Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Maren Níels-dóttir Kiernan fæddist á Balaskarði í Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu 16. janúar 1922. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hrafnistu í Reykjavík 26. ágúst síðastliðinn. Maren var elst þriggja systra en fyrir átti hún hálfbróður sam- mæðra. Foreldrar hennar voru Níels Hafstein Jónsson, f. 16.10. 1887, d. 22.12. 1974 og Þóra Emilía Grímsdóttir, f. 28. 9. 1894, d. 3. 9. 1967. Systkini Marenar voru Jóhann Guðmundsson, póst- meistari á Akureyri, f. 25.11. 1917, d. 11. 3. 1980, maki Hjördís Óla- dóttir, f. 22.12. 1922, þau eignuð- ust fjögur börn, Sigríður Níels- dóttir verslunarmaður, f. 15.12. 1922, d. 21.4. 2005, og Hrefna Níelsdóttir ljósmyndari á Land- spítalanum, f. 21.1. 1924, d. 6.7. 2003. Maren giftist 1946 breskum manni, Stanley Kiernan, f. 18.1. listmálari í Suður-Englandi, f. 7.5. 1952, maki Alan Fox húsnæðis- fulltrúi. Börn þeirra eru Helga Mari Fox lögfræðingur, Júlía Inga Fox nemi og Lucy Kate Fox við- skiptafræðingur. 4) Stella Sharon Kiernan hjúkrunarfræðingur í Kaupmannahöfn, f. 15.5. 1953, frá- skilin. Fyrrverandi maki Sigurður Jónasson. Börn þeirra eru: a) Kjartan Örn Sigurðsson, sölumað- ur í London, maki Telma Sig- tryggsdóttir hjúkrunarfræðingur, þau eiga tvö börn, b) Anna Kristín Sigurðardóttir móttökuritari, maki Ingólfur Guðni Árnason hljóðhönnuður hjá Sjónvarpinu, þau eiga tvö börn, c) Sigurður Jens Sigurðsson nemi, d) Andri Stanley Sigurðsson nemi og e) Hrefna Mar- ín Sigurðardóttir nemi. 5) Jóhann Kiernan innanhúsarkitekt, f. 24.12. 1956, fráskilinn. Fyrrver- andi maki Kristín Gunnarsdóttir. Dóttir þeirra er Sonja Rut Kiernan nemi. 6) Victor Pétur Níels Kiern- an innkaupa- og markaðsfulltrúi, f. 5.8. 1963, maki Ingibjörg Sigurð- ardóttir ferðafræðingur. Börn þeirra eru Sunneva Mist Kiernan nemi og Sigurður Victor Kiernan nemi. Maren hélt síðast heimili að Jök- ulgrunni 13 í Reykjavík, en dvald- ist síðan um tíma hjá börnum sín- um þar til hún fluttist fyrir tæpu ári á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Marenar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 1915, d. 7.11. 1998. Þau eignuðust sex börn og eru afkom- endur Marenar nú 29. Börn Marenar eru: 1) Edward V. Kiernan læknir á Akureyri, f. 6.3. 1947, maki Guð- rún H. Bjarnadóttir fjöllistakona. Börn þeirra eru; a) Sigurð- ur Hrafn Kiernan, MS í byggingaverk- fræði, starfar við fyr- irtækjaráðgjöf Landsbankans, maki Hildur Njarðvík, lögfræðingur, þau eiga tvö börn, b) Sverrir Þór Kiernan, læknir í Reykjavík, og c) Guðmundur Birgir Kiernan, flug- kennari á Akureyri. 2) Ethel Em- ilía Erla Kiernan arkitekt í Lond- on, f. 12.3. 1949, maki Philip Ashford borgarskipulagsfræðing- ur í London. Börn þeirra eru: a) Anna Maren Ashford, auglýsingar- stjóri í London, BA Oxford, b) Pet- er Jóhann George Ashford við- skiptafræðingur, og c) Christina Zoe Ashford háskólanemi. 3) Ingi- björg Elsa Kiernan, kennari og Nú þegar ég kveð þig hinstu kveðju, mamma, þá er mér það efst í huga hve ljúf og skilningsrík þú varst. Andlegur styrkur þinn var mikill. Alltaf komum við systkinin fyrst og aldrei var það spurning hvað væri það dýrmætasta sem þú ættir og hve stolt þú varst allaf af okkur. Vinnudagur- inn var langur, en aldrei heyrði ég þig kvarta, þvert á móti, vinir okkar höfðu á orði hve mamma okkar væri frábær og það var alltaf gaman að heyra. Síðustu árin voru þér erfið, bæði líkamlega og andlega. Ekki hefði verið hægt að biðja um betra starfsfólk sem hlúði að þér þetta síð- asta ár á H-2 Hrafnistu og á það mikl- ar þakkir skilið fyrir alla þá hlýju sem það gaf þér og okkur systkinunum. Guð blessi minningu þín. Þinn sonur Edward. Hjarta þitt var hlýtt og gott, hugurinn rór og mildur, fas þitt allt bar fagran vott um fórnarlund og skyldur. Ég þakka, móðir, þína dyggð, þakka starf og bænir, þakka ást og alla tryggð, mig enginn þessu rænir. (Valgeir Helgason.) Elsku mamma mín, ég er búin að kvíða svo mikið fyrir þessari kveðju- stund, en þú varst orðin svo þreytt og slitin og þráðir að fá hvíldina. Ég veit líka að þú óttaðist ekki dauðann, þú varst búin að missa pabba fyrir nær sjö árum og báðar systur þínar kvöddu okkur fyrir skömmu og þú kveiðst ekki að fylgja þeim eftir. Þau eru búin að vera mörg bréfin sem hafa farið okkar á milli síðan ég flutti til Bretlands fyrir nær 36 árum. Eins erfitt og mér er þetta núna, þá langar mig að skrifa hér síðasta bréf mitt til þín. En samt er svo margt sem mig langar að segja við þig og þakka þér fyrir, elsku mamma mín, sem ekki verður fest á blað núna, en þú munt fá í hugskeytum frá mér um ókominn tíma. Það sem mestu máli skiptir er að þú hafir vitað hversu ósköp vænt mér þótti um þig og hversu mikið ég mun alltaf sakna þín. Ég er þakklát fyrir að við Philip vor- um komin til landsins, þó að mér sé það sárt að hafa ekki getað verið hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim, elsku mamma. En við áttum dýrmæt- ar stundir saman þennan tíma og svo margar áður, sem ég er innilega þakklát fyrir. Elsku mamma, þú varst alltaf svo falleg og brosið þitt svo hlýtt. Ég veit ekki hvort ég sagði þér það nokkurn tímann, en það var einu sinni þegar við systurnar vorum unglingar, að pabbi hafði fengið sér í staupinu og var svo ánægður og ræðinn, að hann lét í ljós hversu fallegar við værum, en bætti samt við að engin gæti samt nokkurn tíman jafnast á við þig þegar þú varst ung. Eins og oft hjá ykkar kynslóð var pabbi ekki vanur að gera tilfinningar sínar opinberar. Það er líklega þess vegna sem ég man svo vel eftir þessu kvöldi. Elsku mamma, allir sem kynntust þér nutu vináttu þinnar og gjafmildi. Þegar ég var unglingur var ég stund- um ósátt, þegar vinir mínir voru ánægðastir bara að spjalla við þig við eldhúsborðið. Það var ekki ósjaldan sem þú byrjaðir þá að baka pönnu- kökur eða elda mat fyrir hópinn, jafn- vel þó að komið væri að miðnætti. Þá vorum við ef til vill að ræða um pólitík eða um óréttlæti í heiminum. Þú varst einnig svo listræn og lagin í höndunum. Þú saumaðir og prjón- aðir föt á okkur sjálf meðan fjárhagur var lítill, og þú varst svo snögg að þessu. Þegar þú varst ung stúlka og hafðir gaman af að skemmta þér á Borginni, þá sneiðst þú og saumaðir ballkjólana þína sjálf, oftast eftir kjól- um sem þú sást í bíómyndum. Þegar þú varst búin að nota þá í fáein skipti voru vinkonurnar alltaf reiðubúnar að kaupa kjólinn af þér og þú notaðir andvirði hans og skömmtunarmiða, sem þær voru vanar að láta þig fá líka, til að kaupa efni í nýjan kjól. Elsku mamma, þú varst svo ynd- isleg og góð kona; þú áttir ekki til af- brýðisemi eða eigingirni í þér og þú barst ótakmarkaða umhyggju fyrir öðrum. Þú baðst aldrei um neitt fyrir sjálfa þig og hafðir alltaf áhyggjur af öllum öðrum en þér sjálfri. Og alltaf vildir þú hjálpa ef mögulegt var. Fjöl- skyldan var þér allt og þegar við systkinin fluttum, eitt af öðru, að heiman þótti þér húsið í Teigagerði 7 ósköp tómlegt, en þú kvartaðir aldrei. Þú tókst alltaf svo opnum örmum á móti okkur öllum, þegar við komum í heimsókn, og þegar barnabörnin og barnabarnabörnin komu í heiminn þá varstu svo montin af þeim og öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Elsku mamma, þrátt fyrir langa vegalengd á milli okkar varst þú börnunum mín- um Önnu-Maren, Peter og Christinu yndislega góð amma, enda hafa þau öll breytt sumarfríum og öðrum ráð- stöfunum til að geta kvatt þig sjálf í dag. Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst þreytt; þinni hvíld ei raskar framar neitt. Á þína gröf um mörg ókomin ár, ótal munu falla þakkartár. (Jóhann M. Bjarnason.) Elsku mamma mín, lífið verður svo miklu tómlegra án þín. Ég kveð þig nú í hinsta sinn en mun alltaf minnast þín með ást og söknuði. Ég þakka þér fyrir alla þína ást og umhyggju. Blessuð sé minning þín, elsku mamma. Ég vil að lokum þakka öllu starfs- fólki og heimilisfólki á deild H2 á Hrafnistu í Reykjavík, sem veittu þér hjálp og mikla alúð allt frá því að þú fluttir þangað 27. september 2004. Megi Guð blessa þau öll. Þín dóttir Erla. Elsku mamma mín, ég kveð þig með þessum erindum úr kvæði eftir uppáhalds skáld þitt, Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi: Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda, að miðla gjöfum – eins og þú. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæði mitt. Er Íslands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. Með sárum söknuði. Þinn sonur Jóhann. Elsku mamma, Þú gafst mér líf og nærðir mig með ást. Þú sýndir mér umhyggju og hlýju. Þú kenndir mér að elska og dásama lífið. Þú veittir mér styrk til að trúa á sjálfan mig. Þú sagðir mér frá draumum þínum um betri heim. Þú varst besta mamma í heimi. Victor Pétur. Sem Englendingur í minni fyrstu heimsókn til Íslands árið 1977 hafði ég ekki áður kynnst þessari íslensku gestrisni, sem ég naut í svo ríkum mæli hjá tilvonandi tengdamóður minni. Á Englandi var það talið ókurteisi að skilja mat eftir á diski sínum, svo að ég kláraði allt sem á honum var, enda var steikta ýsuflakið alveg sérstaklega gott. En um leið og ég var búinn með allt af diskinum þá var Maren búin að setja meira á hann; og þegar enginn meiri fiskur var á fatinu þá var hún fljót að steikja meira handa mér. Ég varð fljótt að læra að ég yrði framvegis að skilja smávegis eftir á fatinu sem vísbend- ingu um að nú væri ég orðinn saddur. En þessi rausn var ekki aðeins vottur um þjóðlega hefð, heldur einn- ig um hina miklu gjafmildi Marenar. Það má segja að fjölskyldan hafi verið hennar heimur og velgengni fjöl- skyldunnar legið henni þyngst á hjarta. Ég get hiklaust sagt að ég hef aldrei kynnst manneskju, sem var eins óeigingjörn og óspör á umhyggju og fórnfýsi við ástvini sína og Maren var og voru börnin okkar Anna-Mar- en, Peter og Christina og ég sjálfur þar ekki undanskilin. Blessuð sé minning Marenar tengdamóður minnar. Philip Ashford. Ég kynntist Maren tengdamóður minni fyrir 20 árum, þegar ég og yngsti sonur hennar, Victor, byrjuð- um að vera saman. Hún og Stanley, tengdafaðir minn, bjuggu í Teiga- gerði 7 og þar átti Victor heima þegar við kynntumst. Ég flutti síðan þangað og við bjuggum í íbúðinni í kjallaran- um þar til við fluttum í eigin íbúð, eða í rúm tvö ár. Ég kynntist þeim hjón- um fljótt og vel og kynntist strax mannkostum Marenar. Hún var alltaf góð og tilbúin að hjálpa öllum, hún var yndisleg manneskja. Börn, dýr og þeir sem voru minnimáttar áttu alltaf vísan stað hjá henni, hún mátti ekkert aumt sjá og aðrir gengu alltaf fyrir hjá henni. Maren var falleg kona, bæði að innan og utan, og ég fann strax fyrir hlýjunni og góðmennsk- unni sem streymdi frá henni. Hún átti sex börn og stóran hóp af barnabörn- um. Börnin og barnabörnin voru mjög mikilvæg í hennar lífi og hún var stolt af hverju og einu þeirra og elskaði þau öll. Dóttir okkar, Sunneva Mist, fæddist þegar við bjuggum í Teigagerðinu og Maren naut þess að hafa lítið barn í húsinu. Hún var með hlýjan faðm og allir fengu faðmlag þegar þeir komu til hennar, öllum fannst það gott og börnin nutu þess fullkomlega og voru lengi í faðmi hennar. Hún elskaði blóm og það var allt fullt af fallegum blómum, bæði úti og inni í Teigagerðinu. Hún hafði mjög gaman af því að eiga fallegan garð og vann öll sumur í garðinum langt fram á kvöld og spjallaði við vini sína, fuglana, um leið, enda eltu þeir hana um allan garð og það var eins og þeir spjölluðu við hana til baka. Fugl- arnir hoppuðu líka um garðinn á vet- urna, þá gaf hún þeim að borða á hverjum degi, barnabörnin hjálpuðu við að gefa fuglunum og höfðu sér- staklega gaman af. Teigagerðið var dagsdaglega eins konar miðstöð fyrir alla stórfjölskylduna þar sem börnin, tengdabörnin og barnabörnin komu, allir hittust, sumir rétt litu inn, aðrir stoppuðu lengur, matarboð og jóla- boð voru haldin og hún naut þess að hafa fólkið sitt í kringum sig. Þegar fjölskyldurnar komu frá Englandi voru þær í Teigagerðinu og þá var fjörugt þar og naut Maren þess mik- ið. Teigagerðið var sannkallaður æv- intýraheimur fyrir barnabörnin. Við komum oft í heimsókn, Sunnevu og Sigurði fannst alltaf jafn gaman að koma til ömmu og afa og þau nutu þess að vera ömmubörn Marenar. Hún var mikill húmoristi og mjög oft var hún með stríðnisglampa í fallegu augunum sínum. Síðustu ár bjó Mar- en á Akureyri hjá Edda, elsta syni sínum, og Höddu konunni hans, og undi hag sínum vel þar, enda var Eddi sérstaklega góður við mömmu sína og Hadda dugleg að hjálpa Mar- en með handavinnu. Þar átti hún líka góðan vin í heimilishundinum Nonna, sem henni þótti vænt um. Þegar hún bjó á Akureyri kom hún og var hjá okkur, stundum í nokkra daga og stundum nokkrar vikur og það var yndislegt að hafa hana, dúlla og dekra við hana, nudda hana, bera krem á hana, klippa neglurnar, greiða henni, knúsa og faðma hana fast og lengi. Hún fór á Hrafnistu í september í fyrra þegar heilsu hennar fór að hraka. Við heimsóttum hana oft á Hrafnistu. Það var sjaldnar og sjaldn- ar sem hún þekkti okkur og þótti okk- ur það mjög leitt. Victor fór næstum á hverjum degi til mömmu sinnar og var henni einstaklega góður og um- hyggjusamur. Erla kom næstum í hverjum mánuði til Íslands síðasta árið til að vera með mömmu sinni, hún var alltaf hlý og mjúk við hana og hugsaði um hana af mikilli væntum- þykju frá morgni til kvölds þegar hún var á landinu. Maren notaði orðin dásamlegt og yndislegt oft og þessi orð eiga sérstaklega vel við um hana sjálfa. Hún var yndislegasta tengda- mamma sem ég hefði getað hugsað mér og dásamleg amma barnanna minna. Mér þótti afar vænt um hana og er glöð að hafa fengið að vera sam- ferða henni í lífinu. Ég veit að hún er á góðum stað. Ingibjörg. Ég á eftir að sakna þín um leið og ég mun lifa á öllu góðu stundunum sem við áttum saman. Og þegar ég rifja þær upp með stelpunum mínum þá eiga þær eftir að muna eftir þér í gegnum allar fallegu minningarnar. Þú gafst mér svo mikið. Hin óbilandi trú sem þú hafðir á mér kenndi mér að trúa á sjálfan mig og verkin mín og að mér væru allir vegir færir. Betra nesti gastu ekki gefið mér. Þú tókst mig í fang þér og opnaðir heimili þitt fyrir mér þegar mamma og pabbi misstu allt og þurftu að byrja frá grunni. Þá lærðum við að þekkja hvort annað betur en nokkurn tíma fyrr. Þessi tími var Guðs gjöf. Sam- eiginlegur áhugi okkar á stjórnmál- um varð til þess að oft var andrúms- loftið rafmagnað í eldhúsinu í Teigagerðinu. Þá hélt afi sig til hlés en lét okkur þó reglulega vita að hann væri að hlusta á okkur úr stofunni. Heimili ykkar var samkomustaður fjölskyldunnar og fullkomnaði heim- sókn til ykkar stórhátíðir. Þú varst listamaður í höndunum og skipti þá engu hvort um saumaskap eða mat- argerð var að ræða. Þú passaðir líka upp á það að enginn færi svangur úr kotinu þínu. Jafnvel þrestirnir í garð- inum voru ekki án matar. Fjölskyldan skipti þig öllu máli. Þú unnir henni allri og áttir þína bestu vini innan hennar. Hjá þér var alltaf stutt í skell- andi hláturinn og þér var oft skemmt. Þannig fórst þú jákvæð í gegnum lífið en varst jafnframt þrautseig og sjálf- stæð. Þú sýndir náunganum vinsemd og hlýju um leið og þú naust þín í ein- rúmi. Eftir að þú fluttir til Akureyrar hittumst við sjaldnar en áður en þó oftast um jól og páska. Alveg fram á síðustu þorláksmessu héldum við í hefðina okkar og fórum á Bautann í skötu. Það var okkar stund saman. Ég naut tímanns með þér og hugsaði oft til þín á ferðalögum mínum um heiminn en tengingin milli okkar slitnaði aldrei. Þú gafst fjölskyldu þinni styrk og trú en umfram allt þá varstu amma mín, fyrirmynd í mínu lífi og kona sem ég horfði upp til. Þín verður sárt saknað. Megi minn- ingin um þig lifa og fordæmi þitt verða öðrum veganesti í lífinu. Kjartan Örn Sigurðsson. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Maren ömmu. Hún kenndi mér svo margt í Teigagerði hjá þeim Stanley afa þegar pabbi og mamma voru ung í námi. Að koma í Teigagerði var bæði spennandi og gaman því þar ríkti fjör, ást, hamingja og gleði. Afi var uppá- tækjasamur dótakarl og amma sá alltaf til þess að nægur matur væri til handa fimmtán manns í hádeginu, enda lögðu allir leið sína þangað í matarhléum sem og við flest önnur tækifæri sem gáfust. Ég þakka fyrir þær hamingjustundir sem ég upplifði með ykkur öllum en iðulega voru öll börnin þeirra saman komin í Teiga- gerði, Elsa, Erla, Stella, Jói, pabbi og Pétur og svo ömmusysturnar Hrefna og Sigga. Ég hugsa til barnæsku minnar sem himnaríkis á jörðu þar sem jafnvægi, sátt og samlyndi ríkti. Sem strákur gerði ég mér grein fyrir því hvað ég hafði það gott en jafn- framt að svo auðvelt væri lífið ekki í raun og veru. Þegar ég var hjá ömmu var ég öruggur fyrir atgangi lífsins enda helgaði hún sig fjölskyldu sinni öllum stundum. Hún verndaði barna- börn sín og fann ég umhyggjuna streyma frá henni í hvert sinn sem við hittumst. Mér leið eins og ég væri eini litli strákurinn í heiminum og fékk að finna að ég væri afskaplega einstakur MAREN NÍELSDÓTTIR KIERNAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.