Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E kki er það kræsilegt að fylgjast með leit- inni að sökudólg- inum í Bandaríkj- unum, stjórnmálaskúmar og fréttamenn reyna hver um annan þveran að hengja einhvern fyrir hamfarirnar við Mexíkóflóa og afleiðingar þeirra. Guðsmaðurinn Jesse Jack- son fullyrti að ráðamönnum í Washington hefði verið sama um fólkið sem var að veslast upp í New Orleans vegna þess að það væri flest svart á hörund og fá- tækt. Framlag Jacksons tryggir vafalaust að einhverjir láti lífið í kynþáttaóeirðum þegar menn ákveða að hefna sín á einhverjum. Verður honum þá kennt um? Það versta við ummæli Jack- sons er að hann hefur auðvitað ekki algerlega rangt fyrir sér, hann færði okkur hálfsannleik sem sagt er að sé oft verri en lygi. Allir vita að samkennd hvítra með fá- tæku, svörtu fólki er oft lítil í reynd og sums staðar ríkir enn kynþáttamisrétti. En tímasetn- ingin á félagsfræðilegri úttekt prestsins er yfirgengileg. Meðan þúsundir björg- unarmanna reyndu sitt besta til að liðsinna fórnarlömbunum við hræðilegar aðstæður, meðan hvítir og svartir björgunarmenn, lög- reglumenn og þjóðvarðliðar þurftu ekki aðeins að berjast við afleið- ingar hamfaranna heldur glæpa- lýð, aldagamla tortryggni milli kynþátta og beiskju fátækra og umkomulausra New Orleans-búa, hellti Jackson olíu á eldinn. Hann vildi komast í fréttirnar. Þetta er ekki maður sem tuldrar eitthvað niður í bringuna á götu- horni. Jackson er þjóðþekktur vestra fyrir þátttöku sína í baráttu fyrir auknum réttindum blökku- manna þegar hann lagði vissulega hönd á plóginn með Martin Luther King. En síðustu árin hefur Jack- son orðið einn af þessum óþolandi „góðu“ mönnum og konum í ríka þotuliðinu sem fjölmiðlar hampa svo mikið vegna þess að þau styðja blessaðan lítilmagnann með ókeypis orðavaðli. En klerkurinn er ekki einn um að hafa gert mistök, listinn er langur. Það er nú einu sinni í eðli okkar að vona hið besta, „synda- flóðið kemur eftir okkar dag“ sagði franskur kóngur nokkrum áratugum fyrir byltinguna miklu 1789. Og þegar hið versta gerist eru menn ekki alltaf viðbúnir. Embættismenn hafa margir til- hneigingu til að forðast að taka sjálfir varasamar ákvarðanir sem hægt verði að gagnrýna síðar, þess vegna reyna þeir að ýta hlutunum frá sér. Best að láta einhvern ann- an sitja uppi með kvölina. Á ensku er notað orðalagið „cover your ass“ (passaðu rassinn á þér). Var stjórn Bush of sein að bregðast við ástandinu, stóð skrif- ræði í Washington í veginum, hunsuðu menn viðvaranir við- urkenndra sérfræðinga um að öfl- ugur fellibylur gæti lagt New Or- leans og fleiri staði í rúst? Var of litlu fé varið í að styrkja flóðgarða? Áreiðanlega, vísbendingar um að fótur sé fyrir þessum ásökunum eru margar. Sama er um yfirvöld í New Orleans að segja, þau brugð- ust, einnig Kathleen Blanco, rík- isstjóri í Louisiana. Forverar þessa fólks í umræddum emb- ættum brugðust líka vegna þess að bent hefur verið á hættuna í marga áratugi með reglulegu millibili. Vísindamenn vita að vísu enn meira um afleiðingarnar sem felli- bylur getur haft en þeir vissu fyrir hálfri öld, fyrir einni öld. En einnig þá vöruðu sumir við. Fáeinir fjöl- miðlar vestra eru svo heppnir að geta rifjað upp þætti og greinar sem þeir hafa birt á síðustu árum um flóðahættuna og geta því með nokkrum rétti sagt að ekki hafi verið hlustað á þá og það hefðu ráðamenn betur gert. En sá grun- ur læðist að mér að flestir stór- hneykslaðir fréttamenn hafi verið jafn andvaralausir og ráðamenn- irnir sem nú eru skammaðir, hafi einfaldlega sinnt öðrum málum betur en séu nú orðnir afskaplega vitrir eftir á. Það er ekki sterkasta hlið fjölmiðlamanna að horfa í eig- in barm, þeim finnst, eins og mörgum stjórnmálamönnum, heppilegra að benda á hina. Rifjað hefur verið upp að í New Orleans hafa menn ekki hikað við að þurrka upp mikil fenjasvæði við borgina til að nýta þau. En fenin hafa á umliðnum öldum gegnt mikilvægu hlutverki í lífríki stað- arins. Þau hafa verið eins konar öryggisventill, hafa tekið við miklu vatnsmagni þegar fellibylir hafa hækkað vatnsborðið. Græðgi og aðrir mannlegir veik- leikar hafa því leikið sitt hlutverk eins og venjulega og varla þurfum við að furða okkur á því. En fyr- irhyggjuleysið er ekki bundið við Bandaríkjamenn. Fyrir fáeinum árum urðu geysimikil flóð á meg- inlandi Evrópu, árnar ruddust fram, kolmórauðar og eirðu engu. Talsvert manntjón varð og eigna- tjón var sums staðar gríðarlegt. Sérfræðingar höfðu lengi talað fyrir daufum eyrum þegar þeir bentu á að náttúran hefði á sínum tíma séð til þess að í miklum og skyndilegum vatnavöxtum fyndi vatnsflaumurinn sér farveg í fjöl- mörgum síkjum, lækjum og fenj- um sem nú væru að mestu leyti horfin undir vegi og önnur mann- virki. Nú er verið að meta hvernig Reykjavík sé búin undir umfangs- miklar náttúruhamfarir og ekki seinna vænna. Huga þarf að brott- flutningi mörg þúsund manna frá svæðinu og heimildarmenn segja að í einu séum við betur stödd en Bandaríkjamenn voru: búið er að færa yfirstjórn viðbragðanna á eina hendi. En ef jarðskjálftarnir árið 2000 hefðu verið skæðari en þeir voru er hætt við að einhverjir hefðu verið fljótir að finna söku- dólga sem réttast væri að reka. Allt hinum að kenna En sá grunur læðist að mér að flestir stórhneykslaðir fréttamenn hafi verið jafn andvaralausir og ráðamennirnir sem nú eru skammaðir, hafi einfaldlega sinnt öðrum málum betur en séu nú orðnir afskaplega vitrir eftir á. VIÐHORF Kristján Jónsson kjon@mbl.is Í UMRÆÐUNNI um dagvist- unarmálin að undanförnu er eft- irtektarvert hvernig umræðunni er snúið frá vandamálinu að allt öðru. Í viðtölum við starfsfólk leikskól- anna er tekið fram hvort viðkomandi er faglærður eða ekki. Viðtöl eru tekin við foreldri sem lýsa yfir að nauðsynlegt sé að hækka laun faglærðra en ekki að ráða meira af ófaglærðu fólki. Svokallaður fulltrúi fólksins, Stefán Jón Hafstein, fer fram með enn sérstæðari hætti og slær allt út með ummælum eins og „að krafan hljóti að vera að mennta fleiri leikskólakenn- ara“. Þannig þyrftu leikskólarnir ekki að reiða sig á ófaglært starfsfólk. Ég sem foreldri hlýt að setja spurn- ingarmerki við hvort Stefán Jón sé í lagi. Það er nefnilega svo að þegar farið er með barn í leikskólann á morgnana er ekki hægt að sjá það með neinum hætti hvort viðkomandi starfsmaður, sem tekur á móti barninu, sé fag- lærður eður ei. Aðalmálið hjá foreldrinu er hvort tekið sé á móti barninu með þeirri hlýju og virðingu sem barninu ber að fá. Ég er þeirrar skoðunar að Stefán Jón ætti að kynna sér málin betur og hætta að misbjóða okkur foreldrum með slíkum ummælum um starfsfólk sem er á lágum launum og gerir sitt besta við daggæslu barna okk- ar. Hækkun leikskólagjalda Í umræðu um hækkun leikskóla- gjalda á stúdenta, sem borgarfull- trúa Framsóknarflokksins tókst að afstýra, kom ekki fram hvað ætti að gera við hækkunina. Átti að hækka laun starfsmanna eða átti að hækka laun nefndarmanna menntaráðs þar sem Stefán Jón situr sem formaður? Þáttur Eflingar Athyglisvert er að forráðamenn Efl- ingar, stéttarfélags ófaglærða starfs- manna, hafa ekki tek- ið þátt í umræðunni. Ekki skyldi það vera vegna persónulegra tengsla forráðamanna Eflingar og Samfylk- ingarinnar? Það sem hefur komið frá Eflingu sýnir svo ekki verður um villst að þar á bæ er ekki barist fyrir réttmætri virðingu til handa félagsmanna þeirra. Enda eins og þeir vita sem þurfa þjónustu skrifstofu Eflingar tekur allt sinn tíma. Bara að sækja um aðgang að námskeiðum til launa- hækkana, eða fá or- lofsávísun eins og VR sendir sínum fé- lagsmönnum að fyrra bragði árlega, tekur einn til tvo mánuði hjá Eflingu. Þennan þátt vantar í umræðuna, verkalýðsþáttinn. Byggjum upp Sem foreldri og kominn á miðj- an aldur þá leiðist mér ekkert meira en sjálfskipaðir fulltrúar fólksins sem vita ekkert hvað þeir eru að tala um. Menntahroki og almennur hroki þessa fólks í garð fólks sem vinn- ur við að gæta stærstu auðlindar þjóðarinnar, sem eru börnin, finnst mér orðinn leiðinlegur. Þjóðfélagið verður ekki byggt upp með hroka gagnvart öðru fólki. Þjóðfélagið verður byggt upp með samvinnu, jákvæðni og heiðarlegri umræðu um hvern málaflokk fyrir sig. Það er leitt til þess að vita að menntunarmálin í borginni séu í höndum fólks sem hagar sér eins og fulltrúar Samfylkingar gera. Einsetinn grunnskóli er ekki kominn á. Leikskólarnir eiga á hverju ári við starfsmannavanda. Svo bjóða fulltrúar Samfylking- arinnar okkur upp á umræðu um hluti sem skipta ekki nokkru máli eins og það þurfi að mennta fleiri leikskólakennara. Hvað er Fóstruskólinn/Háskólinn tómur? Fara nemendur að námi loknu ekki til starfa á leikskólana? Sennilega er það vegna þess að þeir fá hærra kaup annars staðar en á leikskóla að námi loknu. Þessu er Stefán Jón ekki búinn að átta sig á. Mín hugmynd Í tilefni þessarar umræðu hefur mér dottið það í hug hvers vegna við seljum ekki hvern og einn leikskóla. Það er staðreynd af reynslu einkarekinna leikskóla að það er betur hugsað um starfs- fólkið og eins börnin. Þeir loka ekki vegna starfsdaga eins og opinbera kerfið gerir. Með því að standa á eigin fót- um er gerð meiri krafa til rekst- urs, t.d. starfsfólks og eins að reksturinn standi undir sér. Starfsfólkið tekur virkari þátt í starfi skólanna og umhverfið verður þægilegra og hlýlegra. Leikskóli í eigu Reykjavík- urborgar og stjórnað af Samfylk- ingunni, sem þessa dagana sendir viðskiptavini (börnin) sína heim, getur ekki boðið þetta umhverfi. Hugsið ykkur foreldri sem verður að vera í fríi frá vinnu vegna þess að Reykjavíkurborg vill ekki borga meira en kjarasamningur Eflingar segir til um? Þetta foreldri vinnur ekki mikið þessa dagana. Sama foreldri sem kaus hér um árið Reykjavíkurlist- ann sem lofaði einsetnum skólum, leikskólum fyrir börn borgarbúa, jákvæðu umhverfi til að ala upp börn. Ég skora á foreldra að muna þessi fleygu slagorð Reykjavík- urlistans þegar kosið verður nú í vor. Við eigum rétt á að fá fulla þjónustu frá borginni svo lengi sem við greiðum útsvarið til hennar. Borginni verður ekki stjórnað lengi af fólki sem sýnir af sér jafnmikla drambsemi og Stefán Jón. Umræðan um dagvistunarmálin Haukur Þorvaldsson fjallar um dagvistunarmálin í Reykjavík ’Hugsið ykkurforeldri sem verður að vera í fríi frá vinnu vegna þess að Reykjavík- urborg vill ekki borga meira en kjarasamningur Eflingar segir til um?‘ Haukur Þorvaldsson Höfundur er sölumaður. LEIÐARAHÖFUNDUR Morg- unblaðsins 1. september sl. gerir lít- ið úr þeim erfiðleikum sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eiga við að stríða þessi misserin vegna hás gengis krón- unnar. Vitnað er til fréttar blaðsins daginn áður þar sem forsvars- menn nokkurra sjávar- útvegsfyrirtækja eru spurðir um afkomu þeirra og dregur blaðið sérkennilegar álykt- anir af ummælum þeirra. Klykkir blaðið út með því að segja að í ljósi afkomu til- greindra fyrirtækja hafi þeir talsmenn sjávarútvegsins „sem á undanförnum árum hafi haldið því fram að atvinnugreinin væri á von- arvöl og geti ekki búið við þetta háa gengi hafa haft rangt fyrir sér“. Það er illskiljanlegt hvað fær Morgunblaðið til þess að leggja þessa lykkju á leið sína til þess að reka hornin í talsmenn sjáv- arútvegsins á þessum forsendum og enginn hefur á undanförnum árum haldið því fram að greinin sé á von- arvöl. Ljóst er þó að rekstrarafkoma greinarinnar fyrstu 6 mánuði ársins er ekki góð. Hækkandi afurðaverð á erlendum mörkuðum hefur dregið úr neikvæðum áhrifum hás gengis krónunnar, en eigi að síður fer fram- legð fyrirtækjanna ört minnkandi. Ýmsar veiðigreinar eru reknar með tapi og má þar m.a. nefna rækju, en rækjuveiðar og vinnsla eru að leggjast af í landinu eins og nýlegt dæmi frá Vestfjörðum sannar. Mikil hagræðing, á grundvelli fisk- veiðistjórnunarkerf- isins, hefur átt sér stað í sjávarútveginum á undanförnum árum sem hefur gert fyr- irtækin hæfari til að takast á við erf- iðleika eins og nú steðja að. En at- vinnugreinin getur ekki endalaust hagrætt í rekstrinum, fækkað skip- um, fækkað fólki og dregið úr kostn- aði. Því miður eru ýmis teikn á lofti um að til tíðinda fari að draga í ís- lensku efnahagslífi fyrr en síðar. Er- lent lánsfé flæðir um og neyslan er í hámarki. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að skuldir verður að greiða til baka. Hætta er á mjög slái í bakseglin þegar sú stund rennur upp. Þótt leiðarahöfundur Morg- unblaðsins telji að hér sé allt í lukk- unnar velstandi er staðreyndin eigi að síður sú að mjög reynir nú á und- irstöður sjávarútvegsins. Af því hefur atvinnugreinin þung- ar áhyggjur og sú er ástæða þess að forystumenn hennar hafa bent á erf- iðleikana sem fylgja háu gengi krón- unnar. Vinur er sá er til vamms seg- ir. Ábending til ritstjóra Morgunblaðsins Björgólfur Jóhannsson gerir athugasemdir við leiðaraskrif Morgunblaðsins ’Þótt leiðarahöfundurMorgunblaðsins telji að hér sé allt í lukkunnar velstandi er staðreyndin eigi að síður sú að mjög reynir nú á undirstöður sjávarútvegsins. ‘ Björgólfur Jóhannsson Höfundur er formaður Lands- sambands íslenskra útvegsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.