmingur ritsins er viðtöl, ritgerðir, skáldskapur í bundnu máli og lausu. Síðan koma minning- argreinar um látna á árinu 2004, rit- aðar yfirleitt af núverandi eða fyrr- um prestum héraðsins. Í þetta sinn eru greinarnar tuttugu talsins. Þriðji og síðasti kafli ritsins ber yf- irskriftina Fréttir og fróðleikur. Hann er tæpar 100 blaðsíður og virðist mér hann vera vandað og ít- arlegt yfirlit yfir alla almenna starf- semi og viðburði í Austur-Húna- vatnssýslu á árinu 2004. Hafa nokkrir safnað efninu saman. Í fyrsta hlutanum er langt og fróð- legt viðtal við Pétur Þorláksson, bif- vélavirkja (f. 1924). Annað gott við- tal er við Ragnar Þórarinsson (f. 1924). Báðir eru þessir menn Blönduósbúar og hafa frá mörgu að segja. Hefur ritstjórinn tekið bæði viðtölin. Bráðskemmtilegt er ferða- sögubrot Jóns Björnssonar sálfræð- ings. Og einkar sérstæðar og stór- fróðlegar eru upprifjanir um fyrrum innbyggjara Blönduóss og húsin í þorpinu eftir Sigurð Ágústsson. Hann nefnir frásögn sína Innfirð- ingaannál, enda er aðeins fjallað um hinn gamla Blönduós vestan Blöndu. Ótalmargt fleira er í þessu for- vitnilega riti, sem ástæða væri til að nefna, þó að hér verði látið staðar numið. Árbók Ólafsfjarðar Er þá komið að þriðja ritinu, sem hér verður minnst á. Það er Árbók Ólafsfjarðar fyrir árið 2004, sem nú kemur út í sjötta sinn. Stórglæsilegt er það rit, í stóru broti, prentað á vandaðan pappír og mikið mynd- skreytt. Á breiðum leturfleti eru þrír dálkar á hverri síðu. Sem sagt, nýtískulegt og veglegt að útliti. Þetta rit er ólíkt öðrum héraðsritum, sem ég þekki (ég þekki reyndar ekki öll). Það er t.a.m. ólíkt að því leyti, að menn eru oftar aðeins nefndir með gælunöfnum sínum en algengt er. Getur vafist fyrir ókunnugum að átta sig á hver maðurinn er (alveg eins og heimamenn þekkja stundum aðeins gælunafnið eitt). Þá hef ég ekki séð í öðrum ritum tilgreindar fæðingar ársins, brúðkaup og ferm- ingar (allt með myndum). Þetta og sitthvað fleira bendir til að gert sé ráð fyrir að lesendur séu heima- menn eða hafi verið það. Að sjálf- sögðu er ekkert athugavert við þetta, enda ber ekki að skilja það sem gagnrýni. Framhald er á Annál Ólafsfjarðar, sem Friðrik G. Olgeirsson hefur tek- ið saman frá upphafi. Að þessu sinni eru tekin fyrir árin 1941–1945. Margt gerist á þessum árum í sögu Ólafsfjarðar. Það eru árin, sem segja má að Ólafsfjörður haldi innreið sína í nútímann, eins og raunar margir aðrir staðir. Þá er virkjað fyrir raf- magn og bærinn lýstur upp. Sund- laug er byggð. Miklar hafn- arframkvæmdir verða. Bærinn fær hitaveitu, þá fyrstu á Íslandi sem hitar upp heilt sveitarfélag. Atvinnu- líf breytist mikið bæði til sjós og lands. Og í lok tímabilsins fær Ólafs- fjörður kaupstaðarréttindi. Þetta er því mikið athafna- og framfara- tímabil og einkar ánægjulegur lest- ur. Þá eru í þessu hefti ágætar grein- ar um einstaka menn og konur, sem sett hafa svip á umhverfi sitt og auk- ið hróður staðarins. Grein er um Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur og mann hennar Helga Jóhannesson í Syðstabæ. Löng grein er um hug- vitsmanninn Jón Þórðarson, sem einatt er kenndur við Reykjalund. Þá segir frá svepparækt (Magn- úsar), sem um skeið var stunduð þar nyrðra. Er það hin fróðlegasta frá- sögn. Viðtal er við Helga Sveinsson. Þá eru fjölmargar frásagnir af fé- lagslífi og ýmsum viðburðum. Veð- urfarsannáll er hér líka og Frétta- annáll. Þá eru hér einar þrettán minningargreinar um látna Ólafs- firðinga. Minningargreinarnar eru veglegri en oft sést, heldur lengri og talsvert myndskreyttar. Í riti þessu er mikill fjöldi mynda. Er þar vissulega (bæði í þessu hefti og forverum þess) komið á framfæri miklum sögulegum fjársjóði. Héraðsrit að vestan og norðan BÆKUR Sagnfræði Mannlíf og saga fyrir vestan Ritröð, 16. hefti. Ritstj.: Hallgrímur Sveinsson Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 2005, 80 bls. Húnavaka 45. ár. Ritstj.: Stefán A. Jónsson Útg.: Ungmennasamband Austur- Húnvetninga Akureyri, MMV, 267 bls. Árbók Ólafsfjarðar 6. árg. Ritstj.: Hannes Garðarsson Útg.: Hornið, 2004, 134 bls. Sigurjón Björnsson FRÆÐSLULEIKHÚSIÐ Stopp- leikhópurinn fagnar tíu ára afmæli á þessi ári, en leikhópurinn var stofnaður í nóvember 1995. Allt frá upphafi hefur hópurinn einbeitt sér að gerð sýninga fyrir börn og ung- linga, og ferðast í skóla, leikskóla og fleiri staði þar sem sýninga hópsins hefur verið óskað og sýnt við góðar viðtökur ungra áhorf- enda. Að sögn forsprakka Stopp- leikhópsins, þeirra Eggerts Kaaber og Katrínar Þorkelsdóttur, eru börn skemmtilegustu en jafnframt kröfuhörðustu áhorfendurnir. „Börn eru mjög næmir áhorfendur, og þau láta mann vita hvað þeim finnst. En það er líka jákvætt, vegna þess að þau taka svo virkan þátt í sýningunni,“ segja þau. Umferðarleikritið Stopp Fyrsta leikritið sem hópurinn setti upp var umferðarleikritið Stopp, ætlað 9–12 ára börnum. Það var Fræðsluráð sem kom að máli við Eggert til að athuga hvort hann vissi til einhvers sem gæti skrifað fræðsluleikrit um umferðina fyrir börn. „Ég hóaði saman nokkrum leikurum sem ég þekkti, og við settum saman upp þessa sýningu,“ segir hann, en með honum í hópn- um voru Katrín, Hinrik Ólafsson, Dofri Hermannsson og Gunnar Gunnsteinsson. „Þetta gekk svo vel og var svo gaman að við vildum endilega halda áfram. Enda var vöntun á leikhópi sem sinnti þess- um aldursflokki, á þennan hátt.“ Síðan þá hefur Stopp-leikhóp- urinn sett upp mýmargar sýningar, þar af mjög margar ætlaðar ung- lingum sem hafa fjallað um ýmis ólík málefni; tóbak, fíkniefni, kynlíf, svo dæmi séu tekin. „Við erum fræðsluleikhús, en það er ekki þar- með sagt að við séum stöðugt að segja krökkunum; „þið eigið að gera þetta, og þetta og þetta er bannað!“. Það er boðskapur í öllum leiksýningum, rétt eins og okkar, og meginmarkmiðið er að segja sögu,“ segja þau. Þau benda hins vegar á að ým- islegt jákvætt sé við þetta form; þannig megi til dæmis ræða ýmis viðkvæm mál eins og kynlíf eða fíkniefni án þess að persónugera hlutina, og ræða þess í stað um hin- ar skálduðu persónur leikritanna. Í seinni tíð hefur hópurinn svo beint sjónum sínum í auknum mæli að fræðslu tengdri íslenskri menn- ingu og bókmenntum, til viðbótar við hin erfiðu og viðkvæmu mál sem þau hafa stundum tekið fyrir, sem áður voru nefnd. Í öllum til- fellum hafa sýningar hópsins verið frumsamdar fyrir hann, ýmist byggðar á öðrum sögum og skáld- verkum á borð við Hrafnkelssögu Freysgoða, sem hópurinn frum- sýndi í fyrra, eða sannsögulegum málefnum, á borð við fíkniefna- leikritið Skiptistöðin sem var annað verkefni hópsins og naut mikilla vinsælda. Yfirbygging Stopp-leikhópsins er sáralítil, enda hefur hann ekkert fast aðsetur þar sem um ferða- leikhóp er að ræða. Þau Eggert og Katrín segja oft erfitt að halda hlutunum gangandi, en styrkir séu mismiklir. „Við hlutum samt styrk frá menntamálaráðuneytinu í ár til að fjármagna nýtt íslenskt verk, og síðan munar auðvitað um að KFUM og KFUK lánar okkur hús- næði til æfinga. Það er heilmikill styrkur sem felst í því,“ segja þau. „En annars mætti vera miklu meira lagt fjárhagslega í leiksýningar fyr- ir börn frá hinu opinbera.“ Leikrit eftir Árna Ibsen Á þessu tíunda starfsári leik- hópsins stendur ýmislegt til. Tvær nýjar leiksýningar verða frum- sýndar, auk þess sem fjórar eldri sýningar halda áfram göngu sinni; Hrafnkelssaga Freysgoða, jóla- leikritið Síðasta stráið, Hans klaufi og Palli var einn í heiminum. Sú fyrri af nýju sýningunum verður frumsýnd í lok september, en það er sýningin Sigga og skess- an í fjallinu eftir samnefndri sögu Herdísar Egilsdóttur og hefur Katrín Þorvaldsdóttir gert brúður og grímur fyrir sýninguna, sem ætluð er 1–8 ára börnum. „Þetta leikrit fjallar fyrst og fremst um fallega vináttu milli tveggja ólíkra vera,“ segja þau Eggert og Katrín og segja þetta leikrit einmitt gott dæmi um hvernig Stopp-leikhóp- urinn er fræðsluleikhús í víðum skilningi. „Af því má draga heilmik- inn lærdóm, fyrst og fremst um hvað við erum ólík og hvernig við getum lært hvort af öðru.“ Síðari nýja sýningin verður frumsýnd eftir áramót og er enn í vinnslu. Það er Árni Ibsen sem er að skrifa leikrit sem ber vinnuheit- ið Emma og Ófeigur. Ágústa Skúla- dóttir kemur til með að leikstýra sýningunni. „Þetta leikrit er byggt að nokkru leyti á Hamlet Shake- speares, en hlutverkum hefur verið snúið við eins og vinnuheitið ber með sér. Þetta verður einskonar broslegur harmleikur, en það má ekki segja meir, enda leikritið enn í skrifum,“ segja þau Eggert og Katrín að síðustu. Leiklist | Stopp-leikhópurinn fagnar tíu ára afmæli með tveimur nýjum sýningum Morgunblaðið/Þorkell Sýning Stopp-leikhópsins, Hrafnkelssaga Freysgoða, verður tekin á ný til sýninga í vetur. Úr eldri leiksýningu Stopp-leikhópsins, Rósu frænku eftir Valgeir Skagfjörð. Fræðsluleikhús í víðum skilningi Morgunblaðið/Golli Katrín Þorkelsdóttir, Eggert Kaaber og Katrín Þorvaldsdóttir við undirbúning sýningarinnar Siggu og skessunnar í fjallinu. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is www.stoppleikhopurinn.com Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.