Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 43 var með í för ásamt tvö hundruð Íslendingum ÞEGAR hljómsveit er flutt til út- landa fylgir henni gríðarlegur far- angur. Í Feneyjaferðinni fylgdi Stuðmönnum eitt tonn og fjórir pilt- ar önnuðust flutninginn. Blaðamað- ur Morgunblaðsins náði tali af þeim þegar þeir sátu í nýju sjóarafötunum sínum á kaffihúsi á sunnudag að skipuleggja flutning dótsins aftur á flugvöllinn. Leiðtoginn gengur undir nafninu Gunni hljóðmeistari en slíkir menn eru aldrei kynntir með fullu nafni. Gunni er maðurinn sem fylgir Stuðmönnum hvert á land sem er og til annarra landa ef því er að skipta. Hvernig er að starfa með Stuð- mönnum? Gunni: Það er ágætt. Þetta eru skemmtilegir karlar en við þurfum að hugsa rosalega vel um þá. Hvert er uppáhalds Stuð- mannalagið þitt? Gunni: Þau eru nú öll frekar leið- inleg. Tómas Tómasson, bassaleikari: Er það ekki lagið hans Jakobs: „Stuðmenn munu nú taka sér stutt hlé …“ Hvað gerir hljóðmeistari? Gunni: Ég sé um að þessir fögru tónar komist til skila. Er gott Stuðmannaball þá þér að þakka? Gunni: Já, eingöngu. Er eitthvert Stuðmannaball sem stendur upp úr? Gunni: Royal [Albert Hall í Lond- on] var ágætt, Pétursborg var mjög góð en Bolungarvík var sérstaklega skemmtileg. Hver er uppáhalds Stuðmaðurinn þinn? Gunni: Það er Tommi. Tómas réttir honum nokkrar evr- ur undir borðið og þakkar fyrir. Þegar reikningurinn kemur biður Tommi Gunna um peningana til baka og segir að hann megi alveg segja að Jakob sé uppáhalds Stuð- maðurinn. En eru Stuðmenn orðnir þreytt- ir? Gunni: Nei, langt í frá. Ég kem þeim alltaf á fætur. Blaðamaður ákveður að snúa sér að fleiri hljómsveitarmeðlimum. Þórður [Árnason, gítarleikari], hvernig var að „gigga“ í Feneyjum? (Óræð þögn) Jæja, Tómas, hvernig var að gigga í Feneyjum? Tómas: Þetta var ofboðslega gaman þegar giggið var búið. Nei, þetta var frábært. Þetta var svo skemmtilegur hópur. Mér myndi sjálfum aldrei detta í hug að elta Stuðmenn. Þeir eiga eftir að sjá það þegar ég verð rekinn. Eru Stuðmenn orðnir þreyttir? Tómas: Ekki ég, en allir hinir eru afskaplega slappir. Ég var t.d. kom- inn á fætur kl. sjö í morgun til að hitta alla frægu leikarana í morg- unverðinum. Og hittirðu einhverja fræga? Tómas: Nei, þeir sváfu allir yfir sig. En ég hitti aftur á móti af- skaplega skemmtilegan japanskan túristahóp við morgunverðarborðið. Ákaflega vandað fólk í alla staði. En Ásgeir [Óskarsson, trommuleikari] sem svaf yfir sig hitti Donald Suth- erland. Snúum okkur að þér, Þórður, hvert er uppáhalds Stuðmannalagið þitt? (Þögn) En þitt, Tommi? Tómas: Það hlýtur að vera eftir mig. Ég samdi einu sinni þrjú ör-lög fyrir Þjóðleikhúshátíð. Hvað með þig, Geiri? Ásgeir: Þau eru öll svo góð að ég get eiginlega ekki nefnt eitthvað eitt. Að lokum urðu þeir þó sammála um að Sísí fríkar úti hlyti að vera einna skemmtilegast enda mjög oft lokalag hljómsveitarinnar. Morgunblaðið/Halla Gunnarsdóttir Gunni hljóðmaður (lengst til vinstri) sá til þess að sínir menn væru klæddir í samræmi við staðsetninguna. Mennirnir sem eru á bak við Stuðmenn 1. „A Day in the Life“ – The Beatles 2. „Waterloo Sunset“ – The Kinks 3. „Wonderwall“ – Oasis 4. „God Save the Queen“ – Sex Pistols 5. „Bohemian Rhapsody“ – Queen 6. „My Generation“ – The Who 7. „Angels“ – Robbie Williams 8. „Life on Mars“ – David Bowie 9. „Sympathy for the Devil“ – The Rolling Stones 10. „Unfinished Sympathy“ – Massive Attack TOPP TÍU LAG The Beatles, „A Day in the Life“, var valið besta breska lag allra tíma í úttekt tónlistar- tímaritsins Q, en það birti á dög- unum lista yfir 50 „þjóðsöngva“ bresku þjóðarinnar. Þetta lag Lennons og McCartneys var sett á toppinn, en á listanum kennir ým- issa grasa, misnýrra. „Waterloo Sunset“ eftir Ray gamla Davies í The Kinks vermir annað sætið og bræðurnir í Oasis eru í þriðja sæti með vinsælasta lag sitt, „Wonder- wall“. Þá er lagið „Take Me Out“ með Íslandsvinunum í Franz Ferdinand í 34. sæti, „Karma Pol- ice“ með Radiohead í því 40., „Maggie May“ með Rod Stewart í 46. sæti, „Girls and Boys“ með Blur í því 26. og „Come on Eileen“ með Dexy’s Midnight Runners í 23. sæti. „The Scientist“ með Chris Martin og félögum í Coldplay er númer 20 og „Com- fortably Numb“ með Pink Floyd í 18. sæti. Tónlist | Leitað að þjóðsöngvum Dagur í lífi Lennons besta lag Breta Þessi mynd af The Beatles var tekin í janúar 1967, en í þeim mánuði las Lennon tvær fréttir í The Daily Mail sem vöktu athygli hans. Önnur fjallaði um dauða Tara Browne, erfingja Guinnes-veldisins og kunningja Bítlanna, sem lést í bílslysi í Kensington í London. Hin var um áætlun bæjaryfirvalda um að fylla 4.000 holur í veginum í Blackburn í Lancashire. Hann fléttaði þessar tvær sögur inn í lagið „A Day in the Life“, sem kom út á plötunni Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band seinna sama ár. 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar meðrauðu Miðasala opnar kl. 17.15 Sími 551 9000 Sýnd kl. 5.30 B.i.14 ára Sýnd kl. 8 B.i 10 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS  BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL.  H.J. / Mbl.. . l. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i 10 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG ÍSLANDI I I Í Í I Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna! VINCE VAUGHN OWEN WILSON   H.J. / Mbl.. . l. O.H.H. / DV. . . / H.J. / Mbl.. . / l. Sýnd kl. 6 ísl tal ☎553 2075 Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i 16 ára ÞEGAR EKKI ER MEIRA PLÁSS Í HELVÍTI MUNU HINIR DAUÐU RÁFA UM JÖRÐINA MEISTARI HROLLVEKJUNNAR SNÝR AFTUR TIL AÐ HRÆÐA ÚR OKKUR LÍFTÓRUNA ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! Sýnd kl. 8 og 10.30 Sýnd kl. 8 og 10.30 Sýnd kl. 6 Í þrívídd Sýnd kl. 6 ísl tal Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna!   TOPPFIMM.IS  DV  KVIKMYNDIR.IS 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.