Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 31
MINNINGAR
og góður drengur. Maður var knús-
aður og klappað í bak og fyrir enda
mætti ég á svæðið dillandi skottinu
eins og hvolpur og heilsaði öllum með
smellikossi á kinn. Ég taldi mig geta
sigrað heiminn og lofaði ömmu minni
að launa henni með nýrri eldavél þeg-
ar ég yrði stór. Hún var brosmild,
hamingjusöm og gefandi. Aldrei
minnist ég þess nokkurn tíma að hún
hafi skammað mig þó ég hafi nú al-
mennt verið talinn stríðinn og uppá-
tækjasamur úr hófi fram. Einhvern
veginn hafði hún þau áhrif á mig að ég
varð rólegur, friðsamur og blíður, í
fullkomnu jafnvægi við allt og alla í
kringum mig í Teigagerði.
Ég sakna þín, amma mín, þú varst
mér allt sem barn og ert stór hluti af
persónuleika mínum í dag. Þú munt
alltaf vera mér nærri í öllu sem ég
geri og eiginleikar þínir munu leiða
mig áfram í lífinu.
Þinn
Sverrir.
Ég man svo vel eftir því þegar ég
og frændi minn Sverrir vorum að
ræða kosti Marenar ömmu okkar og
við urðum sammála að hún væri
hreinn og beinn engill.
Hún var sú besta manneskja sem
ég hafði nokkurn tíma kynnst og mun
líklega kynnast. Hún var alltaf að
hugsa um aðra frekar en sjálfa sig;
ávallt glaðlynd, gjafmild og blíð.
Ég er alin upp í London, en þegar
ég var 18 ára kom ég til Reykjavíkur
til að stunda íslenskunám við Háskóla
Íslands. Ég bjó hjá frændfólki mínu á
Hallveigarstíg niðri í miðbæ, en alltaf
á laugardögum og oft eftir skólann í
miðri viku fór ég inn í Jökulgrunn til
ömmu minnar og eyddi deginum með
henni. Afi minn hafði látist þá um
haustið og við vorum báðar stundum
einmana. Við vorum þá vanar að
spjalla um allt milli himins og jarðar.
Oft kom ég með kennslubækurnar
með mér og fékk hjálp við námið hjá
henni ömmu, ef ég þurfti með. Við
drukkum endalausa kaffibolla man ég
eftir. Þetta var hið bragðbesta og
sterkasta kaffi, sem ég hef nokkurn
tíma fengið.
Önnur minning sem ég á um ömmu
mína frá þessum tíma er að hún var
alltaf að hafa áhyggjur af að ég borð-
aði ekki nógu mikið. Hún var því allt-
af að bjóða mér eitthvað eða að reyna
að gefa mér pening svo að ég gæti
keypt mér eitthvað að borða. En auð-
vitað var ég ekki að tærast upp; því
fór fjarri! En ég man hvað ég var
snortin af hugulsemi hennar ömmu
minnar og ástúð hennar í minn garð.
Ég er gæfusöm að hafa átt ömmu eins
og hana Maren ömmu og ég er hreyk-
in af að heita í höfuðið á henni. Guð
blessi þig og varðveiti, elsku amma
mín.
Þín dótturdóttir
Anna-Maren Ashford.
Amma Maren var ólýsanlega góð.
Ég einfaldlega dýrkaði það að fara í
heimsókn til hennar. Ég elskaði hana
mjög mikið, hún var svo hlý, góð og
falleg. Hún hugsaði vel um allt og alla.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka,
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Sigurður Victor Kiernan.
Amma Maren var besta amma í
heimi. Mér þótti rosalega vænt um
hana. Nú er hún komin til himna til
afa Stanley og systra sinna og hittir
þau aftur. Guð blessi þig, amma.
Þín ömmustelpa,
Sonja Rún.
Maren Níelsdóttir Kiernan átti sér
fáa líka og þakklátur er ég fyrir að
hafa fengið að kynnast henni. Elst
þriggja alsystra, sjálfstæð og einbeitt
hóf hún snemma lífsbaráttuna, lengi
ein með jafnaldra systur sinni en
fjarri móður, yngstu systur og föður.
Margar voru sögurnar sem hún hafði
að segja úr sveitinni og ómæld hafði
gleðin verið þegar faðir hennar heim-
sótti hana gangandi norður yfir fjöll-
in, með súkkulaði eða brjóstsykur í
poka. Þá vakti ilmurinn af appelsín-
um ávallt ljúfar og þöglar minningar
liðinna tíma. Maren komst í Kvenna-
skólann á Blönduósi og eftir það var
leiðin greið suður, heim til móður og
systra. Hún var glæsileg kona sem
fór ekki alltaf troðnar slóðir og hafði
ósjaldan gaman af því að ögra sínum
nánustu. Það stóð ef til vill knappt, en
Stanley kom, sá og sigraði og það
voru afar glæsileg hjón sem lögðu í
lífsferðalagið saman. Erlendur maki
var ekki eins algengur á Íslandi þá og
nú og sérstakir persónuleikar Stanl-
eys ásamt dugnaði, útsjónar- og elju-
semi Marenar unnu á flestum þol-
raunum. Misbjart var yfir fyrstu
árunum eins og gengur, en fjölskyld-
an stækkaði hratt og börnin urðu sex.
Kæra Maren, af einlægni, með
opnum huga og þínum orðskýringum
tókstu á móti mér inn í fjölskylduna
fyrir rúmum 30 árum. Yfir kaffibolla
eða margréttuðum máltíðum við eld-
húsborðið þitt var oft tekið á málefn-
um líðandi stundar og reynt að hafa
gaman af. Eldhúsið var miðstöð húss-
ins þar sem óskir barna og barna-
barna í móður- og ömmuumhyggju að
ógleymdum mat og drykk voru upp-
fylltar. Já, börnin mín munu ekki
gleyma góðu stundunum með ömmu
sinni. Af ástúð og sem fjölskylduklett-
ur studdir þú á ýmsan hátt við bakið á
þínu fólki, hérlendis sem erlendis,
með peningum, barnagæslu og jafn-
vel matarkaupum.
Það er margs að minnast úr sam-
eiginlegu ferðalagi okkar og víða hef-
ur verið stoppað utan heimilisins, m.a.
í Malaga, Mousehole og á Möðrudal.
En flestar voru stundirnar í eldhús-
inu að ógleymdum garðinum þínum.
Það var um margt að hugsa svo garð-
urinn fengi sín best notið og oft þurfti
að færa blóm, tré eða jafnvel runna
svo því liði betur. Garðurinn og blóm-
in voru þitt yndi og báru vott og ár-
angur góðrar umhyggju. Og við vor-
um sammála um að sömu umönnunar
yrðu afkvæmi mannlegrar náttúru að
njóta, óháð því hvort þau þjáðust af
grimmd, geðveiki, öfund eða græðgi.
Með kómískri glettni varstu mér
sammála fyrir nokkrum misserum, að
fáar steinvölurnar yrðu á lofti í fjöl-
skyldu þinni ef fara ætti eftir text-
anum „sá yðar sem syndlaus er, kasti
fyrsta steininum“.
Árin hafa liðið hratt og óneitanlega
hafa síðustu árin hjá þér borið merki
sorgar og depurðar. Ég minnist síð-
ustu heimsóknar okkar Stellu og
Hrefnu Marínar til þín. Á kveðju-
stundinni í anddyrinu, tókstu kipp,
skaust inn í lyftuna til okkar og sagðir
af þinni einlægni við starfsstúlkuna á
Hrafnistu: „Komdu, komdu bara
líka.“ Eins og svo oft áður ætlaðir þú
með okkur því öryggið fannstu hjá
Stellu.
Kæra Maren, það er komið skarð í
hópinn, en minningin lifir. Takk fyrir
samfylgdina.
Sigurður Jónasson.
Í dag fylgjum við Möllu á sjö síð-
asta spölinn. Það var fyrir röskum
fjörutíu árum að hingað í Teigagerðið
flutti stór fjölskylda, Kiernan. Margir
áttu erfitt með að muna nafnið. Fljót-
lega eignuðust börnin góða vini í
þessari fjölskyldu og Malla varð besta
konan í götunni, hún átti sín töfra-
meðul sem löðuðu að. Mínir drengir
áttu margar góðar stundir á sjö. Þó
ber hæst fimmtugsafmælið hennar.
Þá bauð hún bestu vinum sínum í göt-
unni til veislu sem stóð fram yfir mið-
nætti. Við hér á tólf þökkum henni allt
gamalt og gott. Sendum afkomendum
hennar innilegar samúðarkveðjur.
Guðbjörg.
Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn,
SINDRI SNÆR SIGURJÓNSSON,
Þingási 7,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring-
braut miðvikudaginn 31. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfells-
bæ fimmtudaginn 8. september kl. 11.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast
Sindra Snæs, er bent á minningarsjóð sem stofnaður hefur verið í hans
nafni og mun verða ráðstafað úr til Barnaspítala Hringsins.
Reiknisnúmer 0115-05-070603 og kennitala 210204-2370.
Sigurjón Ólafsson, Ingibjörg Betty Bustillo,
Karen Erla Kristófersdóttir,
Steinar Frank Sigurjónsson,
Sigurður Ýmir Sigurjónsson,
Ólafur Árnason, Arnfríður Helga Valdimarsdóttir,
Friðbjörn Berg.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRID PETRINE ANDREASEN,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn
9. september kl. 16.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Brandur Danielsen,
Ingun Simonsen,
Johannes Simonsen,
Signar Simonsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og vinur,
JÓN SÆVAR JÓHANNSSON,
Kleppsvegi 76,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 8. september kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurrós Sóley Jónsdóttir,
Guðbjörg Anna Jónsdóttir,
Páll Gísli Jónsson,
Aðalheiður Ágústa Jónsdóttir,
Kristbjörg Gunný Jónsdóttir,
tengdabörn og barnabörn,
Ragnheiður Ágústína Pálsdóttir.
GUÐJÓN JÓHANN JÓHANNSSON,
Reitarvegi 6,
Stykkishólmi,
andaðist á St. Franciskusspítalanum í Stykkis-
hólmi aðfaranótt þriðjudagsins 6. september.
Aðstandendur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR H. KJÆRNESTED
skipherra,
Þorfinnsgötu 8,
lést föstudaginn 2. september.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju þriðju-
daginn 13. september kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
Guðmundar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724.
Margrét Símonardóttir Kjærnested,
Símon Ingi Kjærnested, Elínborg S. Kjærnested,
Örn Kjærnested, Hildur Einarsdóttir,
Helgi Stefnir Kjærnested, Soffía Lárusdóttir,
Margrét Halldóra Kjærnested, Pétur Eggert Oddsson,
barnabörn og barnabarnabörn.